Morgunblaðið - 22.09.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.09.1998, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Forsætisráðherra furðar sig á málefnaskrá félagshyggjuflokkanna ' Stefna sem boðar öng- þveiti í efnahagsmálum EINN, tveir og tíu, látum nú Dabba hafa það óþveg-ið . . . Framhaldsskólarnir greiddu atkvæði um spurningakeppnina „Gettu betur“ verð- ur áfram hiá RUV Á FUNDI forystumanna nem- endafélaga í framhaldsskólum á sunnudaginn var ákveðið að ganga til samstarfs við Ríkisútvarpið um framkvæmd spumingakeppninnar „Gettu betur“. Ferðastyrkur nem- enda vegna keppninnar verður hækkaður, kynning á skólunum aukin og samráð haft við skólana um fyrirkomulag keppninnar. Fulltrúar fjórtán nemendafélaga framhaldsskóla sátu fundinn, sem haldinn var í Hinu húsinu, og haft var samband við fulltrúa annarra fimm símleiðis. Fimmtán þeima vildu halda áfram samstaríi við RUV, tveir vildu taka tilboði ís- lenska útvarpsfélagsins, einn sat hjá og einn greiddi ekki atkvæði. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu frá nefnd á vegum nemenda- félaganna. Nemendafélögunum barst fyrir nokkrum vikum tilboð frá Islenska útvarpsfélaginu um að það myndi taka keppnina að sér og bauð það meðal annars ýmis aukin hlunnindi til að draga úr kostnaði nemenda. Gagntilboð barst frá RUV og að sögn Sæmundar St. Magnússonar, gjaldkera nemenda- félags Menntaskólans við Sund, var það að flestu leyti samhljóða tilboði ÍÚ. Þó hefur ekki verið tekin ákvörð- un um hvort efstu liðum keppninn- ar verður boðin utanlandsferð, en IÚ hafði boðið ferðir fyrir þrjú efstu liðin. Þorgerður Gunnarsdóttir, deild- arstjóri samfélags- og dægurmála- deildar RÚV, segir að framhalds- skólunum hafí verið boðin hækkun á ferðastyrk til áhangenda liðanna, aukin kynning á starfsemi nem- enda í skólunum og meira samráð um framkvæmd keppninnar. Eftir sem áður er fargjald keppnisliðanna, eins þjálfara og að- stoðarmanns greitt. Styrkur vegna fargjalda stuðningsmanna liða sem koma langt að, til dæmis frá Akur- eyri, ísafirði og Egilsstöðum, er hækkaður úr 127 þúsundum króna í 180 þúsund, og vegna skemmri ferða, til dæmis frá Selfossi eða Laugarvatni, úr 64 þúsundum í 90 þúsund krónur. Þorgerður segir að ekki hafí ver- ið tekin ákvörðun um stjórnanda og dómara keppninnar í vetur, en í tilboði RÚV hafí falist að samráð verði haft nemendafélög um skipan dómarans. F" Nýkomið! Rúmteppi, ábreiður og baðmottusett. Mjög gott verð. Mjúk og falleg vattefni í kápur og úlpur. Efni báðum megin. Yatt, 100 og 200 g, tróð 500 g er komið aftur. Einlit og mynstruð efni með lycra. Frönsk tweed ullarefni. Netblúnda hekluð og prjónuð í fatnað. -búðirnar Beiting þvingunar og siðferði í starfi Er beiting valds í meðferð réttlætanleg? Þórunn Ólý Óskarsdóttir BEITING þvingun- ar og siðferði í starfi er yfirskrift ráðstefnu sem fer fram á Hótel Örk dagana 25.-26. september næstkomandi. Hún er haldin á vegum Samtaka starfsfólks á sólarhrings- og meðferð- arstofnunum fyrir böm og unglinga. Formaður undirbúningsnefndar er Þómnn Ólý Óskarsdótt- ir. „Viðfangsefni ráð- stefnunnar er beiting þvingunar í meðferð og siðferði í starfi. Markmið okkar er að vekja athygli á þeirri erfiðu stöðu sem starfsmenn þessara stofnana eru oft í útfrá faglegu og siðferðilegu sjónarmiði og því álagi og jafnvel hættuástandi sem þeir þui-fa jafnvel að starfa við.“ Þórann Ólý segir að þvingun eða valdbeiting felist ekki aðeins í því þegar böm og unglingar era vistuð á stofnun gegn þeirra vilja og til líkamlegra átaka kemur milli meðferðaraðila og skjól- stæðings heldur getur valdbeit- ingin verið dulin á óbeinni hátt í daglegum samskiptum. Það er mikilvægt að við séum meðvituð um hvar mörkin liggja. Við verðum líka að velta fyrir okkur hvemig eða hvort hægt sé að ná árangri í meðferð gegn vilja einstaklingsins. Það er mik- ilvægt að velta því fyrir sér hvort beiting valds í meðferð sé nokkum tíma réttlætanleg og hver sé réttarstaða bamsins.