Morgunblaðið - 22.09.1998, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.09.1998, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJURDAGUR 22. SEPTEMBER 1998 19 NEYTENDUR FINNUR Árnason framkvæmdastjóri Nýkaups segir að fyrsta breytta verslunin verði opnuð fyrir 1. desember. l^^ESkl R HFSkúlagata 59 • Sími 540 5400 • www.raesir.is Nýkaupsverslanir endur- skipulagðar frá grunni kínversk og ítölsk matargerð hefur t.d. átt vaxandi fylgi að fagna og við aukum úrval af hráefnum til slíkrar matargerðar og jafnvel kemur til álita að skipta vöruvali niður eftir löndum. Sérstökum mjólkurtorgum verð- ur komið upp og auk innlendra mjólkurvara verður lögð áhersla á að hafa úrval erlendra osta. Kaffibar verður komið upp í verslunum Nýkaups þar sem boðið verður upp á ýmsar te- og kaffíteg- undir sem fram til þessa hafa ekki verið fáanlegar hér á landi. I Kringlunni verður einnig komið upp kaffístofu þar sem viðskipta- vinir geta tyllt sér niður og fengið sér bolla af cappucino eða expressó ef því er að skipta. Þegar Finnur er spurður hvort boðið verði upp á ódýrari valkost samanber gulu línu Hagkaups segir hann að í sumum tilfellum verði slíkt á boðstólum. „Við höfum verið að bjóða sódavatn, pítsur og einnig vörur eins og flatkökur og brauð með þessum hætti og það er ekki ólíklegt að framhald verði á og vöruvalið aukið eitthvað.“ Fríkortin á útleið? -Samkvæmt teikningum verða bankaútibú í öllum Nýkaupsbúð- um? „Já, við munum bjóða upp á slíka þjónustu í öllum verslunum okkar og samfara því verður boðið upp á ýmsar nýjungar m.a. í kortamálum. Að svo stöddu er ekki hægt að upp- lýsa nánar með hvaða hætti þessi bankastarfsemi verður." Askriftarkort sterkur leikur Ósóttar pantanir komnar í sölu. Takmarkaður sætafjöldi. Pitsur bakaðar á staðnum, hægt að velja ýmsar sælkera te- og kaffítegundir á kaffi- barnum, ferskum kjúklingum verður gert hátt undir höfði og grænmetið á að vera fyrsta flokks. Guðbjörg R. Guðmundsdótt- ir skoðaði teikningar bandarískra arki- —— 7 tekta og ræddi við Finn Arnason, fram- kvæmdastjóra Nýkaups, um þær breyting- ar sem verða gerðar á þremur Nýkaups- verslunum á næstu mánuðum. „VIÐ höfum verið að vinna að breytingum á Nýkaupsverslunun- um með aðstoð sérfræðinga frá arkitektastofu Charles Sparks Company í Bandaríkjunum en þeir sérhæfa sig í hönnun matvöruversl- ana,“ segir Finnur. Fyrsta búðin sem tekin verður í gegn er verslun Nýkaups á Eiðis- torgi, þá verslunin í Grafarvogi og síðan í Kringlunni. Verslunin á Eiðistorgi á að vera tilbúin hinn 1. desember næstkomandi. „Búðirnar verða endurskipulagðar frá grunni, vöruvali breytt og innréttingar með léttu yfirbragði." Glóðvolgt nýbakað brauð Finnur segir að þegar komið sé inn í verslunina á Eiðistorgi sem verður fyrst tekin í gegn muni bak- aríið blasa við. Miklar breytingar verða á vöruvali í brauðum og bakkelsi og reynt verður að hafa sem mest af handverkinu á staðn- um, þ.e. bakað verður í búðunum og helst á fólk alltaf að geta gengið að því sem vísu að brauðið sé volgt og nýbakað í Nýkaupi. „Við erum að skoða þann möguleika að fá litlu hverfisbakaríin í lið með okkur en tíminn verður þó að leiða í Ijós hvað verður í þeim efnum. Að minnsta kosti verður yfirbragðið gjörbreytt frá því sem nú er.