Morgunblaðið - 22.09.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.09.1998, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Uppbrot í Berlín s I nýjasta hefti Tímarits Máls og menn- ingar, sem kemur út í dag, birtast sex smásögur eftir jafnmarga samtímahöf- unda frá Berlín. Sögurnar lýsa hver á sinn hátt ástandinu í borginni eftir fall múrsins og segir Þröstur Helgason að það einkennist af miklu uppbroti. Meðal annars efnis í heftinu er grein þar sem látið er liggja að því að ungir bókmennta- fræðingar séu fúskarar upp til hópa. FORSÍÐUMYND nýjasta heftis TMM er eftir berlínska myndlistar- manninn Kirschner og heitir Konuhöfuð, Gerda. B erlínarhöfundar í heimsókn VIÐ MUNUM aldrei vita það. Það er mátulegt á okkur. Nú verðum við að lifa með því, í þessum al- heimi hins ólifða. Og fyrir einstak- linginn, aðeins fyrir hann, verður fortíðin að risavöxnu rými og framtíðin verður æ minni, framtíð- in sem þó er að hefjast! Að hefjast og ljúka í þessu meðvitundarlausa brambolti, á þessum eilífu hlaup- um í leit að einhverju óafturkræfu, möguleikanum." Þessi klausa er úr iokum einnar af sex smásögum sem birtar eru í nýjasta hefti Tímarits Máls og menningar eftir berlínska sam- tímahöfunda. Sögumar lýsa hver á sinn hátt ástandinu í Berlín eftir fall múrsins, eftir sameiningu austurs og vesturs. Textinn hér að framan er úr sögunni „Það ólifða" eftir Volker Braun og varpar ágætu ljósi á ákveðna óvissutil- fmningu sem einkennir allar sög- umar. Það er augljóst að Berlínar- búar hafa ekki losnað við þá til- fmningu að þeir standi á einhverj- um mörkum eða mærum. Það era ekki aðeins mærin milli austurs og vesturs sem maður upplifir sterkt í þessum sögum heldur einnig milli fortíðar og framtíðar, milli einstak- lings og heildar, milli þess að vera inni og úti og ekki síst á milli vissu og óvissu, sannleika og lygi. Sjálfsemdarkreppa Á mærunum virðist samsláttur- inn vera svo mikill að enginn nær almennilega áttum. Fólk talar í kross þannig að hárbeitt háðsá- deila verður að bláköldum veru- ieika, eins og í „Ljóskusögu af möl- inni“ eftir Stephan Krawczyk - ekkert samþykki virðist vera um miðunarpunkt tungumálsins. Sama uppbrotið birtist á öðrum sviðum. Gömul gildi hafa leyst upp og í framhaldi telja menn nauðsyn- legt að brjóta niður allar efnisleg- ar minjar um þau, eins og Klaus Sehlesinger lýsir í sögu sinni, „Til- gangslaust að veita viðnám! Bréf til Islands". En minnisvarðar um hin nýju gildi rísa hratt, ofurhratt. Hins vegar er fullkomlega óljóst til hvers hin nýju gildi leiða. Einna helst að fólk stundi hið „meðvit- undarlausa brambolt“ í endalausri leit að einhverju sem ekki er og verður aldrei. Schlesinger er ekki skemmt og segir í bréfí sínu: „Og nú sé ég yður hrista höfuðið ákaft, nú hljómar rödd yðar í eyram mér og ég heyri yður, með þessum ei- lítið stranga hreim sem rödd yðar fékk ævinlega þegar ég bar lof á kapítalismann, bera upp spurning- una sem öllu skiptir, spurninguna um gæði. Stendur heima?“ Sögurnar sex lýsa miklum átök- um og kannski má segja að í þeim birtist geðklofi Berlínar. Ekki að- eins hinn sögulegi geðklofi sem skýrist af skiptingunni milli austurs og vesturs heldur einnig og raunar miklu frekar geðklofi sem orsakast af því að upplifa sig á mæranum, eins og lýst var hér að framan, og samt í miðjunni sem höfuðborg Þýskalands. Þessi óljósa staða hef- ur sett borgina í ákveðna sjálfsemdarkreppu sem birtist á vissan hátt í hinni hröðu endur- byggingu austurhluta borgarinnar sem Schlesinger fjallar um. Og enn er honum ekki hlátur í huga: „Það sem angrar mig er ósamræmið milli þess sem er fullyrt og þess sem er framkvæmt," segir hann. „Þau fagna endurbyggingu Austur- berlínar með látum líkt og hún stefni risaskrefum inn í næsta ár- þúsund. En líti maður á niðurstöð- umar íyrirfinnur maður það sama FJÓRIR þeirra sex berlínsku rithöfunda sem eiga smásögur í nýjasta hefti Tímarits Máls og menningar eru í heimsókn hér á Islandi og með í för er forstöðu- maður Bókmenntastofnunar Berlínar, dr. Ulrich Janetzky. Tilgangurinn er meðal annars sá að kynna Islendingum þann listræna og pólitíska suðupott sem Berlín er, eins og hann horfír við listamönnum, skáld- um og hugsuðum eftir samein- ingu þýsku ríkjanna. Þess má geta að tveir höfundanna eru ættaðir frá fyrrum Austur- Þýskalandi. og þegar gat að líta í vesturevrópsk- um höfuðborgum fyrir tíu, fimmtán árum.