Morgunblaðið - 22.09.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJURDAGUR 22. SEPTEMBER 1998 89 ^
MINNINGAR
GRÉTA
LÍNDAL
+ Gréta Líndal
fæddist 6. ágúst
1914 á Akureyri.
Hún andaðist á
Hjúkrunarheimilinu
Sólvangi í Hafnarf-
irði hinn 13. sept-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Björn Líndal,
bæjarfógeti á Akur-
eyri, sýslumaður í
Eyj aQ arðar sýslu,
alþingismaður og
bóndi á Svalbarði á
Svalbarðsströnd, f.
5. 6. 1876, d. 14.12.
1931, og Bertha Hansen Líndal,
f. 11.3. 1885, d. 5.7. 1953. Systur
Grétu Líndal voru: 1) Ingibjörg
Katrín, f. 1909, d.1933. 2) Anna
Stefanía, f. 1911, d. 1929. 3) Hel-
ena María, f. 1912, d. 1995. 4)
Hansína Bertha, f. 1917, d. 1932.
Samfeðra hálfbróðir þeirra var
Theodór, f. 1896, d. 1975. Gréta
Líndal giftist hinn l8. maí 1940
Guðmundi Elíasi Arnasyni, frv.
aðstoðarbankastjóra Búnaðar-
banka íslands, f.
14.3. 1916 í Hafn-
arfirði. Þau bjuggu
að Brekkugötu 8 í
Hafnarfirði til árs-
ins 1953 en frá 1954
að Sunnuvegi 1.
Börn þeirra eru: 1)
Birna Bertha, skrif-
stofustjóri, f. 28.11.
1943, gift Pétri
Joensen, varðsljóra,
eiga þau þijú börn.
2) Árni Hrafn, vél-
stjóri, f. 15.4. 1945,
kvæntur Jóhönnu
H. Sæmundsdóttur,
ritara, eiga þau tvö börn.
Gréta Líndal lærði sjúkraþjálf-
un í Danmörku á árunum
1938-1940. Hún starfaði sjálf-
stætt til ársins 1952 en eftir það
á Hjúkrunarheimilinu Sólvangi í
Hafnarfírði til ársins 1982, auk
þess sem hún kemidi sjúkraleik-
fimi við Lækjarskóla í nokkur ár.
Útför Grétu Líndal fer fram
frá Hafnaríjarðarkirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Nú er lokið átta ára veikindum.
Þetta er búið að vera þér langur
tími. í byi-jun hefðu fáir séð svona
mörg ár, en þú varst svo sterk, svo
ákveðin í að þjálfa þig upp til að
geta verið heima. Árin liðu og þú
vannst þig alltaf út úr mótlætinu,
vildir komast heim á Sunnuveginn
til afa, sem dekraði við þig á alla
lund. Síðastliðið vor var þrekið
búið. Þú komst ekki lengur upp
stigana heima svo helgarleyfin
tóku enda. Eg veit að þú tókst það
nærri þér, en þú talaðir aldrei um
það.
Þegar ég hélt í frí í byrjun sept-
ember grunaði mig ekki að ég væri
að kveðja þig í síðasta sinn. Ég
hlakkaði til að heimsækja þig með
prinsana mína og leyfa þeim að
segja þér ferðasöguna. Þú hafðir
mjög gaman af þeim og fannst ég
koma tómhent án þeirra.
Fyrir mér varst þú engin helg-
aramma. Ég hef allaf átt mitt
annað heimili á Sunnuveginum og
fengið að ganga þar inn og út eins
og mig lysti. Sem barn og ungling-
ur sat ég oft í eldhúsinu og fylgdist
með þér. Þar var allt gert af mikl-
um myndarskap og dugnaði, hvort
sem þú varst að baka bestu
smjörköku í heimi eða flaka fisk
sem þú hafðir veitt með afa.
FyiT á árum skutuð þið skjóls-
húsi yfir skyldfólk þitt utan af
landi, sem var í bænum um lengri
og skemmri tíma, en þess utan var
alla tíð mikill gestagangur hjá
ykkur afa. Fríkirkjuprestur hafði
sína viðtalstíma í bókaherberginu
niðri í mörg ár svo að alltaf virtist
húsið fullt af lífi.
