Morgunblaðið - 22.09.1998, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Anwar Ibrahim fyrrverandi fjármálaráðherra í Malasíu var handtekinn um helgina
Reuters
LÖGREGLUMAÐUR beitir táragasi gegn stuðningsmönnum Anwars
Ibrahims, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra Malasíu, við dómhús
í Kuala Lumpur þegar þeir söfnuðust þar saman til að mótmæla hand-
töku hans.
Átök brjótast út
í Kuala Lumpur
Kuala Lumpur. Reuters.
TIL átaka kom í gær í miðborg
Kuala Lumpur, höfuðborg Malasíu,
milli óeirðalögreglunnar og stuðn-
ingsmanna Anwars Ibrahims, fyrr-
verandi fjármálaráðherra og að-
stoðarforsætisráðherra, sem var
handtekinn á sunnudagskvöld og
sakaður um að stefna öryggi lands-
ins í hættu. Yfirvöld beittu einnig
umdeildri öryggislöggjöf til að
handtaka bandamenn Anwars.
Lögreglan beitti táragasi til að
dreifa þúsundum stjómarandstæð-
inga, sem söfnuðust saman við
dómhús í miðborginni þar sem bú-
ist hafði verið við að Anwar yrði
leiddur fyrir dómara. Hann var þó
ekki færður í dómhúsið.
Það tók lögregluna þrjár klukku-
stundir að binda enda á mótmælin
og loka stórum hluta miðborgar-
innar, m.a. Frelsistorginu þar sem
30.000 manns komu saman á
sunnudag á mótmælafundi með
Anwar áður en hann var handtek-
inn. Oeinkennisklæddir lögreglu-
menn handtóku að minnsta kosti
50 manns.
Stjórnarandstæðingarnir kröfð-
ust afsagnar Mahathirs Mohamads
forsætisráðherra, sem hefur verið
við völd í 17 ár og á nú undir högg
að sækja vegna efnahagsþrenginga
í landinu.
Anwar hóf baráttu fyrir stjórn-
arfarslegum umbótum í landinu
eftir að Mahathir vék honum úr
stjórninni 2. september vegna
ásakana um landráð, spillingu og
kynferðisglæpi. Ráðherrann fyrr-
verandi segir ásakanirnar tilhæfu-
lausai- og lið í pólitísku samsæri
gegn sér. Aður en Anwar var vikið
úr stjóminni var hann talinn ganga
næst Mahathir að völdum og álit-
inn líklegur eftirmaður hans sem
forsætisráðherra.
Bandamenn Anwars
handteknir
Anwar var handtekinn á grund-
velli öryggislaga, sem veita yfir-
völdum víðtæka heimild til að
halda mönnum í fangelsi án réttar-
halda.
Lögreglan staðfesti að hún hefði
einnig handtekið leiðtoga ungliða-
hreyfingar stjómarflokksins,
UMNO, og fjóra forystumenn
Islömsku ungliðahreyfingarinnar í
Malasíu, IBIM, á grundvelli örygg-
islaganna. Yfirvöld vörðu þessar
aðgerðir og sögðu að mótmæli, sem
Anwar og stuðningsmenn hans
hefðu staðið fyrir, stefndu öryggi
landsins í hættu.
Stjómarandstöðuleiðtogai- sögðu
hins vegar að beiting öryggislag-
anna gæti verið undanfari viðamik-
illar herferðar gegn andófsmönn-
um, líkt og árið 1987 þegar rúm-
lega 100 manns voru handteknir.
Eiginkona Anwars sagði að ekk-
ert hefði heyrst frá honum síðan
hann var handtekinn og kvaðst ótt-
ast um líf hans. Aðspurð sagðist
hún ætla að stjórna baráttunni fyr-
ir umbótum meðan eiginmaður
hennar væri í fangelsi.
Áhyggjur af öryggi
Bretadrottningar
Olgan í Malasíu varpaði skugga
á Samveldisleikana, sem fram fóru
í landinu. Lögreglan var með mik-
inn viðbúnað á þjóðarleikvangnum
nálægt Kuala Lumpur þegar
Elísabet Bretadrottning sleit leik-
unum við hátíðlega athöfn í gær.
Ekki kom þó til átaka á leikvangn-
um.
