Morgunblaðið - 27.09.1998, Page 14
14 SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Pauline Hanson, leiðtogi „Einnar þjóðar“ í Ástralíu
Reuters
PAULINE Hanson kynnir nýja skattastefnu „Eiunar þjóðar“ í byrjun mánaðarins. Nýja stefnan á að þurrka
út atvinnuleysið, eyða skuldum rfldssjóðs á fimm árum og lækka framfærslukostnað í landinu um 17%.
Hetja eða boðberi
hatursins?
Reuters
EFNT hefur verið til íjöldafunda vfða í Ástralíu þar sem meint
kynþáttahyggja Pauline Hanson og flokks hennar hefur verið for-
dæmd. Myndin var tekin í Sydney í lok ágústmánaðar þegar nemendur
af öllum skólastigum efndu til funda um alla Ástralíu til að lýsa yfir-
andúð hinna yngri á stefnumálum frúarinnar.
ER Pauline Hanson hetja
sem þorir að ganga gegn
pólitískri rétthugsun eða
er hún kona hatursfull,
sem freistar þess að
höfða til fordóma kjósenda til að
svala pólitískum metnaði sínum?
Eitt er ómumdeilanlegt;Pauline
Hanson hefur sett stjórnmálalífið í
Ástralíu á annan endann fyrir þing-
kosningarnar sem fram fara þar
syðra um næstu helgi, 3. október.
Málflutningur hennar er þegar tek-
inn að hafa umtalsverð áhrif á
landsvísu og hefðbundnir stjórn-
málamenn hafa á stundum neyðst til
að leggjast í vörn. Margir horfa til
þess með hryllingi að Hanson og
flokkur hennar, „Ein þjóð“, kunni að
komast í oddaaðstöðu að þingkosn-
ingunum loknum.
Framrás Pauline Hanson í
áströlskum stjórnmálum hefur verið
lyginni líkust. Fyrir einungis tveim-
ur árum var hún óþekktur fram-
bjóðandi Frjálslyndaflokksins og
virtist ekki eiga neina möguleika á
að hreppa þingsæti. Hún varð hins
vegar landsfræg er hún birti bréf í
dagblaði einu í heimaríki sínu,
Queensland, þar sem hún lýsti yfir
því að ástralskir frumbyggjar nytu
óeðlilegra forréttinda í samfélaginu.
Bréf þetta kallaði fram hörð
viðbrögð og Pauline Hanson var rek-
in úr flokknum. Hún hélt þó ótrauð
áfram og fór fram sem óflokksbund-
inn frambjóðandi. Fór svo að lokum
að hún hafði sigur í Oxley, einu
sterkasta vígi ástralska Verka-
mannaflokksins. Petta var í mars
1996 og frá þeim tíma hafa pólitísk
umsvif þessarar umdeildu konu vax-
ið hröðum skrefum.
Ráðist gegn rétthugsun
Jómfrúræða Paulin Hanson á
þingi Ástralíu reyndist gefa
smjörþefinn af því sem koma skyldi.
Þessi ræða, sem hún flutti 10. sept-
ember 1996, er að sönnu óvenjulegur
samsetningur og frá því hún sté
fyrst í ræðustól á þessari virðulegu
samkundu hefur hún verið úthrópuð
sem kynþáttahatari af drjúgum
hluta þjóðarinnar. Hins vegar hefur
henni tekist að höfða til ákveðins
hóps kjósenda og er nú svo komið að
hún á trygga fylgismenn, sem halda
uppi fyrir hana vömum. Og ekki
veitir af.
I fyrrnefndri ræðu sinni lýsti
Pauline Hanson m.a. yfir því að
skoðanir hennar væru grundvallaðar
á heilbrigðri skynsemi konu sem
orðið hefði fyrir margvíslegu mótlæti
í lífinu og væri móðir fjögurra barna.
Réðist hún síðan harkalega að þeirri
„pólitísku rétthugsun" sem hún kvað
ríða húsum í Ástralíu og fordæmdi
þann „iðnað“ sem komið hefði verið á
fót á kostnað skattborgaranna til að
þjónusta frumbyggja í landinu.
