Morgunblaðið - 22.09.1998, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Ungfrú
Norðurlönd
Tvær
stúlkur
keppa í
Finnlandi
ÁSHILDUR Hlín Valtýsdóttir
og Berglind Hreiðarsdóttir
héldu í gærmorgun til Helsinki
til að keppa um titilinn Ungfrú
Norðurlönd 3. október nk. í
Finnlandi.
Dagmar Iris Gylfadóttir bar
sigur úr býtum í þessari keppni
á sl. ári. Alls taka 10 stúlkur
þátt í úrslitakeppninni, tvær frá
hverju Norðurlandanna. Island
hefur sigrað fimm sinnum í
keppninni.
Áshildur og Berglind munu
ferðast um Finnland ásamt hin-
um keppendunum næstu daga
og sinna ýmsum kynningar-
störfum á vegum keppninnar.
Stýrinefnd sameiginlegs framboðs félagshyggjuflokkanna tekin til starfa
Framboðsnefndir skip-
aðar í öllum kiördæmum
ALÞYÐUFLOKKUR, Alþýðu-
bandalag og Kvennalisti hafa tekið
ákvörðun um að skipa níu manna
nefndir í öllum kjördæmum lands-
ins til að undirbúa framboð í alþing-
iskosningunum í vor. Sumar nefnd-
irnar hafa hafið störf, en tilnefn-
ingu í aðrar er ekki lokið. Kvenna-
listinn gerir kröfu um jafnrétti
kynjanna á öllum sviðum framboðs-
ins.
Svokallaður stýrihópur, sem í
sitja forystumenn frá Álþýðuflokki,
Alþýðubandalagi og Kvennalista,
auk þess sem Jóhanna Sigurðar-
dóttir, alþingismaður Þjóðvaka, á
þar einnig sæti, kom saman til síns
fyi-sta formlega fundar á Stokks-
eyri um helgina. Á fundinum var
ákveðið að setja á fót nokkrar
nefndir til að fara nánar í tiltekin
stefnumál. Jafnframt var skipaðúte
starfshópur sem á að fjalla úm
kynningarmál og annar sem á að
gera tillögur um fjármál framboðs-
ins. Stýrihópurinn mun næst koma
saman í næstu viku.
Kvennalistinn vill jafnrétti á
framboðslistum
„Við höfum sagt, síðan Kvenna-
listinn byrjaði þessar viðræður við
hina flokkana fyrir ári, að okkar
markmið væri að það væri jafnrétti
kynjanna á öllum sviðum framboðs-
ins. Þá á ég við í öllum nefndum og
alls staðar. Það á jafntvið um fram-
boðsmál og hugsanlega þátttöku í
Heimssýningunni í Portúgal að ljúka
LANGAR biðraðir eru við íslenska skálann á hverjum degi.
Morgunblaðið/Mark Ant
AÐSÓKN að heimssýningunni í
Lissabon í Portúgal hefur verið
mjög góð síðustu vikur og að
sögn Jóns Ásbergssonar, for-
stjóra Utflutningsráðs, heim-
sækja nú um 100 þúsund manns
sýningarsvæðið á hverjum
degi.
Hann segist ánægður með þá
athygli sem íslenski sýningar-
skálinn hefur vakið og sam-
kvæmt talningu aðstandenda
sýningarinnar sé hann einn af
10 mest sóttu sýningarskálun-
um. „Skálinn er vel staðsettur
Mikil að-
sókn að
íslenska
skálanum
og er hannaður til að geta tekið
á móti fjölda gesta. Menn geta
gengið í gegnum hann og skoð-
að það sem þeir vilja án þess að
lenda í biðröðum, eins og víða
vill verða.“
Heimssýningunni í Lissabon
lýkur 31. september nk. og hef-
ur aðsókn að henni aukist jafnt
og þétt frá því hún hófst í júní
og er nú svo komið að nánast
útilokað er að fá hótelgistingu í
borginni. Jón segist ekki kunna
neinar einhlítar skýringar á
aukinni aðsókn en menn hafi
talað um að veður hafi verið
óvenju leiðinlegt í upphafi sum-
ars.
