Morgunblaðið - 22.09.1998, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MENNTUN
Tölvukennsla. Tölvur heilla börn ekki síður en fullorðna og þau geta náð góðum tökum á tölvutækninni á
undraskjótum tíma. María Hrönn Gunnarsdóttir fór vestur á Seltjarnarnes, þar sem fjögurra og fímm ára leik-
skólabörnum er kennt með skipulögðum hætti að umgangast tölvur og nota þær til að örva skapandi hugsun.
Tölvur til
að örva
sköpunargáfu
barnanna
• Börnin verði fær um að nota tölvuna
á skapandi hátt í leik og starfi.
• Systkini eru sáttari við að
skiptast á við tölvuna.
Morgunblaðið/Arnaldur
DRENGIR eru ívið frakkari og óhræddari við tölvurnar en stúlkur svona til að byrja með.
ÞAÐ er vandasamt að teikna með tölvumús svo það er
eins gott að byija snemma að æfa sig.
ETTA eru einir af fyrstu
leikskólunum sem fara af
stað með skipulagða tölvu-
kennslu,“ segja þær Ásdís
Þorsteinsdóttir og Anna Stefáns-
dóttir, leikskólakennarar á Sól-
brekku og Elín Guðjónsdóttir leik-
skólakennari á Mánabrekku. Asdís
er verkefnisstjóri tölvukennslunnar
og aðstoðarleikskólastjóri Sól-
brekku. Leikskólarnir eru einu leik-
skólamir á Seltjarnamesi og ganga
nánast öll seltirnsk böm á leik-
skólaaldri í annan hvom skólann.
Þetta segja þær að skipti afar miklu
máli þar sem eitt meginmarkmiðið
með tölvukennslunni sé að jafna að-
stöðu bamanna. Tölvur era ekki til
á öllum heimilum auk þess sem
stýribúnaður og forrit eru mismun-
andi þannig að bömin standa mjög
misjafnlega að vígi þegar kennslan
hefst. Yfirskrift kennslunnar er
Skapandi notkun tölvu í leikskóla-
starfí og er markmið hennar einnig
„að bömin nái að tileinka sér þá
fæmi sem þarf til að geta notað
tölvuna í leik og starfí á jákvæðan
og skapandi hátt,“ segir Ásdís.
Styrkur til að
þróa tölvukennslu
Tölvukennslan í leikskólunum
hófst upp úr síðustu áramótum og
þá með styrk frá Seltjarnamesbæ.
Trúin
FJÖLMÖRG ný námskeið verða í
boði í vetur hjá Leikmannaskóla
kirkjunnar. Námskeiðin eru opin
fólki í öllum trúfélögum en grand-
völlur skólans og hugmyndafræði
byggist þó á kristinni trú, að sögn
sr. Arnar Bárðar Jónssonar,
fræðslustjóra Þjóðkirkjunnar og
formanns stjórnar skólans. „Öll
námskeiðin hafa tilvísun í kristna
trú og ritninguna,“ segir hann enn-
fremur.
Meðal þess sem nú er boðið upp á
í fyrsta skipti er námskeið sem
haldið er í gegnum Netið og heitir
Ljós í heimi. Námskeiðið er haldið í
samvinnu við Verkmenntaskólann á
Akureyri og er það metið til eininga
í framhaldsskólum. Á námskeiðinu
verður fjallað um grandvallaratriði
kristinnar trúar og játningar ís-
lensku þjóðkirkjunnar. „Við sjáum
fyrir okkur að geta fjölgað nám-
skeiðum á Netinu í framtíðinni,"
segir Öm Bárður. Nýhafið er nám-
Hitaveita Seltjarnarness gaf hvor-
um skóla tvær PC tölvur í janúar
og í framhaldi af því gerði Seltjarn-
arnesbær samning við tölvuskól-
ann Framtíðarbörn. Forsvarsmenn
Framtíðarbarna hafa sérhæft sig í
tölvukennslu fyrir börn og fengu
leikskólakennarar elstu deildanna
á leikskólunum tveimur leiðsögn
þeirra og hugmyndir að verkefnum
til að leysa. Leikskólarnir fengu
fái að
skeið með kennurunum Hjalta
Hugasyni og Jóni Böðvarssyni þar
sem rætt verður um kristnitökuna
árið 1000 írá sjónarhóli kirkjusagn-
fræði og Islendingasagna. Um
fímmtíu manns sækja það nám-
skeið. Þá mun dr. Gunnar Krist-
jánsson, prófastur, kenna á nám-
skeiðinu Laxness: Trúarleg stef í
verkum nóbelsskáldsins. Einnig er
á döfínni að halda námskeið í sam-
vinnu við Þjóðleikhúsið þar sem
verður fylgst með æfíngum á leik-
verki, farið á sýningu og loks rætt
um verkið að sýningu lokinni. „Við
getum ekki skilið vestræna bók-
menntahefð til hlítar nema í gegn-
um Gamla og Nýja testamentið. Við
sækjum svo margt í þessi rit,“ segir
Öm Bárður.
Tvö námskeið verða haldin á veg-
um skólans sem sérstaklega eru
ætluð kennuram. Það era nám-
skeiðin Sorg og áföll í hópi nemenda
og Jól og páskar í kennslustofunni.