Hörðustu gagnrýnina á skoðanir sín-
ar kvað hún hafa komið frá embætt-
ismönnum og þeim sem hefðu at-
vinnu sína af því að vinna góðverk á
kostnað skattborgaranna. Þeir teldu
slík sjónarmið fallin til að draga úr
völdum sínum.
Hvert í andsk.
á ég þá að fara?
Hanson kvaðst ásamt milljónum
Ásralíubúa vera búin að fá sig
fullsadda af þeim forréttindum sem
frumbyggjar nytu þegar um væri að
ræða almenn tækifæri í þjóðfélaginu,
aðgang að sjóðum og félagslega að-
stoð. Þessi stefna fæli í sér mismun-
un, væri í reynd eins konar
kynþáttahyggja með öfugum for-
merkjum. Fullyrðingar um að frum-
byggjar ættu undir högg að sækja
stæðust ekki skoðun. Horfið hefði
verið frá ýmsum þeim grundvallai’at-
riðum sem haldið hefði verið á lofti
um einingu og jafnrétti í Ástralíu.
„Ég hef fengið mig fullsadda af að
heyra:við eigum þetta
land. Jæja, er þáð, hvert í
andsk. á ég þá að fara?
Ég fæddist hér og það
sama gerðu foreldrar
mínir og börn. Ég skal
starfa við hlið hvers sem er og sá
hinn sami skal vera jafningi minn en
ég dreg mörkin þegar ég þarf að
borga og halda áfram að borga
vegna einhvers sem gerðist fyrir
meira en 200 árum.“ Sagði hún síðan
þeim stjómmálamönnum stríð á
hendur sem áfram héldu að verja
þetta „misrétti."
Staða frumbyggja hefur löngum
verið viðkvæmt mál í Ástralíu. Þen-
Þingkosningar fara
------------7----------------
fram í Astralíu um
næstu helgi. Asgeir
Sverrisson segir frá
uppgangi Pauline Han-
son, sem margir óttast
vegna afdráttarlausra
skoðana hennar og
lagðar eru að jöfnu við
kynþáttahatur,
eru rétt rúmlega 300.000 að tölu og
er fátækt hvergi svo almenn innan
annaira minnihlutahópa sem í
Ástralíu búa ef marka má opinberar
skýrslur. Þá er meðalævi frum-
byggja styttri en annarra minni-
hlutahópa. Margvíslegar félagslegar
kannanir virðast hafa leitt í ljós að
nútímasamfélag samræmist ekki
grunnþörfum þeirra og almennt hef-
ur verið litið svo á að þeir standi
höllum fæti. Brugðist hefur verið við
þessu með margvíslegri lagasetn-
ingu, sem m.a. tryggir frumbyggjum
aðgang að landi og raunar ákveðin
forréttindi á því sviði. Þá er miklum
fjármunum jafnan varið til þeirra
málaflokka sem þá snerta sérstak-
lega. Margir halda því fram að í
þessu birtist sektarkennd hvíta
mannsins fyrir að hafa svipt frum-
byggja landi sínu og réttindum.
Staða frumbyggja hefur þó að öllu
jöfnu sjaldnast verið raunverulegt
úrslitaatriði í áströlskum stjómmál-
um. Nú er annað uppi á teningnum.
Ótrúlegur
kosningasigur
Flokk sinn „Ein þjóð“ stofnaði
Pauline Hanson fyrir um
einu og hálfu ári. Heiti
flokksins hefur reynst
réttnefnt öfugmæli því til-
koma hans hefur á engan
hátt orðið til þess að sam-
eina Ástrala. Öðru nær. Pólitísk
spenna hefur farið ört vaxandi frá
því Pauline Hanson steig þetta skref
og oft hefur komið til pústra og
átaka á fundum flokksins.
Hanson reyndist þó ekki tala fyrir
daufum eyrum og það sannaðist í
ríkiskosningunum til þings Queens-
land nú í júnímánuði. Flokkur henn-
ar fékk hvorki meira né minna en
23% atkvæðanna í kosningunum og
leiðtogar Frjálslynda- og Þjóðar-
flokksins, sem saman starfa í ríkis-
stjóm Ástralíu, fylltust hryllingi.
