Morgunblaðið - 27.09.1998, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 27.09.1998, Qupperneq 10
10 SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Árni Sæberg Fleygt í djúpu laugina í fáum löndum hefur breytingin frá bændasamfélagi í átt til borgarsamfélags verið jafn hröð og á Islandi. Bændur hafa ekki farið varhluta af breytingunni og þurft á fáeinum árum að aðlagast nýju starfsumhverfi. Anna G. Olafsdóttir velti því fyrir sér hvaða þróun hefði orðið í hefð- bundnu greinunum tveimur, mjólkurfram- leiðslu og sauðfjárrækt, síðustu 10 árin. AÐ LÍKJA breytingum á starfsumhverfi bænda við hvernig litlum börnum hefur í óvæginni sund- kennslu verið fleygt út í djúpu laug- ina er ekki fráleit samlíking. Lengi vel var bændum skammtað afar naumt svigrúm í rekstrinum. Fram- leiðslustýring kom að ofan. Verð- lagning var opinber og markaður- inn fjarlægur. Með litlum fyrirvara var einangrunin rofin og bændum nánast fyrirvaralaust fleygt út í djúpu laugina. Nú felst starf bóndans ekki að- eins í því að sjá um sjálfa fram- leiðsluna. Hann hefur fengið nýjan herra og verður að vera tilbúinn til að stýra framleiðslunni í takt við kröfur neytandans. Launin fara svo eftir því hvernig til tekst. Hver með sínum hætti hafa bændur kraflað sig í átt að bakkanum. Sumir hafa gefist upp og látið öðrum í té fram- leiðslurétt sinn eins og fram kemur í hlutfallslegri fækkun bænda allra síðustu árin. Aðrir hafa náð landi og líta bjartsýnir fram á veginn eins og fram kemur hér að neðan. Færri og stærri kúabú Hin almenna þróun í hefðbundnu greinunum tveimur, mjólkurfram- leiðslu og sauðfjárrækt, hefur verið talsvert ólík síðustu 10 árin. Bænd- um í mjólkurframleiðslu hefur held- ur fækkað (28%) og framleiðsla hvers bús hefur aukist (32%) eins og sjá má á meðfylgjandi tölum. Þairna er aðeins um eðlilega þróun að ræða að mati Péturs Diðrikssonar bónda á Helgavatni í Borgarbyggð. „Kúa- búskapur er í eðli sínu svo bindandi að erfitt er að sækja vinnu annað. Annaðhvort hefur bóndinn afkomu af búskapnum eða ekki. Bændur hafa oft á tíðum fjárfest í nýjum tækjabúnaði til að auka afköstin og komist að því að afköstin hafa orðið enn meiri en búist hafði verið við í fyrstu. Nú geta bændur keýpt kvóta til að nýta tækjabúnaðinn betur og ná þar með fram meiri hagkvæmni í rekstrinum. Aðrir bændur nota tækifærið til að selja mjólkurkvóta og draga sig í hlé frá búskapnum. Smám saman fækkar bændum og búin stækka." Þrátt fyrir stækkandi bú segir Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambands kúabænda, afkomu kúabænda hafa hrakað á tímabilinu. „Mestu áhrifin höfðu samningar í tengslum við þjóðarsáttarsamning- ana árið 1990. Með samningnum var stuðningi ríkisins við bændur breytt úr niðurgreiðslum íyrir afurðir í svokallaðar beinar greiðslur. Út- flutningsbætur voru afnumdar og tekin ákvörðun um að lækka verð mjólkur til framleiðenda í áfóngum. Mjólkurlækkunin hefur gengið eftir og er verð á mjólkurvörum á föstu verðlagi lægi-a en 1990. Fram- leiðnikrafan hafði hins vegar slæm áhrif á afkomu bænda.“ Ekki ríkir algjört svartnætti í greininni þvi að í bráðabirgðaupp- gjöri Hagþjónustu landbúnaðarins á rekstrarafkomu sérhæfðra kúa- búa kemur fram að tekjur af mjólk- urkúm fyrir hvert ærgildi (ærgildi er 18,2 kg af kindakjöti eða 174 1 af mjólk) í mjólkurframleiðslu jukust að jafnaði úr 10.954 kr. árið 1996 í 11.197 kr. árið 1997. Þórólfur bendir á í því samhengi að ýmislegt af því sem bændur hafi verið að gera í hagræðingarskyni eins og t.d. í kvótakaupum sé heldur ekki enn farið að skila sér að fullu. Hann minnist á að kynbætur hafi verið stundaðar á íslenska kúastofn- inum í áratugi. „Ég veit ekki hvort allir vita að kúabændur hafa lengi starfrækt miðlægan gagnagrunn í tengslum við kynbætur. Gagna- grunnurinn hefur að geyma allar tiltækar upplýsingar um kúna, upp- runa, afurðir og óhöpp. Upplýsing- amar eru notaðar til að komast að því undan hvaða kúm sé æskilegt ala upp naut til áframhaldandi notk- unar.