Morgunblaðið - 27.09.1998, Síða 28

Morgunblaðið - 27.09.1998, Síða 28
28 SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ „Hann fyllti líf okkar ALDARMINNING RAGNARS H. RAGNAR Ragnar Hjálmarsson Ragnar fæddist á Ljótsstöðum í Laxárdal í Suður-Þing- eyjarsýslu hinn 28. september árið 1898. Hann hefði því orðið 100 ára á morgun, mánudaginn 28. sept. Foreldr- ar Ragnars voru Hjálmar bóndi þar Jónsson frá Skútustöðum og Aslaug Torfadóttir frá Ólafsdal. Hann stund- aði nám við Unglingaskólann á Húsavík 1916-17, brautskráðist frá Samvinnu- skólanum í Reykjavík 1920, og fluttist ári síðar til Winnipeg í Kanada til að læra tónlist. Nám hans var íjölbreytt en aðaláherslu lagði hann á píanóið. Hann fór fljótlega að kenna á píanó og hafði það að aðalstarfi alla tíð síðan. Hann starfaði um árabil sem undirleik- ari í Kanada og Bandaríkjunum, auk þess sem hann stjórnaði mörgum kór- um þar vestra. Á Ameríkuárunum fékkst Ragnar dálítið við tónsmíðar, einkum fyrir einsöngvara og kóra auk útsetninga af ýmsu tagi. Árið 1942 gekk Ragnar til liðs við Bandai'íkjaher og var kallaður til starfa á íslandi. Hann starfaði sem trúnaðarmaður Bandaríkjastjórnar allt til stríðsloka 1945. Á stríðsárunum tók Ragnar að sér að stjórna söngflokki Þingeyingafélagsins í Reykjavík og kynntist þá Sigríði Jóns- dóttur frá Gautlöndum í Mývatnssveit. Þau gengu í hjónaband 21. júlí 1945 og settust að í bænum Gardar í Norður-Dakota, þar sem þau bjuggu allt til ársins 1948, en þá fluttust þau til Isaijarðar. Tónlistarskóli ísafjarðar var stofnaður 1948 og var Ragnar ráðinn skólastjóri við stofnun hans. Hann var aðalpíanókennari skólans auk þess sem hann kenndi tónfræði. Hann var jafnframt söngkennari við Barnaskólann og Gagnfræðaskólann á Isafirði um áratuga skeið, organisti Isafjarðarkirkju í fjölda ára, auk þess sem hann stjórnaði Sunnukórnum og Karlakór Isaljarðar. Þá var Ragnar franikvæmdastjóri Tónlistarfé- lags ísaljarðar um langt árabil og sá þá ásamt Sigríði konu sinni um mestallt tónleika- hald á Isafírði og móttöku listamanna sem til bæjarins komu. Ragnar var kjörinn heiðursborgari Isafjarðarkaupstaðar 1978 í viðurkenningar- skyni fyrir ómetanleg og fórnfús störf að söngmennt og tónlistarmálum í kaupstaðn- um. Einnig var hann sæmdur riddarakrossi og stórriddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir félags- og menningarstörf og var heiðursfélagi Tónlistarkennarafélags íslands. Ragnar gegndi starfi skólastjóra Tónlistarskóla ísafjarðar til ársins 1984, og kenndi við skólann þar til hann lést, á aðfangadag 1987. Sigríður kenndi við tónlistarskólann, en kenndi jafnframt um áratuga skeið við Barnaskólann, auk þess sem hún var mjög virk í félagslífi á ýmsum sviðum. Hún var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir félags- og menningarstörf. Sigríð- ur lést 10. mars 1993. eftir Jón Baldvin Hannibalsson Sumir kveðja, og síðan ekki söguna meir, aðrir með söng, er aldrei deyr [Þorsteinn Valdimarsson.] Ragnar H. Ragnar stendur mér ljóslifandi fyrir hugskotssjón- um eins og aðalpersóna í dramatísku sviðsverki, þótt nú sé liðinn rúmur áratugur frá því við stóðum yfir moldum hans í ísafjarðarkirkjugarði, þann 7unda jan- úar 1988. Ég sé hann fyrir mér þar sem hann stend- ur á tröppunum við Smiðjugötu 5 í bjartri vornóttinni, hnarreistur, fráneygur, úfin- hærður og karlmannlegur - og kveður gesti sína að hermannasið. Svo lokast dyrnar að baki honum. Tjaldið fellur - og sviðið stendur eftir autt og tómt. Ég hef það fyrir satt að ég hafi engum manni kynnst sem bjó yfir jafn fjörmiklu gáfnafari og Ragnar. Ékkert umræðuefni var svo hversdagslegt