Morgunblaðið - 22.09.1998, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1998
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Tekjur af erlendum ferðamönnum
1.100 milljóna
aukning fyrstu
6 mánuði ársins
GJALDEYRISTEKJUR af erlend-
um ferðamönnum hingað til lands á
fyrstu sex mánuðum ársins jukust
um 1.100 milljónir króna eða um
12,9% frá því á sama tíma í fyrra
samkvæmt nýjum upplýsingum
Seðlabanka Islands um gjaldeyris-
skil. Miðað við þá aukningu sem
varð á fjölda gesta í júlí og ágúst,
má gera ráð fyrir að heildar gjald-
eyristekjur ársins verði á bilinu 24-
25 milljarðar sem jafngildir allt að
2,5 milljarða króna aukningu á milii
ára.
Magnús Oddsson, ferðamála-
stjóri, segir gjaldeyristekjurnar
skiptast í tvo hluta. Annarsvegar er
um að ræða fargjaldatekjur og hins
vegar eyðslu ferðamanna í landinu:
„Fargjaldatekjumar á fyrstu sex
mánuðunum námu 4.674 milljónum,
sem er um 400 milljónum meira en í
fyrra þegar tekjumar námu 4.280
milljónum. Eyðslan í landinu jókst
öllu meira eða um 700 milljónir á
GM og Suzuki
í bandalag
Tókýó. Reuters.
GENERAL Motors bílafyrirtækið
og Suzuki, helzti framleiðandi smá-
bíla í Japan, hafa myndað með sér
bandalag, sem er liður í þeirri
stefnu bandaríska fyrirtækisins að
auka framboð á ódýrum bflum á
nýjum mörkuðum.
GM verður helzti hluthafí Suzuki
Motor Corp. og eykur hlut sinn í
10% úr 3,3% með því að kaupa ný
hlutabréf að andvirði 42,27 millj-
arða jena.
milli ára. Er nú 4.876 m.kr. saman-
borið við 4.178 milljónir á síðasta
ári. Þá vitum við að júlí og ágúst,
sem eru ekki inni í þessum tölum,
voru mjög góðir og ljóst að þar er
einnig um tekjuaukningu að ræða.
Miðað við þann vöxt sem átti sér
stað á fyrstu sex mánuðunum og
þær upplýsingar sem við höfum um
fjölda gesta í júlí og ágúst og horfur
næstu mánaða, þá tel ég ekki
óraunhæft að ætla að heildar gjald-
eyristekjur ársins gætu orðið á bil-
inu 24-25 milljarðar eða 2,5 millj-
örðum meira en í fyrra og nálega tíu
milljörðum meira en árið 1993.“
Skýringarnar
margþættar
Magnús segir margar ástæður
fyrir þessum árangri en hæst hljóti
að bera mikil markaðsvinna erlend-
is, aukið framboð á mörkuðum auk
þess sem ferðamenn hafi fleiri tæki-
færi til að nota fjármuni sína hér-
lendis en áður. í því sambandi megi
m.a. benda á vaxandi verslun, aukna
þátttöku í afþreyingu og kaup á fjöl-
breyttari þjónustu en áður.
Hann segir erfitt að spá fyrir um
þróun mála á næsta ári en þó gefi
efnahagslegt ástand á helstu mark-
aðssvæðum okkar erlendis og aðrar
vísbendingar, fullt tilefni til að ætla
að áframhald verði á auknum um-
svifum í greininni. Menn verði engu
að síður að gera sér grein fyrir því
að þessi árangur hefur kostað gífur-
lega vinnu og fjármuni og til að við-
halda þeirri þróun megi ekki slá
slöku við á neinum sviðum í framtíð-
inni og í reynd þui'f'i að stórauka allt
fjármagn til markaðsvinnunnar ef
áframhaldandi vöxtur á að nást.
Alþjóðleg
Nú sem fyrr er Ferðamálaskóli íslands leiðandi skóli fyrir þá,
sem vilja auka menntun sína í ferðaþjónustu. Ferðamálaskóli
íslands var fyrstur skóla til að byrja með alþjóðlegt IATA/UFTAA
(Alþjóðasamband flugfélaga) nám, sem er viðurkennt um allan
heim og hlotið hefur miklar vinsældir hér á landi.
Ferðamálaskóli íslands hefur nú fyrstur skóla fengið samþykki
IATA/UFTAA til að bjóða uppá nýtt námsefni, sem IATA/UFTAA
hefur hleypt af stokkunum og á örugglega eftir að verða hagnýtt
og eftirsótt nám.
Alþjóðleg ferðamarkaðsfræði
Söluráðar Verðlagning
Markaðsrannsóknir
Markaðsumhverfið
Markaðshlutun
Arðsemi
Árstíðarsveiflur
Dreifing
Auglýsingar
Samkeppní
Markaðsáæltanir
Markaðsvirkni
Sölustjórnun
Sölutækni
Markmið
Stefnumótun
Ferðaþjónusta á Islandi
Námið er alls 300 stundir og kennt verður þrisvar í viku frá
kl. 18.15-22.00.
