Morgunblaðið - 22.09.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.09.1998, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kvikmyndaklúbbur Alliance Francaise Fyrsta sýning haustsins KVIKMYNDAKLÚBBUR Alliance Francaise, Austurstræti 3, sýnir miðvikudaginn 23. september kl. 21 fyrstu mynd haustsins. Það er mynd- in „Trois vies et un seule mort“ eftir Raoul Ruiz. Raoul Ruis hefur haft mikil áhrif með kvikmyndagerð sinni en stíll hans þykir mjög persónulegur, segir í fréttatilkynningu. Hann er frá Chile og var einn af fremstu kvik- myndagerðarmönnum lands síns og hafði m.a. mikil áhrif á málefni kvik- myndagerðar í stjórnartíð Allendes. I tilkynningunni segir: „Hann leit- aði hælis sem pólitískur flóttamaður í Frakklandi og á síðasta ári sótti hann um ríkisborgararétt þar í landi. Um hann er sagt í franska uppfletti- ritinu yfir kvikmyndir í Frakklandi, Larousse-útgáfunni, að ekki finnist annað dæmi á níunda áratugnum um kvikmyndagerðarmann jafnspenn- andi og djarfan. Raoul Ruiz er aðdáandi óvenjulegra sagna og í þessari mynd fæst hann við fjórar sem þróast á mjög áhrifamikinn hátt. Það er sami maðurinn, maður sem á við persónuleikavandamál að etja, sem er söguhejtan í þeim öllum. Það er Marcello Mastiioianni sem túlkar söguhetjuna á mjög áhrifamik- inn hátt. Mitt á milli ímyndunar og raunveruleika fæst kvikmyndagerðar- maðurinn við að spinna söguþráðinn. Það gerir Raoul Ruiz með svo áhrifa- miklum hætti að ógerlegt er annað en að gleyma sér í sögum hans.“ Aðgangur er ókeypis og öllum op- inn á meðan húsrúm leyfir. Myndin er á írönsku og er sýnd án íslensks texta. [S pastu r- H n etti r"l r r / i y r kT xiruia i Skólavörðustíg 1a Framleiðslufyrirtæki 1. Framleiðslufyrirtæki sem framleiðir garðhús, glugga og garð- hýsi. Framleidd úr varanlegu viðhaldsfríu efni með áratuga reynslu við verri skilyrði en hér á landi. Þjálfað starfsfólk og mikið að gera. 2. Plastframleiðslufyrirtæki sem framleiðir steypta hluti fyrir trausta aðila. Löng reynsla. Kennsia fylgir með. Mjög spennandi stórtverkefniframundan. Sýnishorn af framleiðslunni á staðn- um. Er á Reykjavíkursvæðinu og verður að vera það vegna þjónustunnar. 3. Lítil sérhæfð kertaverksmiðja sem hægt er að hafa heima í bílskúr, hvar sem er á landinu. Um 40 mót fylgja með og hráefni. 4. Gúmmíframleiðsla úr hrágúmmí sem þarf aðeins um 70—100 fm. Framleiðir mottur, aurhlífar, þéttihringi o.þ.h. Geturverið hvar sem er. 5. Framleiðsla á myndböndum fyrir heimilisupptökur. Auðveld framleiðsla sem selst ótrúlega vel og allir þurfa að nota. Getur verið hvar sem er á landinu. Þarf lítið pláss. 6. Stórt framleiðslufyrirtæki staðsett í Reykjavík. Mjög þekkt í sinni grein. Einnig þjónustufyrirtæki. Aðeins fyrir fjársterka aðila. