Morgunblaðið - 22.09.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1998 11
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
STÓR beltagrafa var notuð til að fjarlægja gömlu brúna og taka hólkana af vörubflnum sem flutti þá á
staðinn og færa þá í vegstæðið.
Slysagildra tekin af
Vaðbrekku, Jökuldal. Morgunblaðið.
GAMLA brúin yfir Hnúksá á Jök-
uldal var íjarlægð á dögunum og
settir hólkar í staðinn. Brúin hef-
ur verið slysagildra vegna þess
hvað hún var mjó og og lá aðeins
á ská í veglínunni, auk þess sem
snjór safnaðist á veginn við hana
og spillti færð um vetur.
Mikil samgöngubót er að nýju
brúnni sem er tveir hólkar sem
lagðir voru gegnum veginn auk
þess sem vegurinn breikkar og
hlykkurinn sem var á veginum
um brúna hverfur. Vegurinn fær-
ist einnig lítillega frá brekkunni
sem gerir það að verkum að snjó-
söfnun í vegstæðið mun hverfa
að mestu.
Jónas Garðarsson formaður
Sjómannafélags Reykjavíkur
Alfarið á móti
alþj óðaskipaskrá
SJÓMANNAFÉLAG Reykjavíkur
er alfarið á móti alþjóðaskipaskrá af
þeiiTÍ ástæðu að hún muni hafa það í
för með sér að innlendum farmönn-
um muni fækka svo mjög að þeir
verði nánast ekki til á flotanum í
kjölfarið, að sögn Jónasai' Garðars-
sonar, foiTnanns Sjómannafélags
Reykjavíkur. Hann segir jafnframt
að félagið muni berjast gegn slíkum
hugmyndum með þeim ráðum sem
tiltæk séu.
Jónas sagði að alþjóðaskipaskrá
væri eingöngu til þess hugsuð að út-
gerðir hefðu sjálfdæmi um að ráða
til sín það vinnuafl sem þeim hent-
aði og á hvaða kjörum sem þeim
hentaði. Þetta myndi þýða nánast
dauðadóm yfir íslenskri farmanna-
stétt, það væri alveg óhætt að full-
yrða það.
Jónas vísaði í þessu samhengi til
kjaradeilunnai- vegna rússnesku
starfsmannanna á hálendinu, sem
verið hefur í fréttum að undanfórnu,
en þar væru mönnum borgaðir eitt
þúsund dollarar í mánaðarlaun að
meðtalinni næturvinnu og öllu öðru.
Taxtar farmanna væru jafnvel enn
lægri við svipuð vinnuskilyrði.
Jónas sagði að fullti’úar Sjó-
mannafélags Reykjavíkur sæju
dæmi um þetta þegar þeir færu um
borð í erlend skip sem hingað kæmu.
Algengt væri að hásetar væru ráðnir
á þessi skip fyrir 500 til 800 dollara á
mánuði með öllu og kannski upp í
eitt þúsund dollara.
Hann sagði að þeir hefðu þannig
lent í átökum vegna svona mála við
leiguskip Eimskipafélagsins Veneru
í vor. Utgerðin hefði gert samning
við félagið um að greiða hæstu taxta
Alþjóðaflutningamannasambandsins
og hefði fylgt loforð um að greiða
áhöfninni þegar skipið kæmi til Dan-
merkur, en það hefði ekki verið efnt.
Þetta væru dæmin sem þeir hefðu
þurft að horfa upp á.
Engin uppgrip
Jónas sagðist telja að íslensk
stjórnvöld væru yfir það hafin að
innleiða svona fyrirkomulag hér á
landi. Þeir myndu hins vegar berjast
gegn þessum hugmyndum með þeim
ráðum sem til væru. Gagnvart sjó-
mönnum hefði þessi skipaskrá þann
eina tilgang að ráða þá á lægri laun-
um og þó væru laun íslenski’a far-
manna engin uppgrip.
