Morgunblaðið - 22.09.1998, Page 13

Morgunblaðið - 22.09.1998, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1998 13 FRÉTTIR Með Marmofloor velur þú umhverfisvænt og sterkt gólfefni. Auðvelt að leggja. Marmofloor má leggja á næstum hvaða viðargólf eða steingólf sem er. Engin þörf er fyrir límingu. Þar sem plöturnar eru „fljótandi" þarf ekki að hafa áhyggjur af minniháttar ójöfnum. MARMOFLOOR er fáanlegt í fjölmörgum heillandi litum sem hæfa hverskyns húsakynnum. ífefilb® KROMMENIE ■ mmm Marmofloor, það nýjasta í náttúrulegum gólfefnum KJARAN GOLFBUNAÐUR SÍÐUMÚL114 • 108 REYKJAVfK • Sl'MAR 510 5500 • 510 5510 OPIÐ: VIRKA DAGA KL. 8-18, LAUGARDAGA KL. 10-13 Morgunblaðið/Árni Sæberg Dælan á hliðina ÓHAPP varð á bensínstöð Olís við Háaleitisbraut í gær þegar vörubíll seig ofan í skurð og bensíndæla á palli bílsins rann niður í skurðinn. Engin slys urðu og skemmdir ekki stórkostlegar. Verið er nú að endumýja stöðina við Háaleitisbraut og er verkið langt komið. LINOLEUM PARKET BEINT A GOLFIÐ Nýr pró- fessor við Háskóla Islands • MEÐ bréfí menntamálaráðherra 26. ágúst sl. var háskólakennara- stai’fí Gísla Gunnarssonar í sagn- fræði breytt í stöðu prófessors frá 1. desember 1997 að telja. Áður höfðu sérskipuð dómnefnd, heim- spekideild Háskóla íslands og háskólaráð samþykkt fyrir sitt leyti að Gísli færi í stöðu pró- fessors., Gísli Gunnars- son er fæddur árið 1938. Að loknu MA-prófi í sagnfræði við Háskólann í Edinborg í Skotlandi árið 1961 var hann framhalds- og gagnfræða- skólakennari á höfuðborgarsvæðinu í ellefu ár. Á árunum 1972-1983 stundaði hann framhaldsnám og sjálfstæðar rannsóknir við hagsögu- deild Háskólans í Lundi í Svíþjóð og lauk þaðan doktorsprófi í hagsögu árið 1983. Hann hefur haft kennslu í sagnfræði við Háskóla Is- lands sem aðalstarf síðan 1983, sem stundakennari til 1987, sem lektor 1987-1989 og sem dósent 1989-1997. Eftir Gísla liggja fjölmörg fræði- verk í ýmsum greinum sagn- fræðinnar þó mest í félags- og hagsögu. Þekktasta verk hans er Upp er boðið Island. Einokunar- verslunin og Islenskt samfélag 1602-1787, sem kom út árið 1987. Bók þessi var þýdd og endurskoðuð útgáfa doktorsritgerðar hans sem kom út á ensku fjórum árum fyrr. Gísli er kvæntur Sigríði Sigur- björnsdóttur, gjaldkera og eiga þau þrjár uppkomnar dætur. Tveir í gæslu vegna innbrota TVEIR menn voru á sunnudag úrskurðaðir í gæsluvarðhald í 30 og 45 daga vegna innbrota um helgina og gruns um aðild þeirra að öðrum innbrotun. Mennirnir eru fæddir 1976 og 1978. Brotist var inn á sex stöðum á höfuðborgarsvæðinu um helgina, í íbúðarhús í Breiðholti, Hlíðunum og Sel- tjarnarnesi. Stolið var mynd- bandstækjum og ýmsum öðr- um verðmætum. Þjófamir náðust á sunnudag og óskaði lögreglan í Reykjavík eftir gæsluvarðhaldi. Grunar lög- regluna að mennirnir eigi jafn- framt aðild að fleiri innbrotum sem framin voru í síðustu viku. Vom þeir færðir fyrir héraðs- dómara sem úrskurðaði þá í annars vegar 30 daga og hins vegar 45 daga varðhald.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.