Bresk stjómvöld höfðu áhyggjur
af öryggi drottningarinnar og
hvöttu yfirvöld í Malasíu til að
tryggja að stjórnmálaólgan hefði
ekki áhrif á heimsókn hennar.
Hluti lendingarbúnaðar Swissair-vélarinnar fundinn
I Stór brot af
Félagi í Bænda-
fiokknum fari með
landbúnaðarmálin
Jeltsín lofar að ljúka stjórnarmyndun
Reuters
KAFARAR náðu um helgina myndum af braki Swissair-vélarinnar,
sem fórst undan ströndum Nova Scotia 2. september.
Tug’ir manna falla í
flugskeytaárás á Kabúl
Moskvu, París, New York. Reuters.
BORIS Jeltsín, forseti Rússlands,
og Jevgení Prímakov forsætisráð-
herra sögðust í gær vera að leggja
lokahönd á myndun nýrrar stjórnar
og buðu Gennadí Kúlík, banda-
manni kommúnista, valdamikið
ráðherraembætti.
Kúlík, sem er 63 ára og félagi í
Bændaflokknum, samstarfsflokki
kommúnista, var tilnefndur aðstoð-
arforsætisráðherra og á að fara
með landbúnaðarmál í stjórninni,
að sögn fréttastofunnar Itar-Tass.
Jeltsín sagði að ekki yrði skýrt
frá öðrum tilnefningum í stjómina
fyrr en rætt hefði verið við ráð-
herraefnin og þau hefðu samþykkt
að ganga í stjómina. Litið var á
ummæli forsetans sem viðurkenn-
ingu á því að erfitt væri að telja
stjómmálamenn á að ganga til liðs
við stjómina vegna efnahagsþreng-
inga Rússa.
Margir ráðherrastólar, m.a. emb-
ætti fjármálaráðherra, era enn auð-
ir þótt rúm vika sé liðin frá því
Prímakov var skipaður forsætisráð-
herra til að sefa kommúnista í
dúmunni, neðri deild þingsins.
Kommúnistaflokkurinn og nokkrir
aðrir flokkar hafa neitað að ganga
til liðs við stjómina og eitt ráð-
herraefnanna, miðjumaðurinn
Vladímír Ryzhkov, hafnaði tilboði
um ráðherraembætti eftir að hann
var tilnefndur formlega.
Dagblaðið Vremja hafði eftir
Gennadí Seleznjov, forseta
dúmunnar, að margir rússneskir
stjómmálamenn litu á það sem
pólitískt sjálfsmorð að þiggja ráð-
herraembætti.
Kúlík var aðstoðarforsætis- og
landbúnaðarráðherra seint á síð-
asta áratug og í byrjun þessa ára-
tugar þegar Rússland var enn hluti
af Sovétríkjunum. Prímakov hefur
nú falið kommúnista að fara með
efnahagsmálin, bandamanni komm-
únista að fara með landbúnaðar-
málin og fyrrverandi yfirmanni
sovéska seðlabankans að stjórna
seðlabanka Rússlands. Miðjumenn
hafa verið valdir í önnur ráðherra-
embætti í stað ungra umbótasinna
sem vora reknir ásamt Sergej
Kíríjenko, fyrrverandi forsætisráð-
herra, 23. ágúst.
Misvísandi skilaboð hafa komið
frá Prímakov um efnahagsstefnu
nýju stjórnarinnar, hann hefur lof-
að að halda áíram markaðsumbót-
um en sagt að seðlabankinn sé til-
búinn að auka seðlaprentunina til
að leysa fjármálavandann.
Seðlabankinn hóf á fóstudag að
dæla peningum í bankakerfið með
því að bjóða bönkunum há lán.
Andrej Kozlov aðstoðarseðlabanka-
stjóri sagði í gær að þessar aðgerð-
ir myndu ekki valda veralegri verð-
bólgu, veikja rúbluna eða draga úr
erlendum fjárfestingum.
Hætta á uppreisn sögð afstaðin
Alexander Lebed, héraðsstjóri
Krasnojarsk í Síberíu, sagði í París
í gær að Jeltsín hefði tekist að af-
stýra hættu á stjómleysi og upp-
reisn í Rússlandi með því að skipa
Prímakov forsætisráðherra og
hætta við að tilnefna Viktor
Tsjernomyrdín í embættið. Lebed
varaði við því í vikunni sem leið að
hætta væri á blóðugri uppreisn
meðal almennings vegna efnahags-
þrenginganna.
