Morgunblaðið - 22.09.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.09.1998, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Stolið úr ferðatösk- um flug- farþega FERÐATÖSKUR að minnsta kosti fjögurra flugfarþega á leið til íslands frá Búdapest í Flugleiðavél sl. fóstu- dag voru spenntar upp og stolið var verðmætum úr tveimur þeirra. Ólaf- ur Briem, deildarstjóri þjónustueftir- lits Flugleiða, segir að einhverjir tug- ir slíkra þjófnaða verði á hverju ári, en það sé þó lítið miðað við fjölda far- þega og farangurinn sem fluttur er. Ungverska flugfélagið Hungarian Airlines sinnir afgreiðslu fyrir Flug- leiðir í Búdapest. I hópnum sem var á heimleið frá Ungverjalandi voru 145 manns. Emil Óm Kristjánsson, yfirmaður utanlandsdeildar Ferða- skrifstofu Guðmundar Jónassonar, sem var skipuleggjandi ferðarinnar og fararstjóri, segir að í tveimur til- vikum hafi aðeins orðið skemmdir á töskunum, enda voru engin verðmæti í þeim. í hinum tilvikunum töpuðust verðmæti, úr annarri töskunni meðal annars dýrir skartgripir. „Þetta hefur ekki komið fyrir áður hjá okkur, og ég hef aldrei heyrt um að slíkt hafi gerst á Keflavíkurflug- velli,“ segir Emil. Hann tekur þó fram að slíkir stuldir séu þekktir annars staðar. Abyrgð flugfélaga vegna farangurs er tiltekin á flugmiðum og er hún samkvæmt alþjóðasamningum og lögum. Hún nemur 20 dollurum, eða 1.400 krónum, á hvert kíló farangurs sem verðmæti töpuðust úr, eða varð fyrir skemmdum. Að sögn Ólafs Briem bætir farangurstrygging yfir- leitt mismuninn ef verðmætið er meira en sem nemur ábyrgðinni. ---------------------- Handboltaleik frestað vegna veikinda Fengu strept- ókokka af vatnsflösku FJÓRIR eða fimm leikmenn hand- knattleiksliðs íþróttabandalags Vest- mannaeyja veiktust samtímis af háls- bólgu af völdum streptókokka á dög- unum og segist Víðir Óskarsson, heilsugæslulæknir í Vestmannaeyj- um, telja að þeir hafi smitast af því að drekka vatn úr sömu flösku. Víðir skoðaði leikmennina og gaf út vottorð, sem byggt var á frestun leiks IBV og Hauka, sem fram átti að fara á sunnudag,, vegna veikinda leikmannanna. Hann segir að ekki sé um neinn streptókokkafaraldur í Vestmanna- eyjum að ræða. Slíkar sýkingar séu alltaf í gangi. Þrír leikmannanna leituðu læknis sama daginn og tveir á næstu dögum. Víðir sagði það vissulega óvenjulegt og kvaðst hann telja deginum ljósara að smitið hefði borist á milli með vatnsflösku sem drukkið er úr á æf- ingum. Leikmennirnir voru meðhöndlaðir við bakteríusýkingunni með 7-10 daga fúkkalyfjakúr og eru strax orðnir hressari, að sögn Víðis. FRÉTTIR Útköllum þyrlubjörgunarsveitar varnarliðsins hefur fækkað mjög Aðeins þriú útköll í ár ÞYRLUBJORGUNARSVEIT varn- arliðsins á Keflavíkurflugvelli er æ sjaldnar beðin um aðstoð við leitar- flug eða björgun almennra borgara. Þyrlur varnarliðsins voru aðeins kallaðar út í tvö skipti á síðasta ári og á þessu ári hafa þær þrisvar verið kallaðar út til leitar- eða björgunar- starfa. Með tilkomu stærri björgun- arþyrlu Landhelgisgæzlunnar, TF- LIF, getur