Morgunblaðið - 17.10.1998, Síða 2

Morgunblaðið - 17.10.1998, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ríkisstjórnin ákveður neyðaraðstoð við Rússland 14 milljónir til kaupa á loðnu og sfld RÍKISSTJÓRNIN ákvað á fundi sínum í gær að verja 14 milljónum ís- lenskra ki'óna til neyðaraðstoðar við norðvesturhéruð Rússlands. „Við munum fyrst og fremst nota þetta fjármagn til að kaupa fiskafurðir og eru þá sérstaklega höfð í huga kaup á loðnu og sfld. Með því móti getum við útvegað mesta magnið af prótein- ríkri fæðu sem þetta fólk er vant að matreiða. Rauði la-ossinn mun líka leggja mjög mikið af mörkum í þessu sambandi og mun annast dreifing- una. Við væntum þess að þessi að- stoð komi að góðu gagni,“ sagði Hall- dór Asgrímsson utanríkisráðheira. „Það er mjög slæmt ástand víða í Rússlandi. Matvæli hafa hækkað Nýgengi krabbameina Hæst suðvest- anlands NÝGENGI krabbameina er hærra í Reykjavík og á Reykja- nesi en annars staðar á landinu og munar þar allt að fjórðungi. Þetta kemur fram í grein eftir Jón Hrafnkelsson lækni og Jónas Ragnarsson ritstjóra í Heilbrigðismálum sem nú eru að koma út. Teknar eru saman tölur um nýgengi krabbameina meðal karla og kvenna árin 1977 til 1996. Nýgengi allra krabbameina meðal karla er í Reykjavík 300,7 á hverja 100 þúsund íbúa og 267,4 á Reykjanesi. Lægst er nýgengið á Vestfjörðum, 220,1. Sambærilegar tölur fyrir konur eru 270,4 í Reykjavík og 262,4 á Reykjanesi. Lægsta nýgengi er á Norðurlandi vestra eða 211,7. Af einstökum tegundum krabbameina meðal karla má nefna að nýgengi á ristilkrabba- meini er hæst hjá íbúum Reykjavíkur en lægst á Austur- landi. Hæst nýgengi lungna- krabbameins er meðal karla í Reykjavík og á Reykjanesi og á það reyndar við um lungna- krabba meðal kvenna einnig. Meðal kvenna er hæst ný- gengi brjóstakrabbameins í Reykjavík og Reykjanesi en lægst á Vestfjörðum og nýgengi legbolskrabbameins er mark- tækt hærra í Reykjavík en á Vesturlandi, Reykjanesi og Norðurlandi vestra. gífurlega í verði vegna gengisfalls rúblunnar og það er mikill skortur á margvíslegri matvöru, lyfjum og læknisbúnaði. Við höfum átt viðræð- ur við Rauða krossinn að undan- förnu og hefur orðið að niðurstöðu að við munum hafa samstarf við hann um hjálparstarf," sagði Hall- dór. „Öll hin Norðurlöndin eru jafn- framt að skipuleggja aðstoð og ýmis önnur nágrannaríki. Við höfum átt mjög mikil samskipti við Rússland í gegnum tíðina. Við höfum átt mikil viðskipti við landið og mjög oft fundið þaðan samhug þegar illa hefur staðið á hér á Islandi. Eg tel sjálfsagt og nauðsynlegt að við Islendingar bregðumst við, því það er mikil vá fyrir ayrum á mörgum heimilum í Rússlandi,“ sagði Halldór. Fjárveiting á fjáraukalögum Tillaga ríkisstjórnarinnar felur í sér að fjármagn verði tryggt með fjárveitingu á fjáraukalögum á Al- þingi. „Þetta verður síðan skipulagt í samvinnu við Rauða krossinn og sjávarútvegsráðuneytið, enda þurf- um við að hafa samvinnu um þetta mál við söluaðila á loðnu og síld,“ sagði utanríkisráðherra. Morgunblaðið/Kristinn Rjúpnaveiði leyfð á 12-15 rfldsjörðum GUÐMUNDUR Bjarnason, land- búnaðarráðherra, mun í næstu viku tilkynna að rjúpnaskyttum verði heimil veiði á 12-15 ríkisjörðum víðs vegar um landið. Rjúpnaveiði hófst í fyrradag. Guðmundur Bjarnason staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær að eftir helgi yrði frágengið hvaða rík- isjarðir yrðu opnaðar rjúpnaskytt- um. Hann sagði að málið hefði verið til skoðunar í ráðuneytinu um skeið. Um 30 jarðir hefðu verið til skoðun- ar en 12-15 þeirra yrðu tilkynntar opnar fyrir rjúpnaskyttum strax eftir helgina. Ætlunin hefði verið að ljúka málinu fyrir upphaf veiðitíma- bilsins en það hefði ekki tekist. Morgunblaðið spurði frétta af rjúpnaveiði í skotveiðiverslunum víða um land. I Vesturröst í Reykja- vík sagði Karl Lúðvíksson að fréttir sem honum hefðu borist væru mis- munandi eftir landshlutum. „Menn fengu töluvert á Vestfjörðum, Þorskafjarðarheiði og Dynjandis- heiði og nokkrum gekk vel á Mýr- Róleg rjúpna- veiði