Námsefnið kemur frá IATA/UFTAA og tekið er próf í mars nk. og
veitir því alþjóðlega viðurkenningu, en kennslan fer fram á íslensku.
Námið hentar öllum þeim,
sem áhuga hafa og vilja auka
þekkingu sína á
ferðaþjónustu.
Ferðamálaskóli Islands
Bfldshöfða 18
567 1466
Alfabors
kaupir OM
' BYGGINGAVÖRUVERSLUNIN
Álfaborg hefur tekið yfir rekstur
ÓM-búðarinnar á Grensásvegi. Öss-
ur Stefánsson, framkvæmdastjóri
Alfaborgar, sagði í samtali við
Morgunblaðið að fyrirtækin hefðu
átt í farsælu samstarfi um nokkura
ára skeið og með sameiningunni nú
væri hægt að tryggja aukið hagræði
í rekstrinum: „Alfaborg hefur aðal-
lega lagt áherslu á sölu flísa á með-
an ÓM (Ódýri markaðurinn) hefur
sérhæft sig í öðrum gólfefnum, s.s.
dúkum, teppum og málningarvör-
um.“
Össur segir engar breytingar fyr-
irhugaðar fyrst um sinn. Verslan-
irnar verði reknar með óbreyttu
sniði en sameiningin geri þeim
kleift að tryggja betra vöruúrval og
aukið hagræði.
Netverk semur við
Telia-Mobitel
STARFSFÓLK hugbúnaðar- og tæknideildar Netverks fagnar þvi þegar
fyrsta sending notendabúnaðar MarStar fer til sænska símafélagsins,
f.v.: Guðjón Hólm, Brjánn Guðjónsson, Áki Mobli, Karl Jóhann Guð-
steinsson, Friðrik Þór Reynisson, Haukur Þór Lúðvíksson, Ragnar Þ.
Ágústsson, Halldór Jónsson, tílfar Þór Björnsson, Ólafur Ketilsson og
Finnur Sigurðsson, fyrir framan er Helga Svanlaug Bjarnadóttir.
SÆNSKA símafélagið Telia-
Mobitel hefm- hafið markaðssetn-
ingu nýrrar þjónustu sem byggist á
íslenska hugbúnaðinum MarStar
frá Netverki hf. og mun m.a. kynna
hann á kaupskipasýningu sem hald-
in verður í Hamborg á næstunni.
Með þjónustunni gerir Telia skipum
mögulegt að tengjast við tölvukerfi í
landi í gegnum Inmarsat-C- eða In-
marsat A/B/M-gervihnattakerfin.
Netverk hf. gerði samninga við
Telia-Mobitel og norska símafélagið
Telinor um sölu MarStar-hugbún-
aðarins. Fyrsta sendingin af not-
endahugbúnaðinum fór til sænska
símafélagsins í byrjun mánaðarins.
Markaðssetning á þjónustu Telia-
Mobitel er þegar hafin í Svíþjóð og
Grikklandi og er uppsetning í skip-
um þegar hafin. Formleg markaðs-
setning á þjónustu Telia í öðrum
Evrópulöndum hefst síðan á SMM-
98-kaupskipasýningunni sem haldin
verður í Hamborg um næstu mán-
aðamót. Hugbúnaður Netverks
vex-ður kynntur víðar á sýningunni.
Þannig mun Inmarsat-gervihnatta-
fyrirtækið kynna hann á sínum bás
sem dæmi um notendaútfærslur
fyrir gervihnetti þeirra. Þá verður
Netverk hf. með eigin bás til að
kynna hugbúnaðinn fyrir stjómend-
um fyrirtækja á skipamarkaðnum.
Telia veitir um 2.000 skipum
þjónustu og gerir fyrirtækið ráð
fyrir að uppfæra um helming þeirra
með hinum nýja hugbúnaði á næstu
tólf mánuðum.
Vinna við undirbúning að því að
norska símafélagið, Telenor, geti
hafið markaðssetningu MarStar
hefur staðið yfir í sumar. Gerir fé-
lagið, sem er annað stærsta fyrir-
tæki heims á þessu sviði, ráð fyrir
að hefja markaðssetningu í næsta
mánuði.
Sams konar þjónusta mun standa
íslenskum sjófarendum til boða inn-
an skamms tíma með samstarfi
Netverks og tölvupóstþjónustunnar
Skímu ehf., sem er dótturfélag
Landssímans.
