Morgunblaðið - 22.09.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.09.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJURDAGUR 22. SEPTEMBER 1998 25 Að vera manneskja eða skítseiði LEIKLIST Þjóðlcikliúsið BRÓÐIR MINN LJÓNSHJARTA Leikgerð eftir Evu Sköld upp úr skáldsögu Astrid Lindgren. ís- lensk þýðing: Þorleifur Hauks- son. Söngtextar: Þórarinn Eld- járn. Leikstjóri: Viðar Eggerts- son. Leikarar: Anna Kristín Arn- grímsdóttir, Bárður Smárason, Erlingur Gíslason, Elva Ósk Ólafsdóttir, Grímur Helgi Gísla- son, Hafsteinn Pétursson, Hilmir Snær Guðnason, Hjalti Rögn- valdsson, Magnús Ragnarsson, Ólafur Darri Ólafsson, Randver Þorláksson, Sigríður Þorvalds- dóttir, Stefán Jónsson og Valdi- mar Örn Flygenring. Leikmynd og búningar: Ehn Edda Árnadótt- ir. Lýsing: Páll Ragnarsson. Tón- list: Jóhann G. Jóhannsson. Stóra sviðið laugardaginn 19. september. SAGAN AF bræðrunum Ljóns- hjarta eftir sænska barnabóka- snillinginn Astrid Lindgren hefur frá útkomu sinni snemma á átt- unda áratugnum heillað bæði full- orðna lesendur og börn. En kannski ekki á sömu forsendum. Börnin heillast af litríkri ævin- týraveröld sögunnar og af hug- rekki og góðu innræti bræðranna tveggja. Fullorðnir lesendur upp- lifa líklega sterkar söguna sem táknræna frásögn af því hvernig dauðsjúkt barn gerir tilveru sína bærilega með ímyndunaraflinu og voninni um betra líf að loknu þessu. En hvernig svo sem menn skynja söguna þá fer boðskapur- inn varla fram hjá nokkrum: Mað- ur verður að berjast fyrir því að réttlætið og hið góða sigri, annars er maður ekki manneskja heldur skítseiði. Sú leikgerð sem Þjóðleikhúsið sýnir nú á stóra sviðinu er eftir Evu Sköld í þýðingu Þorleifs Haukssonar, sem einnig þýddi sög- una á sínum tíma. Leikgerðin er tní sögunni og kemur aðalatriðum hennar og inntaki vel til skila. Þýð- ing Þorleifs er þjál og eðlileg og söngtextar Þórarins Eldjáms eru einnig vel gerðir. Bróðir minn Ljónshjarta er óvenjuleg saga að því leyti að þar er öðrum þræði fjallað um efni sem barnasögur taka sjaldnast til umfjöllunar (að minnsta kosti á okkar barnvænu tímum). Frásögn af veikindum, fátækt, dauða, stríði, kúgun og ofbeldi prýðir sjaldnast síður barnabóka í dag, þótt slíkt sé daglegt brauð í óraunverulegum heimi teikni- mynda og tölvuleikja. Og það verður ekki litið fram hjá því að þessi sýning sem hér er til um- fjöllunar hentar ekki allra yngsta áhorfendahópnum, þótt hún sé titluð „barnasýning", til þess er hún að mörgu leyti of drungaleg og efnið yfírþyrmandi fyrir ung barnshjörtu. Með hlutverk bræðranna tveggja fara fjórir leikarar. Eldri bróðurinn, Jónatan, leika þeir Hilmir Snær Guðnason og Atli Rafn Sigurðarson. Yngi-i bróður- inn, Snúð, skiptast þeir á að leika þeir Grímur Helgi Gíslason og Sveinn Orri Bragason. A frumsýn- ingunni á laugardag voru það þeir Hilmir Snær og Grímur Helgi sem fóru með hlutverkin. Ég mun síðar fjalla um sýningu með þeim Atla Rafni og Sveini Orra í hlutverkun- um. Hilmir Snær fór að vonum fagmannlega með hlutverk Jónatans. Hann náði fullkomlega Nýjar bækur • NIÐJATAL Krossaættnr í Eyjafirði er kennt við bæinn Krossa í Árskógshreppi í Eyjafírði. Höfundurinn, Björn Pétursson, rekur sögu ættarinnar frá Þóru Jónsdóttur frá Krossum (1780-1862) og Gunnlaugi Þorvaldssyni frá Ingvörum í Svarfaðardal (1772-1831). Þau voru lengst af búendur á Hellu, sem er næsti bær við Krossa. Niðjar þeirra Þóru og Gunnlaugs sitja enn jörðina Krossa. Þóra var dóttir Jóns Jónssonar „eldri“ frá Krossum. í bókinni Sterkir stofnar eftir Björn R. Arnason segir „að hik nokkurt hafi verið á Jóni gamla á Krossum að gifta Gunnlaugi Þóru dóttur sína en svipfar og karlmennskubragur Gunnlaugs hafi ráðið úrslitum. Skorti þau hjón hvorugt elju og forsjá til bjargráðs og fengs, enda búnaðist þeim vel“. Margar sögur eru til af