Morgunblaðið - 22.09.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.09.1998, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ -» 40 ÞRIÐJIJDAGUR 22. SEPTEMBER 1998 MINNINGAR t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, tengdasonur og afi, GUÐMUNDUR E. SIGURÐSSON öryggisfulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum, Óðinsvöllum 16, Keflavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 20. september. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju laugar- daginn 26. september kl. 14.00. Sveinbjörg Eygló Jensdóttir, Sólveig Á. Guðmundsdóttir, Friðjón Einarsson, Helga K. Guðmundsdóttir, Eyjólfur Sverrisson, Sonja Danoy Guðmundsdóttir, Eric Danoy, Guðmundur J. Guðmundsson, Björk Þorsteinsdóttir, Ásgeir F. Guðmundsson, Ólafía Vilhjálmsdóttir, tengdamóðir, Sólveig Sigurðardóttir og barnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HALLGRÍMUR HALLGRÍMSSON frá Skálanesi, Smáraflöt 16, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Garðakirkju miðviku- daginn 23. september kl. 15.00. Valgerður Guðlaugsdóttir, Guðlaugur Hallgrímsson, Herdís Rut Hallgrímsdóttir, Grétar Guðmundsson, Hallgrímur S. Hallgrímsson, Helga Bachmann, Óli S. Hallgrímsson, Halldóra Matthíasdóttir og barnabörn. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför elskulegrar móður okkar, ömmu, langömmu og langalangömmu, ÓLAFAR SIGURÐARDÓTTUR, Norðurgötu 54, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar- heimilinu Seli fyrir hlýja og góða umönnun. Margrét Randversdóttir, Hans Randversson, Klara Randversdóttir, Sigurður Randversson, Rósa Randversdóttir og fjölskyldur þeirra. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, SIGRÚNAR GÍSLADÓTTUR, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks á dvalarheim- ilinu Hlíð, Akureyri, fyrir ómetanlega umönnun. fvar Sigmundsson, Kristín Einarsdóttir, Björn Sigmundsson, Guðrún Bjarnadóttir og fjölskyldur. ÓSKAR GEORG JÓNSSON + Óskar Georg Jónsson var fæddur á Skarði, Skarðsströnd, Dala- byggð, 31. október 1915. Hann lést á Vífilsstaðaspítala 12. september síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Ólína Sesselja Kristjana ívarsdóttir, f. 29.6. 1866, d. 9.1. 1917 og Jón Hannesson, vinnumaður á Skarði, f. 1.2. 1876, d. 20.10. 1933. Ósk- ari var komið í fóstur er móðir hans lést á Ballará hjá hjónun- um Elínu Þórðardóttur, f. 24.3, 1867, d. 8.1. 1952, og Elísi Jóni Jónssyni bónda á Ballará, f. 31.8. 1869, d. 9.1. 1922. Hann átti heima á Ballará þar til hann lést. Jarðsungið verður í dag, þriðjudag 22. sept., kl. 13.30 í Fossvogskirkju, jarðsett í Garðakirkjugarði, Garðabæ. Elsku Óskar. Nú er kall þitt komið, þú ert far- inn frá okkur en kominn til Guðs. Þér líður vel núna og finnst okkur það gott að vita. Mig langar að skrifa þér nokkrar línur frá mér og mínum systkinum. Við vissum að þessi dag- ur rynni upp því þú varst búinn að vera svo veikur, en þegar fostudag- urinn 10. september rann upp og móðir mín hringdi í mig í vinnuna og bað mig að koma heim vegna þess hve veikur þú varst orðinn, þá trúði ég þessu ekki. Eg fór heim og mamma fór til þín og þér leið alls ekki vel. Þú varst samt sterkur og barst þig ávallt vel. Þegar ég kom í heimsókn til þín um kvöldið leið mér mjög vel í krigum þig en ég hélt að þú myndir jafna þig á þessu eins og áður en svo varð ekki. Laugardagur- inn 12. september var mjög erfiður dagur fyrir okkur öll, því þá varstu farinn til ástvina þinna hinum megin og því er mjög erfitt að trúa. En í dag þegar ég sit héma og skrifa þetta bréf til þín og horfi út um gluggann og sé Vífilsstaðaspítalann þar sem þú varst síðustu mánuði þá finnst mér eins og þú sért þar enn og ég ætla í heimsókn til þín með vínber sem þér fannst svo góð, en nú fer ég ekki í heimsókn til þín þarna því þú ert kom- inn á annan stað. Mér fannst gaman að því þegar mamma sagði okkur að þú hefð- ir beðið hana að kaupa fyrir þig geislaspilara og geisladiska, en þér þótti mjög gaman að hlusta á gömlu lögin og kántrí og það stytti þér stundirnar. Þótt þú værir mikið veikur varstu alltaf tilbúinn að tala við okkur og vildir ekki láta vor- kenna þér. Ein hjúkrunarkonan sagði við mig að eitt kvöldið þegar hún var að ganga um og leit inn í herbergið þitt hefðir þú verið á fjór- um fótum að reyna að bjarga þér sjálfur því þú vildir ekki trufla þær, svona hugsaðir þú. Það var líka síð- asta kvöldið þegar þær ætluðu að snúa þér við, þá sagðir þú: „Hverju ætti það að skipta máli?