Morgunblaðið - 22.09.1998, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1998 7
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Golli
SIGURLIÐINU var vel fagnað þegar það kom í skólann í gær.
Norðurlandamót grunn-
skólasveita í skák
Réttarholts-
skóli meistari
NORÐURLANDAMÓT grann-
skólasveita í skák fór fram í Gaus-
dal í Noregi um helgina.
Réttarholtsskóli, sem var fulltrúi
Islands, vann öruggan sigur á
Norðurlandamótinu, hlaut 14'/2
vinning af 20 mögulegum og sigraði
í öllum sínum viðureignum. í 2. sæti
varð norsk sveit með 12 vinninga.
í liði Réttarholtsskóla voru: 1.
Davíð Kjartansson 3/5 v. 2. Sveinn
Þór Wilhelmsson 4/5 v. 3. Guðni Þór
Stefánsson 4/5 v. 4. Þórir Júlíusson
3/4 v. Varamaður: Jóhannes Ingi
Arnason Wlv. Liðsstjóri og farar-
stjóri var Vigfús Óðinn Vigfússon.
Urskurður sam-
keppnisráðs
Bann
við eftir-
gerð á
slagorði
SAMKEPPNISRÁÐ hefur
bannað Sól-Víking hf., að nota
slagorðið „Víking öl - betra
með boltanum", þar sem um
sé að ræða eftirgerð slagorðs
keppinautar þ.e. Ölgerðar
Egils Skallagrímssonar,
„Egils öl - gott með boltan-
um“. Jafnframt er það mat
ráðsins að auðkennið „Víking
sterkur“, brjóti ekki í bága við
góða viðskiptahætti.
I erindi Ölgerðar Egils
Skallagrímssonar ehf. til Sam-
keppnisstofnunar er kvartað
yfir auglýsingu, slagorði og
auðkenni Sól-Víking hf. Fram
kemur að í tengslum við sjón-
varpsútsendingar frá fótbolta-
leikjum hafí Ölgerðin birt aug-
lýsingu með slagorði fyrirtæk-
isins „Egils öl - gott með bolt-
anum“. Eftir að auglýsingin
birtist hafi við sama tilefni
verið birt auglýsing frá
Sól-Víking, þar sem eins og í
auglýsingu Ölgerðarinnar, öli
var hellt í glas og slagorðið
„Víking öl - betra með boltan-
um“.
Víking sterkur í lagi
í sama erindi var kvartað
yfir auðkenninu „Víking
sterkur" og vitnað til þess að
„Egill sterkur" hafi komið
fyrr á markaðinn og minnt á
að Ölgerðin sé markaðsleið-
andi og njóti viðskiptavildar
hjá neytendum. I úrskurði
samkeppnisráðs kemur fram
að hvorugt auðkennanna „Eg-
ill sterkur" eða „Víking sterk-
ur“ eru skráð vörumerki auk
þess sem á markaðinum séu
erlendar bjórtegundir þar
sem orðið sterkur komi fyrir.
Að mati ráðsins er engin
hætta á að neytendur villist á
auðkennunum, þau beri
greinilega með sér nafn fram-
leiðanda og umbúðir séu ólík-
ar. Að mati samkeppnisráðs
brýtur því auðkennið „Víking
sterkur" ekki í bága við góða
viðskiptahætti og veitir ekki
rangar eða villandi upplýsing-
ar né hafi það áhrif á eftir-
spurn.
Subaru Impreza
Fjórhjóladrifinn og sjálfskiptur, tilbúinn í vetraraksturinn.
SUBABU
Verðkr. 1.849.000.-
Subaru Impreza
er margfaldur
heimsmeistari í Rally.
| | r | Helgason hf.
•~3=É~=- Sími 525 8000