Morgunblaðið - 22.09.1998, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Dr. Kirschner formaður Heilsulindarsamtaka Evrópu
Taka verður
mið af and-
legri líðan
REYKJAVIKURBORG varð í síð-
ustu viku aðili að Heilsulindarsam-
tökum Evrópu. Af því tilefni kom
hingað til lands forseti samtak-
anna, dr. med. Christoph
Kirschner, sem undirritaði samn-
inginn fyrir hönd Evrópusamtak-
anna.
Dr. Kirschner er fyrrverandi yf-
irlæknir virtrar heilsulindarstöðv-
ar í Þýskalandi, sem er mikið sótt
m.a. af stjórnmálamönnum. Nú
hefur hami alfarið snúið sér að for-
mennsku Evrópusamtakanna en er
einnig formaður þýsku heilsulind-
arsamt akanna Deutscher Báder-
verband.
Líkami og sál
Hann er lærður lyf- og endur-
hæfingarlæknir og kveðst alla tíð
hafa haft áhuga á heildrænni
læknismeðferð, sem hann kallar
líkami og sál. Spurður um hvað
hann eigi við með því segir hann
að líkami og sál sé ein og órjúfan-
leg heild, sem hafi áhrif hvort á
annað, enda sé líkaminn útbúinn
fullkomnu sjálfstýringarkerfi.
Hann gefur dæmi og segir að
hugurinn hafi áhrif á hvernig við
sofum og hvað við borðum sem
aftur hafi áhrif á líkamann. „Ef ég
á í tilfinningalegri vanlíðan þá
getur það leitt til þess að ég borði
of mikið og fitni. Það hefur áhrif á
líkamlega líðan eins og slæm hné,
hjartasjúkdóma og fleira. Sykur-
sýki er líkamlegur sjúkdómur, en
við vitum að þróun sjúkdómsins
fer mjög eftir því hvernig sjúk-
lingurinn fer með sig og hvort
hann borðar rétt. Þar kemur hin
andlega hlið eða sálin til sögunn-
ar. Það er því ekki hægt að greina
á milli sálar og líkama heldur er
þar um samspil að ræða. Þetta á
við um alla krankleika."
Af þessum sökum, segir hann,
verður alltaf að taka mið að and-
legri liðan þegar verið er að
lækna líkamlega sjúkdóma.
Spurður hvort þessi aðferð eigi
einnig heima iimi á sjúkrahúsum
segir hann að það sé undir hverj-
um lækni komið og hvers konar
meðferð beitt er. Venjulega hafí
þó öll meðferð áhrif á andlega líð-
an, en á spítölum sé einkum lögð
áhersla á að lækna líkamlegu ein-
kennin. „Þegar fólk leggst inn á
spítala er það meira eins og hlut-
ur sem gengst undir meðferð ann-
arra svo sem uppskurð, en í
heilsulindum eru framfarirnar að
miklu leyti undir sjúklingnum
komnar. Eg var vanur að segja
við sjúklingana að við værum leið-
beinendurnir en það væri þeirra
að koma lífí sínu í betra horf,“
segir dr. Kirshcner, sem ítrekar
að heildræn meðferð felist í því að
Morgunblaðið/Kristinn
DR. MED. Christoph Kerschner fyrrverandi yfirlæknir heilsulindar í
Þýskalandi kveðst alla tíð hafa notast við aðferð sem hann kallar
„líkami og sál“, þ.e. að við Iækningu verði að huga að báðum þáttum.
manneskjan taki sjálf þátt í upp-
byggingunni.
Heilsuefling er forvörn
Hann leggur einnig áherslu á
fyrirbyggjandi meðferð og segir
að menn verði að gera sér grein
fyrir að ætli þeir sér að halda
góðri heilsu krefjist það ákveð-
inna lífshátta. „Segja má að sé
fólk verkjalaust eða ekki með
nein meiðsl sé það í raun heil-
brigt, en sumir eru hraustari en
aðrir. Menn verða að horfa sam-
hliða á forvarnir og meðferðir
innan heilbrigðiskerfisins. Þetta
köllum við heilsueflingu, sem er
annar hluti starfsemi heilsulind-
anna. Hinn hlutinn snýr að endur-
hæfingu. Heilsulindirnar leggja
áherslu á uppbyggingu líkamans
til dæmis með æfingum, líkams-
rækt, sundi og fræðslu um heil-
brigt líferni.
