Morgunblaðið - 17.10.1998, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 17.10.1998, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1998 5V AÐSENDAR GREINAR Einelti verður ekki liðið ERINDI tengd skól- anum hafa frá upphafi verið fyrirferðarmikil hjá embætti umboðs- manns barna, þar á meðal hafa börn vakið athygli mína á því að þau séu lögð í einelti af öðrum nemendum eða jafnvel einstökum starfsmönnum skóla, þá ýmist í skólanum sjálf- um, á skólalóðinni eða í skólabílnum. Foreldrar hafa einnig haft sam- band vegna þessa, sömuleiðis kennarar og ýmsir aðrir er starfa Þorhildur með börnum. Lmdal Börnum hefur verið ráðlagt að ræða fyrst um þetta við foreldra sína eða einhvern nákominn, sem gæti stutt þau, kennarann sinn, skóla- stjóra eða annað starfslið skólans, svo sem hjúkrunarfræðing, sálfræð- ing eða námsráðgjafa. Foreldr- um/forráðamönnum barna hefur auk þessa verið vísað á nemendaverndar- ráð og foreldraráð, sem starfa innan skólans, og loks fræðslu- eða skóla- skrifstofur sveitarfélaganna. Dygðu þessar leiðbeiningar ekki hefur verið bent á þann möguleika að hafa sam- band við skólanefnd sveitarfélagsins, hina pólitísku fulltiúa, og gera þeim grein fyrir úrræðaleysi skólans til að koma til móts við réttindi og þarfir nemenda sinna. Þrátt fyrir ráð og leiðbeiningar um hvert beri að leita úrlausna blas- ir sú staðreynd við að börn jafnt sem fullorðnir reka sig á veggi - á vandanum er ekki tekið og í sumum tilvikum er hann ekki viðurkenndur. Böm kvarta undan því að þeim sé ekki trúað, þau séu ekki tekin alvar- lega, þau fái jafnvel sektarkennd eftir að hafa reynt að leita sér að- stoðar. Einelti viðgengst ekki einungis í skólum heldur er hér á ferðinni vandamál sem skýtur upp kollinum á öllum athafnasviðum ungs fólks. A það ber hins vegar að líta að einelti innan skólans er mjög alvarlegt, ekki síst þegar litið er til þess að böm em skólaskyld hér á landi frá 6 ára til 16 ára aldurs. Þeim ber því skylda til að sækja skólann, hvort sem þeim er það ljúft eða leitt, og þrátt fyrir að eiga von á lítilsvirð- andi framkomu í sinn garð, af hálfu nemenda eða einhverra starfsmanna skólans. Vitað er að fórnarlömb eineltis hafa orðið fyrir alvarlegum truflun- um á skólagöngu sinni vegna eineltis auk þess sem það markar þau and- lega langt fram á fullorðinsár. Forráðamenn barna, kennarar og stjórnvöld verða að taka höndum saman og stemma stigu við þessu böli. Samstarf stjórnvalda og hags- munasamtaka er þýðingarmikið á þessum vettvangi. Baráttan gegn einelti krefst bæði þekkingar og raunvemlegs áhuga hinna fullorðnu sem starfa að málefnum barna og unglinga. Við menntun kennara þarf að leggja rækt við fræðslu um ein- elti og gefa þarf út fræðsluefni um einelti. Hvað er einelti? Eigi baráttan gegn einelti að skila einhverjum árangri er nauðsynlegt að skilgreina nákvæmlega hugtakið svo öllum sé ljóst hvaða háttsemi fellur þar undir. Samkvæmt ís- lensku orðabókinni er einelti skil- greint sem það að elta einhvern óaf- látanlega, gefa einhverjum engan frið. Samkvæmt bók Guðjóns Ólafs- sonar, Einelti, sem kom út á árinu 1996, er um einelti að ræða þegar einhver er tekinn fyrir og píndur, andlega eða líkamlega, aftur og aft- ur í lengri tíma af einum eða fleiri. Mikilvægt er að átta sig á því að handalögmál/slagsmál milli tveggja jafnvígra einstaklinga eða einhver annar einstakur atburður telst ekki vera einelti heldur er hér um að ræða margendurtekið atferli. Einelti getur birst í mörgum myndum: Andlega, t.d. með því að... skilja einhvern út- undan eða setja „út í kuldann", tala illa um einhvern, ógna eða hæða með orðum, skemma eða eyðileggja fyrir einhverjum reglu- bundið. Líkamlega, t.d. með því að... hrinda, sparka, slá eða klípa einhvern, halda einhverjum föst- um eða loka einhvern inni gegn vilja hans. Ég legg áherslu á að skilgreining skólanna á einelti sé skýr og þannig Börn og unglingar sitja ásamt fullorðnum ráð- stefnu um einelti í Súlnasal Hótels Sögu í dag. Þórhildur Líndal segir baráttuna gegn