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, sagði í ræðu í kauphöll-
inni í New York að Vesturlönd
þyrftu að bjóða Rússum „skýran
samning" um fjárhagsaðstoð gegn
því skilyrði að þeir féllu ekki frá
markaðsumbótum.
Kabúl. Rcuters.
TVEIMUR flugskeytum var skot-
ið á Kabúl, höfuðborg Afganistans,
í gær en þá var enn verið að leita
að lifandi og látnum eftir flug-
skeytaárás á sunnudag. Talið er,
að 65 manns að minnsta kosti hafi
farist í fyrri árásinni og um 200
særst.
Borgarbúar og hermenn Tale-
bana, sem ráða Kabúl og mestum
hluta landsins, þustu á vettvang og
einnig lækna- og hjúkranarlið frá
Rauða krossinum. Juan Martinez,
talsmaður Rauða krossins í Kabúl,
fordæmdi árásina harðlega. Sagði
hann, að flugskeytunum hefði eklri
verið beint að hemaðarmannvirkjum
sérstaklega, heldur að borginni með
þeim afleiðingum, að meðal hinna
látnu væra aðallega konur og böm.
Skotið frá stöðvum Masoods
Það vora hersveitir Ahmed Shah
Masoods, sem flugskeytunum
Flugskeytunum
ekki beint að
hernaðarmann-
virkjum
skutu, en þær eru aðeins í 25 km
fjariægð frá Kabúl. Þótt Talebanar
ráði um 90% landsins eiga þeir enn í
höggi við sveitir Masoods og í svip-
inn er um eins konar þrátefli að
ræða í átökunum milli þeirra.
„Við höfum leitað að lifandi fólki
í alla nótt, grafið eftir því með
skóflum eða beram höndum,“ sagði
einn björgunarmannanna, sem
voru að grafa í rústunum eftir
árásirnar á sunnudag. Alls staðar
mátti sjá líkamsleifar og brunninn
fatnað og Farid, 18 ára gamall,
kvaðst hafa misst þrjá bræður sína
og vera að leita að líkum þeirra.
sjávarbotni
LEITARMENN fundu um helgina
hluta af lendingarbúnaði Swissair-
þotunnar, sem fórst undan ströndum
Nova Scotia 2. sept. sl., og era það
stærstu brotin sem fundist hafa úr
braki vélarinnar til þessa.
Bandarískt björgunarskip náði
lendingarbúnaðinum upp úr sjónum
á sunnudag. Flestir hjólbarðanna
voru sprungnir, en loft var þó í
nokkram þeirra. Skipið náði einnig
upp broti úr flugvélarbolnum. Kafar-
ar einbeita sér nú fyrst og fremst að
því að finna líkamsleifar farþeganna
sem fórast. Einnig er lögð áhersla á
að finna hluta úr flugstjórnarklefan-
um og rafkerfi vélarinnar, sem gætu
gefið vísbendingar um orsök slyss-
ins.
Að minnsta kosti átta rússneskum
Lunar- og Uragan-flugskeytum var
skotið á Kabúl á sunnudag á sama
tíma og fólk var á heimleið vegna út-
göngubannsins í borginni. Lenti eitt
þeirra á Baharistan-markaðstorginu
í vesturhluta borgarinnar. Þar safn-
aðist saman fólk í gær og formælti
Masood fyrir hryðjuverkið.
í tilefni af SÞ-fundi?
Sumir geta sér til, að með árás-
unum hafi Masood viljað minna Sa-
meinuðu þjóðirnar á, að Talebanar
réðu ekki öllu landinu en ræða átti
málefni Afgana og deilu þeirra við
írani hjá samtökunum í gærkvöld.
Talebanar komust til valda í
Afganistan í september 1996 og
steyptu þá af stóli ríkisstjórn Bur-
hanuddins Rabbanis. Þeir hafa þó
aðeins fengið viðurkenningu örfárra
ríkja og Rabbani er enn fulltrúi
Afgana hjá SÞ.