Morgunblaðið - 22.09.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.09.1998, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Dr. Kirschner formaður Heilsulindarsamtaka Evrópu Taka verður mið af and- legri líðan REYKJAVIKURBORG varð í síð- ustu viku aðili að Heilsulindarsam- tökum Evrópu. Af því tilefni kom hingað til lands forseti samtak- anna, dr. med. Christoph Kirschner, sem undirritaði samn- inginn fyrir hönd Evrópusamtak- anna. Dr. Kirschner er fyrrverandi yf- irlæknir virtrar heilsulindarstöðv- ar í Þýskalandi, sem er mikið sótt m.a. af stjórnmálamönnum. Nú hefur hami alfarið snúið sér að for- mennsku Evrópusamtakanna en er einnig formaður þýsku heilsulind- arsamt akanna Deutscher Báder- verband. Líkami og sál Hann er lærður lyf- og endur- hæfingarlæknir og kveðst alla tíð hafa haft áhuga á heildrænni læknismeðferð, sem hann kallar líkami og sál. Spurður um hvað hann eigi við með því segir hann að líkami og sál sé ein og órjúfan- leg heild, sem hafi áhrif hvort á annað, enda sé líkaminn útbúinn fullkomnu sjálfstýringarkerfi. Hann gefur dæmi og segir að hugurinn hafi áhrif á hvernig við sofum og hvað við borðum sem aftur hafi áhrif á líkamann. „Ef ég á í tilfinningalegri vanlíðan þá getur það leitt til þess að ég borði of mikið og fitni. Það hefur áhrif á líkamlega líðan eins og slæm hné, hjartasjúkdóma og fleira. Sykur- sýki er líkamlegur sjúkdómur, en við vitum að þróun sjúkdómsins fer mjög eftir því hvernig sjúk- lingurinn fer með sig og hvort hann borðar rétt. Þar kemur hin andlega hlið eða sálin til sögunn- ar. Það er því ekki hægt að greina á milli sálar og líkama heldur er þar um samspil að ræða. Þetta á við um alla krankleika." Af þessum sökum, segir hann, verður alltaf að taka mið að and- legri liðan þegar verið er að lækna líkamlega sjúkdóma. Spurður hvort þessi aðferð eigi einnig heima iimi á sjúkrahúsum segir hann að það sé undir hverj- um lækni komið og hvers konar meðferð beitt er. Venjulega hafí þó öll meðferð áhrif á andlega líð- an, en á spítölum sé einkum lögð áhersla á að lækna líkamlegu ein- kennin. „Þegar fólk leggst inn á spítala er það meira eins og hlut- ur sem gengst undir meðferð ann- arra svo sem uppskurð, en í heilsulindum eru framfarirnar að miklu leyti undir sjúklingnum komnar. Eg var vanur að segja við sjúklingana að við værum leið- beinendurnir en það væri þeirra að koma lífí sínu í betra horf,“ segir dr. Kirshcner, sem ítrekar að heildræn meðferð felist í því að Morgunblaðið/Kristinn DR. MED. Christoph Kerschner fyrrverandi yfirlæknir heilsulindar í Þýskalandi kveðst alla tíð hafa notast við aðferð sem hann kallar „líkami og sál“, þ.e. að við Iækningu verði að huga að báðum þáttum. manneskjan taki sjálf þátt í upp- byggingunni. Heilsuefling er forvörn Hann leggur einnig áherslu á fyrirbyggjandi meðferð og segir að menn verði að gera sér grein fyrir að ætli þeir sér að halda góðri heilsu krefjist það ákveð- inna lífshátta. „Segja má að sé fólk verkjalaust eða ekki með nein meiðsl sé það í raun heil- brigt, en sumir eru hraustari en aðrir. Menn verða að horfa sam- hliða á forvarnir og meðferðir innan heilbrigðiskerfisins. Þetta köllum við heilsueflingu, sem er annar hluti starfsemi heilsulind- anna. Hinn hlutinn snýr að endur- hæfingu. Heilsulindirnar leggja áherslu á uppbyggingu líkamans til dæmis með æfingum, líkams- rækt, sundi og fræðslu um heil- brigt líferni. Spurður hvort heilsulindum liafi fjölgað í Evrópu að undan- förnu segir hann svo ekki vera, enda fullnægi þær eftirspurninni ennþá. Hins vegar hafi þeim ein- staklingum fjölgað sem sæki stöðvarnar. Starfsemin hafi enn- fremur breyst og þær gegni end- urhæfingu í ríkara mæli en áður þegar hlutverk þeirra fólst mikið til í að sinna fólki með offitu- vandamál. Hannes Hlífar varð efstur á svæðamótinu SKAK HANNES Hlífar Stefánsson stór- meistari tryggði sér á laugardag sig- ur á svæðamóti Norðurlanda í skák, sem teflt var á Fjóni í Danmörku. MÓTINU lauk með aukakeppni um lokaröð keppenda, annars vegar í 1.