Skemmdir á kví Keikós í óveðrinu
Óvíst að lyftan verði
sett upp aftur
LYFTAN á kví háhymingsins
Keikós í Klettsvík í Vestmannaeyj-
um hefur nú verið fjarlægð og er
óvíst að hún verði sett upp aftur.
Lyftan skemmdist í óveðri, sem
gekk yfir á fimmtudag og föstudag.
Bjarki Brynjarsson, fram-
kvæmdastjóri Þróunarfélags Vest-
mannaeyja og forstjóri félagsins
sem stofnað hefur verið um rekstur
Keikó-stofnunarinnar á Islandi,
sagði í gær að lyftan væri töluvert
skemmd, en það jákvæða væri að
kvíin sjálf hefði staðist álagið með
prýði. Lyftan hefði verið fjarlægð
vegna þess að hætta hefði verið tal-
in á því að hún gæti skemmt út frá
sér. Ovíst væri hvort þyrfti að setja
hana upp aftur.
„Lyftan var fyrst og fremst hugs-
uð til að koma hvalnum fyrir í kvinni
og eins að hægt yrði að hlúa að hon-
um ef hann væri veikur eftir flutn-
inginn,“ sagði Brynjar. „En hvalur-
ríkisstjórn. Við höfum gengið út frá
þessu og það hafa verið góðar und-
irtektir við þetta enda er staða
kvenna nokkuð sterk í þessari
heild,“ sagði Guðný Guðbjörnsdótt-
ir, formaður þingflokks Kvennalist-
ans, þegar hún var spurð hvort það
væri rétt að Kvennalistinn hefði
gert kröfu um að kona yrði í ör-
uggu sæti í öllum kjördæmum.
Guðný sagði að landsfundur
Kvennalistans myndi taka lokaá-
kvörðun um hvort Kvennalistinn
tæki þátt í sameiginlegu framboði.
Búið væri að ná saman um málefna-
skrána, en fleira þyrfti að liggja
fyrir áður en landsfundurinn tæki
ákvörðun, þar á meðal um fram-
boðsmálin. Hún sagðist gera sér
grein fyrir að framboðslistar yrðu
ekki tilbúnir fyrir landsfundinn,
sem áformað er að halda í nóvem-
ber, en fundurinn yrði að fá að vita
hvernig landið lægi, eins og Guðný
komst að orði.
Jóhanna Sigurðardóttir hefur
ákveðið að taka þátt í sameiginlegu
framboði og óska eftir stuðningi við
að vera þar í forystusveit. Guðný
sagðist ekki geta svarað því með
hvaða hætti Jóhanna eða aðrir sem
standa utan þessara þriggja flokka
kæmu að uppstillingu á lista. Þess
má geta að allir þingmenn Þjóð-
vaka, nema Jóhanna, hafa gengið í
Alþýðuflokkinn og taka því þátt í
sameiginlegu framboði með stai'fí
innan hans.
Risalaxi stolið
lifandi um
hábjartan dag
inn reyndist vera í toppformi þannig
að það er ekki mjög aðkallandi að
hafa lyftuna. Það er því spuming
hvort hún verður sett þarna aftur og
ég hugsa jafnvel að svo verði ekld.
Það byggist á því að hvalurinn og
kvíin standast álagið mjög vel.“
Bjarki sagði að til marks um það
væri að á meðan þjálfararnir börð-
ust við rokið á föstudagsmorgun lét
hvalurinn sér fátt um finnast og lék
sér að bolta í kvínni.
SVERRIR Hermannsson lenti í
þeirri furðulegu uppákomu í
Hrútafjarðará um helgina að
landa „þeim stærsta laxi sem ég
hef séð í vatni“, koma honum með
nokkrum erfiðismunum lifandi í
klakkistu þar sem honum var síð-
an stolið nokkrum klukkustund-
um síðar, um hábjartan dag.
Laxinn veiddi Sverrír á fluguna
Dimmblá númer 8 í Staðartungu-
hyl, sem er skammt frá ármótum
Hrútu og Síkár. Hann segist hafa
„lagst gríðarlega á hann“ og verið
með 14 feta tvíhendu, en samt
hafi laxinn ekki gefið sig fyrr en
eftir um tveggja stunda viðureign.
