Morgunblaðið - 22.09.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.09.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1998 23 LISTIR Morgunblaðið/Ásdís BJORN Bjarnason menntamálaráðherra undirritar bréf til staðfestingar skipulagsskrár Listaháskóla íslands. Aðrir á myndinni eru sljórnarmennirnir Pétur Einarsson, Sigurður Nordal og Stefán Pétur Eggertsson, auk Þórunnar Hafstein frá menntamálaráðuneytinu. Til hægri er framtíðarhúsnæði Listaháskóla íslands að Laugarnesvegi 91. Stofnun Listahá- S skóla Islands orð- in að veruleika STOFNUN Listaháskóla fslands var formlega staðfest ásamt skipulagsskrá fyrir skólann á fundi undirbúnings- tjórnar í Listasafni Sigurjóns Olafsson- ar í gær. í lok fundar undirrituðu stjórnarmenn skipulagsskrána og menntamálaráðherra, Björn Bjamason, staðfesti hana. „Þar með er þessum áfanga náð. Allt vinnst þetta með tím- anum,“ sagði hann að svo búnu. Staðfestingin gildir efnislega sem formlegt starfsleyfi fyrir Listaháskóla Islands en dómsmálaráðherra þarf einnig að staðfesta skipulagsskrána. Listaliáskóli Islands er, samkvæmt skipulagsskrá, háskólastofnun sem sinnir æðri menntun á sviði listgreina, sem uppfylla kröfur sem gerðar eru til kennslu og rannsókna á háskólastigi. Listaháskóli Islands skal jafnframt vinna að eflingu listmennta með þjóð- inni og miðla fræðslu um listir og menningu til almennings. Fyrsti fundur stjórnar Listaháskóla íslands fór fram að staðfestingu ráð- herra lokinni og var á honum ákveðið að auglýsa stöðu rektors lausa til um- sóknar um næstu helgi. Nýr kafli í ís- lenskri listmenntunarsögu er þar með hafinn, hið eiginlega mótunarstarf Listaháskólans. Pétur Einarsson, sem sæti á í sljórn Listaháskólans, segir að rektor og deildarforsetar ættu að geta hafíð störf öðrum hvorum megin við næstu áramót og ef samningar takast við mennta- málaráðuneytið um fjármögnun rekst- ursins sé hugsanlegt að Listaháskólinn hefji starfsemi sína haustið 1999. Ef semst við ráðuneytið um yfírtöku hús- næðisins á Laugarnesvegi 91, í daglegu tali nefnt SS-húsið, gæti skólinn verið kominn undir eitt þak seinni hluta árs 2000. Samkvæmt skipulagsskrá ábyrgist menntamálaráðuneyti ljárstuðning við Listaháskólann er byggist á samningi fyrir þá þjónustu er skólinn veitir. Menntamálaráðherra ábyrgist jafn- framt að gerður verði sérstakur samn- ingur við skólann um afnot af húsnæð- inu á Laugarnesvegi 91. Langur aðdragandi Aðdragandi stofnunar Listaháskóla Islands er nokkuð Iangur. Tvær opin- berar nefndir hafa fjallað um málið og sú seinni, undir forsæti Björns Bjarna- sonar, skilaði greinargerð árið 1993. Vinna að stofnun skólans hefur tekið mið af þeim tillögum. Fjöldi manna hefur komið að málinu, embættismenn, listamenn og stjórn- málamenn og þakkar Pétur þeim fram- lag sitt. „Þar held ég að ekki verði á neinn hallað ef ég nefni sérstaklega nafn Björns Bjarnasonar menntamála- ráðherra, sem lengi hefur unnið að því að láta þennan draum rætast og ekki síst eftir að hann varð ráðherra menntamála. Ég leyfi mér fyrir hönd listanna í landinu að færa honum alúð- arþakkir fyrir einarðan stuðning hans við þetta mál.“ Pétur segir enn fremur að þrátt fyrir að listamenn hafí, sem betur fer, skipt- ar skoðanir um listmenntun, hafí þeir staðið saman um stofnun Listaháskóla. „Það er von mín að þeir beri gæfu til þess að halda áfram að skiptast á skoð- unum og standa saman um Listaháskóla íslands." Hjálmar H. Ragnarsson, formaður Bandalags íslenskra listamanna, tekur í sama streng. „Það hefur verið tekist á í þessu máli en nú þegar rekstrar- fyrirkomulagið liggur fyrir er nauð- synlegt að listamenn standi saman að baki þessari stofnun - ekki bara fjár- hagslega, heldur líka hugmyndafræði- iega." I stjórn Listaháskóla Islands eiga sæti Stefán Pétur Eggertsson formaður og Sigurður Nordal, tilnefndir af menntamálaráðherra, og Karólína Ei- ríksdóttir, Kristinn E. Hrafnsson og Pétur Einarsson kjörin af aðalfundi Fé- lags um Listaháskóla íslands. Listamaður TONLIST Kirkjuhvoll LJÓÐATÓNLEIKAR Finnur Bjarnason og Gerrit Schuil fluttu söngverk eftir Robert Schumann við kvæði eftir Kerner og Heine. Laugardaginn 19. september. NOKKRU eftir seinni