-3. sæti og hins vegar 4.-6. sæti. Mótið var útslátt- arkeppni, þar sem teflt var um þrjú sæti á heimsmeistara- móti alþjóðaskák- sambandsins, sem teflt verður í Las Vegas, Bandaríkjunum, 29. nóvember til 27. desember nk. Úrslit aukakeppninnar um 1. sæt- ið urðu þessi: 1. Hannes Hlífar Stef- ánsson, 3 v. 2.-3. Peter Hene Niel- sen, Danmörku, og Ralf Ákesson, Svíþjóð, 1 Vz v. hvor. Keppnin um varamannasætin, 4.-6. sæti, var mjög hörð og urðu keppendur jafnir með 2 vinninga hver. Þá hætti Djurhuus keppni og Wedberg vann Gausel. Röðin varð því: 4. Tom Wedberg, Svíþjóð, 5. Einar Gausel, Noregi, 6. Rune Djurhuus, Noregi. Hannes Hlífar varð þannig sigurvegari móts- ins og Tom Wedberg 1. varamaður. Hannes Hlífar vann báða keppi- nauta sína á laugardag, Nielsen og Ákesson, 1 Vz - Vz, og kórónaði með því glæsilega frammistöðu á mótinu. Hann vann Helga Áss Grétarsson, stórmeistara; í fyrstu umferð, 1 Vi - Vz, Helga Ólafsson,stórmeistara, í næstu umferð, 3-1 og norska stór- meistarann, Rune Djurhuus, 1 V4 - Vz í þriðju umferð. Hannes Hlífar tap- aði ekki skák á mótinu og lenti að- eins einu sinni í erfiðleikum, í seinni skákinni við Helga Ólafsson, en tókst að halda jafntefli. Hannes Hlífar hef- ur teflt mjög vel að undanförnu og unnið tvo sterk skákmót á undan svæðamótinu. Þessi öruggi sigur hans þarf því ekki að koma á óvart og verður vonandi áfangi á leið til enn meiri afreka. Auk þeirra þriggja íslensku stór- meistara, sem nefndir hafa verið hér að framan, tefldu Margeh- Pétursson og Þröstur Þórhallsson á mótinu. Margeir sló Þröst út úr keppninni í 1. umferð, 3-1, en tapaði svo fyrir sænska stórmeistaranum, Ralf Ákesson, Vz -1 Vz. Útsláttarfyrirkomulag á mótinu hef- ur mælst misjafnlega fyrir og kom sérstaklega illa út fyi-ir íslendinga, því að þeh- tefldu eins mikið saman og var fræðilega mögulegt. Þetta er einstök óheppni, þegar haft er í huga, að eina viðureignin, þar sem landar lentu saman, þegar frá eru talin þrjú einvígi íslendinga innbyrðis, er ein- vígi Svíanna, Brynell og Agrest í 1. umferð. Útsláttarmótið leiddi til mik- illar baráttu og spennu og féllu margir af stigahæstu mönnum móts- ins fljótt úr keppni, þ.á m. skákmeist- arar Dana og Svía í fyrstu umferð. Við skulum nú sjá eina skák Hannesar frá aukakeppninni um 1. sætið. Hvítt: Hannes Hlífar Stefánsson Svart: Ralf Ákesson Skileyjarvörn 1. e4 - c5 2. Rf3 - e6 3. d4 - cxd4 4. Rxd4 - Rf6 5. Rc3 - d6 6. f4 - a6 7. Be2 - Be7 8. a4 - 0-0 9. 0-0 - Rc6 10. Be3 - Dc7 11. Khl - Rxd4 12. Dxd4 - Bd7 Síðasti leikur svarts er nokkuð hæg- fara, en Ákesson hefur áður teflt svona með góðum árangri. Hann hefði getað leikið 12.--e5 13. Dd3 - exf4 14. Bxf4 - Be6 o.s.frv. 13. e5---- Hannes hefur leikið 13. Dd3, ásamt 14. Bd4 og 15. f5 í skák við annan Svia, Jesper Hall, og lauk henni með jafntefli. Ákesson hefur ef til vill bú- ist við því framhaldi. 13.- - Re8 14. Re4 - Bc6 15. Bd3 - Hd8 16. Dc3!? - - Nýr leikur í stöðunni, en áður hefur verið leikið 16. Da7 eða 16. Db6. 16.— - Bxe4 17. Bxe4 - Dxc3 18.bxc3 - d5 19. Bd3 - f5? Svartur hefði átt að reyna 19.----- f6, t.d. 20. Habl - Hd7 21. Hb6 (21. f5!? - fxeö 22. fxe6 - Hxfl+ 23. Bxfl - Hd6 24. Hxb7 - Hxe6 25. c4 er athyglisverð leið) 21.-----fxe5 22. fxe5 - Hxfl+ 23. Bxfl - Kf7 24. g3 - g5 25. Bh3 - Rg7 og svartur á varnarmöguleika, þótt staðan sé þröng. 20. Habl - Hd7 21. Hb6! - - 21. — -Bd8 Svartur áttar sig nú á því, að hann má ekki leika 21.