Morgunblaðið - 22.09.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.09.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1998 29 » Reuters ffi kristilegra demókrata hafði ástseðu til að kætast en flokkur hans stórjók fylgi sitt. Virðist ÞAÐ var þungt yfir Cari Bildt formanni Hægriflokksins á sunnudag. Hann sést hér með hersla Svenssons á mikilvægi gilda hafi fallið í góðan jarðveg meðal kjósenda. ítalskri vinkonu sinni. Flokkur hans stóð nær í stað frá síðustu kosningum. >- »aki en undan fallna krónprinsessa jafnaðarmanna, myndi nú taka sæti í stjórninni til að hressa upp á ímynd stjórnarinnar og flokksins. Göran Persson ætlaði sér ekki að verða formaður, eftir því sem best verður séð, þegar hann var talinn á að taka við af Ingvar Carlsson 1996, er Sahlin hafði hrakist frá sökum fjármálaóreiðu í einkalífinu. Þegar reynsla fór að koma á leiðtogahæfi- leika Perssons var of stutt í kosning- ar til að gagnrýnin gæti streymt fram óhindrað. Nú gæti svo farið að gagn- rýnin losnaði úr læðingi. Það þarf ekki að tala við marga jafnaðarmenn og stjórnmálaskýi'end- ur til að heyra að það er af nógu að taka. „Hann er hugsjónalaus og hug- myndalaus," segir einn, „og alveg laus við að hafa nokkra grundvallar- stefnu. Hann er eins og forstjóri í fyr- irtæki, ekki eins og stjórnmálaleið- togi.“ Strax eftir sigur Tonys Blairs og breska Verkamannaflokksins hafði Persson þann áfanga nokkrum sinn- um á orði, en síðan ekki söguna meir. I kosningabaráttunni hefur breska jafnaðarmannaundrið ekki heyrst nefnt og engin endurnýjun átt sér stað. Öll umræða i flokknum í þá átt hefur verið kæfð. ------- „Göran Persson hefur on nær verið svo hranalegur leið- i tj| togi innan flokksins að þeir ;nda“ eru ófáir samstarfsmenn ' hans þar, sem hugsa honum þegjandi þörfina," er önnur athugasemd, sem heyrðist á kosn- ingakvöldið í samræðum í þinghús- inu. Hann hefur átt það til að ávíta samráðherra sína opinberlega og mjög hranalega. Stjórnunarstíll hans er mótaður frá bæjarstjórnarái-unum í Katrineholm í Suður-Svíþjóð, þar sem hann var kallaður kóngurinn í Katrineholm. Það sem gagnast í smá- bæjarstjórn á kannski ekki eins vel heima í landsstjórninni. Hugmyndafræðileg stöðnun og óvinsældir Perssons innanbúðar gætu gert honum lífið leitt næstu mánuðina ofan á hremmingarnar við að stjórna. Eins og er á hann engan augljósan keppinaut í flokknum, en ef viðvarandi óánægja er fyrh' hendi innan flokksins gæti hún fært honum keppinaut. Hvort ófarirnar ýta undir fortíðarþrána eða styrkja endurnýj- URSLIT ÞINGKOSNINGANNA I SVIÞJOÐ Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar og formaður Jafnaðarmannaflokksins, lýsti flokk sinn sigurvegara þingkosninganna í Svíþjóð á sunnudag og lofaði að ríkisstjórn sín myndi nú halda áfram þar sem frá var horfið við að stýra landinu þrátt fyrir að jafnaðarmenn hafi hlotið sína verstu kosningu í 80 ár. Jafnaðarmenn munu þurfa á stuðningi annarra flokka til halda um stjómartaumana og eru fyrn/erandi kommúnistar í Vinstriflokknum, auk Græningja, líklegir samstarfsflokkar. Hlutfall atkvæða 36.6% Samanlagt hlutfall atkvæða jafnaðarmanna, Vinstriflokksins og Græningja var um 53,1%. Fjöldi þingsæta Þingsæti alls 349 22.7% i Jafn.menn «5*131 12.0% 11.8% Hærgi- Aðrir flokkur flokkar 82 136 lllip 5.1% 4.7% 4.5% Jafnaðar- Hægri- Vinstri- Kristilegir Mið- Þjóðar- Græningjar menn flokkurinn flokkurinn demókratar flokkurinn flokkurinn +5,8% +7,7% -8,8% -0,4% -2,6% -2,5% -0,5% Breytingar frá því íkosningunum 1994 unaröflin í flokknum á einnig eftir að koma í ljós. Fylgishrun jafnaðarmanna á sér margar skýringar Olof Ruin, prófessor í stjórn- málafræði og höfundar margra bóka um sænsk stjómmál, undir- strikaði í gær á fundi með erlend- um blaðamönnum að þó fylgis- aukning Vinstriflokksins væri at- hyglisverð, þá væru kosningaúr- slitin ekki vinstrisveifla. Saman- lagt hefði vinstrivængurinn misst þingsæti miðað við kosningarnar 1994. Astæður fylgishrans