heims- styrjöldina kom Dietrich Fischer- Dieskau til Islands á vegum Tón- listarfélagsins og hélt hér ljóðatón- leika. Þá er mér minnisstæð um- ræða vitmanna á þessu sviði, til að nefna einhvern var Björn Jónsson, framkvæmdastjóri Tónlistarfélags- ins, er ég vissi manna minnugastan á tónverk, einn þeirra og voru þeir sammála um að vart mætti búast við því, að við Islendingar ættum eftir að eignast söngvara í þessum gæðaflokki. Síðan er, að ég man best, liðin nærri hálf öld og til starfa hafa margir frábærir söng- menn íslenskir komið og sungið bæði „Lieder" og tekið þátt í óp- eruflutningi víða um heim. Ungum listamanni getur hólið verið hættulegt en vonandi er Finnur svo vel gerður, að geta séð í gegnum fíngur sér við þá er ausa hann lofi, og einnig það, að hann sé sá, sem eigi eftir að ná jafnstöðu við þá sem bestir eru í flutningi ljóðatónlistar. Það er með ólíkind- um, að svo ungur maður skuli hafa þessa erfiðu list svo á valdi sínu sem Finnur og þótt hinir vandlát- ustu kunni að finna sitthvað sem á vantar er það aðeins eitthvað smá- legt sem kemur, þegar maður og rödd hafa dregið sér þroska. Þá verður ekki lengur skarð fyrir skildi, þar sem Dieskau stóð forð- um og birti Reykvíkingum list sína. Björn Jónsson og félagar hans í Tónlistarfélaginu hefðu glaðst yfir slíkum listamanni, en þeir áttu mikinn þátt í að byggja upp tónlist- arlíf á Islandi, sem nú er sáð fyrir í tónlistarskólum landsins. Finnur fékk sitt veganesti í Tónskóla Sig- ursveins, hjá John Speight, og hef- ur síðan stundað framhaldsnám í Englandi. Það fellur allt að einu í söng Finns; mótun tónhendinga, tón- mótun raddarinnar og túlkun til- finninga, allt útfært af miklu list- fengi. Fyrstu viðfangsefni tónleik- anna voru lög við kvæði eftir Justinus Kerner, merkt op. 35, og þar getur að heyra nokkur af frægari lögum meistarans, Wand- erlust, Erstes Grún og Sehnsucht. I síðustu lögunum, Stille Liebe, Frage, Stille Tránen, Wer macht dich so krank? og Alte Laute, ríkti að mestu kyrrð, sem Finnur náði að túlka á einstæðan máta, umvaf- inn hljóðtjöldum píanóleikarans, Gerrit Schuil, sem oft eru megin- tónefnið, sérstaklega þar sem sönglínan verður nánast tónles. Liederkreis I, op 24, við ljóð eft- ir Heine, eru fyrstu sönglögin sem merkt eru með ópusnúmeri, en áð- ur hafði Schumann samið nítján lög og fimm af þeim við texta eftir Kerner. Heine-ljóðakransinn var eins glæsilega fluttur og Kerner- lögin, þar sem söngur og píanóspil voru ofin saman í einn blæbrigða- krans, þó aðeins væri meira tekið á í nr. 6, Warte, warte, wilder Schiffsmann, þar sem Schumann sleppir tauminum fram af píanist- anum sem Gemt Schuil kunni svo sannarlega að meta. Nokkur síðustu lögin voru tekin úr Myrthen-lagasafninu, op. 25, sem inniheldur 26 lög, sum þeirra samin við enskar þýðingar, t.d. á ljóðum eftir Burns. Úr þessu safni voru valin þau lög er Schumann samdi við ljóð eftir Heine og eru meðal frægustu laga meistarans, Du bist wie eine Blume (nr. 24), Die Lotusblume (nr. 7) og Was will die einsame Tráne? (nr. 21). Inn á milli Myrthen-laganna var Dein Angesicht op. 127 nr. 2 og tónleik- arnir enduðu á Die beiden Grena- diere op. 49, nr. 1. Það þarf ekki að tíunda neitt varðandi eitthvert sér- stakt lag, því flutningurinn í heild, bæði söngur og píanóleikur, var slíkur, sem aðeins getur að heyra hjá góðum listamönnum. Það sem Finn vantar enn og kom t.d. fram í Die beiden Grenadiere er tíminn, sem færir ungu listafólki þroska og dýpri skilning á innviðum listgát- unnar. Það er sannarlega tilhlökk- unarefni að eiga von í því að eign- ast upptökur með Finni Bjarnasyni og Gerrit Schuil og ekki síður, ef þeir seinna muni stilla saman strengi sína. Finnur er óumdeilan- lega efni í stórkostlegan söngvara, því svo góður er hann þegar orð- inn, að hann á skilið heiðurs-nafn- giftina Listamaður. Jón Ásgeirrson www.mbl.is jJlfllsMfeitoEHBt Heildsöludreifing: - Smiðjuvegi 11, Kópavogi Sími 5B4 108B, fax 564 1089 Skolvaskar Intra skolvaskarriir eru ffamleiddir á vegg eða innfeUdir í borð. Stæröir: 48 x 38 x 19 cm 54 x 45 x 23 cm Fæst í bygginoavöruverslunum um land allt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.