Morgunblaðið - 22.09.1998, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Góð þátttaka
í dokkardegi
FJÖLDI fólks tók þátt í dokkardegi
sem haldinn var í blíðskaparveðri á
laugardag. Stóru tjaldi var komið
fyrir við flotbryggju norðan Torfu-
nefs, en þar gátu gestir gengið um
og fengið að bragða á ýmsu góð-
gæti, m.a. sjávarafurðum á meðan
sjómannalögin dunuðu. Markaðs-
stemmning var á torgi við tjaldið og
kenndi þar margra grasa. Dokkar-
dagurinn var tileinkaður minningu
Guðmundar Sigurbjömssonar hafn-
arstjóra, sem lést í sumar, og voru
eldar tendraðir um kvöldið, kveikt á
fjölda blysa og kertum fleytt við
bryggjuna, en dagskránni lauk með
flugeldasýningu. Fólki bauðst að
fara með strætisvögnum yfír í
Vaðlaheiði til að fylgjast með sýn-
ingunni þaðan, en að sögn lögreglu
var mikil umferð yfir í heiði. Hún
gekk vel fyrir sig sem og umferðin í
bænum þótt margir hafí verið á
ferðinni.
Sigurður Hróarsson ráðinn leikhússtjóri
Kann best við
mig í leikhúsi
SIGURÐUR Hi-óarsson
hefur verið ráðinn leik-
iiússtjóri Leikfélags
Akureyrar og tekur
hann formlega við
starfinu um næstu ára-
mót, en hann stefnir að
því að koma til starfa
um miðjan nóvember
næstkomandi. Leikhús-
ráð ákvað að ráða Sig-
urð á fundi sínum á laugardag,
en Qórir umsækjendur voru um
stöðuna. Trausti Olafsson, nú-
verandi leikhússfjóri, lætur af
störfum um áramót.
Sigurður var leikhússtjóri hjá
Leikfélagi Akureyrar á árunum
1989 til 1991 og væntir félagið
mikils af endurkomu hans nú,
segir í frétt frá leikhúsráði.
Sigurður fæddist á Bifröst í
Borgarfirði, en ólst upp á Laug-
um í Reykjadal. Hann lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum á
Akureyri árið 1977 og hélt þá
um haustið utan til Bandaríkj-
anna þar sem hann stundaði
nám í bókmenntum, leiklist og
heimspeki um eins árs skeið. Þá
lá leiðin í' Háskóla Islands og
lauk hann BA-prófi í íslenskum
fræðum og almennum bók-
menntum og árið 1985 lauk
hann cand. mag. prófi í íslensk-
um bókmenntum.
Sigurður hefur starfað hjá al-
þjóðlegu bókaútgáfufyrirtæki
síðustu tvö ár, fyrst í hálft ár í
Prag og síðan í Ljubljana í Sló-
veníu og líkar það prýðilega
vel. „Það er alltaf gaman að
prófa eitthvað nýtt, breyta til
og vera í nýju umhverfi
í nýju landi,“ sagði
hann. Áður en Sigurður
hóf störf ytra hafði
hann unnið í leikhúsum í
áratug, var leikhúsritari
hjá Leikfélagi Reykja-
víkur og leikhússtjóri
þar og hjá Leikfélagi
Akureyrar.
Fullur tilhlökkunar
Dræm þátttaka í
Kynslóðahlaupinu
„Ég er fullur tilhlökkunar að
heQa að nýju störf hjá Leikfé-
lagi Akureyrar, ég starfaði við
leikhús um tíu ára skeið áður en
ég fór í þessa utanför og eftir
tveggja ára hvíld finn ég fyrir
því að ég vil hvergi annars stað-
ar vera en í leikhúsi," sagði Sig-
urður. „Þar kann ég best við
mig og finnst að ég verði best
að gagnj og tel að þar eigi ég
erindi. Ég hlakka því til að
koma aftur norður, mér líkaði
einstaklega vel að starfa hjá
Leikfélagi Akureyrar og með
því fólki sem þar starfar. Það
verður gaman að taka upp
þráðinn aftur.“
Sigurður sagði að vissulega
væri dáh'tið sérkennilegt að
taka við á miðju leikári sem bú-
ið væri að skipuleggja, en eftir
að hafa heyrt hvað boðið verður
upp á í vetur kvaðst hann koma
til starfa í fullri sátt. „Mitt starf
verður fyrst og fremst við það
að móta nýtt leikár, 1999-2000.
Leikárið mun vitaskuld með
einhveijum hætti taka mið af
árþúsundaskiptunum sem þá
verða,“ sagði Sigurður.
UM 100 manns, á öllum aldri, tóku
þátt í Kynslóðahlaupinu á Akureyri
sem fram fór í Kjamaskógi sl.
sunnudag. Hlaupið var þreytt á tíu
stöðum á landinu á sama tíma og var
þátttaka víðast hvar heldur dræm.
Grænn lífseðill, sem er samstarfs-
verkefni ÍSÍ og heilbrigðisráðu-
neytisins, stóð fyrir hlaupinu en
markmiðið er að efla þátttöku al-
mennings í hreyfíngu og ástundun
íþrótta. Eins og nafn hlaupsins
bendir til var því ætlað að brúa kyn-
slóðabilið og gefa stórfjölskyldum
tækifæri á að tvær, þrjár eða fjórar
kynslóðir hreyfðu sig saman.
