Morgunblaðið - 22.09.1998, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.09.1998, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1998 7 FRÉTTIR Morgunblaðið/Golli SIGURLIÐINU var vel fagnað þegar það kom í skólann í gær. Norðurlandamót grunn- skólasveita í skák Réttarholts- skóli meistari NORÐURLANDAMÓT grann- skólasveita í skák fór fram í Gaus- dal í Noregi um helgina. Réttarholtsskóli, sem var fulltrúi Islands, vann öruggan sigur á Norðurlandamótinu, hlaut 14'/2 vinning af 20 mögulegum og sigraði í öllum sínum viðureignum. í 2. sæti varð norsk sveit með 12 vinninga. í liði Réttarholtsskóla voru: 1. Davíð Kjartansson 3/5 v. 2. Sveinn Þór Wilhelmsson 4/5 v. 3. Guðni Þór Stefánsson 4/5 v. 4. Þórir Júlíusson 3/4 v. Varamaður: Jóhannes Ingi Arnason Wlv. Liðsstjóri og farar- stjóri var Vigfús Óðinn Vigfússon. Urskurður sam- keppnisráðs Bann við eftir- gerð á slagorði SAMKEPPNISRÁÐ hefur bannað Sól-Víking hf., að nota slagorðið „Víking öl - betra með boltanum", þar sem um sé að ræða eftirgerð slagorðs keppinautar þ.e. Ölgerðar Egils Skallagrímssonar, „Egils öl - gott með boltan- um“. Jafnframt er það mat ráðsins að auðkennið „Víking sterkur“, brjóti ekki í bága við góða viðskiptahætti. I erindi Ölgerðar Egils Skallagrímssonar ehf. til Sam- keppnisstofnunar er kvartað yfir auglýsingu, slagorði og auðkenni Sól-Víking hf. Fram kemur að í tengslum við sjón- varpsútsendingar frá fótbolta- leikjum hafí Ölgerðin birt aug- lýsingu með slagorði fyrirtæk- isins „Egils öl - gott með bolt- anum“. Eftir að auglýsingin birtist hafi við sama tilefni verið birt auglýsing frá Sól-Víking, þar sem eins og í auglýsingu Ölgerðarinnar, öli var hellt í glas og slagorðið „Víking öl - betra með boltan- um“. Víking sterkur í lagi í sama erindi var kvartað yfir auðkenninu „Víking sterkur" og vitnað til þess að „Egill sterkur" hafi komið fyrr á markaðinn og minnt á að Ölgerðin sé markaðsleið- andi og njóti viðskiptavildar hjá neytendum. I úrskurði samkeppnisráðs kemur fram að hvorugt auðkennanna „Eg- ill sterkur" eða „Víking sterk- ur“ eru skráð vörumerki auk þess sem á markaðinum séu erlendar bjórtegundir þar sem orðið sterkur komi fyrir. Að mati ráðsins er engin hætta á að neytendur villist á auðkennunum, þau beri greinilega með sér nafn fram- leiðanda og umbúðir séu ólík- ar. Að mati samkeppnisráðs brýtur því auðkennið „Víking sterkur" ekki í bága við góða viðskiptahætti og veitir ekki rangar eða villandi upplýsing- ar né hafi það áhrif á eftir- spurn. Subaru Impreza Fjórhjóladrifinn og sjálfskiptur, tilbúinn í vetraraksturinn. SUBABU Verðkr. 1.849.000.- Subaru Impreza er margfaldur heimsmeistari í Rally. | | r | Helgason hf. •~3=É~=- Sími 525 8000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.