Morgunblaðið - 22.09.1998, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.09.1998, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJURDAGUR 22. SEPTEMBER 1998 SVERRIR EINARSSON + Sverrir Einars- son fæddist í Reykjavík 22. sept- ember 1936. Hann lést á heimili sínu, Úthlíð 5 í Reykja- vík, 16. september síðastliðinn eftir stutta sjúkdóms- legu. Hann var einkabarn lijónanna Einars Bjamasonar, rafvirkjameistara, f. 6.9. 1904, d. 23.10. 1976, og Vilborgar Sverrisdóttur, hús- freyju, f. 5.3.1912, d. 13.1.1986. Sverrir var þríkvæntur, fyrsta eiginkona hans var Guðlaug Olöf Gunnlaugsdóttir, f. 16.2. 1939, d. 23.11. 1980, dóttir hjónanna Gunnlaugs Kristins Jónssonar, kennara, f. 13.10. 1904, d. 5.11. 1962, og Elínar Jónínu Einars- dóttur, hjúkmnarkonu, f. 26.9. 1899, d. 3.2. 1984. Með henni eignaðist hann tvo syni: 1) Gunn- laug, f. 6.9. 1969, í sambúð með Guðnýju Björgu Hauksdóttur. Eiga þau einn son, Birki Einar. 2) Einar Þór, f. 25.1. 1973, í sam- búð með Elínu Valgerði Guð- laugsdóttur. Eiga þau einn son, Sverri Pál. Önnur eiginkona Sverris var Guðríður Guðmunds- dóttir, f. 22.11.1931, d. 1.7. 1994, dóttir hjónanna Guðmundar Helga- sonar húsgagna- smíðameistara, f. 6.11. 1911, og Hans- ínu Ingibjargar Kri- stjánsdóttur, f. 22.4. 1904, d. 2.7. 1968. Eftirlifandi eigin- kona Sverris er Ragnheiður G. Har- aldsdóttir, meina- tæknir, f. 27.8. 1941, dóttir hjónanna Har- aldar Halldórssonar, stórkaupmanns, f. 6.4. 1910, d. 24.9. 1969, og Fríðu Gísladóttur, hús- freyju, f. 22.4.1911, d. 17.4.1986. Sverrir lauk stúdentspróf! frá Menntaskólanum í Reykjavík ár- ið 1956 og cand. juris-prófi frá lagadeild Háskóla íslands árið 1963. Réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi hlaut hann árið 1967. Sverrir var innheimtustjóri hjá sakadómi Reykjavi'kur árin 1963 og 1964 og fulltrúi yfir- sakadómara í Reykjavík á ámn- um 1964-1972. Árið 1973 var hann skipaður sakadómari við sakadóm Reykjavíkur og héraðs- dómari við Héraðsdóm Reykja- víkur árið 1992. Útför Sverris fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Elsku Sverrir. Mig langar til að skrifa til þín nokkur orð í kveðju- skyni. Það dimmdi yfir strax í vor þegar veikindi þín komu í ljós og erfiðast var að geta lítið sem ekkert gert til að gera þér lífið bærilegra. Það er ekki lítið sem á suma menn er lagt en líf þitt var ekki alltaf dans á rósum. Þú varst ekki allra en við nánari kynni kynntist ég þeim góða manni sem þú varst. Þú gast verið fastur fyrir en aldrei ósanngjam og varst einn réttsýnasti maður sem ég hef hitt á lífsleiðinni. Ég veit að síðustu árin hafðir þú náð sátt við lífið og tilver- una eftir allt það sem á undan var gengið. Eftir að við Gulli fluttum austur á land fyrir þremur árum var alltaf gott að koma í Úthlíðina þar sem fjölskyldan kom saman og spjallað var fram eftir kvöldi. Þá naustu þín best og lékst á als oddi með skemmtilegum frásögnum af mönn- um og málefnum. Þegar Birkir Einar, sonur okkar Gulla, fæddist var eins og þér hefði verið gefið gull og í umgengni við afastrákinn þinn blómstraðir þú svo sannarlega. Þú ljómaðir allur þegar sá stutti kom suður og