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni, komið og flettið söluskránni. F.YRIRTÆKIflSALftN ■__k_i_i_i_l_i_l__ SIIÐURVERI SÍMAR581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRlMSSON. í DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Slæmt slátur VELVAKANDA barst eft- irfarandi: „Ég hef alltaf tekið slátur en er nú hætt því. Það er vegna þess að það er búið að eyðileggja vambirnar. Þessir pokar sem verið er að selja eru alveg ónot- hæfir. Ég keypti mér slát- ur í svona poka fyrir nokkru og það er ekki hægt að ná slátrinu úr þeim án þess að það verði að mauki. Eins eru sviða- hausarnir orðnir óætir. Þeir cru hreinsaðir með einhverju efni sem verður til þess að það_ kemur óbragð af þeim. Ég vil fá óhreinsaða hausa og óheinsaðar vambir. Vona að það verði breyting á þessu því það er sárt til þess að hugsa að fólk hætti að kaupa þessa vöru vegna þessa.“ Sláturkaupandi. Ástand í skólaakstri undir Eyjafjöllum UNDIR Austur-Eyjafjöll- um er rekinn grunnskóli í Skógum og er bömum ekið að og frá skóla eins og venjuiegt er í sveitum. Það er þó eitt sem er óvenjulegt við þennan akstur. Notast er við 25 ára gamla rútu. Eins og gefur að skilja er hún orðin all lasleg og búið að hylja mörg ryðgötin með plasti. I stuttu máli er hún vart vind-, vatns-, ryk- né pústheld. Hún er ekki skráð sem skólabíll og er skoðuð aðeins einu sinni á ári á Hvolsvelli en skoðunai'stöð- in þar getur ekki tekið svona bíla inn til skoðunar, heldur er hún skoðuð úti. Þegar illa viðrar, rök og misvindi er, þá er gi'ipið til þess að nota til akstursins 26 ára gamlan Blazer með einfóldu fiberhúsi, án ör- yggisgrindar. Hann er skráður fyrir tvo farþega. Ryðgaðri bfl getur vart um þar sem hann er ekki orð- inn piast. Mikill ábyrgðar- hluti er að nota svona til skólaaksturs. Ef slys verðui- hlýtur ábyi'gðin að liggja hjá verk- kaupanda sem er hreppur- inn. Aðrh' aðilar hjóta einnig að bera ábyi-gð, s.s. verktaki og einnig Umferð- arráð. Bifreiðaskoðun, ráðuneyti, lögreglan og sýslumaður en ástandið hefur verið klagað til allra þessara aðila og er ein fui-ða á viðbrögðum t.d. lög- reglu og sýslumanns. Má ætla að þetta ástand sé tengt furðupólitík hrepps- búa og enginn þorir að taka af skarið. A meðan eru bömin í hreppnum í auk- inni hættu. Vinur. Dýrahald SÍAMSHÖGNI er týndur HANN á heima í Norður- mýrinni og fór frá heimili sínu á sunnudagsmorgun sl. Hann er ómerktur. Þeir sem kynnu að hafa orðið hans varir hringið í síma 551 6337. Svartur köttur í óskilum UNGUR, svartur, loðinn köttur með skærgræna ói (ómerktur) er í óskilum i vesturbænum og langar heim. Upplýsingar í síma 562 9246. SKAK IJinsjnn Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á svæðamóti Norðurlandanna í Munkebo i Danmörku í síðustu viku. Stigahæsti keppandinn á mótinu, heimamaðurinn Curt Han- sen (2.610) var með hvítt, en Norðmaðurinn og hvítur gafst upp. Þar með var Curt Hansen úr leik á mótinu strax í fyrstu umferð, því Djurhuus vann íyrstu skákina líka. Hannes Hlifar Stefánsson sigraði á mótinu, hlaut 3 vinninga í úi'slitakeppni við þá Ralf Ákesson, Sviþjóð og Peter Heine-Nielsen, Dan- mörku, sem báðir hlutu 114 v. Þessh' þrír skákmenn komast áfram á heimsmeistaramótið í Las Vegas í desember. Rune Djurhuus (2.495) hafði svai't og átti leik. Hvít- ur lék siðast 5. Kc4-b5? og svart- ur svaraði með: 50. - Kd5! 