Morgunblaðið - 22.09.1998, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
UTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
OVISSA OG
ÓSTÖÐUGLEIKI
NIÐURSTÖÐUR þingkosninganna í Svíþjóð á sunnudag
benda til að óstöðugleiki og óvissa muni einkenna
sænsk stjórnmál á næsta kjörtímabili. Ríkisstjórn Jafnaðar-
mannaflokksins undir forsæti Görans Persson mun hugsan-
lega sitja áfram við völd en það mikla afhroð sem jafnaðar-
menn hlutu í kosningunum hlýtur að veikja stöðu forsætis-
ráðherrans verulega. Jafnaðarmenn töpuðu fímmtung fylgis
síns, sé miðað við síðustu kosningar, og hafa ekki fengið jafn
slæma útreið frá því á fyrri hluta aldarinnar. A sama tíma
bætir Vinstriflokkurinn, sem fyrr á árum kenndi sig við
kommúnisma, við sig miklu fylgi og verður minnihlutastjórn
jafnaðarmanna háð þeim flokki og græningjum í Umhverfis-
flokknum sitji hún áfram. Þrátt fyrir að vinstri flokkarnir
nái ekki sama atkvæðamagni samtals og í síðustu kosning-
um verða niðurstöður kosninganna vart túlkaðar á annan
veg en þann, að sænskir kjósendur vilji stjórn til vinstri við
þá er setið hefur við völd undanfarin ár. Eini valkosturinn
við slíka stjórn í stöðunni væri stjórn jafnaðarmanna og
þriggja borgaralegra flokka, sem vart getur talist raunhæf-
ur möguleiki.
Þrátt fyrir þann vanda er sænska velferðarkerfíð hefur
átt við að etja undanfarinn áratug hefur ekki átt sér stað
hugmyndafræðileg endurnýjun innan Jafnaðarmannaflokks-
ins, áþekk þeirri er átt hefur sér stað innan til dæmis
breska Verkamannaflokksins. Þrátt fyrir miklar umræður
um framtíð sænsks samfélags á köflum virðist niðurstaða
jafnaðarmanna vera sú að það nægi að pússa upp á núver-
andi kerfí. Túlka má niðurstöður kosninganna á þann veg að
sænskir kjósendur vilji, ef eitthvað er, ganga enn lengra og
hverfa aftur til aukinna ríkisútgjalda og útþenslu velferðar-
kerfisins.
Líklegt er, að Persson verði kennt um ófarir jafnaðar-
manna og að sótt verði að honum innan flokksins. Hann
verður því ekki í sterkri stöðu til að semja við aðra flokka
um stefnumál sín. Það gæti reynst erfítt að ná málamiðlun
við Vinstriflokkinn um stefnuna í ríkisfjármálum og stöðu
Svía innan Evrópusambandsins. Þá verður næsta ríkis-
stjórn að taka ákvörðun um hver verður framtíð kjarnorku í
Svíþjóð en þar er mikill skoðanamunur á milli Jafnaðar-
mannaflokksins og Vinstriflokksins, að ekki sé minnst á
Umhverfísflokkinn.
Ekki bætir úr skák, að stjórnarandstöðuflokkarnir koma
illa út úr þessum kosningum, ef frá eru skildir kristilegir
demókratar, sem ásamt Vinstriflokknum eru sigurvegarar
kosninganna. Miðflokkurinn og Þjóðarflokkurinn tapa fylgi
og Hægriflokkurinn undir stjórn Carls Bildts stendur nán-
ast í stað. Ólíklegt hlýtur að teljast, að Bildt sætti sig við að
sitja áfram í stjórnarandstöðu í fjögur ár og í Svíþjóð er
fastlega gert ráð fyrir, að hann muni á næstunni svipast um
eftir virðingarembætti á alþjóðavettvangi. Enginn sjálfgef-
inn arftaki er hins vegar til staðar innan Hægriflokksins og
Bildt hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa látið hugmynda-
vinnu innan flokksins sitja á hakanum á undanförnum árum
vegna starfa sinna í Bosníu. Það er því líklegt að Hægri-
flokkurinn, rétt eins og Miðflokkurinn og Þjóðarflokkurinn,
þurfí að verja mikilli orku í innri málefni flokksins á næstu
misserum.