þið fóruð eitthvað saman, enda urðu þær nokkrar strætóferðimar niður í bæ. Ég veit vel hvað þér fannst þú verða ríkur þegar annað bamabarn- ið og nafni þinn fæddist og ég veit að þú hefðir viljað gera svo heilmargt með þeim frændum. En nú ertu horfinn á braut eftir viðburðaríka ævi og við eigum eftir að sakna þín sárt, en vitum að það verður tekið vel á móti þér hinum megin af Lóu, Gúu og foreldrum þínum. Elsku Ranný, Gulli, Einar Þór og fjölskyldur, guð veri með ykkur. Þín tengdadóttir, Guðný Björg. Elsku afi. Mamma og pabbi sögðu mér að þú værir dáinn og far- inn til guðs og englanna. Alltaf þeg- ar ég var hjá þér í Reykjavík fórum við tveir saman með strætó niður í bæ og fengum okkur ís. Það fannst mér alltaf svo ofsalega gaman og líka allir bíltúrarnir sem við fóram í saman. Elsku afi, ég þakka þér fyrir þessar fáu en góðu stundir sem við áttum saman. Hvíl í friði. Birkir Einar. Lífið er vissulega undarlegt ferðalag og margbreytilegt í öllum myndum sínum. Aldrei hafði ég leitt hugann að því og raunar talið held- ur ósennilegt, að í minn hlut kæmi að skrifa nokkur kveðjuorð til Sverris frænda míns að honum gengnum. En sú hefur samt orðið raunin, því miður. Að vísu var Sverrir kominn vel yfir miðjan ald- ur, er hann lézt, en hann átti samt nokkur ár eftir til þess að verða tek- inn í hóp aldraðra. En „enginn má sköpum renna" segir máltækið, og nú er stundaglas hans tæmt. í föðurætt átti Sverrir ættir að rekja til Vestfjarða og reyndar einnig í Bergsætt í Amessýslu. Móðurætt hans var hins vegar vest- ur- skaftfellsk. Móðir hans, Vilborg, og ég vomm bræðraböm. Þannig var náinn skyldleiki milli okkar. Eins má segja, að við væram með nokkram hætti uppeldisbræður, þótt miseldri væri veralegt. Hann var einbimi foreldra sinna eins og ég og alinn upp hjá þeim í kjallaran- um á Sjafnargötu 1 samhliða mér og foreldrum mínum í sama húsi, þar til hann fluttist með foreldram sínum að Úthlíð 5. Var því mjög ná- ið samband milli fjölskyldnanna þau fjórtán ár, sem við Sverrir voram undir sama þaki. Sverrir bjó síðan í Úthlíðinni allt til hinzta dags með foreldram sínum, meðan þeir lifðu, og þremur konum sínum, en tvær þeirra létust á bezta aldri. Með fyrstu konu sinni, Guðlaugu, sem kölluð var Lóa, átti hann tvo sonu, Gunnlaug og Einar Þór, sem nú sjá á bak foður sínum ásamt konum og tveimur bamabömum. Sverrir lézt eftir tiltölulega stutta, en mjög stranga baráttu við illvígan sjúk- dóm, sem enn leggur allt of marga að velli á bezta aldri. Þessi kveðjuorð mín verða stutt, enda þekkti ég frænda minn svo vel, að hann hefði ekki kært sig um langar lofræður. Auk þess á ég von á því, að samstarfsmenn hans í lög- fræðingastétt mæli eftir hann, enda var hann örugglega virtur meðal þeirra fyrir reglusemi og dugnað í starfi. Þeh- tveir eiginleikar ein- kenndu í raun allt hans líf, hvar sem hann fór. Sverrir vildi inna öll þau verk, sem honum voru falin, fljótt og vel af hendi og þoldi þá eðlilega ekki neitt hangs í þeim efnum. í tómstundum safnaði hann frí- merkjum, en á þeim vettvangi lágu leiðir okkar saman um langt skeið. Þá átti hann ágætt safn íslenzkra póstkorta. Lét