Morgunblaðið - 22.09.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.09.1998, Blaðsíða 32
132 ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Um Háskól- ann og ríkið „Efríkið breytir ekki afstöðu sinni klýtur fyrr eða síðar að koma að því að Háskólinn verði að hækka skólagjöld sín verulega en þar með væri líka stoðunum kiþþt undan þeirri grund- vallarhugmynd okkar að allir eigi að hafa jafnan rétt til þess að mennta sig. “ Jk rss A s xl;* rsskýrsla Háskóla íslands er nú komin út í þriðja sinn. í henni er að fínna rlit um hið fjölbreytta starf skólans á síðasta ári og rekstur hans. Við lesturinn er ýmislegt sem vekur athygli. Fyrst ber að nefna að starfsemi skólans hefur aukist mjög mikið á flestum sviðum síðustu ár. Skýrasta merki þess er mikil fjölgun nemenda. Fimmfóldun hefur orðið á síðustu þremur áratugum og þótt dregið hafi úr fjölguninni allra síðustu ár voru um tólf hundruð fleiri VIÐHORF Eftir Þröst Helgason nemendur í skólanum í fyrra en árið 1989. Nemendur voru á síðasta ári um 5.700 og brautskráðir voru 791. I formála Páls Skúlasonar, rektors Háskóla Islands, að skýrslunni kemur sömuleiðis fram að skólinn hafí á síðustu árum þróast úr tiltölulega einfaldri stofnun yfír í fjölþætt íyrirtæki sem sinni ekki eingöngu rannsóknum og kennslu með hefðbundnum hætti heldur einnig margs konar fræðslu og þjónustu við hin ýmsu svið þjóðlífsins. Það er í ljósi þessarar jákvæðu þróunar og þenslu Háskólans sem mig langar til að vekja athygli á nokkrum miður jákvæðum staðreyndum sem fram koma í skýrslunni. Með auknum umsvifum skólans hefði mátt ætla að til þyrftu að koma auknar fjárveitingar en því hefur ekki verið að heilsa. A sama tíma og íslensk ungmenni hafa verið að átta sig betur á mikilvægi menntunar virðist íslenska ríkið helst halda að menntun sé munaður sem ekki megi ýta of mikið undir. I ársskýrslunni er tafla sem sýnir að framlög ríkisins til Háskólans hafa nánast staðið í stað á síðustu sjö árum. Önnur tafla sýnir að nemendum hefur fjölgað jafnt og þétt á sama tíma og að fjárveiting á hvern nemanda hefur lækkað umtalsvert eða úr um það bil 380.000 niður í rétt rúm 300.000. Þessi lækkun er einkar háskaleg vegna þess að þessi tala var mjög lág fyrir miðað við það sem gerist og gengur í nágrannalöndum okkar. Árið 1993 voru útgjöld á hvern nemanda hér á landi 354.000 en að meðaltali 580.000 á Norðurlöndunum, svo dæmi sé tekið. Það var einungis í Grikklandi, Tyrklandi og á Spáni af OECD-ríkjunum sem lagt var minna til þessa málaflokks árið 1993 en á Islandi. Bandaríkin og Sviss skera sig úr hvað þessi útgjöld varðar með ríflega eina milljón á hvern nemanda. Samanburðurinn við Bandaríkin er ef til vill eilítið ósanngjam vegna þess að þar eru framlög annarra en hins opinbera mikil. Samanburðurinn við Norðurlöndin og Sviss er hins vegar fyllilega sanngjarn að þessu leyti. Samtals námu fjárveitingar til Háskóla Islands 1.939 milljónum króna sem eru um það bil 1,5% af fjárlögum. Eins og segir í ársskýrslunni varð rekstur skólans erfíðari en áður vegna þeirrar þenslu sem er í efnahagslífí landsins. I skýrslunni segir: „Háskólinn hefur átt erfítt með að greiða laun sem eru sambærileg við það sem aðrar stofnanir í ríkiskerfinu og hinn frjálsi vinnumarkaður greiðir fyrir vel menntað starfsfólk. Kennarar í lykilgreinum eins og tölvunarfræði hafa hætt vegna bágra launa og erfiðlega gengur að ráða í aðrar greinar svo sem viðskiptafræði og sjúkraþjálfun." Hinn knappi fjárhagur skólans kemur fram víðar. I skýrslunni kemur til dæmis fram að skortur á fé hafi takmarkað kennsluframboð í framhaldsnámi (meistaranámi, doktorsnámi), staðið þróun þess íyrir þrifum og leitt til óöryggis hjá stúdentum. Hefur sérstök fjárveiting ekki fengist til að standa undir kennslu í framhaldsnámi og eru stúdentar því í flestum tilvikum teknir inn í framhaldsnám með fyrirvara rnn að deildin geti haldið úti kennslu í námskeiðum. „Það er Háskólanum mikið kappsmál," segir í beinu framhaldi í skýrslunni, „að efla framhaldsnám tengt rannsóknum en erlendis eru stúdentar í framhaldsnámi iðulega burðarás í rannsóknarstarfi við háskólana. Þekkingin sem stúdentar í framhaldsnámi afla með námi og rannsóknum nýtist bæði Háskólanum og þjóðfélaginu í heild.