Morgunblaðið - 22.09.1998, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.09.1998, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1998 17 VIÐSKIPTI Lockheed semur um kaup á Comsat VVashington. Reuters. LOCKHEED Martin Corp. hefur samþykkt að kaupa Comsat Corp. í tveimur áfóng- um með samningi upp á 2,7 milljarða dollara, sem mun krefjast lagasetningar áður en hægt verður að ganga að fullu frá samningnum. Ef leyfi eftirlitsyfirvalda og Bandaríkjaþings fæst fær Lockheed Martin, eitt stærsta loftiðnaðarfyrirtæki heims, forskot í vaxandi samkeppni í gagnaflutningum og mynd- bandssendingum um gervi- hnetti. Gera tilboð um kaup á 49% hlutabréfa Comsat John Sponyoe, forstjóri dótturfyrirtækisins Lockheed Martin Global Telecommun- ications, sagði í samtali að samningurinn veitti tafai'lausa möguleika vegna álits þess sem Comsat nyti. Hið nýja dótturfyrirtæki tók til starfa í apríl og á að auka hlutdeild fyrirtækisins í al- þjóðlegri netkerfaþjónustu við stórfyrirtæki. I fyrri áfanga samningsins, sem er metinn á 1,3 milljónir dollara, mun Lockheed gera tilboð um kaup á 49% hluta- bréfa Comsat fyrir 45,50 doll- ara á bréf, eða 33% hærra verð en nú fást fyrir bréf í Comsat, en þau seldust á 34,125 dollara 18. september. Sama dag lækkaði verð bréfa í Lockheed um 3,50 doll- ara í 100 dollara í kauphöllinni í New York. Fyrirtækin telja að þau muni fá samþykki eftirlitsyfir- valda á sex til níu mánuðum. I síðari áfanga viðskiptanna mun Lockheed kaupa hluta- bréf af Comsat fyrir 1,4 millj- arða dollara. Til þess að hægt verði að Ijúka þeim þætti samningsins þarf Bandaríkja- þing að láta málið til sín taka. Þingið kom Comsat á fót 1962 vegna aðildar Bandaríkjanna að svokölluðu Intelstat kerfi fjarskipta um gervihnetti víðs vegar um heim. Véla- viðgerðir HONNUN SMIÐI ÞJONUSTA VIÐGERÐIR # = HÉÐINN = SMIÐJA Stórási 6 »210 Garöabæ sími 565 2921 • fax 565 2927 Morgunblaðið/Ásdís VÞI hefur flutt í nýtt húsnæði Verðbréfaþing Islands flytur í nýtt húsnæði VERÐBRÉFAÞING íslands hefur flutt í nýtt húsnæði á Engjateig 3 í Reykjavík en frá stofnun þings- ins árið 1985 hefur starfsemi þess ávallt verið í húsakynnum Seðla- banka íslands. Að sögn Stefáns Halldórsson- ar, framkvæmdastjóra VÞÍ, hef- ur verið stefnt að því um nokkurt skeið að koma starfseminni í eig- ið húsnæði til að gefa með skýr- ari hætti til kynna að þingið er ekki hluti af hinu opinbera. Þá hafi það einnig haft sitt að segja að leiguhúsnæðið var orðið of lít- ið auk þess sem Seðlabankinn þurfti að nýta rýmið undir eigin rekstur: „Segja má að við séum að aðlagast breyttum timum. Þingið var rekið undir Iögum Seðlabanka íslands allt fram til ársins 1993, þegar sérstök lög um VÞI tóku gildi. I framhaldinu var gerður leigusamningur við bankann sem verið hefur í gildi fram að þessu.“ Um er að ræða 40% af húsnæð- inu á Engjateigi 3 sem Verð- bréfaþingið kaupir af Byggða- stofnun. Með sameign, fundarað- stöðu o.fl. nemur hlutdeild VÞÍ í húsinu alls um 600 fermetrum. Stefán segir að flutningarnir geri þeim loks kleift að ganga frá ýmsum hlutum sem lúta að starfsemi og þjónustu þingsins til langframa. T.a.m. verði síma- og tölvumálum komið í varanlegt horf. Unnið verður að opnun heimasíðu þingsins á Netinu og námskeiðahald og almenn kynn- ingarstarfsemi verður aukin. Heimilístæki hf TÆKNI-OG TÚLVUDEILD SÆTÚNI 8 SlMI 5691500 @ $ @ BA boðar myndun heimsbandalags London. Reuters. BREZKA flugfélagið British Airways Plc boðaði í gær stofnun hnattræns bandalags fimm flugfé- laga undir vörumerkinu oneworld til að keppa við svokallað Star bandalag, sem United Airlines og fleiri flugfélög hafa komið á fót. British Airways berst enn fyrir því að fá eftirlitsyfirvöld til að sam- þykkja tvíhliða bandalag BA og Arnerican Airlines. í fyrirhuguðu oneworld-bandalagi verða Cathay Pacific, Canadian Airlines og Qant- as. Flugfélögin sögðu í yfirlýsingu að bandalaginu yrði komið á fót í áfóngum frá því snemma á næsta ári og að fleiri flugfélögum kynni að verða boðið að taka þátt í fram- tíðinni. Aðildarfélögin fimm og samstarfsfélög þeirra munu fljúga til 632 ákvörðunarstaða í 138 lönd- um. „Viðskiptavinir okkar hafa sagt að þeir vilji að flugfélög vinni sam- an að því að bæta þjónustu um víða veröld og það mun oneworld gera,“ sagði aðalframkvæmdastjóri Brit- ish Airways, Bob Ayling. Bandalagið verður keppinautur Star-bandalagsins, sem komið var á fót í fyrra með aðild United Air- lines, Lufthansa, SAS, Air Canada, Varig og Thai Airways. útivisf fjölskyldunnar um helgifts LAUCARDALSHOLL 25. - 27. SEPT. •Ferða- og fjallajeppar •Nýir bílar og jeppar A •Útivistarvörur •Aukahlutir 15 ára afmælissýning The lcelandic Superjeep and outdoor show 1990 Umboðsaðilar: Akureyri: Höldur, s: 461 3014 • Akranes: Bílver, s: 431 1985 • ísafjörður: Bílasala Jóels, s: 456 4712 Keflavík: B.G. Bílakringlan, s: 421 1200 • Egilsstaðir: Bíla og Búvélasalan, s: 471 2011 Fjórhjóladrifinn fjölskyldubíli - hannaöur fyrir íslenskar aðstæður / 2.01 4 strokka 16 ventla léttmáImsvél / Loftpúðar fyrir ökumann og farþega •/ Rafdrifnar rúður og speglar / ABS bremsukerfi / Veghæð: 20,5 cm / Fjórhjóladrif / Samlæsingar / Ryðvörn og skráning / Útvarp og kassettutæki / Hjólhaf: 2.62 m / Lengd: 4.52m, Breidd: 1.75m, Hæð: 1.675m Verð á götuna: 2.285.000.- með abs Sjálfskipting kostar 80.000,- (0 HONDA Sími: 520 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.