hann allmikið til sín taka í félögum þeim, sem hér koma við sögu. Munaði mjög um liðveizlu hans í hverju því, sem hann tók að sér að framkvæma. Þar er mér einna efst í huga óeigingjamt starf hans og Guðríðar, konu hans, í sam- bandi við félagsheimili Landssam- bands íslenzkra frímerkjasafnara að Síðumúla 17. Ekki er ofsögum sagt, að ég hafi fylgzt með Sverri allt frá vöggu til grafar. Sem smábarn var hann ákaflega snöggur í öllum viðbrögð- um, og þótti mér á stundum vont að hemja hann, þegar ég var beðinn að gæta hans. Þessir eiginleikar fylgdu honum alla ævi. Hann virtist eiga erfitt með að sitja lengi kyrr á sama stað og vildi gjarnan hafa hraðan á og standa ekki allt of lengi við. Eins og áður segir kom hann öll- um málum sínum fljótt og vel áfram, hvort sem var í einkalífi eða embættisfærslu. Og aldrei stóð hann svo upp frá skrifborði sínu, að þar væri eftir bók eða blað. Þessa eiginleika erfði hann bæði frá móð- ur sinni og föður, en þau voru bæði nákvæm og reglusöm í öllum grein- um. Frændi minn var fastur fyrir í skoðunum sínum og enginn veifiskati, en það er kynfylgja úr báðum ættum. Heiðarleiki og sam- vizkusemi verður það, sem mér verður hugstæðast í fari hans nú að leiðarlokum. Ég veit, að allir þeir, sem þekktu Sverri vel og unnu með honum í starfi og leik, munu sakna hans úr samferðahópnum. Ég sendi eftirlifandi konu hans, Ragnheiði G. Haraldsdóttur, og sonum hans og fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur mínar og fjöl- skyldu minnar, en þeirra er að sjálf- sögðu söknuður mestur. Jón Aðaisteinn Jónsson. Sverrir Einarsson er fallinn frá um aldur fram. Hann var um langt skeið dómari í Sakadómi Reykjavík- ur en varð dómari í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar dómstóllinn tók til starfa um mitt ár 1992. Ég kynntist honum fyrst að nokkra marki þegar við urðum samstarfs- menn í þeim dómstóli. Ég hafði áð- ur nær eingöngu fengist við að dæma í einkamálum í Borgardómi Reykjavíkur og lítið sem ekkert komið nálægt sakamálum. Ég varð þess fljótt var sem við mátti búast að Sverrir hafði yfirburða þekkingu á allri meðferð sakamála, þaul- reyndur dómari og nákvæmur. Það var mér mikils virði bæði í upphafi og síðar að geta gengið í smiðju Sverris til að fá góð ráð og ábend- ingar og fyrir það vil ég mega þakka sérstaklega nú að leiðarlok- um. En það var ekki einungis að Sverrir hefði þekkinguna heldur sinnti hann þeim málum sem hann hafði til meðferðar af slíkri kost- gæfni og vandvirkni að til fyrir- myndar var. Hann átti það þó til að vera ef til vill fullharður í hom að taka í þinghöldum en það sakar ekki að hafa stjórn á hlutunum. Þegar leið að áramótum hagaði Sverrir vinnu sinni á þann veg að hann ætti sem fæst mál óafgreidd í árslok, helst engin sem þó er nánast ómögulegt. Engu að síður var venjulega hægt að telja þau mál á fingrum annarrar handar sem Sverrir flutti á milli ára. Af þessum sökum naut Sverrir óskiptrar virð- ingar í dómarahópnum í Héraðs- dómi Reykjavíkur sem og víðar. Það væri rangt að segja að Sverr- ir hafi verið víðsýnn maður. Hann átti sinn sjóndeildarhring og innan hans vora þeir