Spurður hvort heilsulindum
liafi fjölgað í Evrópu að undan-
förnu segir hann svo ekki vera,
enda fullnægi þær eftirspurninni
ennþá. Hins vegar hafi þeim ein-
staklingum fjölgað sem sæki
stöðvarnar. Starfsemin hafi enn-
fremur breyst og þær gegni end-
urhæfingu í ríkara mæli en áður
þegar hlutverk þeirra fólst mikið
til í að sinna fólki með offitu-
vandamál.
Hannes Hlífar varð
efstur á svæðamótinu
SKAK
HANNES Hlífar Stefánsson stór-
meistari tryggði sér á laugardag sig-
ur á svæðamóti Norðurlanda í skák,
sem teflt var á Fjóni í
Danmörku.
MÓTINU lauk með aukakeppni
um lokaröð keppenda, annars vegar í
1.-3. sæti og hins vegar 4.-6. sæti.
Mótið var útslátt-
arkeppni, þar
sem teflt var um
þrjú sæti á
heimsmeistara-
móti alþjóðaskák-
sambandsins,
sem teflt verður í
Las Vegas,
Bandaríkjunum,
29. nóvember til
27. desember nk.
Úrslit aukakeppninnar um 1. sæt-
ið urðu þessi: 1. Hannes Hlífar Stef-
ánsson, 3 v. 2.-3. Peter Hene Niel-
sen, Danmörku, og Ralf Ákesson,
Svíþjóð, 1 Vz v. hvor. Keppnin um
varamannasætin, 4.-6. sæti, var mjög
hörð og urðu keppendur jafnir með 2
vinninga hver. Þá hætti Djurhuus
keppni og Wedberg vann Gausel.
Röðin varð því: 4. Tom Wedberg,
Svíþjóð, 5. Einar Gausel, Noregi, 6.
Rune Djurhuus, Noregi. Hannes
Hlífar varð þannig sigurvegari móts-
ins og Tom Wedberg 1. varamaður.
Hannes Hlífar vann báða keppi-
nauta sína á laugardag, Nielsen og
Ákesson, 1 Vz - Vz, og kórónaði með
því glæsilega frammistöðu á mótinu.
Hann vann Helga Áss Grétarsson,
stórmeistara; í fyrstu umferð, 1 Vi -
Vz, Helga Ólafsson,stórmeistara, í
næstu umferð, 3-1 og norska stór-
meistarann, Rune Djurhuus, 1 V4 - Vz
í þriðju umferð. Hannes Hlífar tap-
aði ekki skák á mótinu og lenti að-
eins einu sinni í erfiðleikum, í seinni
skákinni við Helga Ólafsson, en tókst
að halda jafntefli. Hannes Hlífar hef-
ur teflt mjög vel að undanförnu og
unnið tvo sterk skákmót á undan
svæðamótinu. Þessi öruggi sigur
hans þarf því ekki að koma á óvart
og verður vonandi áfangi á leið til
enn meiri afreka.
Auk þeirra þriggja íslensku stór-
meistara, sem nefndir hafa verið hér
að framan, tefldu Margeh- Pétursson
og Þröstur Þórhallsson á mótinu.
Margeir sló Þröst út úr keppninni í
1. umferð, 3-1, en tapaði svo fyrir
sænska stórmeistaranum, Ralf
Ákesson, Vz -1 Vz.