Auknir
notkunarmöguleikar
Grunnurinn að þjónustu Telia-
Mobitel er MarStar-hugbúnaðar-
lausn Netverks hf. MarStar er sam-
skiptahugbúnaður sem gerir not-
endum Inmarsat-gervihnatta kleift
að senda tölvupóst, símbréf, telex
eða EDI-skeyti til og frá skipum á
hafi úti. Jafnframt því að auka notk-
unarmöguleika notar MarStarf ný-
stárlegar lausnir til að lækka sam-
skiptakostnað skipanna um allt að
90%, að því er fram kemur í upplýs-
ingum frá Georg Birgissyni, mark-
aðsstjóra Netverks.
MarStar-lausnin byggist á tveim-
ur þrepum. Annars vegar er not-
endabúnaður sem settur er upp um
borð í skipunum og hins vegar þjón-
ustukerfí sem sett er upp hjá síma-
félaginu í landi eða hjá skipafélagi
sem vill reka sína eigin þjónustu.
Hlutafjárútboð gengur vel
Stjórn Netverks hefur ákveðið að
auka hlutafé í félaginu, að söluverði
400-600 milljónir kr., til að fjár-
magna aukin umsvif erlendis. Pari-
bas-fjárfestingarbankinn í Lundún-
um tók að sér að annast útboðið og
samdi síðan við Landsbanka Islands
um sölu hlutafjár á íslandi. Hluta-
fjárútboðið er meðal annars kynnt í
Bretlandi, Japan, Singapúr og
Bandaríkjunum. Að sögn Georgs
gengur sala hlutabréfanna vel en
niðurstaða fæst ekki fyi’r en eftir
mánaðamót.
Sauðfjárslátrun hætt hjá Slátursamlagi Skagfirðinga
Hluti ijárins fluttur
á brott úr héraði
ALMENN sauðfjárslátrun verður
ekki hjá Slátursamlagi Skagfirðinga
hf. á Sauðárkróki í haust. Bændurn-
ir sem þar var slátrað íyrir leggja
nú inn í sláturhús Kaupfélags Skag-
firðinga eða ílytja fé sitt úr héraði,
meðal annars á Blönduós, Hvamms-
tanga og til Sláturfélags Suður-
lands. Slátursamlagið á í fjárhags-
legum erfiðleikum en framtíð þess
er enn óráðin.
Hluthafar í Slátursamlagi Skag-
fírðinga felldu sem kunnugt er
samninga sem fyrri stjórn félagsins
gerði við Kaupfélag Skagfirðinga og
Búnaðarbankann um úreldingu
sláturhússins. Voru það einkum
ákveðin skilyrði í samningum við
kaupfélagið sem fóru fyrir brjóstið
á bændum. Ný stjórn félagsins leit-
aði eftir breytingum á umræddum
ákvæðum en fékk þeim ekki breytt.
Framkvæmdastjóri Slátursam-
lagsins hefur átt í viðræðum við
nokkra sláturleyfishafa um verk-
takaslátrun í sláturhúsinu, það er að
segja að Slátursamlagið yrði undir-
verktaki annars sláturleyfishafa.
Samningar tókust ekki og segir
Smári Borgarsson framkvæmda-
stjóri að ekki hafi tekist að ná
samningum á þeim stutta tíma sem
til stefnu var fyrir sláturtíð. Segir
hann því ljóst að ekki verði almenn
sauðfjárslátrun hjá félaginu í haust.
Hins vegar er áfram unnið að stór-
gripaslátrun og slátrað einhverju af
lömbum fyrir bændur sem þess
óska, meðal annars til heimtöku.
Sláturféð tvístrast
Vitað er að sláturfé þeirra
bænda sem lagt hafa inn í Slátur-
samlagið tvístrast nokkuð. Tölu-
verður hluti fer í Kaupfélag Skag-
firðinga en nokkur hluti fjárins er
fluttur úr héraði. Þannig hefur ver-
ið flutt fé til Slátursamlags Austur-
Húnvetninga á Blönduósi, til Slát-
urfélags Suðurlands og eitthvað fer
einnig til Ferskra afurða á
Hvammstanga.
Eins og fram hefur komið er Slát-
ursamlagið nokkuð skuldugt, eink-
um við Búnaðarbankann, og fyrst
ekki varð af úreldingu nú er framtíð
fyrirtækisins í óvissu. Smári segir
að stjórn félagsins sé að ræða fram-
haldið og muni væntanlega boða til
hluthafafundar um næstu mánaða-
mót til að ákveða um framtíðar-
rekstur. Tveir starfsmenn eru fast-
ráðnir, framkvæmdastjóri við ann-
an mann, og tekur uppsögn þeirra
gildi um næstu mánaðamót. Smári
segir að þeir muni geta unnið
áfram, ef þess verður óskað. Að
öðru leyti er sláturhúsið rekið með
lausráðnu fólki. Varðandi fjármálin
segir Smári að áhersla sé á það lögð
að sá rekstur sem félagið er með
auki ekki skuldir þess.