Morgunblaðið - 22.09.1998, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF 6691181
PÓSTHÓLF 3010, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTI1
ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Drög að loftferðasamningi við Rússland liggja fyrir
Vonast eftir undirrit-
un í næsta mánuði
DRÖG að loftferðasamningi milli
Rússlands og Islands hafa legið fyr-
ir um tíma og er jafnvel búist við að
gengið verði frá samningnum í
næsta mánuði. Samkvæmt upplýs-
ingum frá utanrfkisráðuneytinu
liggur samningur fyrir í stórum
dráttum en ýmis útfærsluatriði eru
ófrágengin og til skoðunar bæði hjá
sérfræðingum samgönguráðuneytis
og flugmálastjómar.
Porgeir Pálsson flugmálastjóri
££Sfapplýsti Morgunblaðið um að drög-
in væru nú til skoðunar hjá Rússum
og beðið væri endanlegra viðbragða
þeirra. I rammasamningi er kveðið
á um gagnkvæm flugleyfi milli land-
anna og er yfirleitt fjallað um flug
milli höfuðborga landanna í því
samhengi. Flugmálastjóri segir
ófrágengið hvernig hugsanlegu
áætlunarflugi milli landanna yrði
háttað, það ráðist að miklu leyti hjá
þeim sem áhuga hafí á að taka það
að sér.
Flugleiðir að kanna málið
Flugleiðir hafa kannað hugsan-
legt áætlunarflug milli íslands og
Moskvu en ekkert hefur verið af-
ráðið í þeim efnum, hvorki hvenær
flug gæti hafist né hversu um-
fangsmikið það yrði. Flugmála-
stjóri kvað ekki líklegt að rúss-
neska flugfélagið Aeroflot myndi
hafa áhuga á fiugi til Islands og
minnti á að loftferðasamningur við
Bandaríkin kvæði á um réttindi
bandarískra flugfélaga til flugs
milli landanna. Ekkert bandarískt
félag stundaði hins vegar áætlun-
arflug milli landanna nú.
Endurvarpi
á Herðu-
breið
AHOFN þyrlu Landhelgisgæzl-
unnar, TF-LÍF, hefur unnið að
því að koma upp endurvarpa fyr-
ir fjarskipti björgunarsveita á
Herðubreið og er vonazt til að
verkinu ijúki á næstu dögum.
Myndin er tekin er þyrlan lagði
upp í eina af mörgum ferðum á
topp fjallsins með byggingarefni.
Endurvarpinn á að bæta íjar-
skipti á norðanverðum Vatna-
jökli. Skilyrði til ljarskipta hafa
oft verið léleg á svæðinu og er
skemmst að minnast þess er leit-
að var að hópi Norðmanna á jökl-
inum í sumar og slæmt fjar-
skiptasamband torveldaði björg-
unaraðgerðir.
Mælt með
stækkun
Nesjavalla-
virkjunar
SÉRSTAKUR starfshópur, sem
falið var að skoða hugsanlega stækk-
un raforkuversins á Nesjavöllum
hefur nú sldlað skýrslu, sem lögð
verður fyrir stjómarfund veitustofn-
ana á miðvikudag. í skýrslunni er
mælt með stækkun Nesjavallavirkj-
unar úr 60 í 90 megawött.
Alfreð Þorsteinsson, formaður
stjómar veitustofnana, sagði að
hann hefði fengið skýrsluna í hendur
í gær og ekki haft tíma til að kynna
sér efni hennar í smáatriðum.
„Ég get þó sagt að niðurstöður
skýrslunnar eru jákvæðar hvað
varðar stækkun orkuversins um 30
megawött og góð arðsemi hlytist af
slíkri stækkun," sagði Alfreð. „Sér-
fræðingarnir hvetja hins vegar til
þess að allur undirbúningur að
ákvarðanatöku verði vandaður og
þess gætt að ekki verði gengið um of
á jarðhitasvæðið. Ymsar leiðir séu til
í því sambandi, meðal annars að nýta
þriðju vélina aðeins yfir vetrarmán-
uðina.“
Kvaðst Alfreð ekki geta tjáð sig
um skýrsluna að öðra leyti þar sem
hún hefði ekki verið afhent stjóm
veitustofnana. Starfshópurinn, sem
gerði skýrsluna, var skipaður 13. júh'
til að kanna þessa stækkun og kom
fyrst saman í lok mánaðarins. I
hópnum voru Valdimar K. Jónsson
prófessor, Benedikt Steingrímsson,
sérfræðingui' Orkustofnunai',
Hreinn Frímannsson, yfirverkfræð-
ingur hjá Hitaveitu Reykjavíkur, og
Einar Gunnlaugsson, yfirmaður
rannsóknardeildar Hitaveitunnar.