Útsláttarfyrirkomulag á mótinu hef-
ur mælst misjafnlega fyrir og kom
sérstaklega illa út fyi-ir íslendinga,
því að þeh- tefldu eins mikið saman
og var fræðilega mögulegt. Þetta er
einstök óheppni, þegar haft er í huga,
að eina viðureignin, þar sem landar
lentu saman, þegar frá eru talin þrjú
einvígi íslendinga innbyrðis, er ein-
vígi Svíanna, Brynell og Agrest í 1.
umferð. Útsláttarmótið leiddi til mik-
illar baráttu og spennu og féllu
margir af stigahæstu mönnum móts-
ins fljótt úr keppni, þ.á m. skákmeist-
arar Dana og Svía í fyrstu umferð.
Við skulum nú sjá eina skák
Hannesar frá aukakeppninni um 1.
sætið.
Hvítt: Hannes Hlífar Stefánsson
Svart: Ralf Ákesson
Skileyjarvörn
1. e4 - c5 2. Rf3 - e6 3. d4 - cxd4 4.
Rxd4 - Rf6 5. Rc3 - d6 6. f4 - a6 7.
Be2 - Be7 8. a4 - 0-0 9. 0-0 - Rc6 10.
Be3 - Dc7 11. Khl - Rxd4 12. Dxd4
- Bd7
Síðasti leikur svarts er nokkuð hæg-
fara, en Ákesson hefur áður teflt
svona með góðum árangri. Hann
hefði getað leikið 12.--e5 13. Dd3
- exf4 14. Bxf4 - Be6 o.s.frv.
13. e5----
Hannes hefur leikið 13. Dd3, ásamt
14. Bd4 og 15. f5 í skák við annan
Svia, Jesper Hall, og lauk henni með
jafntefli. Ákesson hefur ef til vill bú-
ist við því framhaldi.
13.- - Re8 14. Re4 - Bc6 15. Bd3 -
Hd8 16. Dc3!? - -
Nýr leikur í stöðunni, en áður hefur
verið leikið 16. Da7 eða 16. Db6.
16.— - Bxe4 17. Bxe4 - Dxc3
18.bxc3 - d5 19. Bd3 - f5?
Svartur hefði átt að reyna 19.-----
f6, t.d. 20. Habl - Hd7 21. Hb6 (21.
f5!? - fxeö 22. fxe6 - Hxfl+ 23.
Bxfl - Hd6 24. Hxb7 - Hxe6 25. c4
er athyglisverð leið) 21.-----fxe5
22. fxe5 - Hxfl+ 23. Bxfl - Kf7 24.
g3 - g5 25. Bh3 - Rg7 og svartur á
varnarmöguleika, þótt staðan sé
þröng.
20. Habl - Hd7 21. Hb6! - -
21. — -Bd8
Svartur áttar sig nú á því, að hann
má ekki leika 21.— Kf7, vegna
22. Bxf5! - exíT> 23. e6+ ásamt 24.
exd7 o.s.frv.
22. Hxe6 - g6 23. Bc5 - Rg7 24. Hd6
- Hff7?
Svartur á peði minna og slæma
stöðu, en þessi leikur tapar manni til
viðbótar. Hann hefði getað haldið
áfram vonlítilli baráttunni með 24. —
- Hxd6 25. Bxd6 - He8 26. c4 o.s.frv.
25. e6 og svartur gafst upp.
Bragi Kristjánsson
Áform um lokun
heilsugæslustöðv-
ar í Grafarvogi
Sjálfstæðis-
menn mót-
mæla í
borgar-
stjórn
BORGARFULLTRÚAR Sjálf-
stæðisflokksins mótmæltu á fundi
borgarstjórnar í vikunni áformum
um að Heilsugæslustöðinni við
Hverafold í Grafarvogshverfi yrði
lokað þegar ný heilsugæslustöð rís
í Spönginni norðar í hverfinu.
Leggja þeir áherslu á að fleiri en
ein heilsugæslustöð þjóni íbúum
Grafarvogs í framtíðinni.
í gi-einargerð frá borgarfulltrú-
um Sjálfstæðisflokksins segir að
fólki hafi fjölgað hratt í Grafarvogi
og því hafi ekki gefist tími til að
bíða eftir byggingu heilsugæslu-
stöðvar og leiguhúsnæði hafi því
verið tekið undir starfsemina. Nú
sé löngu orðið þröngt um starfsem-
ina og brýnt að stækka húsnæðið
og fjölga starfsfólki, en aðeins fjór-
ir heimilislæknar séu þar við störf.