„Það var með erfiðismunum að ég
kom laxinum í slöngu, hann var
svo sver að hann nánast stíflaði
hana og í kassanum niðri í Armót-
um var hann alveg horn í horn.
Þetta var gríðarleg skepna, um
107 sentímetrar á lengd og ekkert
farinn að slakna. Hrikalega sver.
Ég hef samanburð við lax sem ég
veiddi í Vatnsdalsá sumarið 1994
og á uppstoppaðan uppi á þili. Það
var 103 sentímetra fiskur sem vó
24 pund. Ég mældi þennan lax um
helgina með snæri sem ég bar við
hann, hnýtti svo hnút þar sem lax-
inn nam við og mældi svo lengd-
ina. Hann var um 107 sentímetrar
og mun sverari heldur en sá sem
ég veiddi í Vatnsdalnum og ég tel
að þetta hafi verið 26-28 punda
lax. Allir sem þama voru við-
staddir vora á einu máli um að
þeir hefðu ekki séð annan eins lax
og tengdasynir mínir voru allir á
iði utan í mér að slátra honum og
setja hann upp á vegg í veiðihús-
inu,“ sagði Sverrii- í samtali við
Morgunblaðið í gærdag.
„Endirinn afar sorglegur"
Sverrir segir að öll samskiptin
við stórlaxinn hafi verið stórfeng-
leg. Logn var er laxinn tók og sá
Sverrir hann í tvígang elta flug-
una með miklum boðaföllum áður
en hann hremmdi hana í þriðju
tilraun. Síðan hafi laxinn byrjað á
því að „stökkva gríðarlega", en
síðan hægt á sér og stritað sterk-
lega gegn veiðimanninum. Hæng-
urinn stóri var kominn ofan í
klakkistuna um klukkan ellefu á
laugardagsmorguninn, en klukk-
EINAR Guðmann með rúm-
lega 9,5 punda bleikju sem
hann veiddi í Eyjafjarðará á
laugardaginn.
an 19.30, er vitjað var um hann og
tvo smærri laxa sem þar voru, var
sá stóri horfinn. „Það er óhugs-
andi annað en að laxinn hafi horfið
af mannavöldum og það er ægi-
legt að svona skuli gert. Þessi
mikli fiskur átti að fai-a út á Hóla í
undaneldi," segir Sverrir.
Þú hefur enga hugmynd um
hver eða hverjir þarna hefðu get-
að verið að verki?
„Ég vil ekkert um það tala. Vil
ekkert vera að sveigja að saklausu
fólki. Ég gruna alls engan. Kannski
það hafi bara verið einhveijir sem
voru laxlitlir á heimleið.“
Fékk aðra risableikju
Einar Guðmann, stangaveiði-
maður á Akureyri, sem veiddi
rúmlega 9,2 punda sjóbleikju í
Eyjafjarðará fyrr í sumar, sló
sjálfum sér við á laugardaginn er
hann veiddi rúmlega 9,5 punda
bleikju í Torfufellsármótum á
svæði 5 I Eyjafjarðará. Þetta var
síðasti veiðidagurinn og stórbleikj-
an langstærst 14 fiska sem Einar
veiddi. Bleikjuna veiddi Einar á
gula Stonehead „kúpu“, sem Einar
kallar púpuflugur hnýttar með
svokölluðum kúluhaus. Flugan var
hnýtt á kúptan öngul númer 10.
Bleikjur Einars eru þær
langstærstu sem veiðst hafa hér á
landi um árabil. Hann segir að
svona fiskar sjáist nokkuð reglu-
lega í Eyjafjarðará, en e.t.v. valdi
aukin notkun „kúpuflugna" því að
þær hafa nú fengist til að taka.
„Flugan berst eðlilegar fyrir fisk-
inn og bleikjan, sérstaklega þær
stóru, vilja ekki hreyfa sig mikið
eftir agninu. Það kann að valda
því að ég hef fengið þessar stóru í
sumar,“ sagði Einar í gær.