að það lifnaði ekki við í orðræðu við hann. Ungar bamssálir, sem nutu handleiðslu hans og leiðsagnar, sáu lífið og tilveruna í nýju ljósi - án þess að vita af því. Hversu mörg erum við ekki, sum hver enn í blóma lífs, sem stöndum í ógoldinni þakkarskuld við þennan mann? 1. Nemandi Ragnars, Hólmfríður Sigurðar- dóttir, píanóleikari, segir um meistara sinn í minningarorðum: „Ragnar var kennari af Guðs náð. Hann kenndi okkur nemendum sínum ekki aðeins tónlist, heldur einnig um lífið sjálft og hvað það er að vera manneskja. Hann lyfti hugum okkar yfir hversdagsleik- ann og sáði fræjum í æsku okkar, sem við munum búa að alla ævi. Hann vakti okkur til umhugsunar um hin sönnu verðmæti lífsins, sem mölur og ryð fá ekki grandað. Hann beindi okkur inná brautir, sem við hefðum aldrei fengið að kynnast í þessu litla samfé- lagi, ef hans hefði ekki notið við. Hann opnaði okkur heima, sem náðu langt út fyrir þann heim, sem hversdagslífið bauð uppá. Hann fyttti lífokkar list og fegurð." Og hún bætir við: „Aidrei hef ég kynnst manni, sem skar sig svo mjög úr fjöldanum sem hann. Hann var ólíkur öllum, sem ég hef kynnst bæði fyrr og síðar, eins og líf hans væri að flestu leyti byggt á öðrum og æðri forsendum en annarra manna. Slíkur var per- sónuleiki hans. Ég man hvað ég sem barn og nemandi hans bar ótakmarkaða virðingu fyr- ir honum, að sumu leyti óttablandna. En sá ótti breyttist með tímanum í væntumþykju, þegar ég kynntist betur manninum á bak við kennarann. Oft fannst mér hann mjög strangur og kröfuharður, en aldrei óréttlátur í kröfum sínum. Sem ungur nemandi skynjaði ég strax, að mestar kröfur gerði hann til sjálfs sín með ósérhlífni sinni og eldheitum áhuga.“ Einn af fyrstu nemendum Ragnars á ísa- firði, Njörður P. Njarðvík, rithöfundur, gef- ur honum eftirfarandi vitnisburð: „Víðsýnið bar hann innra með sér og okkur, sem urðum nemendur hans, gaf hann ný augu að sjá undursamlega veröld, sem við vissum ekki áður að væri til. Ragnar sagði einu sinni að skóli væri ekki hús, heldur fólk. Því má bæta við að góður skóli er fundur nemenda og kennara sem bera gagnkvæma virðingu fyrir viðfangsefni sínu. Og góður kennari verður sá einn sem ber svo mikla virðingu fyrir nemendum sínum að hann gerir til þeirra miklar kröfur og leitast sífellt við að örva þá til að leggja sig fram og vinna helst betur en þeir gera sér sjálfir grein fyrir að þeir geti. Slíkur kennari var Ragnar og engu líkara en það væri honum ósjálfrátt. Okkur brá í brún og við skildum það ekki alveg strax, að allt í einu var kominn maður sem tók mark á okk- ur.“ Heimsborgarinn Ragnar H. Ragnar birtist okkur í þessum orðum Svölu Sigurleifsdóttur, myndlistarmanns: „Það er fleirum en mér sem finnst sem Smiðjugata 5 sé ekki staðsett í verstöð norður við heimsskautsbaug heldur einhverstaðar í grennd við London, París eða New York.“ Þórir Þórisson, tónlistarskólastjóri, hefur þetta að segja um aðferðafræði uppalandans: „Trú Ragnai’s á gildi starfs síns, og þá um leið gildi tónlistarmenntunar, var honum aug- ljóslega uppspretta mikillar orku og dæmafás úthalds. Hann var dæmi um tónlistarupp- alanda sem sótti fagurlegan styrk sinn og stefnufestu í þrauthugsaða heimsspeki, er hann hafði sjálfur smíðað úr aðfóngum frá hinum mestu andans jöfrum, og aðlagað eigin reynslu og persónuleika á langri ævi.“ Samkennari Ragnars og síðar skólastjóri Tónlistarskólans í Bolungarvík, Olafur Krist- jánsson, lýsir persónutöfrum Ragnars með eftirfarandi orðum: „Hver sá er kynntist Ragnari H. Ragnar varð aldrei samur á eftir. Slíkur áhrifavaldur var hann.