51. Kxa6 - Kc6! (Hvíta - staðan er töpuð, því skref- stuttur riddari hvíts ræður ekki við bæði svörtu frípeðin) 52. a4 - c4 53. Re2 - h3 54. Rd4+ - Kc5 55. Re6+ - Kd6 SVARTUR leikur og vinnur. HÖGNI HREKKVÍSI Yíkveiji skrifar... VÍKVERJA hefur borizt svohljóðandi bréf frá Sverri Jónssyni, Fornastekk 7: „Góðan daginn Víkverji/Víkverj- ar. Einhvern veginn finnst mér að þið séuð a.m.k. tveir ef ekki fleiri sem skrifíð þessa dálka. Þetta kom best í ljós í sumar er Heimsmeist- arakeppnin í knattspyrnu stóð yfir, því einn daginn skammaðist Vík- verji yfir öllum þeim tíma er sjón- varpið eyddi í fótbolta, en nokkrum dögum síðar skrifar Víkverji, og þá var þetta hið besta mál. Mér hefur alltaf fundist það furðulegt að reglur, sem dagblað setur um, að allir er skrifa í blaðið skuli skrifa undir fullu nafni, skuli ekki einnig ná til starfsmanna blaðsins. Ég hef oft hugleitt það hvort Vík- verja, ritstjórum og höfundum Reykjavíkurbréfs þyki það svona fínt að vera í þokunni, eða er þetta bara gunguháttur? Víkverji, þú ert óttalegur nöld- urseggur, þú ert trekk í trekk að setja útá hina og þessa þjónustu því þú vilt geta ferðast og verslað þegar þér hentar, og um það er ekki nema gott eitt að segja, en það geta fleiri farið fram á góða þjón- ustu, hvað má segja um fyrirtækið sem þú vinnur hjá? Sl. verslunar- mannahelgi kom Mbl. út á laugar- dag, síðan ekki fyrr en á miðviku- dag, þarna eru þrír dagar sem ekk- ert blað kemur út, hvers vegna? Og í dag er 222. dagur ársins en út hafa komið 177 blöð, kallar þú þetta dagblað? Svo spurningin er, hvenær ætlar Morgunblaðið að verða dagblað? Svona í lokin, það vh'ðast allir aðrir en verslunarmenn eiga frí á verslunarmannafrídeginum, hvern- ig skyldi það vera ef allir verslunar- menn tækju sér frí þennan dag? I von um að þokunni létti hjá ykkur, kveð ég með bestu óskum. Sverrir Jónsson, Fornastekk 7. xxx AÐ ERU nokkur atriði í þessu bréfi, sem gefa tilefni til skýr- inga og athugasemda. Það er rétt, að Morgunblaðið gerir kröfu til þess, að þeir sem skrifa í blaðið og starfa ekki á ritstjórninni skrifi undir fullu nafni. A þessu er þó ein undantekning. Enn eru birt bréf í Velvakanda undir dulnefni. Ritstjórnargreinar Morgun- blaðsins, þ.e. forystugreinar og Reykjavíkurbréf, era birt án þess að höfundar sé getið. Ástæðan er hvorki fínheit né gunguskapur heldur sú, að þar er lýst sjónarmið- um blaðsins, en ekki einstakra höf- unda. Fréttir í Morgunblaðinu eru birtar án þess að nafn blaðamanns komi fram. Hins vegar eru frétta- skýringar birtar undir fullu nafni blaðamanna með örfáum undan- tekningum svo og viðtöl og aðrar almennar greinar, sem blaðamenn vinna. Dálkar Víkverja birtust árum saman fyrir mörgum áratugum, féllu svo niður en voru endurvaktir. Þeir era skrifaðir nafnlaust sam- kvæmt áratuga gamalli hefð. Þeir eru skrifaðir af allmörgum blaða- mönnum og eru fyrst og fremst hugsaðir sem umfjöllun um ýmis- legt, sem fyrir ber í hversdagslíf- inu. Það er rétt, að stundum deila Víkverjar innbyrðis og hefur rit- stjórn blaðsins ekkert við það að athuga. Ábendingar bréfritara um að Morgunblaðið komi ekki nógu oft út yfir árið eru réttmætar. Fyrr á árum voru einfaldlega ekki for- sendur til þess að bæta þar úr, m.a. vegna kjarasamninga. Það kann að hafa breytzt og á Víkverji tæpast heitari ósk en þá, að úr verði bætt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.