— Kf7, vegna 22. Bxf5! - exíT> 23. e6+ ásamt 24. exd7 o.s.frv. 22. Hxe6 - g6 23. Bc5 - Rg7 24. Hd6 - Hff7? Svartur á peði minna og slæma stöðu, en þessi leikur tapar manni til viðbótar. Hann hefði getað haldið áfram vonlítilli baráttunni með 24. — - Hxd6 25. Bxd6 - He8 26. c4 o.s.frv. 25. e6 og svartur gafst upp. Bragi Kristjánsson Áform um lokun heilsugæslustöðv- ar í Grafarvogi Sjálfstæðis- menn mót- mæla í borgar- stjórn BORGARFULLTRÚAR Sjálf- stæðisflokksins mótmæltu á fundi borgarstjórnar í vikunni áformum um að Heilsugæslustöðinni við Hverafold í Grafarvogshverfi yrði lokað þegar ný heilsugæslustöð rís í Spönginni norðar í hverfinu. Leggja þeir áherslu á að fleiri en ein heilsugæslustöð þjóni íbúum Grafarvogs í framtíðinni. í gi-einargerð frá borgarfulltrú- um Sjálfstæðisflokksins segir að fólki hafi fjölgað hratt í Grafarvogi og því hafi ekki gefist tími til að bíða eftir byggingu heilsugæslu- stöðvar og leiguhúsnæði hafi því verið tekið undir starfsemina. Nú sé löngu orðið þröngt um starfsem- ina og brýnt að stækka húsnæðið og fjölga starfsfólki, en aðeins fjór- ir heimilislæknar séu þar við störf. Segja þeir að engin rök hafi komið fram fyrir því hvers vegna leggja ætti niður heilsugæsluþjónustu í Foldahverfl þótt ný heilsugæslu- stöð risi annars staðar í hverfinu. Fyrirætlanii-nar gangi þvert á vilja íbúanna eins og mótmæli yfir 1.000 Grafarvogsbúa beri vitni um. Benda þeir á að samkvæmt skipu- lagi sé frátekin lóð fyrir heilsu- gæslustöð sunnan við þjónustumið- stöðina í Hverafold. Borgarfulltrúar Reykjavíkur- listans svöruðu bókun sjálfstæðis- manna með því að vísa tillögunni til umsagnar stjómar heilsugæsl- unnar í Reykjavík. Ennfremur óskuðu þeir eftir upplýsingum frá stjórn heilsugæslunnar um for- gangsröðun framkvæmda í heilsu- gæslunni í Reykjavik. Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokks mótmæltu þeirri afgreiðslu meirihlutans, vegna aðildar Önnu Geirsdóttur borgarfulltrúa að henni. Hún sé starfsmaður Heilsu- gæslustöðvarinnar í Hverafold og geti með beinum hætti haft af- skipti af málinu. R-listinn segist taka efnislega afstöðu Borgarfulltrúar Reykjavíkur- listans sögðu það alvanalegt og málefnalegt að leitað væri frekari upplýsinga um áform um upp- byggingu heilsugæslunnar í Reykjavík í heild, áður en afstaða til tillögunnar væri tekin. Þeir sögðust telja það skyldu sína að líta heildstætt á málefni heilsu- gæslunnar í Reykjavík og gæta þannig hagsmuna allra borgarbúa sem margir byggju við mjög slaka heilsugæsluþjónustu vegna tak- markaðra fjárframlaga ríkisins á fjárlögum um langt árabil. Segjast þeir munu taka efnislega afstöðu til málsins þegar umbeðnar upp- lýsingar liggi fyrir. Hurðaopnari frá Cibes í Svíþjóð fyrir inni- og útihurðir Verð kr. 63.580 án vsk. [lD RAFLAGNIR ÍSLANDS ehf © Skipholti 29 - sími 5111122 - Fax 5111123 Netfang: raflagnir.islands@simnet.is Námskeið um athyglis- brest og ofvirkni FORELDRAFÉLAG misþroska barna stendur í samvinnu við barna- og unglingageðdeild Landspítalans og með stuðningi Öryrkjabandalags íslands fyrir námskeiði um athyglis- brest og ofvirkni fyrir foreldra. Námskeiðið verður haldið í Gerðu- bergi helgina 3. og 4. október nk. Fyrirlesarar verða Páll Magnús- son sálfræðingur, Ólafur Guð- mundsson læknir, Kristín Krist- mundsdóttir félagsráðgjafi, Sólveig Guðlaugsdóttir geðhjúkrunarfræð- ingur, Sólveig Ásgrímsdóttir sál- fræðingur, Rósa Steinsdóttir mynd- þerapisti, Málfríður Lorange sál- iræðingur, Ragna Freyja Karlsdótt- ir sérkennari og Sigríður Benedikts- dóttir sálfræðingur. Auk fyrirlestr- anna verður hópvinna og umræður. Félagar í Foreldrafélagi mis- þroska barna fá afslátt af þátttöku- gjaldi. Skráning fer fram hjá Foreldra- félaginu alla virka daga frá kl. 14 til 16. Áhugasömum er bent á að skrá sig sem fyrst því fjöldi gesta er takmarkaður og áhugi á nám- skeiðinu er mikill, segir í fréttatil- kynningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.