----------------
Fótbrotnaði
í vinnuslysi
MAÐUR á fimmtugsaldri fótbrotn-
aði í vinnuslysi síðdegis í gær vél-
smiðjunni Gjörða á Grandagarði.
Slysið vildi þannig til að maður-
inn missti 300 kg járnöxul á fótinn á
sér, þegar hann bar öxulinn á búkka
við annan mann. Hinn slasaði var
fiuttur á slysadeild Sjúkrahúss
Reykjavíkur. Fulltrúar frá Vinnu-
eftirlitinu komu til að meta aðstæð-
ur í Gjörða.
Listaháskóli
Islands stofnaður
Staða rekt-
ors auglýst
LISTAHÁSKÓLI íslands var
formlega stofnaður í gær.
Ákvað stjórn skólans, sem kom
saman til fyrsta fundar síns í
gærkvöldi, að 'auglýsa um
næstu helgi stöðu rektors
lausa til umsóknar.
Pétur Einarsson, sem á sæti
í stjórninni, segir að rektor og
* deildarforsetar ættu að geta
hafið störf öðmm hvomm meg-
in við næstu áramót og ef
samningar takast við mennta-
málaráðuneytið um fjármögn-
un rekstursins sé hugsanlegt
að Listaháskólinn hefji starf-
semi sína haustið 1999.
í ■ Stofnun Listaháskóla/23
*
Nýtt fslenskt símafyrirtæki, Islandssími, sett á stofn
Island verði tilraunamark-
aður fyrir tækninýjungar
ISLAND á að verða tilraunamarkaður fyrir
tækninýjungar í símaþjónustu með tilkomu
nýs símafyrirtækis, Íslandssíma hf., á markað-
inn.
Fyrirtækið, sem er í eigu fjögurra aðila,
hugbúnaðarfyrirtækisins OZ hf., Guðjóns Más
Guðjónssonar, Skúla Mogensen og Arnars
Sigurðssonar, mun bjóða upp á alhliða síma-
þjónustu, jafnt innanlands-, millilanda- og far-
símtöl. Netið mun verða í stóru hlutverki hjá
hinu nýstofnaða fyrirtæki og meðal annars
mun mönnum verða gert kleift að hringja ódýr
símtöl til útlanda í gegnum Netið svo eitthvað
sé nefnt.
Að sögn Skúla Mogensen stjórnarformanns
Íslandssíma vaknaði hugmyndin að stofnun
fyrirtækisins eftir að viðræður við Landssím-
ann runnu út í sandinn í sumar en OZ hafði
boðið Landssímanum að gerast samstarfsaðili
fyrir sams konar tækni og þróa á í gegnum Is-
landssíma og að gerast eignaraðili í OZ.
Erlendir aðilar áhugasamir
Nýja fyrirtækið stefnir að því að bjóða
lægra verð en Landssíminn á öllum sviðum og
segir það mögulegt með aukinni tækni, minni
yfirbyggingu, aukinni sjálfvirkni og þar af
leiðandi færri starfsmönnum.
Þegar eru viðræður hafnar við erlenda sam-
starfsaðila í hátæknigeiranum og hafa margir
lýst áhuga á þeim möguleikum sem íslenskur
markaður býður upp á í þróun nýjunga á
þessu sviði.
Fyrirtækið er í viðræðum við Landssímann
um afnot af grunnneti hans og er það háð af-
greiðslu Landssímans hve hratt fyrirtækið
kemst á laggirnar og hvaða verð það getur
boðið.
Hlutafé í fyrirtækinu á að auka verulega á
næstu vikum og dreifa á eignarhlut.
■ Nýtt fyrirtæki/10