Flokkurinn fékk 11 menn kjörna,
einkum á kostnað fyrrnefndu flokk-
anna tveggja. Af þeim sökum stóð
Verkamannaflokkurinn uppi sem
sigurvegari kosninganna.
Nú stefnir Hanson að því að end-
urtaka leikinn á landsvísu í kosning-
unum um næstu helgi og kannanir
gefa til kynna að hún geti gert sér
vonir um allt að 10% fylgi. Ríkis-
stjórn Johns Howards forsætis-
ráðherra stendur höllum fæti og
„Ein þjóð“ gæti komist í odda-
aðstöðu á þinginu í Canberra. Slíku
yrði einvörðungu jafnað við pólitísk-
an landskjálfta.
Höfðað til smábænda
Hvers vegna hefur Pauline Han-
son reynst svo sigursæl og til hvaða
sjónarmiða höfðar hún? Frétta-
skýrendur í Ástralíu leggja gjarnan
áherslu á að staðan í heimaríki henn-
ar, Queensland, sé um margt sérstök
og gefi ekki mynd af ástandi mála á
landsvísu. Bent er á að vegna alvar-
legra þurrka síðustu sjö árin hafi
kjör manna í helstu landbúnaðar-
héraðum Ástralíu versnað til mikilla
muna. Samkeppnisstaða Ástrala á
heimsmarkaði hafi versnað af þess-
um sökum á sama tíma og aukinn
innflutningur á landbúnaðarafurðum
erlendis frá hafi haft miklar
verðlækkanir í för með sér. Þúsundir
smábænda hafi orðið gjaldþrota.
Þá hafi niðurskurður á fjárveiting-
um til slíki-a héraða komið illa við
marga auk þess sem þjónusta af
ýmsu tagi hafi verið skorin niður í
kjölfar einkavæðingar. Atvinnuleysi
er og mikið á svæðum þeim þar sem
Pauline Hanson nýtur einna mestra
vinsælda. Á landsvísu er atvinnuleysi
í Ástralíu um átta prósent en í
Queensland er það víða um og yfir
14%. í röðum hinna yngri er at-
vinnuleysið síðan meira.
Atvinnuleysi
og innflytjendur
Mörgum kjósendum á lands-
byggðinni þykir hefðbundnu flokk-
arnir ekkert hafa gert til að rétta
hlut þessara svæða. Á sama tíma og
frambyggjar fá niðurgreidd lán til
húsnæðiskaupa eiga smábændur
ekki kost á neins konar aðstoð frá
hinu opinbera. Slíka „mismunum"
kveðst Pauline Hanson ætla að upp-
ræta. „Við segjum ekki
að hætta beri aðstoð við
frumbyggja. Við viljum
hins vegar að aðstoð
verði hætt við frum-
byggja vegna þess eins
að þeir era frambyggjar,“ segir Dav-
id Oldfield, einn helsti ráðgjafi frú
Hanson. „Þá á að aðstoða með sama
hætti og aðra Ástrala í gegnum vel-
ferðarkerfið," bætir hann við.
Ljóst er einnig að erfítt atvinnuá-
stand hefur orðið til þess að almenn-
ingur hlýðir á málflutning Pauline
Hanson. Hún telur eina helstu
ástæðu atvinnuleysis vera innflutn-
ing á ódýru vinnuafli frá útlöndum,
einkum frá Asíuríkjum. Þá þróun
hefur hún sömuleiðis heitið að stöðva
fái hún til þess umboð. Hefur það
einnig verið haft til marks um
kynþáttafordóma frúarinnar.
Óttast um efnahagslífíð
Ljóst er að tilkoma Hanson hefur
þegar haft umtalsverð áhrif í
áströlsku stjórnmálalífi. John
Howard forsætisráðherra hefur
lagst í vörn en honum er m.a. kennt
um að hafa ekki brugðist við af
nægjanlegri hörku er frúin tók að
opinbera skoðanir sínar. Howard
heitir nú öllu fógru fyi-h- kosningai’n-
ar. Hann hefur boðað verulega lækk-
un skatta og lagt áherslu á að efna-
hagslífið standi í blóma. Þeim
árangri megi ekki spilla. Komist
Hanson í oddaaðstöðu muni það ekki
einungis stórskaða ímynd Ástralíu á
alþjóðavettvangi heldm- muni bresta
á fjármagnsflótti með tilheyrandi
ósköpum fyrir efnahagslífið.
