Morgunblaðið - 22.09.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.09.1998, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Myndbandið með vitnisburði Clintons Bandaríkjaforseta var sýnt opinberlega í gær MYNDBANDIÐ umtalaða þar sem Bill Clinton, for- seti Bandaríkjanna, flutti vitnisburð fyrir rann- sóknarkviðdómi um samband sitt við Monicu Lewinsky var gert opinbert í gær og sýnt á fjölmörgum sjónvarps- stöðvum. Clinton sagði við upphaf vitnisburðar síns að það væri honum persónulega mjög „sársaukafullt" að ræða um svo „vandræðalegt" mál. Bandaríkjamenn voru reyndar ekki einir um að fá að sjá forseta sinn spurðan spjörunum úr því víða um heim biðu menn í ofvæni eftir þvi að sjá Clinton svara nærgöngulum spui-ningum Kenneths Starrs, sér- skipaðs saksóknara, aðstoðarmanna hans og kviðdóms, sem þjörmuðu að forsetanum 17. ágúst síðastliðinn. Sjónvarpsstöðvar í Bandaríkjun- um hófu sýningu á myndbandinu stuttu fyrir klukkan hálftvö í gærdag að íslenskum tíma og sýndu margar stöðvar það óstytt en alls var um fjögurra klukkustunda yfirheyrslu að ræða ef frá eru talin þau hlé sem menn tóku sér. Var augljóst strax í upphafi myndbandsins að Clinton var ekki skemmt og er á leið vitnis- burðinn kom berlega i ljós að forset- inn var allt annað en ánægður með að þurfa svara spurningum Starrs og fjögurra aðstoðarmanna hans, sem reyndar sáu að mestu um yfirheyrsl- una en ekki Starr sjálfur. Sá orðróm- ur að forsetinn stykki upp á nef sér og gengi á dyr á meðan á vitnisburð- inum stæði reyndist hins vegai’ ekki á rökum reistur. Auk myndbandsins umtalaða voru i gær gerð opinber gögn sem tengjast skýrslu Starrs, sem gerð var opinber fyrir tíu dögum, og er þar um að ræða yfir þrjú þúsund blaðsíður af ýmsu ítr arefoi. Ljóst er hins vegar að sýning myndbandsins vakti helst áhyggjur bandamanna Clintons í því gjöminga- veðri sem nú dynur yfir hann þvi þar gafst almenningi algerlega einstakt tækifæri til að sjá forseta sinn sverja eið fyrir rétti þess efnis að hann myndi segja sannleikann og ekkert nema sannleikann, og í kjölfarið reyna að veijast árásum saksóknara með því að leita skjóls í lagalegum skilgreiningum á því hvað teldist kyn- ferðislegt samband og hvað ekki. Lagalegar hártoganir í upphafi myndbandsins mátti heyra Robert Bittman, einn aðstoð- armanna Starrs, biðja forsetann af- sökunar fyrirfram á spumingum sem yrðu „óþægilegar“ en hvorki Bittman né aðrir sjást nokkum tíma á mynd- bandinu enda var myndavélinni allan tímann beint að Clinton. Spurðu sak- sóknarar í upphafi forsetann ítrekað hvort hann gerði sér grein fyrir því hvers konar eið hann hefði svarið. Kvaðst forsetinn gera sér grein fyrir því að hann hefði svarið að segja sannleikann og ekkert nema sannleikann. Spurðu saksóknarar þá hvort hann hefði ekki einnig svarið slíkan eið í vitnisburði sínum í Paulu Jones-málinu í janúar. Svaraði hann þvi einnig játandi. „Merkir slíkur eiður það sama fyrir þér nú og hann gerði þá?“ spurðu saksóknarar og ýj- uðu að því að forsetinn hefði gerst sekur um meinsæri í Jones-málinu. Flutti Clinton siðan yfirlýsingu um samband sitt við Lewinsky, þar sem hann lýsti því sem „kynferðislegu glensi" og „óviðeigandi nánu sam- bandi“. Reyndist Clinton hins vegar tregur til að lýsa sambandinu ítarleg- ar þegar Starr og aðstoðarmenn hans gengu á hann. „Ég held að það liggi alveg ljóst fyrir hvað „óviðeig- andi náið samband“ merkir. Ég hef þegar greint frá því hvað fólst ekki í þessu sambandi. Kynmök áttu sér ekki stað og ekkert annað sem ég tel að hafi fallið undir þá skilgreiningu á kynferðislegu sambandi sem mér var sagt að fara eftir í vitnisburði mínum í Jones-málinu. Ég ætla að halda mig við þennan vitnisburð,“ sagði Clinton og sagðist telja næsta víst að allur al- menningur myndi vera sammála því að þegar rætt væri um kynferðislegt samband