Krossaættarniðjum, enda er þar að finna fjölmarga þjóðþekkta einstaklinga, segir í kynningu ft-á forlaginu. Ennfremur segir að margir djarfir og dugmiklir sjósóknarar hafi verið og séu enn af Krossaætt. í bókinni, sem er 1.200 bls. í tveimur bindum, er að finna á fimmta þúsund ljósmynda af einstaklingum auk gamalla mynda af heimilum eldri niðja og yfirlitsmynda úr sveitum, sjávarþoi'pum og kaupstpöðum sem við sögu koma. Útgefandi er Mál og mynd, sem sájafnframt um myndasöfnun. Niðjatal Krossaættarinnar er í tveimur bindum, prentað í Prentsmiðjunni Viðey. Bókband: Félagsbókbandið-Bókfell. Verð 13.920 kr. Próftónleikar DILJA Sigursveinsdóttir sópran- söngkona og Kristinn Örn Kristinsson pí- anóleikari halda einsöngstónleika þriðjudagskvöldið 22. september kl. 20.30. Tónleikarn- ir era lokaáfangi burtfararprófs Diljá Diljár frá Söng- Sigursveinsdóttir skólanum í Reykjavík og verða haldnir í Tón- leikasal skólans, Smára, Veghúsa- stíg 7. A efnisskránni eru íslensk sönglög eftir Pál Isólfsson og Jón Þórarins- son, erlendir ljóðasöngvar, þar á meðal lagaflokkurinn „Cjnq mé- lodies populaires Grecqúes“ eftir Maurice Ravel og söngíög eftir W.A. Mozart og Gustav Mahler og einnig syngur Diljá „leikkonu-aríu“ Adele úr Leðurblöðunni eftir Johann Strauss. LISTIR Fjall flytur heim að koma til skila góðmennsku og kærleika þeim sem Jónatan býr yf- ir og var samleikur þeirra Gríms Helga í alla staði góður. Grímur Helgi stóð sig prýðilega, var ör- uggur í hlutverkinu og fataðist hvergi. Kannski hefði mátt undir- strika betur með förðun veikindi hans í byrjun því Grímur Helgi geislar af heilbrigði. Af öðrum leikurum má nefna Önnu Kristínu Arngrímsdóttur sem lék uppreisnarforingjann Soffíu af öryggi. Þeir Valdimar Örn Flygenring og Ólafur Darri Ólafsson (nýr liðsmaður Þjóðleik- hússins) voru skemmtilegir í hlut- verkum vitgrannra liðsmanna harðstjórans Þengils. Hjalti Rögnvaldsson fór vel með hlut- verk svikarans Jossa og Erlingur Gíslason var afalegur Matthías. Stefán Jónsson var eftirtektar- verður í hlutverki skyttunnar Hú- berts. Það er Elín Edda Árnadóttir sem hannar leikmynd og búninga sýningarinnar og er þetta fyrsta verkefnið sem hún vinnur fyrir stóra svið Þjóðleikhússins. Élín Edda nýtir hringsviðið á hugvits- samlegan máta og skapar ágæta tilfinningu fyrir ólíkum vettvangi atburða. Heldur finnast mér bún- ingar hennar þó drungalegir, sér- staklega á fólkinu í Kirsuberjadal, þar voru flestir hálffátæklega til fara. Undantekning frá þessu var þó fallegur og litríkur klæðnaður Soffíu dúfnadrottningar. Sérstaka kátínu vöktu skemmtileg hests- gervi - og ekki var síst hlegið þeg- ar taglið datt af öðrum hestanna. Lýsingu annast Páll Ragnarsson og er hún vel útfærð. Sum atrið- anna fara fram í hálfgerðu myrkri og undirstrikar það, ásamt áhrifa- ríkum leikhjóðum, þá drungalegu stemmningu sem leikstjórinn, Við- ar Eggertsson, virðist hafa kosið að hafa á yfirbragði sýningarinn- ar. í heild er uppfærsla Þjóðleik- hússins á Bróðir minn ljónshjarta vel heppnuð og boðskapur hennar er þarfur og höfðar til allra tíma. Óhætt er að mæla með henni fyrir alla sem komnir eru af yngsta skeiði. Hins vegar er hætt við að börn yngri en sjö ára gætu orðið nokkuð hrædd bæði við atburða- rásina svo og umgjörð sýningar- innar. Soffía Auður Birgisdóttir TOIVLIST Fclla- og Hólakirkja KAMMERTÓNLEIKAR Tríd Reykjavíkur lék Tríó op. 1 nr.l eftir Beethoven og Dumky trídið op. 90 eftir Dvorák. Sunnudag kl. 17. EINS og Esjan og Keilirinn þessi bjargfóstu kennileiti höfuð- borgarinnar hefur Tríó Reykja- víkur nú flutt frá Hafnarfirði, þar sem það hefur leikið árum saman, og inn fyrir borgarmörkin, með nýrri tónleikaröð tríósins í ágæt- um og vel hljómandi sal Fella- og Hólakirkju. Og víst er Tríó Reykjavíkur eins og Esjan og Keilirinn, stórt fjall og svipmikið