Hann bætti því við að þar sem al-
þjóðaskipaskrár hefðu verið gerðar,
eins og á Norðurlöndum, hefðu verið
gerðar hliðarráðstafanir til þess að
ýta undir ráðningu innlendra manna
með skattaívilnunum. Hins vegar
bæri að taka mið af því að þar sem
þetta væri gert, eins og í Noregi þar
sem væri einn stærsti kaupskipafloti
í heimi, væri þessi floti ekkert að
sigla í kringum Noreg að mestum
hluta til. Hér á landi væri engin slík
kaupskipaútgerð. Hún snerist ein-
göngu um að færa gagn og nauðsynj-
ar til og frá landinu. „Þar eru menn
ekki í samkeppni nema við aðra Is-
lendinga, þannig að við höfum ekk-
ert með þetta að gera,“ sagði Jónas
ennfremur.
Samkeppnis-
ráð bannar
þvottavélar-
auglýsingu
SAMKEPPNISRÁÐ hefur með vís-
an til samkeppnislaga bannað Heklu
hf. Electric að birta auglýsingu á GE
þvottavélum með fyrirsögninni:
„Með allt á hreinu,“ sem sýnir lítið
barn ofan á þvottavél. Bannið er sett
i ljósi þess að fyrirtækið hefur virt
að vettugi tilmæli Samkeppnisstofn-
unar um að hætta birtingu auglýs-
ingarinnar.
Kvai-tað var til Samkeppnisstofn-
unar yfir auglýsingu Heklu hf„ sem
birtist í Sjónvarpshandbókinni. Aug-
lýsingin sýnii- ungbai-n sem situr of-
an á þvottavél og teygh- sig niður að
tökkum vélarinnar eða að hundi sem
situr fyi-h- framan vélina. I svari fyr-
irtækisins til stofnunarinnar er ekki
fallist á að um hættulegt athæfi sé að
ræða og að ríkt ímyndunarafl þurfi til
að flokka það undir samkeppnislög.
I framhaldi var auglýsingin rædd
á fundi auglýsinganefndar, sem
komst að þeirri niðurstöðu að hún
sýndi hættulegt atferli barns og væri
til þess fallin að vera aðeins eldri
börnum fyi’irmynd. Jafnframt að
auglýsingin sýni barn í umhverfi sem
það ætti ekki að sjást í þar sem eng-
inn fullorðinn er nálægur og komst
nefndin að þeirri niðurstöðu að aug-
lýsingin bryti samkeppnislög.
Sinnti ekki tilmælum
Samkeppnisstofnun beindi þá
þeim tilmælum til Heklu að hætta að
birta auglýsinguna en jafnframt var
fýrirtækinu gefinn kostur á að koma
að athugasemdum en engar athuga-
semdir bárust. Eftir að auglýsingin
tók að birtast á ný í tímaritum var
óskað skýringa og var gefinn frestur
til 4. september en ekkert svar hefur
borist frá fyrirtækinu. I Ijósi þess að
fyrirtækið hefur ekki sinnt tilmælum
um að hætta birtingu auglýsingar-
innar telur samkeppnisráð þörf á að
banna birtingu hennar og tekur
bannið gildi við birtingu, segh- í
ákvörðunarorðum stofnunarinnai-.
$ SUZUKI
FJÖLSKYLDUBÍLLINN setn þú breytir í SENDIFERÐABÍL með eitiu handtaki/
Hleðslurými
J^*5Aðgangur
ELGSPRÓFID
fagon R+ fer svig-
og stýrihæfniþrautir
án vandkvæða.
automotor und sport
60 KM/KLST.
A
Aksturseiginleikar
[nunl
SUZUKI
MMGON Rt
DFtlF
ÖRYGGI
LIPURÐ
RÝMI
ÚTSÝNI
WAGON Fi* er nýr fjölnota bíll frá
Suzuki. Með frumlegri og skemmti-
legri hönnun hefur tekist að sameina
í einum bíl, nettan sendiferðabíl og
rúmgóðan fjölskyldubíl með f?*nota-
gildi, #?*öryggi og f^þægindum
í fyrirrúmi.
Framhjóladrifinn
1.079.000 kr.
4X4 meS ABS
1.259.000 kr.
4.8m
SUZUKIBÍLAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
Heimasíða: www.suzukibilar.is