Ég sá þig sjaldan sitja auðum
höndum. Rúmlega tvítug hélstu til
Danmerkur, menntaðir þig sem
sjúkraþjálfari og vannst við það
alla tíð. Handavinnan var alltaf til-
tæk og aldrei lokuð bók við hlið
þér. Þú hafðir unun af að fara í
veiði með afa og meðan þú hafðir
heilsu til ferðuðust þið mikið.
Það var aldrei nein lognmolla í
kringum þig. Þú hafðir sterka lund
og vilja. Metnaðurinn fyrir fjöl-
skyldunni var mikill. Þú studdir
dyggilega við okkur barnabörnin
og vildir hag okkar sem bestan.
Alveg fram á síðasta dag fylgdist
þú af áhuga með lífi okkar.
Kveðjur til þín frá Bubba og
litlu prinsunum. Hafðu þökk fyrir
allt. Guð geymi þig elsku amma.
Þín
Erna Sylvía.
Sumarið 1974, verzlunarmanna-
helgi og það er komið að hinni ár-
legu ferð fjölskyldnanna upp á
Arnarvatnsheiði, nánar tiltekið að
Arnarvatni hinu stóra. Við erum
allmörg í för, tveir jeppar troðfull-
ir af fólki, ungu sem öldnu. í öðr-
um bílnum eru foreldrar mínir, ég
sjálf og að sjálfsögðu Gréta Líndal
og Guðmundur Arnason. Það er
farið að rökkva og Þorvaldshálsinn
er varla hálfnaður, bílamir eru
farnir að emja og fólk er sent út til
að létta á. Þetta er hápunktur
sumarsins fyrir ellefu ára stúlku,
rétti áfangastaðurinn og umfram
allt er frænka mín Gréta Líndal
með í för.
Einhvern tíma eftir miðnætti
sniglumst við niður í Sesseljuvík-
ina. Það er tjaldað í myrkri og allir
leggjast þreytth- til hvílu við söng
himbrimanna. Þegar við vöknum
blasir vatnið og Eiríksjökull við.
Veiðigræjurnar eru settar saman
og lagt af stað í ferðina yfir á tang-
ann þar sem fiskarnir bíða okkar.
Er við komum á bestu veiðistaðina
kastaði Gréta færinu, kom sér fyr-
ir á góðum stað og þurfti yfirleitt
ekki að bíða lengi eftir að fiskurinn
gerði vart við sig. í huganum sé ég
þessa mynd aftur og aftur þegar
ég hugsa um frænku mína hana
Grétu. Hún stóð þarna við vatnið,
geislaði af sjálfstæði og lífsþrótti -
og mokaði fiskinum á land. Barnið
ég fylgdist með og ég hugsaði með
mér að vonandi myndi ég öðlast
eitthvað af þessari reisn seinna
meir.
Annarri mynd, ekki síður
sterkri, bregður fyrir frá bernsku-
heimili mínu í Hveragerði. Það er
kominn vetur og loksins eru Gréta
og Mummi komin í heimsókn.
Fullorðna fólkið er enn emu sinni
farið að spila bridge. Ég beið
gjarnan undh- borði eftir því að
Gréta „sæti hjá“ því þá átti ég vísa
sögu og öruggt sæti í kjöltu henn-
ar. Þó að spilamennskan ætti hug
hennar og hjarta var alltaf hægt
að finna tíma til að stytta barninu
stundir.
Gréta taldi sig á engan hátt vera
kvenréttindakonu, en í eðli sínu
var hún það að mörgu leyti. Ung
að árum hélt hún utan til náms og
var líklega einna fyrst kvenna á ís-
landi til að nema sjúkranudd, sem
hún starfaði síðan við allan sinn
starfsaldur. Hún var óhrædd við
að fara ótroðnar leiðir og takast á
við lífið.
Með Grétu Líndal er gengin sú
kona sem ég hef metið einna mest
um ævina. í henni sameinuðust
hjartahlýja og einurð, en umfram
allt glæsileiki sem lýsti sér í fari
hennar jafnt sem öllu því umhverfi
sem hún skapaði sér. Gréta var
mikil kjarnorkukona og lét sér fátt
fyrir brjósti brenna. Það sópaði að
henni, hvort sem var í leik eða
starfi. Hún hafi bæði skoðanir og
skap og hún var amman sem ég
aldrei átti.
Vilborg Anna Björnsdóttir.