hlutir sem hann skiptu máli, allir í röð og reglu. Vel búið og menningarlegt heimili hans bar þess vitni að þar var ekki eitt í dag og annað á morgun. Sverrir hefur án efa verið góður heimilis- faðir, vafalaust strangur á köflum. Víst er að hann bar hag fjölskyldu sinnar mjög fyrir brjósti og hafði gleði af því að ræða ýmis mál er hana snerti. Sverrir fór ekki varhluta af raun- um lífsins fremur er margur annar maðurinn. Mér er það minnisstætt þegar hann missti Guðríði konu sína af slysförum hve hann sýndi mikið æðruleysi og hetjulund í þeirri sorg. Skapgerðin var sterk þótt skapið gæti orðið fullmikið á stundum. Við sem í Héraðsdómi Reykjavík- ur vinnum sjáum nú á bak mikils- metnum dómara og traustum sam- starfsmanni. Okkur er söknuður efst í huga en jafnframt samúð með þeim sem sárast eiga um að binda, sonum og eiginkonu. Þeim og fjöl- skyldu Sverris allri sendum við inni- legar samúðarkveðjur. Friðgeir Björnsson. Sverrir Einarsson, góður vinur og starfsfélagi til margra ára, er fallinn frá eftir erfiða sjúkdómslegu í nokkra mánuði. Þegar ég heim- sótti hann á sjúkrahúsi á liðnu sumri ræddi hann af áhuga um störf okkar að dómsmálum, starfsvett- vang sinn og þau mál, sem þar kynnu að bíða hans. Sem fyrr var honum og hugleikið að komast í sumarbústaðinn austur í Gnúp- verjahreppi, þar sem hann af sínu alkunna kappi og dugnaði hafði skapað sælureit fyrir sig og fjöl- skylduna. Þrátt fyrir bjartsýni og baráttuþrek varð hann hins vegar að beygja sig fyrir því ofurvaldi skæðs sjúkdóms, sem mannlegur máttur fær illa ráðið við. Nær allan sinn starfstíma sem lögfræðingur starfaði Sverrir að dómstörfum, lengst af sem fulltrúi og dómari við Sakadóm Reykjavík- ur, en síðustu árin sem héraðsdóm- ari í Reykjavík. Við vorum starfsfé- lagar í sakadómi í rúmlega 15 ár og tókst þá með okkur kunningsskapur og vinátta, sem hélst æ síðan. Eftir að starfsvettvangur minn varð ann- ar héldum við góðu sambandi og ræddum oft saman þótt við hittumst sjaldnar en fyrr. A þessari stundu hvarflar hugur- inn einkum til þeirra tíma, er við störfuðum hjá sakadómi. Sverrir lét þar jafnan mikið til sín taka. Hann hafði ákveðnar skoðanir á hlutun- um, var opinn og hreinskilinn í sam- ræðum. Skapstór var hann og fór ekki hjá því að stundum hvessti í kringum hann. Engu að síður var það glaðværð og hressileiki, sem einkenndu mest fas hans á vinnu- stað okkar, og var hann þar mikill hrókur alls fagnaðar. Starf sitt tók hann ætíð mjög föstum tökum. Hann lagði metnað sinn í að ljúka málum sem fyrst og það var eitur í hans beinum ef mörg mál söfnuðust saman á borði hans óafgreidd. Á löngum dómaraferli vora honum falin mörg erfið og viðamikil mál, sem hann vann að með atorku og al- úð. Slík mál taka óhjákvæmilega á, en víst var að Sverrir unni sér ekki hvfldar fyrr en mál var til lykta leitt. Hann lagði mikla vinnu í samningu dóma sinna og voru þeir jafnan skýrir og vel rökstuddir. Þá var hann með eindæmum reglufast- ur og fáum mönnum hef ég kynnst, sem hafa haft ríkari skipulagsgáfu en hann. Kom þetta ekki einungis fram í störfum hans, heldur og á heimili hans og tómstundaiðju, t.d. frímerkjasöfnun