hefðu kynmök átt sér stað. Upphófust lagalegar hártoganir um það hvort raunveruleg kynmök yrðu að eiga sér stað til að samband teldist kynferðislegt og spurðu sak- sóknarar t.d. að því hvort það teldist Clinton og Starr þrættu um skilgreiningar Myndband með yfírheyrslu Kenneths Starrs yfír Bill Clinton Bandaríkjaforseta var sýnt í sjónvarpi gær. Hart var gengið að forsetanum sem hélt ró sinni meðan á vitnisburðinum stóð en bar oft við minnisleysi. helst viljað halda sambandi sínu við Lewinsky leyndu. Þess vegna hefði hann líka vissulega gjarnan viljað koma í veg fyrir að hún bæri vitnis- burð í Jones-málinu. Hann hefði hins vegar aldrei beðið Lewinsky að ljúga til um samband þeirra. íti’ekaði hann þetta nokkrum sinnum í yfirheyrsl- unni. Lewinsky „væn stúlka“ Saksóknai-ar sökuðu Clinton á ein- um stað um að vera langorður í svör- um sínum til þess eins að stytta þann tíma sem þeir hefðu til að yfirheyra hann en samið hafði verið um fyrir- fram að vitnisburðui’inn myndi ein- ungis taka fjórar klukkustundir. Sagðist Clinton þá gjaman gefa þeim þrjátíu sekúndur auki’eitis ef þeir i leyfðu honum að svara með sínum hætti. Forsetinn sagðist hafa verið með- I vitaður um þá áhættu sem hann setti sjálfan sig í með sambandinu við Lewinsky enda væri skapgerð hennai’ með þeim hætti að líklegt væri að hún Reuters SVIPMYNDIR af Bill Clinton er hann bar vitni um sambandið við Monicu Lewinsky en myndbandið með vitnisburði forsetans var sýnt á sjónvarps- stöðvum um gervalla veröld í gær. ekki kynferðislegt samband ef við- komandi kyssti brjóst konu og ef hann t.d. tæki upp á því að setja að- skotahlut inn í leggöng konu. Voru saksóknarar þar greinilega að vísa til þess vitnisburðar Monicu Lewin- sky að forsetinn hefði í eitt skipti sett vindil upp í leggöng hennar. Hélt Clinton sig við fyrri skilgrein- ingar og svaraði spumingum sak- sóknarans ekki beint. Hártoganir sneru einnig að öðru og á einum stað var Clinton spurður að því hvort hann hefði verið einn með Monicu Lewinsky og sagði for- setinn þá að þar skipti máli hvað væri átt við með að vera „einn“. Töldu fréttaskýrendur CNN að slíkar hár- toganir yrðu ekki til að afla forsetan- um vinsælda meðal almennings. Forsetinn rólegur lengst af Orðrómur hafði verið á kreild um það fyrirfram að Clinton hefði stokkið rækilega upp á nef sér í vitnisburðin- um en hann reyndist ekki á rökum reistur. Hins vegar var á stundum greinilegt að forsetanum mislíkuðu spumingar saksóknaranna. Þreyttist Clinton t.d. á itrekuðum spumingum þeirra um það hvenær hann hefði fengið vitneskju um að Lewinsky hefði verið stefnt til að bera vitnis- burð í máli Paulu Jones. „Ég ætla ekki að svara þessum gildruspuming- um ykkar,“ sagði hann. „Ráða mætti af tóni raddar þinnar, herra minn, og því hvemig spuminga þú spyrð að hér væri um að ræða mikilvægasta mál samtímans í Bandaríkjunum.“ Augljóst var einnig að Clinton var bitur vegna málareksturs Paulu Jo- nes og lögmanna hennar en það var einmitt ákæra hennar á hendur for- setanum um kynferðislega áreitni, og það dómsmál sem fylgdi í kjölfarið, sem fletti ofan af sambandi Clintons við Monicu Lewinsky í janúar síðast- liðnum. „Ég fyrirleit málarekstm- þeirra," sagði Clinton. „Ég hafði fyr- irlitningu á því að Jones og lögmenn hennar skyldu þar níðast á og valda saklausu fólki miklum óþægindum. Ég fyrirleit að allar upplýsingar sem þeim áskotnaðist skyldu leka í fjöl- rniðla." Clinton staðhæfði að hann hefði ekki brotið af sér í vitnisburði sínum í Paulu Jones-málinu í janúar. „Ég var staðráðinn í að komast í gegnum þá raun án þess að fremja lögbrot og ég tel að mér hafi tekist það.