“ Þessi sjálfsemdarkreppa kemur einnig berlega fram í reikulli afstöðu til innflytjenda sem Michael Wildenhain fjallar um í sögu sinni „Brúðkaupsveislan“. Sögumar era fullar af þessari óvissukennd og era fyrir vikið afar áhugaverður lestur. Auk þeiraa höfunda sem hér hef- ur verið minnst á eiga einnig Christa Schmidt og Richard Wagner sögur í heftinu. Arthúr Björgvin Bollason ritar forspjall að sögunum. Ferðalok kórónan á ferli Jónasar í tilefni af útkomu ritgerðasafns eftir Svövu Jakobsdóttur, skáld, Höfundamir sem hingað em komnir eru Stephan Krawczyk, Michael Wildenhain, Christa Schmidt og Klaus Schlesinger. Höfundamir munu lesa upp úr verkum sinum í Gunnarshúsi í kvöld og annað kvöld kl. 20.30 og á Súfistanum í bókabúð Máls og menningar á Laugavegi 18 á fímmtudagskvöldið kl. 20.30. Þýðendur munu jafnframt lesa úr verkum þeirra á íslensku. A eftir upplestranum gefst áheyr- endum kostur á að ræða við höf- undana um verk þeirra, ástand- ið í Berlín eða annað sem fólki kann að liggja á hjarta. um Jónas Hallgrímsson í haust birtist viðtal við hana eftir Gerði Kristnýju, rithöfund, í heftinu. Svava segist skoða tengsl skáld- skapar Jónasar við hið forna skáldskaparmál „sem, samkvæmt eðli sínu, felur í sér bæði hug- myndafræði og fagurfræði Eddu- kvæða“. Tengslin telur Svava vera augljós. Orð hennar um Jónas era hnýsileg: „Hugsanlega brúar Jónas bilið milli miðalda og 19. ald- ar. Það er rannsóknarefni út af fyrir sig sem þarf að kanna betur en ég tel að hann noti sömu innri formgerð og þá sem við þekkjum úr Islendingasögum. Mér virðist líka að draga megi þá ályktun að Jónas hafi frá upphafi litið á yrk- ingar sínar sem samfelldan og stigmagnandi feril sem héldist í hendur við æviskeið hans og lífs- sýn um leið og hin fagurfræðilegu og listrænu tök verða æ flóknari og fullkomnari. Ferðalok eru kór- ónan á þessum ferli Jónasar, sjálf- ur lífsróðurinn." Með puttana í nefinu? Kristján B. Jónasson, bók- menntafræðingur, skrifar mikla orðkynngisgrein um bókmennta- gagnrýni. Greinina hefur hann á því að gera góðlátlegt grín að stallbræðram og -systrum sínum í bókmenntafræðingastétt sem ný- skriðin út úr háskóla hella sér út í gagnrýnina með nýjustu kenning- ar um ,jöðrun“ og „afmiðjun" og „dauða höfunda" að vopni en springa svo fljótlega á limminu og gera sér gömlu tuggurnar að góðu. Ástæðan er, ef marka má langt mál Kristjáns um torræð tákn á fornum súlum, sú að fræða- hetjumar ungu hafa ekki lagt nægilega mikla stund á námið og því ekki náð fullu valdi á flóknum kenningunum, þau hafi í raun að- eins kunnað að orða þær en ekki skilið þær. Þessi yfirborðsþekking hafi hins vegar alveg nægt til að koma þeim í þægilega stöðu í ís- lenska menningarheiminum, þau hafí orðið „kennivöld sem ætluð var gegndarlaus viska“. Þegar þau svo skynja hættuna á því að einn góðan veðurdag verði þau nöppuð og vanþekking þeirra opinberuð gefa þau kenningaþulurnar upp á bátinn og taka í staðinn upp gamla standarda. Úngir bókmenntafræð- ingar eru með öðrum orðum bévít- ans fúskarar upp til hópa, að mati Kristjáns. Hvort sem eitthvað er til í þessu eða ekki þá er hún ekki fögur myndin sem Kristján dregur upp af lífinu í gamla skólanum sínum vestur á Melum. Hvemig er það eiginlega? Sitja þar allir með putt- ana í nefinu núorðið? Meginefni greinar Kristjáns er að skilgreina