í margvíslegum skilningi. Það er einn elsti starfandi kammerhópur okkar í dag, skipaður framúrskar- andi tónlistarmönnum, Guðnýju Guðmundsdóttur fiðluleikara, Gunnari Kvaran sellóleikara og pí- anóleikaranum Peter Máté. Það má þakka Tríói Reykjavíkur stað- festuna og fordæmið, því æ fleiri kammerhópar hafa komist á legg síðustu misserin, komist af upp- hafsreit og náð þroska. Tríó Reykjavíkur hefur verið forystu- sveit í þessari þróun kammertón- listar fyrir strengi, og uppskeran er eins og til var sáð. A tónleikum á sunnudaginn sýndi tríóið að það verðskuldar forystusætið; það er stórt fjall og svipmikið í íslensku músíklífí. Á efnisskrá fyrstu tónleika Tríós Reykjavíkur í nýrri tón- leikaröð þess í Fella- og Hóla- kirkju voru tvö verk; Tríó nr.l ópus 1 eftir Beethoven og „Dum- ky“ tríóið eftir Dvorak, sem þigg- ur nafn sitt af slavnesku tónlistar- stílbrigði sem kallast dumka, þar sem teflt er saman andstæðum í hægum og ákaflega ljóðrænum köflum gegnt hröðum og tilþrifa- miklum. Þegar vinsæl og marg- spiluð tónverk eru til í ótal útgáf- um í flutningi allra mestu snillinga heimsins, - þá sýnist það einfaldur kostur að velja sér þessa heimsins bestu flytjendur í plötubúðinni og hlusta heima í notalegheitum eins oft og maður kýs. Er hægt að fara fram á eitthvað betra? Jú, - það er hægt. Það má aldrei gleymast að engin tónlistarupplifun getur komið í staðinn fyrir stemmning- una sem verður til milli flytjanda og hlustanda augliti til auglitis þegar tónlistarmaðurinn gefur sköpun tónskáldsins enn eitt líf í lifandi andrá. Leikur Tríós Reykjavíkur á sunnudaginn var fyrir hlustandann upplifun á mús- íkölsku augnabliki. Hann var sannur performans. Margra ára æfing hefur skilað sér í óhemju fallegu samspili, þar sem hver þriðjungur tríósins gjörþekkir hið músíkalska viðbragð hinna tveggja. Rytmísk nákvæmni, mikil og músíkölsk dýnamík og sterk tilfinning fyrir stíl og formi, hend- ingum og stefjum eru einkenni á leik tríósins. Beethoven tríóið, eitt af æsku- verkum tónskáldsins, og íýrsta verk hans sem var gefið út, var af- skaplega fallega spilað. Þar var pí- anóið í leiðandi hlutverki; oftar en ekki því að kynna stef og hug- myndir sem svo var varpað yfir til hinna hljóðfæranna. Mjúkur áslátt- ur Peters Mátés og hófstillt pedal- notkun settu svip á leik hans, og inngangur hans í adagioþættinum var hrífandi. Heildarsvipurinn á flutningi þessa verks var sérstak- lega fallegur og ígrundaður af músíkölskum skilningi. Sömu sögu var að segja um Dumky tríóið eftir Dvorak, - öld yngra en tríó Beet- hovens. Þar var allt á sama veg, í fágaðri túlkun tríósins. Þetta skemmtilega verk Dvoraks er byggt á andstæðum í hraða, blæ og styrk. Þar er hver ljúfa laglínan af annarri; - þjóðleg stef og önnur stef; syngjandi lýrík sem brotin er upp með hröðum og fjörmiklum dönsum. Þessar andstæður voru snarpar í flutningi tríósins; sellóið og fiðlan nutu sín bæði vel í ein- leiksstrófum með þungu, breiðu og yfirmáta hlýju legato og hröðu sprettimir vora leiknir af miklum krafti og spilagleði. Þessi sunnu- dagsstund með Tríói Reykjavíkur í Fella- og Hólakirkju var dægileg og indælt upphaf tónleika tríósins í heimahöfn. Bergþóra Jónsdóttir INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT INDESIT O z O Z Q z o z £ </> Ui O z o z Q z £ m ui O Z O Z «2 GFP 4435 Q z Tegund Lítrar (br.) Stærð Verð Stgr. GFP4141 146 lítrar 85x60x60 31.263,- 29.700,- GFP 4220 220 lítrar 88x89x65 37.579,- 35.700,- GFP 4290 294 lítrar 88x109x65 41.789,- 39.700,- GFP 4370 370 lítrar 88x132x65 47.053,- 44.700,- GFP 4435 443 lítrar 88x164x65 52.316,- 49.700,- vn U1 Q z Eigum einnig ymsar I stærðir frystiskápa Q z Frystikistur Tilboðsverð sem eru komin til að vera. BRÆÐURNIR ORMSSON Lóqmúla 8 • Sími 5 3 3 2 8 00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.