“ Þórunn Ólý segir að það sem þau bindi ekki síður miklar vonir við sé umræða og kynning á hug- myndum og aðferðum um það hvemig hægt sé að ná árangri við þessar aðstæður. „Það er víða gott starf unnið með bömum og unglingum í vanda, bæði hér heima og erlend- is, og við höfum á ráðstefnunni tækifæri til að læra hvert af öðru og tileinka okkur árangursríkar aðferðir til hjálpar þeim bömum og unglingum sem á umræddar stofnanir koma.“ -Hverjir halda fyrirlestra á ráðstefnunni? „Fjórir aðalfyrirlesarar verða á ráðstefnunni, Anni Haugen fé- lagsráðgjafi sem fjallar um bamavernd á íslandi fyrr og nú, Hrefna Friðriksdóttir lögfræð- ingur sem talar um réttindi barna og réttarstöðu og Svend- Ejner Pejstrup skrifstofustjóri á félagsmálastofnuninni í Fred- riksborg sem ræðir um faglegar grandvallarreglur og siðfræði. Að lokum má nefna Leif Anderson sálfræðing frá Svíþjóð sem verður með fyrir- lestur um þvingun í meðferð. Auk þessa eru fjölmargir aðrir fyrirlestrar og málstofur.“ -Er ekki nýbúið að stofna samtökin sem standa að ráð- stefnunni? „Jú þau vora stofnuð í apríl síðastliðnum. Oft má ætla þegar fjallað er um málefni barna og unglinga að fátt sé um úrræði en það era til allmörg meðferðar- og vistunarúrræði fyrir böm og unglinga á landinu. Á vegum Reykjavíkurborgar era starf- rækt fjölskyldusambýli, vist- heimili bamavemdarnefnd, til- ►Þórunn Ólý Óskarsdóttir er fædd í Vestmannaeyjum árið 1947. Hún lauk námi í félags- ráðgjöf frá Félagsráðgjafahá- skólanum í Stafangri árið 1977 og starfaði síðan hjá sálfræði- deild skóla um árabil. Síðastlið- in ellefu ár hefur Þórunn Ólý verið forstöðumaður unglinga- athvarfs Félagsmálastofnunar í Breiðholti. Hún er formaður Samtaka starfsfólks á meðferð- ar- og sólarhringsstofnunum fyrir börn og unglinga. _ Þórunn Ólý á eina dóttur, Ástu Hafþórsdóttur Ieikgerva- hönnuð. sjónarsambýli fyrir unglinga og unglingaathvörf sem era ekki vistunarúrræði heldur starf með unglingum sem eiga í félagsleg- um erfiðleikum. Á vegum rflrisins og undir eftirliti Bamavemdar- stofu eru meðferðarheimili víða um land fyrir böm og unglinga sem eiga við tilfinninga- og hegð- unarerfíðleika að stríða eða era í áfengis- eða vímuefnavanda. Bama- og unglingageðdeild Landspítalans sinnir einnig þess- um unglingum og þeim sem eru með geðræn vandamál. Starfs- fólk þessara meðferðar- og sólar- hringsstofnana stofnuðu með sér samtökin með það að markmiði að efla samvinnu þessara stofn- ana og auka skilning á starfi með bömum og unglingum í vanda. Við væntum mikils af þessu sam- starfi enda er fagleg breidd í sam- tökunum mjög milril. Sambærileg samtök hafa verið starfandi um árabil á hinum Norðurlöndunum og hafa með sér innbyrðis sam- starf. Islensku samtökin era orð- in formlegur aðili að þessu nor- ræna samstarfi og okkar fyrsta verkefni er að halda umrædda ráðstefnu hér á landi.“ -Eru börn og ung- lingar á ískindi að glíma við sömu vanda- mál og jafnaldrar þeirra á hinum Norðurlöndun- um? „Já, ég tel líklegt að svo sé. Vímuefnaneysla fer vaxandi á Norðurlöndum almennt og heim- ur unglinga verður sífellt harðari. Það er farið að bera meira á átök- um milli unglinga og starfsmanna á stoíhunum en jafnframt aukast sífellt kröfur um að meðferð verði árangursríkari og varanlegri. Það er milrilvægt fyrir okkur að öðlast betri skilning á þessari þróun og átta okkur á því hvernig við get- um best náð árangri." Árangurí meðferð án vilja einstak- lingsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.