“ Fleira mætti nefna sem varpar ljósi á fálæti hins opinbera gagnvart Háskólanum, til dæmis lélegur aðbúnaður Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns en sökum naumra fjárveitinga neyddist það til að draga úr bóka- og tímaritakaupum á síðasta ári um allt að 30%. Ekki þarf að hafa mörg orð um að gott bókasafn er ein mikilvægasta stoð góðs háskóla. Einnig mætti nefna lágar fjárveitingar til grunnrannsókna sem dæmi um þetta fálæti. Um þessi dæmi þarf svo sem ekki að hafa mörg orð. Hér þarf að verða hugarfarsbreyting. Það þarf að opna augu ráðamanna fyrir mikilvægi þess að halda úti góðum háskóla en skilningur á því virðist hafa farið þverrandi á síðustu árum. Ef ríkið breytir ekki afstöðu sinni hlýtur fyrr eða síðar að koma að því að Háskólinn verði að hækka skólagjöld sín verulega en þar með væri líka stoðunum kippt undan þeirri grundvallarhugmynd okkar að allir eigi að hafa jafnan rétt til þess að mennta sig. AÐSENDAR GREINAR SKÝRINGARMYND um hugsanleg tengsl djúpkarfa og úthafskarfa við Island og í Grænlandshafi. Spurningarmerkin tákna að óvissa ríki um tengsl viðkomandi stofna. Karfastofnar við ísland Á UNDANFÖRNUM dögum og vikum hefur því verið haldið fram op- inberlega að karfastofn- inn sé að hrynja vegna stjórnlausra veiða út- lendinga og afskipta- leysis stjórnvalda og til að kóróna vitleysuna skrái íslenskir skip- stjórnarmenn karfaafl- ann ranglega til teg- unda. Vegna þessa telur Hafrannsóknastofnunin að eftirfarandi skýringa sé þörf. Karfaveiði á íslandsmiðum Við Island eru stundaðar veiðar á þremur tegundum karfa, þ.e. gull- karfa (Sebastes marinus), djúpkarfa og úthafskarfa. Talið er að tvær teg- undanna (gullkarfí og djúpkarfi, sem veiðist dýpra í landgrunnskant- inum) tilheyri stofnum sem ná allt frá Austur-Grænlandi að Færeyj- um. Utan landgrunnsins veiðist út- hafskarfi sem hefur sama vísinda- heiti og djúpkarfi (Sebastes mentella), en er talinn sérstakur stofn (jafnvel fleiri en einn stofn). Það er samdóma álit allra sem fást við rannsóknir og veiðar á karfa að gullkarfa- og djúpkarfastofnum á ís- landsmiðum hafí hrakað mjög á und- anfórnum árum. Úthafskarfaveiðarnar Veiðar á úthafskarfa djúpt suð- vestur af íslandi hófust árið 1982 en Islendingar byrjuðu veiðar úr þess- um stofni árið 1989. Veiði Islendinga jókst úr tæpum 4 þús. tonnum árið 1989 í rúm 53 þús. tonn árið 1994, en hefur síðan verið á bilinu 40-60 þús. tonn. Áætlað er að heildarafli allra þjóða á árinu 1997 hafí verið að minnsta kosti 120 þús. tonn, saman- borið við um 177 þús. tonn árið áður. Áætlað er að frá því veiðar hófust fyrir 16 árum hafi veiðst rúm- lega 1,4 milljónir tonna af úthafskarfa. Bergmálsaðferðir hafa verið notaðar til að mæla stærð út- hafskarfastofnsins nið- ur að u.