“ Síðustu árin bjóst þú á minu heim- ili og það var skrítin tilfinning að koma í herbergið þitt því þú geymir svo margar fallegar minningar eftir þar. Það er svo margt sem mig lang- ar að segja þér elsku Óskar (afi) en það verður að bíða betri tíma. Við systkinum vorum svo heppin að eiga þig sem afa í sveitinni og munum geyma margar fallegar minningar um þig hjá okkur. Þegar við heyrum minnst á Dalasýslu þá hugsum við strax til þín og það verður tómlegt að koma í sveitina að hafa þig ekki þar. En við vitum að þér h'ður miklu betur núna og minningamar eru all- ar svo góðar og þú verður alltaf innst í hjarta okkar og þannig munum við minnast þín. Elsku Óskar, við þökk- um þér fyrir allt sem þú hefur kennt okkur og hjálpað. Hafðu það sem allra best hjá Guði sem geymir þig og varðveitir. Elsku afi okkar, mamma, pabbi og fjölskyldan á Ballará, mikill er miss- ir ykkar og Guð gefi ykkur styrk í sorg ykkar. Blessuð sé minning þín. Díana, Guðmundur, Sylvía Ólína, Sesselja og Amar Gauti. + Þökkum innilega auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför hjartkærrar eigin- konu minnar, móður okkur, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR BJARNEYAR ÓLAFSDÓTTUR Ijósmóður frá ísafirði, Dalbraut 59, Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks 14-G og 13-B Landspitalans og einnig til starfsfólks og Ijósmæðra Sjúkrahúss Akraness. Guð blessi ykkur öll. Kristmundur Breiðfjörð Bjarnason, Ólöf G. Kristmundsdóttir, Samúel Þór Samúelsson, Kristín Br. Kristmundsdóttir, Svavar Cesar Kristmundsson, Guðný Helga Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför, RAGNARS GUÐMUNDSSONAR, frá Ásbúð í Hafnarfirði. Garðar Ragnarsson, Anna Guðjónsdóttir, Guðbjörg Ragnarsdóttir, Sigurlaug Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur www.mbl.is/fasteignir KIRKJUSTARF Safnaðarstarf September- tónleikar Selfosskirkju TÓNLEIKARÖÐ Selfosskirkju heldur áfram í dag, þriðjudaginn 22. september, kl. 20.30. Miklós Dalmai píanóleikari, búsettur á Flúðum, kemur fram á tónleikunum ásamt Armanni Helgasyni klarinettuleik- ara. A efnisskrá þeirra eru verk eft- ir R. Schumann, C. Debussy, L. Bernstein og L. Weiner. Armann Helgason hefur fram- haldsmenntun sína frá Englandi og Frakklandi. Hann hefur m.a. leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Is- lands. Hann hefur hlotið Tónvaka- verðlaun Ríkisútvarpsins eins og Miklós Dalmai. Miklós Dalmai er Ungverji að ætt og lærði list sína þar og einnig í Svíþjóð. Hann hefur hlotið mörg verðlaun á alþjóðavett- vangi fyrir leik sinn. Hann settist að á Islandi 1994 og hefur verið virkur í tónlistarlífinu hér. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Áskirkja. Innritun fermingarbarna í dag kl. 17. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 10-14. Léttur hádegisverð- ur. Samverustund foreldra ungra bama kl. 14-16. Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Orgelleikur, ritningarlestur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk- um. Laugarneskirkja. Fullorðinsfræðsla kl. 20. „Þriðjudagur með Þorvaldi" kl. 21. Lofgjörðar- og bænastund. Neskirkja. Haustferð Kvenfélags Neskirkju kl. 16. Farið að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og skoðað steina- safn á Akranesi og þar snæddur kvöldverður. Allir velkomnir. Seltjarnarneskirkja. Foreldramorg- unn kl. 10-12 Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón- usta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknar- prests í viðtalstímum hans. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 9- 10 ára stúlkur kl. 17.30. Frágangur afmælis- og minn- ingar- greina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrit- uð eða tölvusett Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskling- ur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569 1115) og í tölvu- pósti (minning@mbl.is) — vin- samlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Auðveldust er móttaka svokall- aðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auð- veld úrvinnslu. Um hvem látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksenti- metra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða Ijóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöf- undar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.