jafnað- armanna væru af ýmsum toga. Með hörðum efnahagsaðgerðum undanfarin ár hefðu jafnaðarmenn neyðst til að skera harkalega niður í velferðarkerfinu, svo sem í heil- brigðiskerfinu, skólum og þjónustu við börn og gamalmenni. Margh’ fyndu fyrir niðurskurðinum og það bitnaði á stjórn jafnaðarmanna að mati Ruins. Stjórnin lýsti því yfir að hún ætlaði að vinna bug á at- vinnuleysinu, en það hefði ekki tekist. I bæjarstjórnum hafa víða komið upp hneykslismál og fjár- málasukk tengt jafnaðarmönnum og það hefði nuddast á fiokkinn al- mennt. Ennfremur bendir Ruin á að Persson hafi átt erfitt með að ná til kjósenda, einkum kvenna, og kosn- ingaþátttaka var minni en nokkra sinni á síðari tímum og er litlu að- dráttarafli Perssons einnig kennt um það. Hann gat á engan hátt keppt við Gudrun Schyman, hinn frakka og heillandi formann Vinstriflokksins. Jafnaðarmenn hafa einnig mátt þola að gildisorðum eins og rétt- læti og jafnrétti var rænt af öðrum flokkum eins og kristilegum og vinstrimönnum og í munni þeirra urðu þessi fyrrum einkaorð jafnaðarmanna trúverð; ugri en hjá Persson og félögum. I viðbót við þessa upptalningu er svo áðurnefndur skortur á hug- myndalegri endurnýjun sænskra jafnaðarmanna. Tími óvissu fer í hönd í sænskum stjórnmálum má nú búast við að tími óvissu fari í hönd og getgáturnar um hugsanlega at- burðaröð hafa verið margar. Pers- son sver og sárt við leggur að fjár- lögin hvorki megi né geti stefnt í tvísýnu þeirri röð og reglu, sem komið hafi verið á. Gudrun Schym- an trúir á lögskipaða vinnuviku upp á 35 klukkustundir eins og franskir sósíalistar hafa komið á, en það hefur Persson þvertekið fyrir. Sömuleiðis mun hann vart fallast á hærri skatta eða að Svíar hægi á að greiða niður skuldir rík- isins. Hins vegar gæti hann fallist á að veita meira fé til bæjarfélaga og að ráða íleiri til vinnu hjá hinu opinbera, þó um leið veitist honum erfiðara að halda fym aðhalds- stefnu. Það þykir sennilegt að Persson muni fljótlega koma fram með ráð- stafanir, sem sýna að hann geti starfað með vinstrivængnum án þess að þurfa að sveigja um of til vinstri. Til að halda við góðum orðstír erlendis fyi'ir efnahags- stjórnina undanfarið er honum í mun að fá ekki dumbrauða slikju á stjórnina. Til lengdar er hins veg- ar erfitt að sjá hvernig honum á að takast að sigla milli skers og bára í þessum efnum. Kapallinn virðist ekki ganga upp. I Evrópumálum er staðan jafn- vel enn erfiðari, þar sem bæði Vinstriflokkurinn og Umhverfis- flokkurinn eru yfirlýstir andstæð- ingar Evrópusambandsins, ESB, og að sjálfsögðu Efnahags- og myntbandalags Evrópu, EMU. A komandi kjörtímabili verða jafnað- * armenn að taka ákvörðun um af- stöðu til EMU. I stórri skoðana- könnunum á kosningadaginn kom í ljós að 39 prósent kjósenda styðja EMU, 41 prósent er á móti og 20 prósent era óvissir. Sænsk ákvörð- un um EMU mun ekki ganga átakalaust fyrir sig, sérstaklega ekki fyrir jafnaðarmenn, þar sem 49 prósent flokksmanna eru and- víg EMU. Nálgunin að NATO er einnig stöðugt umræðuefni og vart þarf að taka fram að báðir áður- nefndir flokkar era and- stæðir stefnubreytingu í átt að NATO-aðild. Hvort jafnaðarmönnum-*- gefst eitthvert færi til hægrasamstarfs er óvíst eins og er. Ef svo fer að Persson kemst hvorki lönd né strönd mun hann hugsanlega neyðast til að boða til kosninga. Samkvæmt sænsku stjórnarskránni er kosið reglu- lega á fjögurra ára fresti, en hægt er að grípa til aukakosninga, sem þó hagga ekki fjögurra ára regl- unni. Kosningar væra heldur ekki fýsilegur kostur, hvorki fyrir jafn- aðarmenn, sem myndu þar með , •- virðast standa ráðalausir, né fyrir aðra flokka, sem ekki hefði tekist að koma með neitt nýtt. Sigurveg- ararnir nú gætu átt á hættu að þurfa að standa frammi fyrir því að fylgisaukningin nú hafi byggst á lausu flóttafylgi. Kosningarnar eru afstaðnar, en óvissa gengin í garð. T „Líklegt að Bildt hætti í stjórnmálum“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.