MYNDBANDIÐ
OG CLINTON
ÞAÐ VAR áreiðanlega markmið repúblikana á Banda-
ríkjaþingi að niðurlægja Clinton, forseta, og veikja hann
pólitískt með því að opinbera myndbandsupptöku af yfir-
heyrslu sérlegs saksóknara og aðstoðarmanna hans yfir for-
setanum. Eftir að myndbandið var sýnt um heim allan í á
fímmta tíma í gær er engan veginn víst, að þeim tilgangi
hafi verið náð.
Sýning myndbandsins sýndi, að fréttir í bandarískum fjöl-
miðlum undanfarnar vikur þess efnis, að forsetinn hafi hvað
eftir annað misst stjórn á skapi sínu og að einu sinni hafi af
þeim sökum orðið að gera hlé á yfírheyrslunni eru einfald-
lega rangar. Þeir sem hafa lekið upplýsingum um það, sem
fram fór hafa gert það á þann hátt, að því fer fjarri, að þær
upplýsingar gefí rétta mynd af yfírheyrslunni. En jafnframt
er ekki ólíklegt að þessir sömu fjölmiðlar reyni í umfjöllun
sinni um sýningu myndbandsins að láta líta svo út sem þeir
hafi haft rétt fyrir sér. Þess mátti strax sjá merki í gær,
þegar einstaka fjölmiðlar héldu því fram, að forsetinn hefði
sýnt reiði og beiskju. Hvar kom það fram?
Bandaríkjaforseti hefur sýnt ótrúlegan dómgreindarskort
með sambandi sínu við hina ungu starfsstúlku Hvíta hússins.
En vel má vera, að sýning myndbandsins hafi fremur orðið
honum til framdráttar en vansæmdar úr því sem komið er.
Reuters.
GORAN Persson leiðtoga jafnaðarmanna var fagnað með rauðum rósum er úrslitin lágu fyr-
ir. Flokkur hans missti hins vegar mikið fylgi og staða hans gæti reynst ótraust.
ALF Svensson leiðto
sem ál
Kosningaóvissa að t
stjórnardvissa fram
Sænskir jafnaðarmenn hlutu verstu útreið
í manna minnum í þingkosningunum á
sunnudag en borgaralegu flokkarnir nutu
samt ekki góðs af fylgishruni þeirra,
segir Sigrún Davíðsdóttir. Jafnaðarmenn
halda stjórnartaumunum, en standa
afar óstyrkum fótum.
vikum bjóst ég við betri árangri,“ við-
„JAFNAÐARMENN hafa fengið
verstu útreið í samtímasögu Svía,“
undirstrikaði Carl Bildt leiðtogi
Hægriflokksins ákaft í samtali við
fréttamenn á kosningakvöldið í
sænska þinghúsinu. Hann var hins
vegar óviljugri að horfast í augu við
að hans eigin flokkur hafði ekki bætt
við sig nema einu þingsæti frá síðustu
kosningum, en gladdist yfir velgengni
Kristilega demókrataflokksins.
Göran Persson forsætisráðheri'a
og formaður Jafnaðarmannaflokksins
fór hins vegar huldu höfði eftir að
hafa komið fram á kosningavöku
flokksins í Húsi alþýðunnar til að
segja að kjósendur vildu samstarf og
réttvísi og það vildi flokkurinn veita.
Formlega séð þarf hann ekki að segja
af sér en hvorki á kosningakvöldinu
né í gær treysti nokkur stjórnmála-
skýrandi sér til að spá um hvernig í
ósköpunum Persson ætlaði að koma á
starfhæfri stjórn. Þeir flokkar, sem
hann vildi starfa með, vilja ekki
starfa með honum og sá flokkur, sem
hann vill alls ekki starfa með, Vinstri-
flokkurinn, vill ólmur starfa með hon-
um. Hver áhrif það hefur á stefnu og
starf jafnaðarmanna að hafa fengið
þennan áfellisdóm kjósenda leiðir
tíminn í ljós. Þrátt fyrir uppsveiflu
Vinstriflokksins hefur
vinstrivængurinn í heild
tapað fylgi. Hver áhrif það
hefur á hugmyndafræði
hægriflokkanna að hafa
ekki náð lengra þrátt fyrir
veika stöðu jafnaðarmanna á líka eft-
ir að sýna sig. En við næstu kosning-
ar gæti svo farið að aðrir menn yrðu
teknir við leiðtogastarfinu.
