Morgunblaðið - 22.09.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.09.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJURDAGUR 22. SEPTEMBER 1998 33K - AÐSENDAR GREINAR N eytendarétt verður að virða DRÖG heilbrigðisráðherra að frumvarpi til laga um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði hafa vakið mikil viðbrögð. Allir sem hugleitt hafa þetta mál gera sér grein iyrir að hér er um mjög mik- ilvægt mál að ræða og fjölmörg álitaefni sem þarf að taka afstöðu til. Við megum ekki gleyma okkur í þeirri umræðu einni að stórfelldur gróði sé í vændum, það verður að huga vandlega að frumvarpsdrög- unum í heild og meta kosti þeirra og galla. Ekki var óskað eftir sérstakri umsögn Neytendasamtakanna um frumvarpsdrögin þó svo að neyt- endaréttur komi þar mjög við sögu. Neytendasamtökin ákváðu því sjálf að taka drögin til umfjöllunar. Neytendasamtökin fjölluðu ýtar- lega um málið og ráðfærðu sig m.a. við innlenda og erlenda sérfræð- inga, m.a. lögmenn sem sérhæft hafa sig í lögum og reglum er lúta að persónuupplýsingum og per- sónuvernd. Neytendasamtökin fengu jafnframt umsagnir frá Evr- ópusamtökun neytenda (BEUC) og norsku neytendasamtökunum. Að lokum samþykkti svo stjórn Neyt- endasamtakanna samhljóða álykt- un um málið. Réttur neytandans er ekki virtur í íslenskum lögum og fjölþjóð- legum skuldbindingum eru fjöL mörg réttindi neytenda tryggð. í drögum heilbrigðisráðherra eru þessi sömu réttindi oft fótum troð- in. Þannig er aðeins minnst á rétt- indi þeirra á einum stað í drögun- um og þar sem gert er ráð fyrir að neytandi tilkynni sjálfur ef upplýs- ingar um hann eiga ekki fara inn á miðlægan gagnagrunn. Hér er hlutum snúið við, því leita verður eftir upplýstu samþykki viðkom- andi einstaklings ef vinna á með persónulegar heilsufarsupplýsing- ar hans í rannsóknum. Minnt er á að það er sjúklingurinn sem á sjúkraskýrslurnar, ekki stóri bróð- ir ríkið. Þetta var staðfest í um- ræðum á Alþingi þegai’ formaður heilbrigðis- og trygginganefndar mælti fyrir breytingum nefndar- innar á lögum um réttindi sjúk- linga. Stjómvöld hafa því enga heimild til að ráðskast með þessi gögn, því rétturinn er okkar. Fegurðin kemur innan -/elincv light Önnur atriði sem lúta að því að tryggja réttindi neytenda era að gefnar séu ákveðnar lágmarksupp- lýsingar til þeirra, sem settar eru upplýsingar um inn á gagnagrunn- inn. Einnig að settar séu ákveðnar reglur um eyðingu gagna og upp- lýsinga miðað við tímamörk og upplýsingagildi. Persónuleynd er ekki tryggð I drögunum er fullyrt að upplýs- ingar í miðlæga gagnagrunninum verði ópersónugreinanlegar upp- lýsingar, en þar segir: „Einstak- lingur skal eigi teljast persónu- greinanlegur ef verja þyrfti vera- legum tíma og mannafla til þess að persónugreining hans gæti átt sér stað. Sama gildir ef persónugrein- ing getur einungis átt sér stað með notkun gi-einingarlykils sem sá að- ili er hefur upplýsingar undir höndum hefur ekki aðgang að.“ Óeðlileg tengsl, segir Jóhannes Gunnarsson, verða á milli hagsmunaaðila og eftirlitsaðila. Minna má á að það sem tók tíma og var fyrirhöfn í upplýsingasam- félaginu fyrir tveimur áram, er í sumum tilvikum leikur einn í dag. Það sama á eflaust við um þróun- ina á næstu áram. Með „greining- arlykli“ er raunar enn staðfest að þetta eru persónugreinanlegar upplýsingar. Neytendasamtökin minna á að annaðhvort era upplýs- ingarnar persónugreinanlegar eða ekki, svona orðaleikur gengur eng- an veginn upp og er engum sæm- andi, síst löggjafarvaldinu. Sam- kvæmt drögunum á Tölvunefnd að hafa eftirlit með notkun miðlæga gagnagrannsins. Slíkt væri að sjálfsögðu