SIGRIÐUR FANNEY
JÓNSDÓTTIR
+ Sigríður Fann-
ey Jónsdóttir
fæddist á Strönd á
Völlum 8. febrúar
1894. Hún lést á
hjúkrunardeild
heilsugæslustöðvar-
innar á Egilsstöðum
14. september
síðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Egilsstaðakirkju
19. september.
Það er með miklum
söknuði og ekld síður
þakklæti sem ég kveð
ömmu mína, Sigríði Fanneyju Jóns-
dóttur, eða ömmu Fanneyju eins og
við barnabörnin hennar kölluðum
hana. Hún var einstök kona og góð
amma.
Hún var aldamótabarn, fædd fyr-
ír aldamótin síðustu, og lifði því
ótrúlegar samfélagslegar breyting-
ar. Hún sagði mjög skemmtilega frá
og urðu frásagnir hennar af liðnum
atburðum lifandi og sveipaðar ævin-
týraljóma. Amma fór víða sem ung
kona miðað við það sem þá
tíðkaðist.
Ein af hennar fyrstu minningum
var frá því þegar hún fór á
aldamótahátíð, sex ára gömul, með
foreldrum sínum, sem þá buggu á
Víðivöllum ytri í Fljótsdal. Þetta
var á sumardaginn fyrsta í leysing-
um og var mikill vöxtur í vötnum.
Faðir hennar hafði hana fyrir fram-
an sig á hestbaki og þurfti einnig að
halda í sveifina á söðli móður henn-
ar meðan þau fóru yfir nokkrar
straumharðar ár.
Um fermingu flutti amma Fann-
ey til Seyðisfjarðar ásamt foreldr-
um sínum og yngri bróður, sem hét
Snælundur. Foreldrar hennar og
ekki síst móðir höfðu mikinn áhuga
á þvi að koma henni til náms og fór
hún í unglingaskólann á Seyðisfirði
í tvö ár og síðan í Kvennaskólann í
Reykjavík. Eftir það var hún við
kennslu í tvo vetur á Sauðárkróki.
Þá þurfti hún að fara frá Austur-
landi til Skagafjarðar og var það
margra daga ferðalag. Á haustin
var farið með skipi sem fór frá
Seyðisftrði og voru það oft
skemmtilegar ferðir, mikið fjör og
mikið dansað. Á vorin aftur á móti
„var riðið á hestum til baka, og það
var ekki síður skemmtilegt. Þarna
var mikið af skólafólki, stórir hópar
og glatt á hjalla. Mikið fjör og
spaugilegheit“, sagði amma.
Á þeim tíma sem hún bjó á
Seyðisfirði voru þar mikil norsk
áhrif. Norðmenn eltu sfldina og
voru mikið á Seyðisfirði. Blaðið
Austri var þá gefið þar út og í því
fann amma auglýsingu frá Voss,
lýðháskóla í Noregi. Þessi auglýsing
vakti áhuga hennar og hún ákvað að
skrifa og sækja þar um skólavist.
Það var ekki algengt þá, að konur
færu utan til náms, en amma sagði
mér að foreldrar sínir hefðu ýtt
undir að hún færi. Á þessum tíma
voru berklar að ganga yfir landið og
hafði það einnig áhrif á að foreldrar
hennar hvöttu hana til fararinnar.
Hún fékk inni í skólanum og ákvað
að fara. Mörgum þótti þetta heldur
LEGSTEINAR
Guðmundur
lónsson
F. 14.11. 1807
Ð.2I.3.1865
Graníí
HELLUHRAUN 14
220 HAFNARFJÖRÐUR
SÍMI: 565 2707 FAX: 565 2629
glæfralegt af tuttugu
og eins árs stúlku, að
ferðast svona langt al-
ein. Þetta var árið 1915
og fyrri heimsstyrjöld-
in skollin á.
Þegar ég var barn
bað ég ömmu oft að
segja mér frá þessu
ferðalagi, því sagan
hafði alveg einstakan
ævintýraljóma yfír sér.
