Morgunblaðið - 22.09.1998, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1998 17
VIÐSKIPTI
Lockheed
semur um
kaup á
Comsat
VVashington. Reuters.
LOCKHEED Martin Corp.
hefur samþykkt að kaupa
Comsat Corp. í tveimur áfóng-
um með samningi upp á 2,7
milljarða dollara, sem mun
krefjast lagasetningar áður en
hægt verður að ganga að fullu
frá samningnum.
Ef leyfi eftirlitsyfirvalda og
Bandaríkjaþings fæst fær
Lockheed Martin, eitt stærsta
loftiðnaðarfyrirtæki heims,
forskot í vaxandi samkeppni í
gagnaflutningum og mynd-
bandssendingum um gervi-
hnetti.
Gera tilboð um kaup á 49%
hlutabréfa Comsat
John Sponyoe, forstjóri
dótturfyrirtækisins Lockheed
Martin Global Telecommun-
ications, sagði í samtali að
samningurinn veitti tafai'lausa
möguleika vegna álits þess
sem Comsat nyti.
Hið nýja dótturfyrirtæki tók
til starfa í apríl og á að auka
hlutdeild fyrirtækisins í al-
þjóðlegri netkerfaþjónustu við
stórfyrirtæki.
I fyrri áfanga samningsins,
sem er metinn á 1,3 milljónir
dollara, mun Lockheed gera
tilboð um kaup á 49% hluta-
bréfa Comsat fyrir 45,50 doll-
ara á bréf, eða 33% hærra verð
en nú fást fyrir bréf í Comsat,
en þau seldust á 34,125 dollara
18. september.
Sama dag lækkaði verð
bréfa í Lockheed um 3,50 doll-
ara í 100 dollara í kauphöllinni
í New York.
Fyrirtækin telja að þau
muni fá samþykki eftirlitsyfir-
valda á sex til níu mánuðum.
I síðari áfanga viðskiptanna
mun Lockheed kaupa hluta-
bréf af Comsat fyrir 1,4 millj-
arða dollara. Til þess að hægt
verði að Ijúka þeim þætti
samningsins þarf Bandaríkja-
þing að láta málið til sín taka.
Þingið kom Comsat á fót 1962
vegna aðildar Bandaríkjanna
að svokölluðu Intelstat kerfi
fjarskipta um gervihnetti víðs
vegar um heim.
Véla-
viðgerðir
HONNUN
SMIÐI
ÞJONUSTA
VIÐGERÐIR
#
= HÉÐINN =
SMIÐJA
Stórási 6 »210 Garöabæ
sími 565 2921 • fax 565 2927
Morgunblaðið/Ásdís
VÞI hefur flutt í nýtt húsnæði
Verðbréfaþing Islands
flytur í nýtt húsnæði
VERÐBRÉFAÞING íslands hefur
flutt í nýtt húsnæði á Engjateig 3
í Reykjavík en frá stofnun þings-
ins árið 1985 hefur starfsemi þess
ávallt verið í húsakynnum Seðla-
banka íslands.
Að sögn Stefáns Halldórsson-
ar, framkvæmdastjóra VÞÍ, hef-
ur verið stefnt að því um nokkurt
skeið að koma starfseminni í eig-
ið húsnæði til að gefa með skýr-
ari hætti til kynna að þingið er
ekki hluti af hinu opinbera. Þá
hafi það einnig haft sitt að segja
að leiguhúsnæðið var orðið of lít-
ið auk þess sem Seðlabankinn
þurfti að nýta rýmið undir eigin
rekstur: „Segja má að við séum
að aðlagast breyttum timum.
Þingið var rekið undir Iögum
Seðlabanka íslands allt fram til
ársins 1993, þegar sérstök lög
um VÞI tóku gildi. I framhaldinu
var gerður leigusamningur við
bankann sem verið hefur í gildi
fram að þessu.“
Um er að ræða 40% af húsnæð-
inu á Engjateigi 3 sem Verð-
bréfaþingið kaupir af Byggða-
stofnun. Með sameign, fundarað-
stöðu o.fl. nemur hlutdeild VÞÍ í
húsinu alls um 600 fermetrum.
Stefán segir að flutningarnir
geri þeim loks kleift að ganga
frá ýmsum hlutum sem lúta að
starfsemi og þjónustu þingsins til
langframa. T.a.m. verði síma- og
tölvumálum komið í varanlegt
horf. Unnið verður að opnun
heimasíðu þingsins á Netinu og
námskeiðahald og almenn kynn-
ingarstarfsemi verður aukin.
Heimilístæki hf
TÆKNI-OG TÚLVUDEILD
SÆTÚNI 8 SlMI 5691500
@ $ @
BA boðar myndun
heimsbandalags
London. Reuters.
BREZKA flugfélagið British
Airways Plc boðaði í gær stofnun
hnattræns bandalags fimm flugfé-
laga undir vörumerkinu oneworld
til að keppa við svokallað Star
bandalag, sem United Airlines og
fleiri flugfélög hafa komið á fót.
British Airways berst enn fyrir
því að fá eftirlitsyfirvöld til að sam-
þykkja tvíhliða bandalag BA og
Arnerican Airlines. í fyrirhuguðu
oneworld-bandalagi verða Cathay
Pacific, Canadian Airlines og Qant-
as.
Flugfélögin sögðu í yfirlýsingu
að bandalaginu yrði komið á fót í
áfóngum frá því snemma á næsta
ári og að fleiri flugfélögum kynni
að verða boðið að taka þátt í fram-
tíðinni. Aðildarfélögin fimm og
samstarfsfélög þeirra munu fljúga
til 632 ákvörðunarstaða í 138 lönd-
um.
„Viðskiptavinir okkar hafa sagt
að þeir vilji að flugfélög vinni sam-
an að því að bæta þjónustu um víða
veröld og það mun oneworld gera,“
sagði aðalframkvæmdastjóri Brit-
ish Airways, Bob Ayling.
Bandalagið verður keppinautur
Star-bandalagsins, sem komið var
á fót í fyrra með aðild United Air-
lines, Lufthansa, SAS, Air Canada,
Varig og Thai Airways.
útivisf
fjölskyldunnar
um helgifts
LAUCARDALSHOLL
25. - 27. SEPT.
•Ferða- og fjallajeppar
•Nýir bílar og jeppar A
•Útivistarvörur
•Aukahlutir
15 ára afmælissýning
The lcelandic Superjeep and outdoor show 1990
Umboðsaðilar:
Akureyri: Höldur, s: 461 3014 • Akranes: Bílver, s: 431 1985 • ísafjörður: Bílasala Jóels, s: 456 4712
Keflavík: B.G. Bílakringlan, s: 421 1200 • Egilsstaðir: Bíla og Búvélasalan, s: 471 2011
Fjórhjóladrifinn fjölskyldubíli - hannaöur fyrir íslenskar aðstæður
/ 2.01 4 strokka 16 ventla léttmáImsvél
/ Loftpúðar fyrir ökumann og farþega
•/ Rafdrifnar rúður og speglar
/ ABS bremsukerfi
/ Veghæð: 20,5 cm
/ Fjórhjóladrif
/ Samlæsingar
/ Ryðvörn og skráning
/ Útvarp og kassettutæki
/ Hjólhaf: 2.62 m
/ Lengd: 4.52m, Breidd: 1.75m, Hæð: 1.675m
Verð á götuna: 2.285.000.- með abs
Sjálfskipting kostar 80.000,-
(0
HONDA
Sími: 520 1100