“ Danskt smurbrauð Finnur segir að ýmissa nýjunga sé einnig að vænta í tilbúnum mat. „Við munum baka pítsm’ á staðn- um og bjóða í auknum mæli upp á létta rétti. Smurbrauðsdama hefur verið ráðin til starfa í Nýkaupi í Kringlunni og þar svo og í öðrum Nýkaupsverslunum eiga neytendur að geta gengið að dönsku smur- brauði alla daga. Auk þess munum við bjóða ýmis paté og niðurskorið álegg eins og roastbeef og paima- skinku í sælkeraborði okkar.“ Finnur segir að hafín verði sam- vinna við matreiðslumeistara sem munu aðstoða með vöruval í fisk- og kjötborði og jafnvel gefa viðskipta- vinum uppskriftir. „Við verðum með tilbúnar sósur að hætti matreiðslu- meistara og síðan erum við að leggja lokahönd á útgáfu mat- reiðslubókar sem mun fást í Ný- kaupi. I henni verða uppskriftir að réttum sem matreiða má með lítilli fyrirhöfn og innihalda holl hráefni." Gæðastaðlar Þegar Finnur er inntur eftir ávaxta- og gi’ænmetisborði versl- ananna segii' hann að búið sé að setja gæðastaðla bæði hvað varðar flutningsleiðir að utan og stærðir og ferskleika gi’ænmetis og ávaxta. „Við leggjum mikla áherslu á fersk- leika ávaxta og grænmetis og starfsfólk okkar fær sérstaka þjálf- un í snyrtingu og meðhöndlun grænmetis svo og fræðslu um hverja tegund grænmetis og ávaxta þannig að það geti miðlað af þekk- ingu sinni áfram til okkar við- skiptavina.“ Finnur segir að starfsfólkið fái ekki eingöngu þjálfun í meðhöndl- un grænmetis og ávaxta því það er þegar farið að sækja þjónustunám- skeið þar sem það fær m.a. þjálfun í framkomu við viðskiptavini. „Það á að vera eitt áhersluatriða í Nýkaupi að viðskiptavinirnir hljóti fyrsta flokks þjónustu." Kjúklingur áberandi Þegar teikningar af búðunum eru skoðaðar kemur í ljós að kjúklingum er gert hátt undir höfði. „Það hefur orðið gífurleg aukn- ing í eftirspurn á kjúklingum og við munum svara henni með því að hafa mikið úrval af ferskum kjúklingi og ekki síður ýmsum til- búnum kjúklingaréttum." Þá segir Finnur að í öllum Ný- kaups verslunum verði kjötiðnaðar- menntað fólk sem eigi að geta ráð- lagt og aðstoðað vðskiptavini og sinnt óskum þeirra. Pökkuð kælivara fær aukið pláss samkvæmt teikningum og Finnur bendir á að þróunin sé að bjóða upp á kjöt og fisk með þeim hætti. „Er- lendis eykst plássið með hverju ár- inu sem tekið er undir tilbúna kjöt- og fiskvöru, þ.e. mat sem ekkert þarf að gera annað við en setja á pönnu eða í ofn. Við munum leggja mikla áherslu á vandað kjöt- og fiskborð og bjóða þar fjölbreytt úr- val af ferskri vöru. Þróunin hér- lendis hefur verið sú að kjöt- og fiskborðum hefur fækkað og þjón- ustulausum verslunum fjölgað. Okkar sérstaða mun því byggjast á miklu vöruvali í kjöti og fiski.“ Alþjóðleg matargerð Finnur segir að auk þess sem kælivaran fái ríflegt pláss í verslun- unum þá verði þeir einnig með úr- val af hráefni til alþjóðlegrar mat- argerðar. „Mexíkósk, indversk, tælensk, Ldgmúla 4: simi 56.9 9400. , Haftiarfirði: sími 565 2366, Kejíavik: $7mih Selfossi: stmi 482 1666, Akureyri: stmi 46. - og hjd úmboðsm 'ón?ium um la?id> allt. Glerblástur fyrir ryðfrítt stál SANDAFL EHF. Skútahrauni 4, Hafnarfirði, símar 555 1888, 555 1800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.