með öllu óþarft ef upp- lýsingar á miðlæga gagnagrannin- um væra ópersónuógreinanlegar. Hér stangast hlutir einfaldlega á. Skilgreining persónuupplýsinga Samkvæmt drögunum era per- sónuupplýsingar „upplýsingar er PABBI Sængurgjafir fyrir mömmu og barnið ÞUMALÍNA Pósthússtræti 13, sími 551 2136. varða einkamálefni, þ.m.t. heilsufarsupp- lýsingar, fjárhagsmál- efni eða önnur málefni persónugreinds eða persónugreinanlegs einstaklings sem sann- gjarnt er og eðlilegt að leynt fari“. Þessi skil- greining er miklu þrengri en í öðram ís- lenskum lögum og fjöl- þjóðlegum samþykkt- um. í tilskipun ESB sem Islendingar verða að taka upp í lög segir Jóhannes m.a. að persónuupplýs- Gunnarsson ingar séu allar upplýs- ingar sem tengjast persónugreind- um eða persónugreinanlegum ein- staklingi. Samkvæmt tilskipuninni er einstaklingur persónugi-einan- legur ef hann getur verið persónu- greindur beink'nis eða óbeinlínis með vísun í kennitölu (identification number) eða til eins eða fleiri þátt- ar sem era sérgreindir varðandi einstaklinginn s.s. varðandi líkam- lega, andlega, heilbrigðislega, efna- hagslega, menningar- eða félags- lega stöðu. Samkvæmt sömu til- skipun era upplýsingar um einstak- ling persónuupplýsingar þrátt fyrir að þær séu dulkóðaðar. Þegar upp- lýsingar era aftengdar einstak- lingnum er ekki um persónuupplýs- ingar að ræða, enda þarf þá ekki greiningarlykil. Skilgreiningar um hvað séu per- sónuupplýsingar eru því mjög mis- munandi í drögunum og tilskipun ESB og hallar þar veralega á ís- lenska neytendur enn einu sinni. Við hljótum að spyrja hvers vegna það sé nauðsynlegt? Aðskilnaður milli eftirlits og hagsmunaaðila Samkvæmt drögunum er málum þannig komið fyrir að óeðlileg tengsl verða á milli hagsmunaaðila og eftirlitsaðila. Það er hins vegar ljóst að þróunin er með þeim hætti að efla þarf mjög eftirlit með kerf- isbundinni skráningu persónuupp- lýsinga sem fram fer hjá stofnunum og fyrirtækjum, enda hefur komið í ljós að undanfömu að jafnvel stór fyrirtæki leyfa sér að brjóta lög um þetta. Það er því afar mikilvægt að tryggja sjálfstætt, faglegt og óháð eftirlit með mið- læga gagnagrunninum. Tiyggja verður að eft- irktið starfi undir for- ystu og eftirliti Tölvu- nefndar og að um fullan aðskilnað verði að ræða á milli eftii-litsaðila og þeirra sem eftirlitið beinist að. Annars verð- ur það ekki trúverðugt, auk þess sem það skap- ar aukna hættu á mis- notkun. Ert þú EINN í heiminum? Við erurn til staðar! VINALINAN 561 6464 800 6464 öll kvöld kl. 20-23 Langar þig að lyfta þér upp... eitt kvöld i víku í svo sannarle^a fróðlegum og skemmtilegum skola? Vissir þú að hérlendis er starfræktur vandaður sálarrannsóknarskóli eitt kvöld í viku sem venjulegt fólk á öllum aldri sækir til að fræðast um flestöll dulræn máí og líkurnar á lífi eftir dauðann? Og langar þig að vita hvað eru alturgöngur, líkamningar, álfar, huldufólk, fjarskynjun, fyrirboðar, berdreymi, svifjógar, ærsladraugar eða bara hvers vegna skilaboð koma að handan? Og langar þig að vita hvar látnir vinir þínir og vandamenn hugs- anlega og líldegast eru í dag, í örugglega skemmtilegasta skólanum í bænum og í glaðværum og jákvæðum hópi nemenda, eitt kvöld í viku fyrir hófleg skólagjöld? Efsvo er, þá er ekkert antutð en að hringja ogfá allar upplýsingar um mest spennandi skólann í beenum í dag. Við svörum símanum alla daga vikunnar kL 14 til 19. A Sálarrannsóknarskólinn, - mest spennandi skólinn i btenum - J/f / / \ Vegmúla 2, sfmar 561 9015 og 588 6050. Miðlægnr gagnagrunnur Hér er um miðlægan gagna- grann að ræða. Miðlægur gagna- grannur þýðir að verið er að safna