og annarri söfnun, sem hann stundaði um árabil. Var" hann og virkur félagi í samtökum frímerkj asafnar a. Sverrir var góður og tryggur vin- ur og mat mikils einlæga vináttu. Umhyggja hans fyrir sonum sínum og fjölskyldu var ætíð í fyrirrúmi, en hann varð fyrir miklum áföllum, sem óhjákvæmilega mörkuðu djúp spor í lífi hans. Fyrstu konu sína, Guðlaugu Ólöfu Gunnlaugsdóttur, missti hann á árinu 1980, en þá voru synir þeirra, Gunnlaugur og Einar Þór, kornungir. Varð Guðlaug harmdauði öllum þeim, sem ham^_ þekktu. Svemir kvæntist síðar Guð- ríði Guðmundsdóttur, sem reyndist honum og sonum hans einstaklega vel. Á árinu 1994 dundi sú ógæfa yf- ir að Guðríður fórst af slysfóram. Á þessum erfiðu tímum sýndi Sverrir styrk og kjark, sem við félagar hans og vinir dáðumst að, en við vissum jafnframt að sár hans voru djúp. Það var honum mikil gæfa að kynn- ast eftirlifandi eiginkonu sinni, Ragnheiði Haraldsdóttur, sem hann átti góðar stundir með síðustu árin, en alúð hennar og stuðningur í erf- iðum veikindum hans vora ómetan- leg. Nú, þegar Sverrir Einarsson er borinn til grafar á afmælisdegi súnfc* um, drúpum við vinir hans og starfsfélagar fyrr og síðar höfði í söknuði. Við sendum Ragnheiði, Gunnlaugi, Einari Þór, fjölskyldum þeirra og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Haraldur Henrysson. - í dauða hjá einstöku áfangastað á öræfum tímans vor sál stendur við. (Einar Ben.) Erfitt er að sætta sig við ótfma-w, bært fráfall vinar mlns Sverris Ein- arssonar, héraðsdómara, sem í dag er borinn til grafar á 62. afmælis- degi sínum. Kynni okkar eru orðin löng allt frá fyrstu árum í menntaskóla og hafa þau styrkst með áranum. Á langri vegferð koma eiginleikar manna í Ijós. Þannig var það með Sverri. Ég fann velvilja hans til allra ásamt réttsýni og reglusemi. Þessir hæfileikar nutu sín vel í starfi, en hann vann dómarastörf alla sína starfstíð. Minnisstæðust er mér þó rósemi hans og æðruleysi síðustu mánuð- ina. Hann vissi að hverju stefndi og vissi að hann hafði lokið dagsverki sínu sem honum bar. Því gat hann*^ horft tfl baka með hugarró frá þess- um síðasta áfangastað á öræfum tímans. Við hjónin, böm okkar og tengda- böm sendum eiginkonu, sonum, tengdadætrum og afabömum hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Benedikt Guðbrandsson. Ástkær maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EIRÍKUR BJÖRNSSON, Svínadal í Skaftártungu, lést föstudaginn 18. september á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Jarðarförin auglýst síðar. Ágústa Ágústsdóttir, Erla Eiríksdóttir, Pétur Kristjónsson, Björn Eiríksson, Kolbrún Þórarinsdóttir, Ágúst Eirfksson, Erla Sigurgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Utför konu minnar, GRÉTU LÍNDAL, Sunnuvegi 1, Hafnarfirði, verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 22. september kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlegast bent á Minningarsjóð Fríkirkjunnar í Hafnarfirði. Minningarkortin fást í blómabúðinni Burkna og Pennanum í Hafnarfirði. Guðmundur Árnason og aðstandendur. P
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.