Segja þeir að engin rök hafi komið
fram fyrir því hvers vegna leggja
ætti niður heilsugæsluþjónustu í
Foldahverfl þótt ný heilsugæslu-
stöð risi annars staðar í hverfinu.
Fyrirætlanii-nar gangi þvert á vilja
íbúanna eins og mótmæli yfir 1.000
Grafarvogsbúa beri vitni um.
Benda þeir á að samkvæmt skipu-
lagi sé frátekin lóð fyrir heilsu-
gæslustöð sunnan við þjónustumið-
stöðina í Hverafold.
Borgarfulltrúar Reykjavíkur-
listans svöruðu bókun sjálfstæðis-
manna með því að vísa tillögunni
til umsagnar stjómar heilsugæsl-
unnar í Reykjavík. Ennfremur
óskuðu þeir eftir upplýsingum frá
stjórn heilsugæslunnar um for-
gangsröðun framkvæmda í heilsu-
gæslunni í Reykjavik.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokks mótmæltu þeirri afgreiðslu
meirihlutans, vegna aðildar Önnu
Geirsdóttur borgarfulltrúa að
henni. Hún sé starfsmaður Heilsu-
gæslustöðvarinnar í Hverafold og
geti með beinum hætti haft af-
skipti af málinu.
R-listinn segist taka
efnislega afstöðu
Borgarfulltrúar Reykjavíkur-
listans sögðu það alvanalegt og
málefnalegt að leitað væri frekari
upplýsinga um áform um upp-
byggingu heilsugæslunnar í
Reykjavík í heild, áður en afstaða
til tillögunnar væri tekin. Þeir
sögðust telja það skyldu sína að
líta heildstætt á málefni heilsu-
gæslunnar í Reykjavík og gæta
þannig hagsmuna allra borgarbúa
sem margir byggju við mjög slaka
heilsugæsluþjónustu vegna tak-
markaðra fjárframlaga ríkisins á
fjárlögum um langt árabil. Segjast
þeir munu taka efnislega afstöðu
til málsins þegar umbeðnar upp-
lýsingar liggi fyrir.
Hurðaopnari frá Cibes í Svíþjóð
fyrir inni- og útihurðir
Verð kr. 63.580 án vsk.
[lD RAFLAGNIR ÍSLANDS ehf ©
Skipholti 29 - sími 5111122 - Fax 5111123
Netfang: raflagnir.islands@simnet.is
Námskeið um athyglis-
brest og ofvirkni
FORELDRAFÉLAG misþroska
barna stendur í samvinnu við barna-
og unglingageðdeild Landspítalans
og með stuðningi Öryrkjabandalags
íslands fyrir námskeiði um athyglis-
brest og ofvirkni fyrir foreldra.
Námskeiðið verður haldið í Gerðu-
bergi helgina 3. og 4. október nk.
Fyrirlesarar verða Páll Magnús-
son sálfræðingur, Ólafur Guð-
mundsson læknir, Kristín Krist-
mundsdóttir félagsráðgjafi, Sólveig
Guðlaugsdóttir geðhjúkrunarfræð-
ingur, Sólveig Ásgrímsdóttir sál-
fræðingur, Rósa Steinsdóttir mynd-
þerapisti, Málfríður Lorange sál-
iræðingur, Ragna Freyja Karlsdótt-
ir sérkennari og Sigríður Benedikts-
dóttir sálfræðingur. Auk fyrirlestr-
anna verður hópvinna og umræður.
Félagar í Foreldrafélagi mis-
þroska barna fá afslátt af þátttöku-
gjaldi.
Skráning fer fram hjá Foreldra-
félaginu alla virka daga frá kl. 14
til 16. Áhugasömum er bent á að
skrá sig sem fyrst því fjöldi gesta
er takmarkaður og áhugi á nám-
skeiðinu er mikill, segir í fréttatil-
kynningu.