Morgunblaðið - 22.09.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.09.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ HESTAR PRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1998 35* Eigendaskipti á grunnskráðu hrossi ber að tilkynna Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson MEÐ því að grunnskrá og örmerkja hross er auðveldara fyrir hrossa- eigendur að sanna eignarhald sitt á þeim. ÞAÐ er fátt verra fyrir hestamenn en að týna hestinum sínum og fmna hann aldrei aftur. Þeir sem lenda í því segjast margir frekar vilja fínna hann dauðan en frétta aldrei um afdrif hans. Sumir hætta aldrei að leita og velta fyrir sér hvort hestinum hafi verið stolið, hvort honum hafí verið slátrað eða hann seldur úr landi. Ef hrossin eru merkt ætti að vera auðveldara að ganga úr skugga um það og ekki má heldur gleyma því að það er og hefur alltaf verið erfitt að þekkja í sundur brún hross í myrkri. Aður fyiT voru hross yfírleitt eyrnamerkt og eru mörg hver enn. Ekki er mælt með því að hross séu eyrnamerkt lengur meðal annars vegna þess að það þykir lýta hross. Mikil áhersla hefur verið lögð á það á undanfómum áram að hross- aræktendur láti grunnskrá hross sín með ætt og uppruna og merkja og hafa frostmerkingar verið í fyr- irrúmi. Tvö kerfi hafa verið jafn- gild, annars vegar að frostmerkja með táknum undir fax og hins veg- ar með tölustöfum í bak. I báðum tilfellum kemur fæðingarnúmer hrossins fram. Samkvæmt reglugerð skal frost- merkingarvottorð fylgja hrossi við eigendaskipti og skal hinn nýi eig- andi tilkynna eigendaskiptin tii Bændasamtakanna og skila inn sérstöku eyðublaði um eigenda- skipti á grunnskráðu og frost- merktu hrossi. Einnig er óheimilt að slátra frostmerktu hrossi eða flytja úr landi nema vottorðinu sé framvísað og staðfestingu Bænda- samtaka íslands um hver sé skráð- ur eigandi gripsins. Nú orðið krefj- ast Bændasamtökin einnig skrif- legrar yfirlýsingar frá fyrri eig- anda um eigendaskipti svo ekkert á að fara á milli mála. Á síðustu árum hafa ömerking- ar rutt sér til rúms í auknum mæli og hafa hrossaeigendur verið hvattir til að nota þær. Fyrir utan dýralækna er nokkuð stór hópur fólks kominn með réttindi til að ör- merkja hross. Sumum hefur þótt galli við þetta kerfi að ekki sést ut- an á hrossinu hvort það er ömerkt eða ekki og tæki til aflestrar er dýrt. Ætla mætti að skráning og merking hrossa væri með þessum kerfum komin í gott horf en að sögn Hallveigar Fróðadóttur hjá Bændasamtökum Islands vantar mikið upp á að svo sé. Hún segir að hrossaeigendur sinni lítt tilkynn- ingum um eigendaskipti og því fari oft mikill tími og mörg símtöl í að fá þau staðfest til dæmis þegar verið er að flytja hross úr landi. Þama þurfi eigendur skráðra hrossa verulega að taka sig á og sinna þessum tilkynningum um leið og hrossin era seld svo komast megi hjá vandræðum síðar. Hún segist oft hafa lent í því að menn bregðist illa við þegar hún hringir og spyr um hross sem viðkomandi hefur selt fyrir mörgum árum, en aldrei hefur hún lent í því að spyrj- ast fyrir um hross sem ekki mátti flytja út. Hallveig segir að fólk sé aðeins að taka við sér í sambandi við ör- merkingar hrossa. Hins vegar gleymir það oft að láta fylgja vott- orð um örmerkingu þegar það sel- ur hrossið. Einnig telur hún að sláturhúsin fari ekki eftir reglum þar sem enn sé ekki farið að lesa á örmerki þar. Auk þess fái hún aldrei frostmerkingar- eða ömerk- ingarvottorð send frá sláturhúsum eins og reglur segja til um. Þegar hross er flutt úr landi fylgir því vottorð