“ Maður sem skilur eftir sig þvílíkt veganesti í huga og hjörtum nemenda og samstarfs- manna, hefur ekki lifað til einskis. Slíki'a manna, fágætir sem þeir eru, er gott að minnast. 2. Þrátt fyrir náin kynni var Ragnar mér og er satt að segja enn í dag stöðug ráðgáta. Hvaðan kom manninum þetta óþrjótandi lífs- fjör? Hvernig má það vera að hann var síung- ur í lífi og starfi, andlega og líkamlega, til hinsta dags? Ekki veit ég til þess að hann hafi stundað aðra líkamsrækt (fyrir utan hernað- arþjálfun) en innblásnar gönguferðir með konu sinni. En vilji menn flokka þrotlausa vinnu og vökunætur undir heilbrigt líferni - þá hafa fáir lifað betur. Við sem sátum við fótskör meistarans vit- um að hann var ljóngáfaður, víðlesinn og sannmenntaður. Samt sóttist hann aldrei eft- ir mannvirðingum sem mörgum vinum hans og aðdáendum þótti hæfa mannkostum hans. Víst var hann orðsins maður. En ævistarf hans var að láta verkin tala í þágu annarra. Það þarf engan að undra þótt það vefjist fyrir okkur að draga Ragnar í dilka sam- kvæmt markaskrá tíðarandans á ofanverðri tuttugustu öldinni á íslandi. Ragnar var vissulega íslenskur - eða ætti ég að segja þingeyskur - þjóðernissinni, enda var forn- menning þjóðarinnar honum í blóð borin í uppvextinum í Laxárdal. Auk þess ólst hann upp á vori gróandi þjóðlífs, ólæknandi smit- aður af þjóðhollustu þeirrar aldamótakyn- slóðar, sem vildi bæta fyrir sex alda niður- lægingu Islands. En hann var ekki síðri Vest- ur-íslendingur, jafnvel Bandaríkjamaður og alveg áreiðanlega heimsborgari fram í fingur- góma. Þess vegna var búseta í verstöð á hjara veraldar engin útlegð. Menningin var hans heimanfylgja og fylgdi honum, hvar sem hann bjó. En kannski verstöðin hafi veitt honum meira viðnám fyrir kraftana en aðrir staðir sem töldust betur í sveit settir í menn- ingunni? Var Ragnar pólitískur? Já, hann var rammpólitískur í þeim skilningi að hann hafði af lestri, íhygli og fjölbreyttri lífsreynslu mót- að sér afdráttarlausar skoðanir á flestu sem máli skipti. Hann lét sér fátt mannlegt óvið- komandi. Náminu lauk ekki um leið og staðið var upp frá píanóinu - eins og Njörður orðar það í áður tilvitnaðri grein: „En þá tók við spjall sem aldrei var hægt að giska á fyrir- fram hvert stefndi: Um skáldskap, heim- speki, trúarbrögð, mannfræði, myndlist, sagnfræði. Það gat því teygst úr þessum pía- nótímum sem áttu að standa í hálftíma - og ævinlega fór unglingurinn heim ruglaður, gagntekinn og orðlaus.“ I augum sumra var Ragnar forstokkaður íhaldsmaður. Og það má til sanns vegar færa að hann stóð djúpum rótum í fornri menn- ingu íslendinga. Og hafði óbilandi trú á al- mennu gildi þess besta sem hann fann í vest- rænni menningararfleifð: það var trúin á frelsi einstaklingsins, rétt hans til að nýta hæfileika sína til andlegs þroska og ábyrgð hans á að ávaxta sitt pund, eftir bestu getu. Smám saman laukst það hins vegar upp fyrir mér að Ragnar var að upplagi og líf- skoðun byltingarmaður. Hann var það með sama hætti og frelsishetjur Bandaríkja- manna og höfundar stjórnarskrárinnar (þeir Washington, Hamilton og Jefferson) voru byltingarsinnar. Reyndar voru þeir for- sprakkar þeirrar einu byltingar sem lukkast hefur eftir Krist. Það er bylting þeirra sem trúa á manninn og getu hans til sjálfsstjórnar á grundvelli siðferðilegrar ábyrgðarkenndar og undir handleiðslu Guðs. Reyndar þóttist ég komast að þeirri niður- stöðu að Ragnar væri repúblikani af flokki Lincolns forseta. Þar að auki var persónuleiki hans þeirrar gerðar að hann gat aldrei orðið værukær eða sjálfumglaður. Þess vegna hik- aði hann ekki við að ganga á hólm við hefðir, venjur og viðteknar skoðanir, vanahugsun, hugsunarleti