Morgunblaðið - 22.09.1998, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.09.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1998 13 FRÉTTIR Með Marmofloor velur þú umhverfisvænt og sterkt gólfefni. Auðvelt að leggja. Marmofloor má leggja á næstum hvaða viðargólf eða steingólf sem er. Engin þörf er fyrir límingu. Þar sem plöturnar eru „fljótandi" þarf ekki að hafa áhyggjur af minniháttar ójöfnum. MARMOFLOOR er fáanlegt í fjölmörgum heillandi litum sem hæfa hverskyns húsakynnum. ífefilb® KROMMENIE ■ mmm Marmofloor, það nýjasta í náttúrulegum gólfefnum KJARAN GOLFBUNAÐUR SÍÐUMÚL114 • 108 REYKJAVfK • Sl'MAR 510 5500 • 510 5510 OPIÐ: VIRKA DAGA KL. 8-18, LAUGARDAGA KL. 10-13 Morgunblaðið/Árni Sæberg Dælan á hliðina ÓHAPP varð á bensínstöð Olís við Háaleitisbraut í gær þegar vörubíll seig ofan í skurð og bensíndæla á palli bílsins rann niður í skurðinn. Engin slys urðu og skemmdir ekki stórkostlegar. Verið er nú að endumýja stöðina við Háaleitisbraut og er verkið langt komið. LINOLEUM PARKET BEINT A GOLFIÐ Nýr pró- fessor við Háskóla Islands • MEÐ bréfí menntamálaráðherra 26. ágúst sl. var háskólakennara- stai’fí Gísla Gunnarssonar í sagn- fræði breytt í stöðu prófessors frá 1. desember 1997 að telja. Áður höfðu sérskipuð dómnefnd, heim- spekideild Háskóla íslands og háskólaráð samþykkt fyrir sitt leyti að Gísli færi í stöðu pró- fessors., Gísli Gunnars- son er fæddur árið 1938. Að loknu MA-prófi í sagnfræði við Háskólann í Edinborg í Skotlandi árið 1961 var hann framhalds- og gagnfræða- skólakennari á höfuðborgarsvæðinu í ellefu ár. Á árunum 1972-1983 stundaði hann framhaldsnám og sjálfstæðar rannsóknir við hagsögu- deild Háskólans í Lundi í Svíþjóð og lauk þaðan doktorsprófi í hagsögu árið 1983. Hann hefur haft kennslu í sagnfræði við Háskóla Is- lands sem aðalstarf síðan 1983, sem stundakennari til 1987, sem lektor 1987-1989 og sem dósent 1989-1997. Eftir Gísla liggja fjölmörg fræði- verk í ýmsum greinum sagn- fræðinnar þó mest í félags- og hagsögu. Þekktasta verk hans er Upp er boðið Island. Einokunar- verslunin og Islenskt samfélag 1602-1787, sem kom út árið 1987. Bók þessi var þýdd og endurskoðuð útgáfa doktorsritgerðar hans sem kom út á ensku fjórum árum fyrr. Gísli er kvæntur Sigríði Sigur- björnsdóttur, gjaldkera og eiga þau þrjár uppkomnar dætur. Tveir í gæslu vegna innbrota TVEIR menn voru á sunnudag úrskurðaðir í gæsluvarðhald í 30 og 45 daga vegna innbrota um helgina og gruns um aðild þeirra að öðrum innbrotun. Mennirnir eru fæddir 1976 og 1978. Brotist var inn á sex stöðum á höfuðborgarsvæðinu um helgina, í íbúðarhús í Breiðholti, Hlíðunum og Sel- tjarnarnesi. Stolið var mynd- bandstækjum og ýmsum öðr- um verðmætum. Þjófamir náðust á sunnudag og óskaði lögreglan í Reykjavík eftir gæsluvarðhaldi. Grunar lög- regluna að mennirnir eigi jafn- framt aðild að fleiri innbrotum sem framin voru í síðustu viku. Vom þeir færðir fyrir héraðs- dómara sem úrskurðaði þá í annars vegar 30 daga og hins vegar 45 daga varðhald.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.