um uppruna. Ef hross er frostmerkt á merkingin að koma fram og ömerkingamúmer ef það er örmerkt. Dýralæknar eiga að hafa eftirlit með að merkin á hrossinu sé í samræmi við vott- orðið. Hallveig segir að í raun þyrftu dýralæknamir að senda Bændasamtökunum lista yfir frost- merkingu hrossanna og hvernig lesið er úr þeim, en það sé ekki gert. Hún segir að þessi merking- arkerfi verði aldrei fullkomlega örugg nema allir hlutaðeigandi fari eftir reglunum. Hrossaslátrun fer nú að mestu fram í sláturhúsi Norðvestur- bandalagsins á Hvammstanga. í sláturtíðinni í haust er slátrað 25 - 28 hrossum á viku, en annars 35 - 38 á viku, og fer kjötið á Ítalíu- markað. Guðmundur Gíslason slát- urhússtjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að sláturhúsið væri enn ekki komið með tæki til að lesa á örmerki þannig að ekki er hægt að athuga örmerkingu á hrossum. Hann sagði að lítið væri enn um ör- merki í sláturhrossum, en mjög fljótlega yrði slíkt tæki komið í sláturhúsið. Hann segir að ef frostmerkt hross komi til slátrunar þurfi vott- orð að koma með þeim. Komi eyrnamerkt hross eru þau ekki markskoðuð. Bílstjórarnir sem flytja hrossin koma með skilagrein um þau. Þeir sem safna saman hrossum, t.d. fulltrúar Félags hrossabænda á hverju svæði, gera einnig lista yfir hvert hross, hvað- an það kemur og hver sé eigandinn og er sá listi borinn saman við lista bílstjórans. Guðmundur segir að aldrei hafi komið upp vafaatriði um eignarhald á fullorðnu hrossi í slát- urhúsinu, en einu sinni á ómörkuðu folaldi. Það mál leiðréttist þó fljótt. Guðmundur segir að þetta kerfi sé eflaust ekki pottþétt, en hann telur afar litlar líkur á að menn sendi hross sem þeir eiga ekki í sláturhús, enda sé lítið upp úr því að hafa fjárhagslega. Asdís Haraldsdóttir SÖLUMIÐSTÖÐ fyrir hross hóf starfsemi sína á Melgerðismelum í Eyjafírði í byrjun mánaðarins. Það er Hrossaræktarsamtök Eyfirðinga og Þingeyinga sem reka sölumiðstöðina og er fyrir- hugað að starfrækja hana í það minnsta til loka október að þessu sinni. Guðmundur Birkir Þorkelsson, formaður samtakanna, sagði í samtali við Morgunblaðið að til- gangur með sölumiðstöðinni væri sá að þangað gætu hrossakaup- menn komið og valið úr fjölda hrossa í stað þess að skoða eitt og eitt hross á hveijum bæ. Nú væru um 40 hross á staðnum. Þau eru öll taniin og af ýmsu tagi Sölumiðstöð fyrir hross á Melgerðis- melum og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfí. Félagsmönnum í Hross- aræktarsamtökunum gefst kost- ur á að koma hrossum sinum í söiumiðstöðina gegn vægu gjaldi og eru þau ýmist á beit eða á húsi og fer það eftir veðri. Tveir starfsmenn hafa verið ráðnir til að halda hrossunum í þjálfun og sýna þau. Það eru þeir Birgir Árnason og Stefán Birgir Stefánsson. Haldin verður sölusýning á hrossum í Sölumiðstöðinni á Mel- gerðismelum hinn 26. september nk. Síðar um daginn verður ný hrossarétt tekin í notkun á Mel- gerðismelum og kemur hún í staðinn fyrir Borgarrétt sem lögð verður niður. I réttinni á Melgerðismelum verða hross meðal annars frá Árgerði, Litla- Dal, Ytra-Dalsgerði, Litla- Gerði. Guðmundur Birkir sagðist búast við að efnt yrði til skeiðkapp- reiða eftir að réttarstörfum lýk- ur. IMOKIA Ferlett farsíminn á aðeins 59.900 kr. stgr. • Einfaldur leiðarlykill, Navi Key, leiðir þig gegnum allar aðgerðir á skjá • Allar aðgerðir á íslensku • Góöur skjár • Hringistilling I • Úrval lita og aukahluta • Einfaldur, góður og traustur Láttu heyra frá þér - hvar sem þú ert!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.