“ Clinton sagði lögmenn Jones hafa reynt að gera hvaðeina til að koma höggi á sig af því að „þeir vissu að mál þeirra átti sér enga stoð í lögunum“. Clinton sagði að af því að lögmönnum Jones hefði verið svo umhugað um að koma höggi á sig hefði hann heldur ekki reynt að vera þeim neitt „sérstaklega innan handar“. I ljósi þess að lög- menn Jones láku upplýsingum ítrek- að í fjölmiðla hefði það varla verið hlutverk Clintons að „bjóða að fyrra bragði“ upplýsingar um raunverulegt eðli samskipta hans við Monicu Lewinsky. Clinton viðurkenndi að hann hefði segði einhverjum frá sambandi þeirra. „En hún er að upplagi væn stúlka. Hún er væn ung kona, hjartagóð og vel gefin.“ Kvaðst Clinton að vísu telja að þær aðstæður sem hún ólst upp við hefðu verið bagalegar en að hún væri nú samt væn stúlka. „En ég gerði mér grein fyrir því að um leið og samband okkar væri á enda myndi hún tala um það við annað fólk.“ Clinton bar oft fyrir sig minnis- leysi í vitnisburði sínum og sagði sak- sóknarana hafa haft betri tækifæri til að liggja yfir málinu. „Þið eruð allir vel gefnir menn. Þið eruð búnir að vinna mikið í þessu máli,“ sagði for- setinn á einum stað við saksóknar- ana. „Þið eruð búnir að vinna lengi í þessu máli. Þið eruð búnir að safna saman öllum staðreyndum þess. Þið eruð búnir að sjá mikið magn sönn- unargagna sem ég hef ekki litið aug- um. Og það er auðvitað ljóst að sann- leikurinn um samband mitt við ung- frú Lewinsky er bæði vandi’æðalegur og afar sársaukafullur.“ Barátta í bréfaskiptum lögfræðinga BRÉFASKIPTI lögfræðinga Bills Clintons, Bandaríkjaforseta, og skrifstofu Kenneths Starrs, sér- staks saksóknara, bera þess vitni að forsetinn hafi reynt mjög á þol- inmæði saksóknarans með því að neita ítrekað að bera vitni fyrir rannsóknarkviðdómi um samband sitt við Monicu Lewinsky, að því er kemur fram í fréttaskeyti frá As- sociated Press. Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings ákvað að birta 2.800 blaðsíður af efni frá embætti sérstaks saksóknara í gær, ásamt myndbandsupptökunni af vitnis- burði forsetans. í bréfunum má rekja hvernig reynt var í átta mánuði að fá for- setann til þess að bera vitni fyrir rannsóknarkviðdómnum, þar til honum var stefnt fyrir hann í júlí síðastliðinn. „Þessi málatilbúnaður...ber því vitni að forsetinn ætlar ekki - og hefur aldrei ætlað - að vera sam- vinnuþíður f samskiptum sfnum við rannsóknarkviðdóminn eða rann- sakendur," ritaði aðstoðarsaksókn- arinn, Robert Bittmann, í bréfi í apríl sl. Fram kemur að David Kendall, lögfræðingur Clintons, staðhæfði við embætti sérstaks saksóknara að vitnisburður forset- ans vegna Paulu Jones-málsins í janúar sl„ væri í réttur og það eina sem saksóknarinn þyrfti að vita um samband forsetans við Monicu Lewinsky. Bill Clinton viðurkenndi f sfðasta mánuði að hann hefði blekkt þjóðina í vitnisburði sfnum í janúar. David Kendall bar einnig við önnum forsetans er hann var fyrst beðinn að bera vitni fyrir rann- sóknarkviðdómnum. „Ástandið í írak er mjög ótryggt," ritaði Kendall í einu bréfanna, og bætir við: „Efnahagskreppan í Suðaustur- Asíu og ástand mála í Bosníu, valda því að forsetinn á mjög annríkt.“ Saksóknaraembættið lét slíkar útskýringar sem vind um eyru þjóta. „Frá því að mál þetta komst í hámæli hefur forsetinn, með fullri virðingu fyrir honum, haft nægan tíma til þess að leika golf, sækja körfuboltaleiki, fjáröflunar- samkomur og fara í skíðaferða- lag,“ ritaði Bittman í bréfi til Kendalls í byijun mars. Mánuði síðar sakaði hann Kendall um að drepa málinu og dreif. En Kendall gaf sig ekki og sakaði Starr um hagsmunaárekstra, lýsti áhyggjum sfnum af því að vitnisburður fyrir rannsóknarkviðdómi læki út til fjölmiðla og efaðist um lögmæti hljóðsnældnanna með upptökum af samtölum Lewinsky við Lindu Tripp. „Okkur er það áhyggjuefni hvaða aðferðir embætti sérstaks saksóknara notar við rannsóknina og við efumst um réttmæti þeirra,“ ritaði David Kendall í einu bréfanna til Kenneths Starrs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.