Leikmannaskóli kirkjunnar hefur
síðan styrk í júní í sumar frá
menntamálaráðuneytinu til að þróa
markvissa tölvukennslu fyrir leik-
skólabörn.
Er fyrirhugað að verkefninu ljúki
að ári. Nú þegar era aðrir leikskól-
ar farnir að leita til leikskóla-
kennaranna sem hafa haft veg og
vanda af kennslunni á Sólbrekku
og Mánabrekku.
f fyrstu verður það eingöngu
verið starfræktur með núverandi
sniði sjö undanfarin ár. Markmið
hans, segir Örn Bárður, er bæði að
ná til almennings og gefa honum
tækifæri til að rækta trú sína og
styrkja hana en einnig að fræða al-
menning sem og að þjálfa starfsfólk
kirkjunnar. „Flest höfum við okkar
bamatrú. Hún þarf að þroskast eins
og t.d. sálarlífið og vitsmunalífíð.
Trúin verður að fá að fullorðnast
elsti árgangurinn sem nýtur tölvu-
kennslunnar en þegar líða tekur á
veturinn munu næstelstu börnin
einnig fá að spreyta sig. Börnin
starfa tvö og tvö saman og fá þau
hálfrar klukkustundar tilsögn í
viku hverri til að byrja með. Þegar
líða tekur á skólastarfið fá þau að
fara oftar.
„Börnin læra undirstöðuatriði
tölvunotkunar en tölvan er gott
kennslugagn til að þjálfa fínhreyf-
ingar og samhæfíngu augna og
handa. Börnin veita hvert öðru
stuðning og þau læra að taka tillit
hvert til annars. Þau staldra oft við
til að ræða ólík sjónarmið og leysa
vandamál sem koma upp,“ segir
Ásdís. „Þau eru hvött til að gera
hlutina sjálf og að læra af eigin
reynslu. í byrjun hvers tima er
rætt um hvað börnin eru búin að
læra í tölvunni, tölvuumgengni og
verkefni tímans eru kynnt. í lok
hverrar kennslustundar setjumst
við aftur saman og ræðum um það
sem við gerðum, hvernig okkur
fannst tíminn, hvort við lærðum
eitthvað nýtt og svo framvegis,"
segir hún ennfremur.
Hreyfa músina hægt
„Fyrstu tímarnir fara í að þjálfa
þau í að nota músina sem þau eiga
að hreyfa hægt og rólega. Þau læra
líka og það ætti að vera jafnsjálf-
sagt að rækta hana eins og að fara í
líkamsrækt," segir Öm.
Námskeið leikmannaskólans
verða haldin um allt land, í Reykja-
vík, Borgamesi, Stykkishólmi, Isa-
fírði, Löngumýri í Skagafirði, Akur-
eyri, Reyðarfírði, Egilsstöðum og
Skálholti. Þau eru yfirleitt stutt,-
ýmist eitt kvöld eða dagsstund eða
3 til 4 kvöld í röð.
að umgangast hana, kveikja og
slökkva og ganga frá,“ segir Anna.
„Við eram með nokkrar skýrar um-
gengnisreglur," segir Ásdís og
dregur upp blað þar sem þær eru
skráðar. Þar stendur meðal annars
Námskeið
fyrir
karlmenn
KARLMENNSKAN heitir
námskeið sem haldið verður
nokkrum sinnum í vetur á
vegum Leikmannaskóla
kirkjunnar. Námskeiðið er
einungis ætlað körlum enda
verður þar fjallað um styrk
karlmannsins og veikleika,
tiifínningar og tjáningu, trú
og efa. Námskeiðið verður
haldið bæði á Akureyri og í
Reykjavík.
„Á námskeiðinu fá karlar
tækifæri til að skoða sjálfa
sig og hugleiða hveijir þeir
eru á annan hátt en þeir eru
vanir að gera,“ segir Sigurð-
ur Árni Þórðarson. „Nám-
skeiðið er fjölþætt og star-
frænt og þar verða leikur og
vinna notuð saman til að
taka á því hvað það er að
vera karlmaður."
Þá segir Sigurður Árni að
sjálfsmynd karla verði rædd
og þeir þjálfaðir í að tjá til-
fínningar sem þeir eru ekki
vanir að tjá. „Það verður tal-
að um hluti sem karlar hafa
viljað tala um en ekki þorað
eða kunnað. Þetta er staðlað
námskeið, samið að erlendri
fyrirmynd. Það vegur ekki
að neinum og það verður
ekki kafað svo djúpt að
mönnum fari að líða illa,“
segir hann ennfremur og
bætir við að þvert á móti
verði mikið fjör og hlátur.
„Þetta er námskeið fyrir
karlmenn sem hafa löngun
til að kynnast sjálfum sér
betur og verða fyrir vikið
meiri karlmenn.“
Kennarar á námskeiðun-
um eru dr. Sigurður
Árni Þórðarson, Hróbjart-
ur Árnason, sem samdi nám-
skeiðið, Svavar A. Jóns-
son og Kristján Már Magnús-
son. Hvert námskcið stend-
ur yfir í tvö kvöld.
fullorðnast
Morgunblaðið/Árni Sæberg
SR. ÖRN Bárður (til vinstri) og dr. Sigurður Árni.