Framkvæmd hlaupsins á Akur-
eyri var í höndum Ungmennafélags
Akureyrar, UFA og sagði Bragi
Guðmundsson, formaður félagsins,
að framkvæmdin hefði gengið vel en
þátttaka hefði mátt vera meiri.
Hann sagði ekki gott segja til um
hvað valdið hefði þessari litlu þátt-
töku en að ástæðurnar gætu verið
margar og taka þyrfti hlutina til
endurskoðunar.
Bragi sagði þó að UFA hefði full-
an hug á að standa fyrir fram-
kvæmd svona viðburðar síðar. Á
myndinni eru þátttakendur á Akur-
eyri að leggja af stað í Kjarnaskógi.
Morgunblaðið/Kristján
Endurmenntunar-
nefnd Háskólans
á Akureyri
Málstofa
um Eystra-
saltslöndin
ENDURHEIMT sjálfstæðis -
saga og menning Eystrasalts-
landanna er yfirskrift mál-
stofu sem endurmenntunar-
nefnd Háskólans á Akureyri
boðar til næstkomandi
fímmtudag, 24. september, í
stofu 25 í húsnæði háskólans
við Þingvallastræti 23 og
stendur hún frá kl. 17 til 20.
Fyrirlesarar verða Amór
Hannibalsson, prófessor við
Háskóla íslands, sem fjallar
um Litháen, Guðni Jóhannes-
son sagnfræðingur fjallar um
Lettland og Sigurður Emil
Pálsson eðlisfræðingur fjallar
um Eistland. Ragnheiður
Kjærnested bókasafnsfræð-
ingur verður fundarstjóri.
í ágústmánuði síðastliðnum
voru sjö ár liðin fí’á því
Eystrasaltslöndin endur-
heimtu sjálfstæði sitt. Þjóðun-
um hefur gengið misvel á um-
bótabrautinni en saga og
menning landanna og menn-
ing fyrr og nú verður um-
ræðuefni fyrirlestranna
þriggja á málþinginu. Að þeim
loknum verða umræður og
þátttakendum gefst tækifæri
á að bera fram spumingar og
viðra eigin hugmyndir um
málefni landanna.
Ráðstefnan er haldin í sam-
vinnu við ræðismenn Eystra-
saltslandanna á íslandi og
Norrænu upplýsingastofuna á
Akureyri.
Morgunblaðið/Kristján
DOKKARDEGI lauk með eldsýningu og var kveikt á fjölda blysa við flotbryggjuna
norðan Torfunefs auk þess sem kertum var fleytt við bryggjuna.
Tölvuþjálfun
Windows • Word
Internet • Excei
Það er aldrei of seint að byrja!
60 stunda námskeið þar sem þátttakendur
kynnast grundvallarþáttum tölvuvinnslu
og fá hagnýta þjálfun.
Vönduð kennslubók innifalin í verði.
Innritun stendur yfir.
Fjárfestu í framtíðinni!
Tölvuskóli íslands
BÍLDSHÖFÐI 18, SÍMI 567 1466
Breytingar á lögum Sambands veitinga- og gistihúsa
Samtök ferðaþjonust-
unnar að verða til
MIKLAR breytingar eru fyrirhug-
aðar á starfsemi Sambands veitinga-
og gistihúsa, en fyrir aðalfundi þess
liggja tillögur að stórfelldum laga-
breytingum þar sem lagt verður til
að nafni sambandsins verði breytt í
„Samtök ferðaþjónustunnar". Meg-
ininntak breytinganna er að aðild að
sambandinu verði ekki eingöngu fyr-
ir veitinga- og gististaði eins og verið
hefur heldur fá öll fyrirtæki sem
starfa innan ferðaþjónustu rétt til
þátttöku að samtökunum.
Aðalfundurinn verður haldinn á
Fosshóteli KEA næstkomandi
fimmtudag.
Samtök ferðaþjónustunnar
Erna Hauksdóttir, framkvæmda-
stjóri Sambands veitinga- og gisti-
húsa, sagði að vinna að þessum
breytingum á sambandinu hefði
staðið yfír allt þetta ár. Samband
veitinga- og gistihúsa var stofnað ár-
ið 1945 og er því 53 ára gamalt.
„Fólk í ferðaþjónustu lítur til fram-
tíðar, það er nauðsynlegt að þeir sem
starfa á þessu sviði séu undir einum
hatti,“ sagði Erna.
Samþykki aðalfundurinn að breyta
lögum sambandsins verður boðað til
stofnfundar „Samtaka ferðaþjónust-
unnar“ 11. nóvember næstkomandi.
Auk hótela og veitingahúsa geta því í
framtíðinni öll fyrirtæki í ferðaþjón-
ustu fengið aðild að samtökunum,
flugfélög, bflaleigur, sérleyfíshafar,
ferðaskrifstofur, fyrirtæki um afþrey-
ingu ýmiskonar svo nokkur dæmi séu
tekin. Gera má ráð fyrir að samband-
ið muni í kjölfar þessarar breytingar
stækka um helming.