upplýsingum úr mörgum gagna- grannum í einn og samkeyra á ýmsan máta. Neytendasamtökin taka ekki afstöðu gegn slíkum granni og ljóst er að ekkert bannar hann í sjálfu sér. Og því skal ekki mótmælt hér að slíkur gagna- grannur getur skilað ýmsum ár- angri fyrir íslenska þjóð og raunar heimsbyggð alla. Undirritaður hef- ur þó efasemdir um að upplýsinga- öflun með þessum hætti um jafn fá- menna þjóð og Islendinga sé sið- ferðilega réttlætanleg. Og einnig að þetta sé í raun nauðsynlegt til að tryggja framgang vísindarann- sókna á sjúkdómum og lyfjum. Það er þó allavega ljóst að skilgreina þarf tilgang gagnagrunnsins miklu betur en gert er í drögunum. Einkaleyfi Einkaleyfi orkar mjög tvímælis og kann að stangast á við ákvæði stjórnarskrárinnar um atvinnu- frelsi. Auk þess hefur Samkeppnis- stofnun varað sérstaklega við því að drögin brjóti hugsanlega gegn fjölþjóðlegum skuldbindingum í samkeppnismálum. Ekki hafa komið fram önnur rök fýrir einka- leyfi en sem lúta að viðskiptahags- munum og er það engan veginn nægjanlegt. Hins vegar hefur verið bent á að einkaleyfi geti hindrað aðra aðila í rannsóknum sem lúta að almannahag. Drögin standast ekki Allir eru sammála um að hér sé um mjög mikilvægt mál að ræða, það sé þó afar flókið og vandmeð- 4. farið. Það er því undarlegt hve málið allt er illa unnið af hálfu framkvæmdavaldsins og að drögin séu jafn meingölluð og raun ber vitni. Það er t.d. mat allra þein-a sem Neytendasamtökin hafa borið þetta mál undir, að hér sé um að ræða persónuupplýsingar og sem era persónugreinanlegar. Fullyrð- ingar um annað fást einfaldlega ekki staðist. Löggjafarvaldið hefur talið nauðsynlegt að setja fjölmörg lög til að tryggja neytendur betur hvað ^ varðar meðferð og notkun per- sónuupplýsinga og um persónu- leynd. Þetta á ekki síst við um jafn viðkvæmar upplýsingar og heilsu- farsupplýsingar. Með þessari laga- setningu hefur verið viðurkennt að neytandinn er hér sem oftar veik- ari aðilinn og því þurfi hann ákveðna lágmarksvernd. Það er ljóst að drögin eins og þau liggja fyrir draga verulega úr þessari vernd. Það er einnig ljóst að drögin stangast að minnsta kosti á við lög um réttindi sjúklinga, lög um skráningu og meðferð persónuupp- lýsinga, læknalög og ýmis lög um heilbrigðisstéttir. Jafnframt*' myndu læknar brjóta þagnareyð sinn við sjúklinga. Það má jafn- framt leiða að því rök að óbreytt drög stríði gegn friðhelgi einkalífs- ins, sem tryggt er með Stjómar- skrá Islands og Mannréttindayfir- lýsingu Evrópu. Einnig ganga drögin í fjölmörgum mildlvægum atriðum gegn tilskipun ESB nr. 95/46, en þessa tilskipun þurfa ís- lendingar að lögfesta vegna aðildar okkar að EES. Stjómvöld og lög- gjafarvald geta einfaldlega ekki U' gengið fram með þeim hætti sem di’ög heilbrigðisráðherra gera ráð fyrir, enda myndi löggjafarvaldið varla komast upp með það vegna fjölþjóðlegra samþykkta. Það er einfaldlega ekki hægt að traðka á réttindum neytenda á þann hátt sem drögin gera ráð fyrir. Höfundur er formaður Neytenda- samtakanna. SENSAI CELLULAR PERFORMANCE Ný snyrtivörulína fró Kaneho sem markor tímamót a •*' TRYGGINGASTOFNUN RfKISINS Styrkir til bifreiðakaupa Tryggingastofnun ríkisins veitir viðtöku umsókn- um vegna styrkja sem veittir eru hreyfihömluðum til bifreiðakaupa. Nauðsyn bifreiðar vegna hreyfihömlunar skal vera ótvíræð. Umsóknareyðublöð vegna úthlutunar 1999 fást hjá afgreiðsludeild og lífeyrisdeild Tryggingastofn- unar ríkisins, Laugavegi I 14, og hjá umboðsmönn- um hennar um land allt. Umsóknarfrestur er til 15. október nk. Tryggingastofnun ríkisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.