Óánægjufylgi til
hægri og vinstri
„Það er hættuleg hugmynd að hið
gamla sé minna verðmætt en hið
nýja,“ segir sigurreifur Alf Svensson
formaður Kristilega demókrataflokks-
ins á gangi þinghússins að kvöldi
kosningadags. Nú vonar hann að það
nái í gegn bæði í stjómmálunum og úti
í þjóðfélaginu að aldur og reynsla
verði meira metin en áður. Sjálfur var
hann að margra mati ferskasti flokks-
leiðtoginn, þótt hann sé búinn að vera
að í aldarfjórðung. Hann segist búast
við því að hlustað verði á flokkinn og
tekið mark á honum.
Samstarf við jafnaðarmenn kemur
ekki til greina, endurtekur hann hvað
eftir annað. „Við mörkuðum okkur
skýran bás á hægrivængnum og á
þeirri forsendu fengum við fylgi. Við
getum ekki skyndilega sveiflað okkur
til samstarfs við jafnaðarmenn."
Persson hefur tilhneigingu til að
komast fautalega að orði og Svensson
tók það illa upp að Persson kallaði
hann falsspámann í kosningabarátt-
unni. Það jók ekki samstarfsvilja
Svenssons.
Um fylgisstreymið til flokksins
segir hann að kjósendur hafi einfald-
lega kunnað að meta stefnu flokksins,
andstætt Vinstriflokknum, sem feng-
ið hafi óánægjufylgi frá
jafnaðarmönnum. Um
þetta má þó deila, því það
er nærtækt að líta svo á að
óánægðir kjósendur
Hægriflokksins hafi kosið
kristilega. Hvort kristilegum hefur
nú tekist að festa sig í sessi er enn of
snemmt að segja til um. En langtíma
stefna Hægriflokksins, að verða hin
breiða þungamiðja hægrivængsins,
rættist ekki í þessum kosningum.
Flokkurinn verður að bíta í það súra
epli að hafa enn ekki losað sig undan
að vera hægrigrýla jafnaðarmanna og
harðsoðinn nýfrjálshyggjuflokkur í
anda síðasta áratugar.
„Kosningabarátta okkar hefur ekki
verið misheppnuð," segir Carl Bildt,
þegar hann er spurður að því hvort
ekki megi segja að barátta Hægri-
flokksins hafi misheppnast í ljósi þess
að fiokkurinn hafi samkvæmt skoð-
anakönnunum stöðugt misst fylgi
undanfarið ár. „Baráttan var góð og
málefnaleg, þó ég viti að þetta segi
allir flokksleiðtogar. Fyrir nokkrum
urkenmr hann, „en fann þessa vikuna
í hvað stefndi.“ Hann kvartar yfir að
sænsk stjórnmálaumræða snúist um
að deila þjóðarauðnum, ekki að auka
við hann eins og Hægiiflokknum sé
tíðrætt um og því eigi flokkurinn
erfitt uppdráttar.
Önnur hlið á því máli er að flokkn-
um hefur ekki tekist að koma kjós-
endum í skilning um hvað máli skipti
að hans mati. Þótt Bildt þvertaki
fyrir að hann sé á leiðinni út úr
sænskum stjórnmálum dettur fæst-
um í hug að hann ætli sér að verma
stjórnarandstöðubekkina næstu
fjögur árin. Krónprins er enginn í
flokknum. Per Unckel er __________
nefndur til, íyrrum flokks- „Perss
ritari og menntamálaráð- j||a
herra, en mörgum þykir
hann of líkur Bildt. Chris ^
Heister, náinn ráðgjafi
Bildts, er einnig nefnd til. Hún er
dugandi þingmaður og gæti náð að
gefa flokknum annað yfirbragð, en
ýmsir efast um að reynsla hennar og
úthald sé nóg.
Munu hnútur
fljúga um borð?
„Við höfum leitt landið úr kreppu,"
sagði Göran Persson við góðar undir-
tektir flokksmannanná í Húsi alþýð-
unnar á kosningakvöldið. En þakk-
læti er sjaldgæfur ávöxtur í stjórn-
málum, því það sem vel tekst er álitið
sjálfsagt og ])eir, sem illa tekst,
hreppa skammir. Hið fyrra gæti átt
við um skoðun kjósenda á stjórnara-
frekum í efnahagsmálum. Hið síðara
gæti átt við um uppskeru Perssons af
kosningaóförunum. Strax í gær voru
uppi getgátur um að Mona Sahlin, hin
„Schyman
náði
óánægjufylgi“