„Ég hafði engar
áhyggjur,“ sagði
amma. Hún sigldi út
frá Seyðisfirði í sept-
ember. Það var siglt í
tvo til þrjá sólarhringa, en þá
hertóku Englendingar skipið þeirra
og sigldu með það inn í Leirvík á
Hjaltlandseyjum. Þar var áhöfn og
farþegar látnir sitja heila viku og
máttu ekki fara í land eða gera
neitt. Englendingar voru hræddir
um að íslensk skip væru að flytja
eitthvað út til Þjóðverja, matvæli
eða þess háttar. Að lokum fengu
þau þó fararleyfi og skipið sigldi
áfram til Bergen. Um borð kynntist
hún íslenskum kaupmanni frá
Reykjavík sem var vanur ferðalög-
um. Hann aðstoðaði hana við að
finna hótel og hjálpaði henni síðan
að koma sér í rétta lest til Voss. í
jámbrautarlest hafði amma aldrei
komið fyrr. Henni brá ansi mikið
þegar allt í einu skall á niðamyi-kur,
lestin fór í gegnum jarðgöng! Þetta
var mikil upplifun fyiir sveitastúlku
frá íslandi.
Eftir eins og hálfs árs dvöl í Nor-
egi flutti amma síðan aftur heim til
íslands. Hún flýtti fór sinni um
hálft ár vegna þess að bróðir henn-
ar hafði veikst af berklum. Hann
var látinn þegar hún kom aftur
heim.
Vorið eftir réð amma sig sem
vinnukonu í Egilsstaði þar sem hún
kynntist afa mínum, Sveini Jóns-
syni, og giftust þau síðar og bjuggu
á Egilsstaðabúinu og ráku þar bæði
bú og gistihús. En áður en að því
kom og eftir að þau trúlofuðust fór
hún í einn vetur á húsmæðrakóla til
Vordingborg í Danmörku.
Það var alltaf mikill gestagangur
og mikið að gera á heimili ömmu og
afa. Þrátt fyrir það vorum við
barnabörnin alltaf velkomin í.
„Ömmuhús" eins mikið og oft og við
vildum. Það var hlýtt og notalegt,
ekki síst á veturna þegar minna var
um gesti, að skjóta sér inn til
ömmu, eftir að vera búin að leika
sér úti í snjónum heilan dag, og ekki
var verra ef hægt var að fá hana til
að spila við sig eina „Gömlujómfrú"!
Frásagnir ömmu eru mér í dag
mikill fjársjóður. Þegar ég var barn
brugðu þær upp lifandi myndum úr
fortíðinni og kenndu mér að skilja
hversu mikið líf fólks á íslandi hafði
breyst.
Mér er minnisstætt eitt sinn, eftir
að ég var orðin fullorðin og við vor-
um að ræða um lífið og tilveruna
eins og við gerðum stundum, að ég -
spurði ömmu hvað henni þætti vera
mikilsverðast í lífinu. Hún hugsaði
sig um smástund og svaraði síðan:
„Kærleikurinn."
Elsku amma, megi guð geyma
þig-
Kristín María og fjölskylda.
t
Astkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
SIGURÐUR JAKOB MAGNÚSSON
verkstjóri,
Skólabraut 12,
lést á heimili sínu laugardaginn 19. september.
Jarðarförin fer fram frá Seltjarnarneskirkju
mánudaginn 28. september kl. 13.30.
Brynhildur Hjálmarsdóttir,
Bylgja Scheving, Helgi Þór Ingason,
Magnús Sigurðsson,
Hjálmar Sigurðsson, Christel Aarts,
Víðir Sigurðsson,
Svanur Sigurðsson,
Nína Dögg Filippusdóttir,
Andri Snær Helgason, Anton Númi Magnússon.
t
ELISABETH (BETTÝ) JÓHANNSSON,
Fjarðarstræti 6,
ísafirði,
lést á Sjúkrahúsi Isafjarðar laugardaginn
19. september.
Jarðarförin verður auglýst siðar.
Lovísa Einarsdóttir,
Elísabet Einarsdóttir,
Einar Einarsson,
Margrét Einarsdóttir,
Konráð Einarsson,
Kristinn Einarsson,
Ingimar Jónsson,
Hörður Högnason,
Herdís Þorkelsdóttir,
Sverrir Magnússon,
Anna Jónsdóttir,
Ragna Dóra Rúnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÓLAFÍA JÓHANNSDÓTTIR,
Álfhólsvegi 8,
Kópavogi,
lést sunnudaginn 20. september á Landa-
kotsspítala.
Karl Einarsson,
Kristján Jón Karlsson, Petra Jónsdóttir,
Dröfn H. Farestveit, Arthur K. Farestveit,
barnabörn og barnabarnabörn.