Gæzlan nú sinnt lang- flestum verkefnum sem varnarliðið var áður fengið til að aðstoða við. Hefur bjargað 300 mannslífum Þyrlubjörgunarsveit varnarliðsins hefur fengið viðurkenningu fyrir björgun um 300 mannslífa frá því hún kom til landsins árið 1971. Á undanfórnum fimmtán árum hefur hins vegar mjög dregið úr því að hún sé beðin um aðstoð, eftir því sem þyrlukostur Landhelgisgæzlunnar hefur eflzt. Á þessu fimmtán ára tímabili urðu útköll þyrlubjörgunarsveitar varnar- liðsins flest árið 1986. Árið 1985 urðu þáttaskil í þyrlurekstri Landhelgis- gæzlunnar er ný Dauphin-björgun- arþyrla, TF-SIF, kom til landsins. Þá var byrjað að hafa þyrluáhöfn til reiðu allan sólarhringinn og í kjölfar- ið bættust læknar frá slysadeild Borgarspítalans í áhöfn þyrlunnar. Upp úr því að TF-SIF kom til sög- unnar fór útköllum varnarliðsþyrln- anna að fækka. Árin 1989 til 1994 var varnarliðið beðið um aðstoð 8 til 14 sinnum á ári. Árið 1995 fékk Landhelgisgæzlan síðan mun öflugri þyrlu af Super Puma-gerð, TF-LÍF. Síðan hefur Landhelgisgæzlan séð um nánast allt björgunar- og sjúkraflug á þyrlum og sinnt 70-100 útköllum á ári, að Útköll þyrlubjörgunar- sveitar varnarliðsins sögn Páls Halldórssonar yfirflug- stjóra. Varnarliðið er nú eingöngu beðið um aðstoð ef TF-LIF er í skoðun eða unnið er að viðhaldi á henni, ef þyrl- an er biluð eða flugið er lengra en þær 300 mílur, sem TF-LÍF getur flogið á haf út. „Bandaríski flugher- inn er eini aðilinn í heiminum, sem getur gefið björgunarþyrlum á flugi eldsneyti og þeir komast þess vegna lengra,“ segir Páll Halldórsson. Hann segir að þyrlur varnarliðsins hafi einnig verið beðnar um aðstoð í þeim tilfellum, þar sem talið sé að fleiri en eina þyrlu þurfi til verksins. Á síðasta ári voru þyrlur varnar- liðsins aðeins kallaðar út tvisvar. Það sem af er þessu ári eru útköllin orðin þrjú. Megintilgangur þyrlubjörgunar- sveitarinnar er að tryggja öryggi flugmanna í orrustuflugsveit banda- ríska flughersins, sem er á Keflavík- urflugvelli. Varnarliðið hefur þó sjaldan þurft að grípa til björgunar- sveitarinnar í eigin þágu. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Glerlist í Lang- holtskirkju VINNU við að gera steinda glugga í Langholt skirkju miðar vel áfrani og á laugardaginn voru vinnuteikningar að gluggunum settar upp á gólfi íþróttahúss KR við Frostasly'ól þar sem sóknar- presturinn Jón Helgi Þórarinsson ásamt Jóni Stefánssyni organista og safnaðarnefndinni skoðuðu þær. Sigríður Lister formaður safn- aðarnefndar, Sigríður Ásgeirs- dóttir listamaður, Jón Helgi Þór- arinsson sóknarprestur og Jón Stefánsson organisti bera saman vinnuteikninguna við módel sem gert hefur verið af giuggunum. Norðurskautsráðið samþykkir aðgerðaáætlun um verndun hafsins Skrifstofan verður á Islandi FYRSTI ráðherrafundur Norður- skautsráðsins, sem haldinn var í bænum Iqaluit á Baffinslandi í Kanada í lok síðustu viku, samþykkti m.a. aðgerðaáætlun um verndun hafsins á norðurskautssvæðinu. Sam- þykkt var að hrinda áætluninni í framkvæmd sem fyrst. Umsjón