suð- vestanlands um þótt ekki væri það eins gott og í fyrra,“ sagði Karl. Hann sagði að lítið virtist að hafa suðvestanlands og eins hefði verið dauft yfir í Vest- ur-Skaftafellssýslu. Veiðin eins og fréttir úr smalamennsku bentu til Hjálmar Ævarsson hjá Hlaði í Reykjavík sagðist halda að menn hefðu fengið lítið suðvestanlands. „Eg heyrði í einum sem fékk 20 í Bláfjöllum; einn fékk 27 á Hvera- völlum, annar 22 á Ströndum og þrír fengu 30 saman á Öxinni, milli Berufjarðar og Skriðdals." Hjálmar sagði að veiðin suðvest- anlands hefði verið eins og útlitið hefði bent til eftir smalamennsku en þá sást ekkert af rjúpu. Hann sagð- ist hins vegar ekki telja að umræða um lítið af fugli suðvestanlands drægi úr sókninni. Þórhallur Borgarsson í Veiðikof- anum á Egilsstöðum sagði að veiðin hefði farið rólega í gang eystra. Nokkrum hafði hann heyrt í sem fengu 15-20 rjúpur hver en aðrir hefðu t.d. gengið Hallormsstaðar- skóg og séð lítið. Þórhallur sagði að allt væri á kafi í snjó inni við Snæ- fell og á Fjarðarheiði. „Menn vita það hins vegar síðan í smala- mennskunni og frá hreindýratíman- um að það er nóg af rjúpu. En hún er dreifð núna,“ sagði hann. Jón Lárusson, starfsmaður Veiði- homs KEA byggingavara á Akur- eyri, sagðist hafa frétt af tveimur sem fengu 16 fugla á Vaðlaheiði og tveimur sem fengu 8 saman í Bárð- ardal. „Þar var erfitt og mikill snjór yfir,“ sagði hann. Hann hafði hins vegar ekkert frétt af vinsælu veiði- svæði á Öxnadalsheiði en bjóst við að veiðin færi almennilega í gang nyrðra um helgina. Bönnuð auglýsing fjarlægð Á VESTURGAFLI Hótels Esju var fyrir nokkrum dögum sett upp auglýsing frá útvarpsstöð- inni X-inu FM 95,7 þar sem segir: „Stilltu á X-ið eða ég skýt hundinn þinn.“ Kvartað var til lögreglu vegna auglýs- ingarinnar og beindi lögreglan málinu til Samkeppnisstofnun- ar. Stofnunin fundaði um málið og bannaði með bráðabirgða- úrskurði birtingu auglýsingar- innar á grundvelli 22. greinar samkeppnislaga þar sem segir að auglýsingar skuli miðast við að börn sjái þær og heyri og megi þær á engan hátt mis- bjóða þeim. í auglýsingum verður að sýna sérstaka var- kárni vegna trúgirni barna og unglinga og áhrifa á þau. Tel- ur Samkeppnisstofnun að aug- lýsingin sýni gróft ofbeldi á heimilisdýri og þannig mis- bjóði hún börnum. 50.000 króna dagssektir títvarpsstöðinni var gefinn kostur á að sjá til þess að aug- lýsingin yrði fjarlægð í síðasta lagi 12. október. Eftir þann tíma legðust á dagssektir að upphæð 50 þúsund krónur fyr- ir hvern dag sem bannið er brotið. Af hálfu útvarpsstöðv- arinnar var vilji til að lúta banninu og var því liafist handa í gær við að fjarlægja auglýsinguna. Hlutafélag- inu Skalla- grími slitið HLUTAFÉLAGINU Skalla- grími, sem rak og átti Akraborg- ina, vai' slitið í gær og gengið var frá skipan skilanefndar. Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Aki'a- nesi, sem var varamaður í stjórn félagsins, segir að helsta eign þess nú sé skrifstofuhúsnæði á Akranesi sem metið er á um fimm mifljónir króna. Um 150 milljóna ki'óna skuld félagsins við Vegagerðina hefur verið felld niður en hún hefur tekið yfii' eignir þess. Skuldin hefur myndast vegna þess að styrkir Vegagerðarinnar til reksturs skipsins hafa verið bókfærðir sem lán. Klemmdist í Sundahöfn STARFSMAÐUR Eimskips meiddist á fæti þegar hann klemmdist milli lyftara, sem hann ók, og járnrekka í Sunda- höfn í gær um tvöleytið. Hann var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið en meiðsl hans voru minniháttar. '.........................\...................: LESBÖK rr~3—mmn ( OAP KL 1P OPNAD •*;RArr/>KJAVIRBLUN ÍBLANOB Hm . Blaðínu í dag, fujitsu l TÓLVUVCRSLUN AD ÐKÚTUVOOI T . utan höfuð- l®|. njfrrsu borgarsvæð- lœrttar mA isins, fylgir 12 síðna aug- MVJAR VORUR 2Ó%-50% lýsingablað „Kringlukast". Blaðinu í dag fylgir 8 síðna auglýsfnga- blað frá Raf- tækjaverslun íslands „Tímamót" - j> LJjri Arni Gautur í Meistara- deiidinni / B1 Pétur Marteinsson enn óráðinn / B1 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.