einelti hluta baráttunn- ar fyrir bættum hag barna. orðuð að sérhver nemandi skilji hvað við sé átt. í þessu skyni er nauðsynlegt að draga upp almenna mynd af einelti, en ævinlega ber þó að hafa hugfast að í raun er hvert eineltistilfelli einstakt og taka ber á því í samræmi við það. Hver ber ábyrgðina? Einelti er grafalvarlegt mál, sem getur leitt til ýmissa félagslegra og sálfræðilegra vandamála. Mikilvægt er að vandinn sé greindur sem fyrst, en hver ber ábyrgðina? Lög um grunnskóla. í lögum um grunnskóla kemur fram að það er skólastjóri sem ber ábyrgð á starfi skólans og veitir honum faglega for- ustu. Skólastjóri sér jafnframt um að skólanámskrá sé gerð. Mín skoðun er sú að inn í lögin um grunnskóla þurfi að koma afdráttar- lausara ákvæði um að hver skóli beri ábyrgð á því að tekið sé á markvissan hátt á eineltisvanda skólans, í skóla- húsnæðinu, á skólalóðinni og í skóla- bílnum. Til að auðvelda skólum að taka á þessum vanda teldi ég eðlilegt að skólanefndir sveitarfélaga mótuðu grundvallarstefnuna í þessum mál- um. Síðan væri það í valdi hvers skóla að ákveða hvemig þein-i stefnu yrði markvisst hrint í framkvæmd með hliðsjón af aðstæðum innan skólans. Brýnt er að hafa samvinnu við full- ti-úa nemenda í þessum efnum. Lýs- ingu á aðferðum skólal ti að ná settu marid ætti að birta í skólanámskrá, en samkvæmt lögum um grunnskóla er gert ráð fyrir að þar sé fjallað um atriði sem varða innra starf skólans. Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Sagt er að nám sé vinna og sú staðreynd liggur fyrir að böm og unglingar dvelja í skóla stóran hluta ævi sinnar. Nauð- synlegt er að aðbúnaður þeirra þar sé sem allra bestur, hvað snertir lík- amlega en ekki síður andlega vel- ferð þeirra. Núgildandi ákvæði laga um aðbúnað, hollustuhætti og ör- yggi á vinnustöðum viðurkenna ekki skólann sem vinnustað nemenda og af þeim sökum eiga þeir ekki sjálf- stæðan rétt er tryggir þeim ömggt og heilsusamlegt umhverfi, en það er þeim ekki síður mikilvægt en t.d. kennuram. Til að tryggja nemend- um þennan rétt tel ég brýnt að vinnuvemdarlöggjöfín verði rýmkuð hvað þetta áhrærir. Vernd barna og unglinga, velferð þeirra og góð líðan verður aldrei metin til fjár, og það er skylda lög- gjafans að tryggja öryggi og vellíð- an allra þegna sinna, og gæta hags- muna þeirra sem minna mega sín. Þátttaka barna og unglinga - Barnasáttmáli Sameinuðu þjáðanna I starfi mínu sem umboðsmaður barna hef ég lagt ríka áherslu á að bömum og unglingum sé gefinn kostur á að láta í sér heyra og að þau fái að taka virkan þátt í umræðu um mál er þau varða. Er það í samræmi við 12. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, þar sem segir að hlusta beri á skoðanir og sjónarmið bama. Umræða um einelti hefur verið nokkur hér á landi. Börnum og ung- lingum hefur hins vegar að mestu verið haldið utan við þá umræðu þrátt fyrir þá bláköldu staðreynd að það era þau, sem fyrst verða þess vör, að einelti er í gangi eða í upp- siglingu. Þekking þeirra hefur því alls ekki verið nýtt sem skyldi. Ekki síst með hliðsjón af þessu hef ég boð- að 80 börn og unglinga auk 60 full- trúa hinna ýmsu stofnana og félaga- samtaka til ráðstefnu í Súlnasal Hótels Sögu í dag, laugardaginn 17. október, þar sem einelti verður rætt, en markmið mitt er að fá fram skoð- anir þeirra og tillögur um, hvaða leiðir unnt er að fara til að koma í veg fyrh’ ofbeldi af þessu tagi. Von mín er sú að í þjóðfélaginu skapist málefnaleg umræða og þétt samstaða allra þeirra sem vilja bættan hag barna í baráttunni gegn einelti. Þá á ég jafnt við hag þeirra sem verða fyrir einelti, þolenda, sem og þeirra er leggja aðra í einelti, gerenda. Einelti verður aldrei liðið. Höfundur er umboðsmaður bama. E *• V "mmmL' r-r- w' rvi W / . >-- Kosninga- skrifstofa Gunnars I. Birsíissonar Hamraborg 12 Skrifstofan er opin virka daga kl. 11-22. Laugardaga kl. 13-19. Sunnudaga kl. 13-17. Alltaf heitt á könnunni. Sjáumst! M U N I Ð S í MAN-N 564 5823
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.