og skýra sjö lykil- hugtök bókmenntagagnrýninnar, það er að segja gömlu standar- dana. Þessir sjö lyklar era samúð, vel skrifað, liggur vel, gott plott, dýpt, heldur manni og engu ofauk- ið. Greining Kristjáns er bæði vel skrifuð og djúp, eins og hans er von og vísa. I heftinu eru einnig birtir tveir þrælskemmtilegir fyrirlestrar um póstmódernisma sem fluttir voru fyrr á árinu. Þorsteinn Gylfason, heimspekingur, fjallar um greina- flokk Kristjáns Kristjánssonar um tíðaranda í aldarlok í Lesbók Morgunblaðsins síðastliðið haust. Og Sigríður Þorgeirsdóttir, heim- spekingur, fjallar um póstmódern- ismann sem heimspekilegt hugtak. Hér er einnig birt ávarp Péturs Gunnarssonar, rithöfundar, á mál- þingi Sósíalistafélagsins í tilefni af 150 ára afmæli Kommúnista- ávarpsins. Ljóð í heftinu eiga Steinunn Sig- urðardóttir, Tua Forsström, Andri Snær Magnason, Hafþór Ragnars- son, Eysteinn Björnsson og Eh'sa- bet Arnardóttir. Að vanda era og birtir ritdómar um nýútkomnar bækur. Fyrir alla sem höfði geta haldið LEIKLIST L e i k li ó p u r i n ii Augnablik DIMMALIMM Sjónleikur unninn upp úr sögu Muggs. Leikstjóri: Alda Arnardótt- ir. Leikarar: Harpa Arnardóttir, Ólafur Guðmundsson og Þorsteinn Bachmann. Tónlist: Atli Heimir Sveinsson. Flytjendur tónlistar: Guðrún Birgisdóttir, flauta, Peter Máté, pianó. Leikmynd og búning- ar: Björg Vilhjálmsdóttir. Lýsing: Geir Magnússon og Jóhann Pálmason. Iðnó 20. september Sú uppfærsla á Dimmalimm sem frumsýnd var um helgina í Iðnó er aukin og bætt útgáfa á fyrri sýningu leikhópsins Augna- blik, sem hópurinn ferðaðist með um landið fyrir sex árum, svo og stuttri uppfærslu sem sýnd var í Gerðubergi í fyrra í tengslum við barnabókasýningu. Sýningin er unnin upp úr samnefndri barna- sögu eftir listmálarann Guðmund Thorsteinsson, öðru nafni Mugg. Það er leikhópurinn allur sem er skrifaður fyrir leikgerðinni. Hér er spunnið framan við ævintýri Muggs og ýmsu aukið inn í sög- una, en meginþráðurinn er hins vegar sá sami og í bókinni. Hér er um afskaplega fallega og skemmtilega uppfærslu að ræða og haldast þar í hendur fal- leg og vel útfærð leikmynd Bjark- ar Vilhjálmsdóttur; skemmtilegir búningar hennar, sem taka mið af myndum Muggs; fögur tónlist Atla Heimis Sveinssonar og skemmtilegur leikur þeirra Hörpu Arnardóttur, Olafs Guð- mundssonar og Þorsteins Bach- manns. Sérstaklega er skemmtilegt gervi svansins og útfærsla þess og vöktu bæði gervið og svanahljóðin ómælda ánægju áhorfenda. Sam- skipti svansins og Dimmalimm voru hápunktur sýningarinnar og var samleikur þeirra tveggja afar skemmtilegur. Harpa Arnardóttir var barnsleg og indæl Dimmalimm og var gaman að sjá hvað hún fór vel með smáatriði í túlkun, eins og til að mynda þegar Dimmalimm kvefast! Olafur Guð- mundsson túlkaði prinsinn á kóm- ískum nótum og snilldarlega lék hann (með handleggnum) hinn langa, hvíta svanaháls. Þorsteinn Bachmann var hæfilega grimmd- arlegur í hlutverki nornarinnar, ekki grimmari en svo að hann gat fengið hina ungu áhorfendur í lið með sér við að breyta prinsinum í svan. Tónlist Atla Heimis er stór hluti sýningarinnar og er hún flutt af þeim Peter Máté (píanó) og Guð- rúnu Birgisdóttur (flauta). Tónlist- in er ekki aðeins í bakgrunni, held- ur eru þau Peter og Guðrán á svið- inu alla sýninguna og taka þátt í framvindu leiksins jafnframt því sem þau leika á sín hljóðfæri. Það er Alda Ai-nardóttir sem er leikstjóri sýningarinnar og hefur henni tekist, í góðri samvinnu við aðra í leikhópnum, að skapa á sviðinu skemmtilegt, litríkt ævin- týri sem ætti að geta heillað flesta, jafnt þá yngri sem þá eldri. Þessi sýning er tilvalin skemmtun fyrir fjölskylduna - eftir sýningu er bömunum gefið brauð til að gefa fuglunum á Tjörninni - og ég mæli með henni fyrir alla sem höfði geta haldið. Soffía Auður Birgisdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.