Nú þegar hefur komið í ljóst að
fjárfestar era uggandi um sinn hag
og eitthvað mim hafa dregið úr fjár-
festingum fyrirtælqa í Asíu. Hanson
vill enda binda í lög að útlendingar
megi ekki eiga meira en 49% í
áströlskum fyrh-tækjum.
„Kona sem selur fisk
með frönskum"
Hanson, sem er 43 ára, leggur
jafnan ríka áherslu á feril sinn og þá
staðreynd að hún fæddist ekki með
silfurskeið í munninum. Áður en hún
gerðist stjórnmálamaður rak hún
veitingastað þar sem fiskur og
franskar kartöflur var einn rétta á
matseðlinum. Hún lauk skólagöngu
snemma, eignaðist fyrsta barn sitt
17 ára gömul og er tvífráskilin. Sagði
hún enda í jómfrúræðu sinni á þingi
á hún stæði ekki í ræðustól sem
„fullmótaður stjórnmálamaður“
heldur væri hún þangað komin sem
„kona sem selur fisk með frönskum“.
Nú er staða hennar önnur. Pólitískar
hugmyndir sínar hefur hún opinber-
að í bók er nefnist „Pauline Hanson-
Sannleikurinrí' og er sögð uppseld
hjá forleggjara. Þá hefur hún og út-
búið myndband sem geymir
„pólitíska erfðaskrá hennar" reynist
alvara á bakvið einhverja þeirra
fjölmörgu líflátshótana sem henni
hafa borist.
Hatursmenn Pauline Hanson, og
þeir era fjölmargir, líkja henni við
hægri-öfgamanninn franska Jean
Marie Le Pen. Aðrir horfa frekar til
austurs og líkja kynþáttahyggju
hennar og öfgastefnu við málflutning
rússneska þjóðemissinnans Vladímh’
Zhírínovskíj.
Undii’tektimai’ sem hún hefur
hlotið sýna hins vegar að henni hefur
tekist að höfða til fjölmargra sem
óánægðir era með gang hinna
hefðbundnu stjórnmála og telja
róttækra áherslubreytinga þörf.
Margir lofa hugrekki hennar að
ganga gegn viðteknum skoðunum.
Þetta fólk er að öllu jöfnu ekki yfir-
lýstir kynþáttahatarar heldur er
mun nærtækara að horfa til ótta
þess vegna þeirra miklu breytinga
sem orðið hafa í Ástralíu á síðustu
ái-um á sviði efnahags- og félags-
mála. Að þessu leyti minnir upp-
gangur hennar í áströlskum stjórn-
málum á einangranarsinna í Band-
aríkjunum og hugmyndafræði aust-
urríska hægrimannsins Jörg
Heiders. Andstæðingar frú Hanson
væna hana hins vegar um ómerkilegt
lýðskrum, sem skaða muni stjórn-
málalífið og fallið sé til að kveikja
elda í samfélaginu.
„Öskur frá landsbyggðinni"
Framboð „Einnar þjóðar" kann að
marka þáttaskil í áströlskum stjórn-
málum. Þar í landi hefur það ekki
gerst frá 1917 að sitjandi ríkisstjórn
haldi aðeins velli eitt kjörtímabil. Áð-
ur óþekktur óstöðugleiki
kann því að skapast á
stjórnmálasviðinu fari svo
að flokkur frúarinnar um-
deildu komist í odda-
aðstöðu. Sigurinn í júní
var lagður út sem „öskur frá lands-
byggðinni". Stóru flokkarnir kveðast
nú hafa lagt við hlustir. Einungis lít-
ill minnihluti kjósenda fylgir Pauline
Hanson að málum og því fer fjarri að
flóðbylgja kynþáttahaturs sé við það
að ríða yfir Ástralíu. Hanson hefur
nú þegar haft veruleg áhrif en flokk-
ur hennar á mikið stai-f fyrir höndum
ætli hann sér að verða mótandi
stjórnmálaafl til langframa.
„Höfðar til
ótta fólks og
óöryggis“
„Ráðist gegn
pólitískri rétt-
hugsun“