með framkvæmd áætlunarinnar verður í höndum skrifstofu, sem verður á ís- landi, en íslenzk stjórnvöld buðu fram aðstöðu fyrir skrifstofuna og buðust til að greiða kostnað við rekstur hennar. Guðmundur Bjarnason umhverfis- ráðherra var fulltrúi Halldórs Ás- grímssonar utanríkisráðherra á ráð- herrafundinum. Hann sagði m.a. í ræðu sinni að það væri einkar viðeig- andi að aðgerðaáætlunin væri sam- þykkt á ári hafsins og að íslenzk stjórnvöld teldu hana einkar mikil- væga fyrir heimskautssvæðið. Ráðherrafundurinn samþykkti jafnframt starfsreglur fyrir Norður- skautsráðið, en það var stofnað fyrir tveimur árum. Þá voru nokkrar um- sóknir um áheymaraðild að ráðinu samþykktar. Á meðal áheymaraðila era ýmis evrópsk ríki, sem ekki eiga land að heimskautssvæðinu, Norður- landaráð, fastanefnd þingmanna frá norðurskautsríkjunum og umhverfis- verndarsamtökin World Wide Fund for Nature. Starfsemi og fjármál verði kerfisbundnari Aðildarríki ráðsins hafa ekki verið á einu máli um það með hvaða hætti eigi að nálgast málefni sjálfbærrar þróunar á norðurskautssvæðinu. Bandaríkin hafa viljað gera það með flutningi tillagna um afmörkuð mál, en hin aðildarríkin vilja stefna að gerð heildstæðrar áætlunar og lagði Guðmundur Bjamason áherzlu á síð- ari kostinn í ræðu sinni á fundinum. Þá hefur ekki verið samkomulag milli Bandaríkjanna og hinna aðildar- ríkjanna sjö, sem eru Kanada, Rúss- land og norrænu ríkin fimm, um skipulag og fjármögnun ráðsins. Bandaríkin hafa viljað veikt skipulag, m.a. vilja þau að aðalskrifstofa ráðs- ins flytjist á milli landanna á tveggja ára fresti og að fjárframlög til ráðs- ins verði frjáls. Hin ríkin vilja hins vegar huga að því að stofnuð verði fastaskrifstofa og að fjárframlög verði bundin fóstum reglum. Guð- mundur Bjarnason hvatti til þess að ráðið skipulegði starf sitt og fjármál með kerfisbundnari hætti en hingað til. Samstarf um fiskveiðistjórnun og sjálfbæra ferðamennsku Umhverfisráðherra tiltók í ræðu sinni tvö málefni, þar sem hann sagði að Islendingar teldu að samstarf heimskautsríkjanna gæti orðið að gagni. Annars vegar hefðu íslending- ar komið á kerfi sjálfbærra fiskveiða, sem byggt væri á einstaklingsbundn- um, framseljanlegum aflakvótum og heildaraflamarki, sem miðaðist við vísindalega ráðgjöf. Islenzk stjórn- völd teldu að gagnlegt væri að bera saman mismunandi fiskveiðistjórn- unarkerfi á heimskautssvæðinu. Hins vegar ræddi ráðherrann um sjálfbæra ferðamennsku. Hann sagði að á norðurslóðum væra umfangs- mikil víðemi, sem gerðust æ sjald- gæfari og hefðu mikið aðdráttarafl á ferðamenn, enda færi eftirspum eftir þeim vaxandi. „Þessi ósnortnu svæði gætu hins vegar orðið fyrir spjöllum vegna óheftrar ferðamennsku og óskynsamlegrar þróunarstarfsemi," sagði Guðmundur. Kanada hefur farið með for- mennsku í Norðurskautsráðinu frá stofnun þess, en Bandaríkin taka nú við. FASTHGIVIR : Breiðablik bikarmeistari þriðja árið í röð /B10 Finnar fyrstu mótherjarnir í Evrópukeppninni /B16 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.