“ Pétur hefur ekki trú á að kynbæt- urnar skili nægilegum árangri vegna lítillar stofnstærðar. „AUir sem vilja, vita að launahækkun til bænda verður ekki tekin af hærra mjólkurverði. Ein af leiðunum er að stuðla að því með því að flytja inn erlendan kúastofn svo að fleiri lítrar mjólkur fari um hendurnar á hverj- um bónda með sömu vinnu og til- kostnaði. Ekki þarf að leita langt til að finna kýr sem framleiða margfalt á við íslensku kýrnar. Ætli meðal- nytin við góðar aðstæður sé ekki oft á bilinu 8.000 til 11.0001 á ári,“ segir Pétur. En þess má geta að sam- kvæmt Hagtölum landbúnaðarins var meðalnyt íslenskra kúa árið 1997 4.233 1. Hæsta meðalnyt á bú- um fer upp í um 6.000 1. Hver veit nema Pétri verði að ósk sinni fyrr en varir því að sótt hefur verið um leyfi yfirvalda til að gera tilraun með norskt kúakyn hér á landi. Vonir standa til að svar berist í vetur. Hlutafélagaforminu velt upp Hjá Þórólfi kemur fram að ýmis- legt sé í bígerð hjá kúabændum. „Kúabændur horfa fram á veginn og velta því fyrir sér hvað hægt sé að gera til að styrkja búskapinn. Ég get nefnt að nú þegar hefur verið tekin ákvörðun um að gerð verði fagleg úttekt á greininni með sér- stöku tilliti til þarfa á faglegri þjón- ustu. Rannsóknarráð ríkisins vinn- ur að úttektinni í samráði við bænd- ur og er gert ráð fyrir að niðurstöð- ur fáist næsta sumar. Ég efa ekki að úttektin eigi eftir að koma að gagni í framtíðinni. Fyrst minnst er á framtíðina með jafn beinum hætti er vert að minn- ast á að talsverðar umræður hafa spunnist um svokallað „framtíðar- fjós“ að undanförnu. Með hugtakinu er ekki átt við eina hugmynd heldur velta menn því almennt fyrir sér hvemig hægt sé að koma upp sem bestri aðstöðu með sem minnstum kostnaði. Ein hugmyndin er svokölluð köld fjós í óeinangruðum húsum og á reynslan án efa eftir að skera úr um hvort með þeim hafi fundist skynsamleg lausn.“ Þórólfur segir að greina megi aðr- ar áherslur hjá ungum bændum heldur en eldri kynslóðinni. „Ungu bændumir velta því oftar íyrir sér hvort hægt sé að fá eðlileg frí frá bú- skapnum. Einyrkjar eiga auðvitað afar erfitt með að komast frá, því eins og allir vita þurfa kýmar á þjón- ustu að halda að minnsta kosti kvölds og morgna allan ársins hring. Bændur hafa í því sambandi verið að velta því fyrir sér að hvaða rekstrar- formi sé skynsamlegt að stefna á næstu ámm. Nú era mörg sterkustu búin rekin sem félagsbú. Hlutafé- lagsforminu hefur verið velt upp og verður athugað nánar á næstunni. Það getur auðveldað að fleiri en eig- endur starfi að framleiðslunni." Lengra er komin umræðan um kvótamarkað. „Eftir að aðalfundur Landssambands kúabænda ályktaði að kvótamarkaði yrði komið upp hið fyrsta eru horfur á að biðin fari að styttast. Ekki er hins vegar hug- myndin að skylda alla til að fara í gegnum kvótamarkað. Afram verð- ur val hvers og eins hvaða leið er farin." Eins og fram kemur í meðfylgj- andi ramma varð sú breyting að mjólkurbúum er gert að greiða lág- marksverð en er frjálst að greiða hærra verð fyrir mjólk frá bændum frá 1. september síðastliðnum. „Bændur hafa auðvitað velt því fyr- ir sér hvort hugsanlegt sé að sam- keppni verði um mjólkina. Ekkert í verðlagslöggjöfinni hindrar að svo geti orðið. Enn virðist hins vegar ekki vera farið að berjast um mjólk- ina enda aðeins nokkrar vikur frá því ákvæðið gekk í gildi. Aðeins reynslan getur skorið úr um hver þróunin verður,“ segir Þórólfur og Hlífar Karlsson, mjólkurbússtjóri í Mjólkursamlaginu á Húsavík, tekur í sama streng. „Ég veit að bæði á Akureyri og á Húsavík hefur verið greitt fullt verð fyrir umframmjólk vegna skorts á próteini að undan- fórnu. Hins vegar veit ég ekki til að mjólk hafi verið flutt á milli svæða eða samkeppni sé komin af stað um mjólkina. Nú er nýtt verðlagsár að byrja og aðstæður og afkoma mjólkurbúanna skera væntanlega úr um hvort svo verður í náinni framtíð," segir Hlífar. Þórólfur tók fram að áformað væri að hætta að verðleggja mjólk- urvörur á heildsölustiginu árið 2001. Ekki væri heldur að efa að aðeins væri tímaspursmál hvenær opin- berri verðlagningu á nautakjöti yrði hætt. Léttara yfir sauðfjárbændum Nokkuð önnur þróun hefur orðið í sauðfjárrækt en mjólkurframleiðslu síðastliðin 10 ár. Sauðfjárbúum hef-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.