Morgunblaðið - 22.09.1998, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ
■'>48 ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1998
íiji ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200
Sýnt á Stóra sóiði:
BRÓÐIR MINN LJÓNSHJARTA - Astrid Lindgren
Sun. 27/9 kl. 14 nokkur sæti laus — sun. 4/10 kl. 14 nokkur sæti laus
- sun. 11/10 kl. 14 - sun. 18/10 kl. 14.
ÓSKASTJARNAN - Birgir Sigurðsson
Fös. 25/9 - lau. 3/10.
SALA ÁSKRIFTARKORTA STENDUR YFIR
Innifaldar í áskriftarkorti eru 6 svninqar:
05 sýningar á stóra sviðinu:
SOLVEIG - TVEIR TVÖFALDIR - BRÚÐUHEIMILI - SJÁLFSTÆTT
FÓLK, Bjartur - SJÁLFSTÆTT FÓLK, Ásta Sóllilja.
01 eftirtalinna sýninga að eigin vali:
R.E.N.T. - MAÐUR l' MISLITUM SOKKUM - GAMANSAMI HARMLEIKUR-
INN - ÓSKASTJARNAN - BRÓÐIR MINN LJÓNSHJARTA.
Almennt verð áskriftarkorta er kr. 8.700
Ellilífeyrisþegar og öryrkjar kr. 7.200
Miðasalan eropin mánud.—þriðjud. kl. 13—18, miðvikud.—sunnud. kl. 13—20.
Símapantanir frá kl. 10 virka daga. Sími 551 1200.
SÖNG-LEIKIR
Tónleikar fim. 24/9 kl. 21.00
Ingveldur Ýr og Gerrit Schuil.
Spennuleikritið
fös. 25/9 kl. 21.00 laus/sæti
lau. 26/9 kl. 21.00 lausrsæti
fös. 2/10 ki. 21.00 laus sæti
„Gæðakrimmi í Kaffileikhúsi" SAB, Mbl.
^ Nýr Svikamyllumatseðill N
Melóna með reyktu fjallalambi í forrétt.
Hunangshjúpuð fyllt kjúklingabringa
Grand Mariner borin fram
v með eplasalati og kartöflukrókettum. y
Miðas. opin fim.—lau milli.kl.16 og 19
Miðapantanir allan sólarhringinn í
s. 551 9055. Netfang: kaffileik@isholf.is
BUGSY MALONE
lau. 26/9 kl. 14.00
sun. 4/10 kl. 14.00
LISTAVERKIÐ
lau. 3/10 kl. 20.30
mið 23/9 kl. 20.30 örfá sæti laus
fim 24/9 kl. 20.30 UPPSELT
fös 25/9 kl. 20.30 örfá sæti laus
lau 26/9 kl. 20 UPPSELT
lau 26/9 kl. 23.30 örfá sæti laus
sun 27/9 kl. 20 örfá sæti laus
DIMMALIMM
lau. 26/9 kl. 13.00 og 15.00
Tilboð til leikhúsgesta
20% alsláttur af mat tyrlr sýnlngar
Borðapantanlr í síma 562 9700
FJÖGUR HJÖRTU
lau. 26/9 kl. 20.30
sun. 4/10 kl. 20.30
]\&hh\5r)Ú}jJ:u
Gamanleikrit í leikstjórn
Sigurðar Sigurjónssonar
fim. 24/9 kl. 21 UPPSELT
fös. 25/9 kl. 21 UPPSELT
lau. 26/9 kl. 21 UPPSELT
fim. 1/10 kl. 21 ÖRFÁ SÆTI
Miöaverö kr. 1100 fyrir karla
kr. 1300 fyrir konur
Vörðufélagar Ll fá 30% afslátt
Sýnt í íslensku óperunni
Miðasölusími 551 1475
SIÐASTIBÆRINN I DALNUM
sun. 27. september kl. 16.00
sun. 4.......
Haf rurl j jrtVirleikluisið sun. 11. október kl. 16.00.
HERMÓÐUR OG HÁÐVÖR VIÐ FEÐGARNIR eftir Þorvald Þorsteinsson
Vcsturgata 11. Hafnarfirði. 3. sýning fös. 25/9 kl. 20 4. sýning lau. 26/9 kl. 20
Miðapantanir í síma 555 0553. Miðasalan cr opin milli kl. 16-19 alla daga nema sun.
ÁHUGASAMUR áhorfandi veltir fyrir sér gangi mála.
FÓLK í FRÉTTUM
Skákmót á Grand Rokk
Morgunblaðið/Kristinn
EINBEITNIN skín út úr hveiju andliti meðan klukkan tifar.
Nýtt skákfélag
hefur leikinn
Skákmót á veitingastöðum teljast til
tíðinda enda ekki á hverjum degi sem
skákin færist úr félagsmiðstöðvum
skákfélaganna út á meðal almennings.
Dóra Osk Halldórsdóttir brá sér á skák-
mót á veitingastaðnum Grand Rokk
í hádeginu á föstudag.
SNÖR handtök þarf þegar tím-
inn er naumur.