eða tískufyrirbæri, sem tröllriðu tíðarandanum. í þessum skilningi var hann oft á tíðum róttækur og nýjungagjarn. Þótt hann eyddi allri ævi sinni í að kenna og veg- sama perlur sígildrar tónlistar, tók hann nú- tímatónskáldum ekki aðeins opnum huga heldur beinlínis opnum örmum og lagði sig fram um að skilja þá og greiða götu þeirra. Á sumum sviðum var Ragnar óefað fram- úrstefnumaður í hugsun, og langt á undan ís- lenskri samtíð sinni. Ætli ég hafi ekki fyrst fengið Raddir vorsins þagna eftir Rachel Carson að láni hjá Ragnari. Það var eftir rökkurræður um sjálfseyðingarhvöt hins vestræna iðnaðar- og neyslusamfélags, sem stefndi óðfluga í að eyða öllu mannlífi, ef ekki með ragnarökum gereyðingarvopna, þá með hægfara tortímingu á náttúrunnar ríki. Þetta var löngu áður en nokkuð örlaði á slíkri um- ræðu í íslensku samfélagi. Reyndar var vís- indaheimspeki eitt af fjölmörgum áhugamál- um Ragnars og hann var ótrúlega vel að sér um nýja hugsun og tækni í heimi vísindanna. Maðurinn sem ólst upp við fornöldina í Lax- árdal hafði ekki síður brennandi áhuga á framtíðarsýn vísindanna á komandi árþús- undi. Oft hafði Ragnar orð á því hvað lífið væri yfirþyrmandi og spennandi. Hann vorkenndi innilega þeim dauðyflum sem ekki kenndu til í stormum sinna tíða. Og stundum fannst honum hart til þess að vita ef honum leyfðist ekki að skyggnast yfir sjónarrönd nýrrar ald- ar svo að hann gæti gengið úr skugga um, hvort vísindin myndu færa okkur nýja þekk- ingu, ný tæki og áður óþekktar lausnir á yfir- vofandi tilvistarkreppu mannkynsins. I þeirri orðræðu varð hann einatt innblásinn bjart- sýnismaður. En stundum komst ég ekki hjá því að sjá dimmum skugga bregða yfir ásýnd hans þegar hann lýsti því af raunsæi og lær- dómi, hvernig allt stefndi í helför plánetunnar af mannavöldum. Þannig var Ragnar mér eins og lífið sjálft: Ráðgáta og leiðsagnarandi. Boðberi bjartsýni og trúar á manninn, en uggandi um örlög hans af ást og umhyggju þess, sem margt hefur séð og víða ratað. 3. Tónlistin var hvort tveggja í senn ástríða og ævistarf Ragnars. Alla ævi var hann að nema tónlist og kenna tónlist. Hann vissi manna best að þrátt fyrir mannlegan ófull- komleika verður viðleitnin að glæða líf okkar fegurð að veruleika í listinni. Að láta þann draum rætast - það var ævistarf mannsins. Tónlist var í hávegum höfð á mörgum bæj- um í Laxárdal í uppvexti Ragnars. Hjálmar faðir hans lék á harmoniku og orgel og var góður söngmaður. Ungur að árum lærði Ragnar að spila á orgel. Árin 1918-20 stund- aði hann nám við Samvinnuskólann í Reykja- vík. Árið 1921 tók hann þá örlagaríku ákvörð- un að flytjast búferlum til Kanada, í fótspor margra annarra íslendinga. Það sem dró hann þangað var löngun hans til að læra tón- list og vonin um að geta haft lífsviðurværi sitt af því að stunda list sína. Ragnar hafði ekki lengi verið í Kanada þegar hann hóf nám í píanóleik og hljómfræði í Winnipeg og var Jónas Pálsson, píanóleikari og tónskáld þar á meðal fyrstu kennara hans. Einnig lagði hann stund á nám í kórstjórn og tónlistarsögu. Síðar naut hann lengi hand- leiðslu Evu Claire, skólastjóra tónlistardeild- ar Manitobaháskóla. Frá og með árinu 1923 hóf hann kennslu í píanóleik í Saskatoon, en flutti til Winnipeg ári síðar og stundaði þar kennslu og söngstjórn í meira en áratug. M.a. stjórnaði hann karlakór Islendinga í Winnipeg. Árið 1936 byrjaði Ragnar að starfa við söngstjórn og píanókennslu í Norður-Dakota í Bandaríkjunum, einkum í Mountain-bæ, jafnframt stöi'fum sínum í Winnipeg. Frá og með árinu 1941 fluttist hann búferlum suður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.