þ.b. 500 metra dýpi. Stofnstærðin á þessu dýpisbili er um þessar mundir um eða yfir tvær milljónir tonna. Neðar tekur við lag af öðrum fiskum og hryggleysingjum sem gerir það að verkum að ekki er hægt að grerna karfalóðningar frá öðrum. Út- hafskarfastofninn er því talinn í góðu ástandi Djúpkarfi á slóðum úthafskarfa? Þegar á árinu 1994 varð ljóst var að „úthafskarfaveiðarnar" væru að þróast á þann hátt að veitt væri á Unnið er hörðum hönd- um við öflun og úr- vinnslu gagna, segir Þorsteinn Sigurðsson, sem gera eiga okkur kleift að stjórna karfa- veiðum með markviss- um hætti. mun meira dýpi en vitað var að út- hafskarfinn héldi sig á. Þessi þróun varð bæði vegna betri veiðitækni og þekkingar á útbreiðslu stærri og verðmætari karfa sem finnst neðan við 500 metra dýpi í Grænlandshafi og flokkaður var í fyrstu sem út- HERJR ÞÚ KYNNT ÞÉR... ARBONNE INTERNATIONAL Jurtasnyrtivörur án ilmefna fyrir húð og hár. Útsölustaðir um land allt. Þorsteinn Sigurðsson Brúðhjón Allur borðbiínaður - Glæsileg gjaíavara - Brúðhjdnalistar /iOóen^x^L.) verslunin Langavegi 52, s. 562 4244. hafskarfi. Nú er hins vegar talið að þarna sé á ferðinni djúpkarfi og nú byggist „úthafskarfaveiðarnar" því í raun á djúpkarfa sem hugsanlega gæti verið af sama stofni og sá karfi sem veiddur er hér við land. Þegar þessi þróun varð ljós var settur á laggirnar samstarfshópur um eflingu karfarannsókna, sem í eiga sæti starfsmenn Hafrann- sóknastofnunarinnar annars vegar og hins vegar fulltrúar útgerða og sjómanna sem sérþekkingu og reynslu hafa af karfaveiðum. Mark- mið er að afla nákvæmari upplýs- inga um úthafskarfaveiðarnar, m.a. með ítarlegri afladagbókum og hald- betri ugplýsingum um samsetningu aflans. I framhaldi af þessu hafa nú verið greindir á annan tug þúsunda fiska á Hafrannsóknastofnuninni. Þessi samvinna hefur gengið afar vel á allan hátt og meðal annars vegna þeirra gagna, sem þannig hef- ur verið aflað, er nú hægt að skipta aflanum milli stofna/stofnhluta og svæða. Auk þess hafa verið farnir sérstakir leiðangrar til að kanna út- breiðslusvæði karfa neðan 500 metra dýpis. Verða niðurstöður leið- angurs frá í vor m.a. kynntar í næstu viku á vettvangi Alþjóðahaf- rannsóknaráðsins, ICES. Auk ofangreinds samstarfshóps var árið 1995 sett á stað umfangs- mikið rannsóknaverkefni, að hluta styrkt af hagsmunaaðilum og RANNIS, þar sem reyna á með erfðafræðilegum aðferðum að kanna tengsl hinna ýmsu karfastofna í Grænlandshafi og við ísland. Senn líður að því að erfðafræðirannsókn- irnar fari að geta varpað einhverju ljósi á tengsl þeirra karfastofna sem Islendingar og aðrar þjóðir stunda nú veiðar úr suður í hafi. Á meðfylgjandi mynd er sýnt á táknrænan hátt við hvaða vandamál er að etja varðandi aðgi'einingu djúp- karfa og úthafskarfa. Sjómenn telja sig geta greint á milli úthafskarfa og djúpkarfa, gera það eftir bestu getu og er aflinn færður í veiðidagbækur í samræmi við það. Greiningin er að mestu byggð á þáttum eins og tíðni sníkjudýra og afleiðingum hennar (kýli í holdi), stærð fisksins og lit. Slíkar aðferðir eru þó ekki einhlítar til þess að greina með vissu milli fisk- stofna, því umhverfisaðstæður geta haft áhrif á slíka hluti. Sjómenn telja sig hins vegar ekki geta greint djúp- karfann við landgrunnið frá því sem kalla má djúpkarfann í úthafinu. Af þessum sökum hefur Hafrann- sóknastofnunin á sínum vegum sér- þjálfaða starfsmenn sem greina sýni úr afla fiskiskipanna. Stundum eru niðm'stöður samhljóða afladagbók- um, en stundum aðrar. Það er því ekkert undarlegt við það að karfinn skipti um nafn eftir að hann er kom- inn á land. Enn síður hefur það á nokkurn hátt verið leyndarmál Haf- rannsóknastofnunarinnar, stjórn- valda, sjómanna og útgerða. Lokaorð Því fer fjarri að íslensk stjórn- völd, útvegsmenn, sjómenn og Haf- rannsóknastofnunin láti reka á reið- anum um ástand karfastofna á Is- landsmiðum og í hafinu hér suður af. Þvert á móti vinna þessir aðilar hörðum höndum við öflun þeirra gagna sem nauðsynleg eru til þess að leysa þær gátur sem þarf og gera okkur kleift að stjórna veiðum með markvissum hætti. Höfundur er fískifræðingur. Sérpantanir á húsgögnum þurfa að berast fyrir 25. september vegna jólasendinga Mörkinni 3. sími 588 0640 Opið mánud.-föstud. frá kl. 12-18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.