Á FÖSTUDAGINN var haldið hrað-
skákmót á skemmtistaðnum Grand
Rokk í Reykjavík. Ekki er óvanalegt
að sjá menn sitja þar í þungum
þönkum yflr skákum dags daglega
en heldur meiri tíðindi að flestir
helstu stórmeistarar landsins séu
mættir til leiks. Hrafn Jökulsson,
forseti Skákfélags Grand Rokks, var
tekinn tali og spurður um tilurð
mótsins.
„Hugmyndin að skákmótinu kom
upp á stofnfundi Skákfélags Grand
Rokks sem var haldinn 12. septem-
ber sl. en þá var stofnað þriðja skák-
félagið í Reykjavík, Skákfélag Grand
Rokks. Við ákváðum að fara af stað
með stæl, eins og vera ber, og erum
hérna með marga af sterkustu skák-
mönnum landsins ásamt heimavarn-
arliðinu okkar.“
- Hverjir eru í félaginu?
„Félagar eru nú á sex dögum
orðnir tæplega 100. Félagið mun
taka þátt í deildarkeppninni í vetur
og skarta á efstu borðum snillingum
á borð við Róbert Harðarson og Dan
Hansson. Það er síðan aldrei að vita
hvort við vélum einhverja stórmeist-
ara í félagið líka,“ segir Hrafn og
bætir við að nú sé staðið í samninga-
viðræðum við nokkra ákaflega
sterka skákmenn en þær viðræður
séu á afar viðkvæmu stigi. Að-
spurður hvort skáklistin eigi heima
inni á veitingastað eins og Grand
Rokk svarar Hrafn því svo að Grand
Rokk er sá staður i Reykjavík þar
sem mest er teflt. „Grand Rokk er
mekka skákáhugamanna,“ segir
hann og bætir því við að ekki sé skil-
yrði að menn drekki bjór þegar þeir
sitji að tafli á Grand Rokk, en það sé
þó æskilegt.
Afturhvarf til fortíðar
Þegar stórmeistararnir voru
spurðir hvernig þeim litist á þetta
fyrirkomulag, að tefla á veitingastað
voru þeir flestir jákvæðir gagnvart
fyi-irkomulaginu enda kurteisir fram
í fíngurgóma. „Það má segja að þetta
fyrirkomulag sé afturhvarf til gam-
alla tíma, skákin að fara í sama horf
og hún var á 19. öld. Á þeim tíma
tefldu bestu skákmennirnir ætíð á
kaffihúsum, og í París var mikið
skáklíf á kaffihúsum borgarinnar,"
sagði Jóhann Hjartarson. Aðrir tóku
undii' það og sögðust líta á mótið
sem hvert annað skákmót, og alltaf
væri gaman að taka þátt þegar góðir
menn tefla. Á milli skákanna var þó
örtröð úti í garðinn þar sem menn
önduðu að sér fersku lofti enda
myndast fljótt reykmökkur á stað
sem tekur ekki mjög marga í sæti.
Sævar Bjarnason var einn þeirra
er fyrst stóð upp eftir fyrstu umferð-
ina en hann tefldi á móti Jóhanni
Hjartarsyni. Hann vai- spurður um
úrslit skákarinnar. „Jóhann hefur
ekkert teflt í fjóra mánuði en er
greinilega ekkert farinn að ryðga,"
sagði hann en tók tapinu af stakri
sæmd eins og vera ber.
Dan Hansson sem teflir fyrir
Grand Rokk, tapaði fyrstu skákinni
gegn Helga Ólafssyni og sagðist
aldrei hafa fengið virka stöðu í skák-
inni. „En það er nú kannski munur-
inn á Grand-meistara og stórmeist-
ara,“ segir hann og hlær.
Sigurvegari deilir bikarnum
Hraðskákmótið á föstudaginn
hófst í hádeginu og stóð fram eftir
degi, en 13 umferðir voru tefldar.
Verðlaun fyrir fyrsta sætið voru
50.000 krónur, en Hrafn segir að til
samanburðar séu fyrstu verðlaun á
helgarskákmótum iðulega 12.000
krónur. En þýska bjórverksmiðan
Jever gaf verðlaunaféð, og auk pen-
ingaverðlaunanna var þriggja lítra
bjórglas fyllt af veigum verksmiðj-
unnar fyrir verðlaunahafann. Jón L.
Árnason hneppti fyrsta sætið, var
með 12 vinninga af 13 mögulegum.
Helgi Ólafsson og Jóhann Hjartar-
son deildu 2.-3. sæti með 11 vinninga
hvor.
Ekki teygaði Jón L. Árnason þó
vinningsbikarinn í botn eftir glæsi-
legan sigur á mótinu. Hrafn segir
hann eins og aðra skákmenn grand-
varan mann og höfðingja mikinn og
að hann hafi sýnt þann drengskap að
láta bikarinn ganga til þeirra sem
ekki deildu með honum hinum sæta
sigri.
Þátttakendur í mótinu voru Jó-
hann Hjartarson, Helgi Ólafsson,
Jón L. Árnason, Ágúst S. Karlsson,
Róbert Harðarson, Sævar Bjarna-
son, Andri Áss Grétarsson, Dan
Hansson, Pétur Atli Lárusson, Sig-
urður T. Guðmundsson, Kristján
Örn Elíasson, Grímur Grímsson,
Birgir Berndsen og Rafn Jónsson.