Morgunblaðið - 17.10.1998, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 17.10.1998, Blaðsíða 59
MORGUNBEAÐIÐ' FRETTIR LAUGARDAGUR17. OKTÓBER 1998' 59" Frumsýning á nýjum Fiat-bíl ÍSTRAKTOR frumsýnir um helg- ina, 17. og 18. október, nýja Fiat Seicento Sporting. Þetta er smábíll sem talinn er sérlega hagkvæmm- í rekstri og hentugur til borgarakst- urs, segir í frétt frá ístraktor. Bíllinn eyðir 5,9 lítrum í blönd- uðum akstri. Hann hefur mikinn staðalbúnað m.a. loftpúða fyrir ökumann og farþega, kippibelti, álfelgur, rafdrifnar rúður, samlæs- ingar, sportsæti, leðurstýri og gír- stöng, þokuljós, sportmæla o.fl. Verðið er 960.000 kr. „Á vegum Evrópusambandsins er í gangi verkefni sem Fiat tekur þátt í ásamt nokkrum öðrum bíla- framleiðendum þar sem litast er um eftir framleiðslu á vistvænni bílum. Seicento Elettra rafmagns- bíll er í því verkefni og hafa tólf borgir Evrópu þegar fengið nokkra tugi slíkra bíla. Hér á landi eru við- ræður í gangi við opinbera aðila um kaup á 50-100 bílum sem ein- staklingar og fyrirtæki koma til með að nota. Þar með erum við komin í fremstu röð þeirra þjóða sem láta sig varða mengun um- hverfís vegna útblásturs frá bílum. Fyrsti rafmagnsbíllinn kemur hingað til lands í nóvember nk. og verður frumsýndur í Ráðhúsinu í nóvember nk,“ segir í frétt frá Istraktor. Sýningin um helgina verður í húsakynnum ístraktors að Smiðs- búð 2, Garðabæ, frá kl. 13-17 laug- ardag og sunnudag. Á staðnum verða einnig allar aðrar tegundir frá Fiat, Alfa Romeo og Lancia. ------------- Utskriftarár- gangur frá KHÍ 1978 í TILEFNI af 20 ára útskriftaraf- mæli kennara, sem luku embættis- prófi frá Kennaraháskóla íslands árið 1978, hefur verið ákveðið að hittast laugardagskvöldið 24. októ- ber nk. og snæða kvöldverð á Kaffí Reykjavík. Mæting er á Kaffi Reykjavík, Vesturgötu 2, efri hæð, klukkan 19.30 fyrsta vetrardag. Þeir sem vilja taka þátt í borðhaldi, þurfa að láta einhvern í nefndinni vita fyrir þriðjudagskvöldið 20. október, sam- anber áður sent bréf. Þeir sem ekki geta tekið þátt í borðhaldinu eru velkomnir í hópinn eftir matinn. Makar eru einnig vel- komnir. Áður fyrirhuguð ferð í Borgar- fjörð fellur niður vegna ónógrar þátttöku. -------♦-♦-♦---- Slysavarna- fólk selur lyklakippur SLYSAVARNAFÓLK víða um land mun ganga í hús helgina 16.-18. október og bjóða til sölu lyklakippu til styrktar Björgunar- bátasjóði Slysavarnafélags íslands. Lyklakippan mun síðan verða til sölu á bensínstöðvum Esso og kostar hún 500 kr. I lok september hóf Slysavarna- félagið átak til styrktar Björgunar- bátasjóði félagsins sem á og rekur átta björgunarskip í öllum lands- hlutum og er þetta hður í því átaki. í fréttatilkynningu segir: „Það er von Slysavarnafélagsins að landsmenn taki vel í beiðni þess um fjárstuðning og kaupi lyklakippu. Björgunarskip eru lífsnauðsynlegir hlekkir í öryggiskeðjunni meðfram ströndum landsins. Öryggi sjó- manna varðar okkur öll.“ Börn ræða um einelti UMBOÐSMAÐUR barna efnir til ráðstefnu í Súlnasal Hótel Sögu laugardaginn 17. október nk. þar sem börn og fullorðnir setjast á rökstóla og ræða um einelti. Markmiðið er að fá fram skoðanir og tillögur um hvaða leiðir séu færar til að vinna gegn ofbeldi af þessu tagi. I samvinnu við Samfés, sam- tök félagsmiðstöðva, hefur um 80 börnum og unglingum verið boðin þátttaka í þessari ráð- stefnu. Af hálfu hinna fullorðnu munu 50 einstaklingar sækja ráðstefnuna sem fulltrúar hinna ýmsu stofnana og félaga er starfa að málefnum barna á einn eða annan hátt. Á ráðstefnunni verður lögð áhersla á virka þátttöku ráð- stefnugesta í blönduðum um- ræðuhópum kynslóðanna. Ráð- stefnustjóri verður Vanda Sig- urgeirsdóttir, íþróttaþjálfari, sem hefur langa reynslu af því að vinna með börnum og ung- lingum og hefur víða flutt fræðsluerindi um einelti. Internetið um BREIÐBAND Leifturhraði Fáðu gögn um BREIÐBANDIÐ með áður óþekktum hraða. Síminn Internet býður íslenskum internet- notendum að taka þátt í seinni hluta tilraunar á gagnaflutningum um BREIÐBANDIÐ. Síminn Internet gefur nú internetnotendum á breiðbandssvæðum kost á að taka við gögnum af internetinu í gegnum BREIÐBANDIÐ. Gögnin berast á meiri hraða en áður hefur þekkst og er ísland eitt af fyrstu löndum í Evrópu þar sem internetnotendum stendur þessi tækni til boða. Internet um BREIÐBANDIÐ er bylting fyrir internetnotendur! BREIÐBANDSKORT fyrir PC tölvu kostar 29.900 kr. og er eingöngu selt hjá SÍMANUM internet, Grensásvegi 3. Áskrift hjá Símanum Internet um BREIÐBANDIÐ kostar 2.490 kr. á mánuði. _ í dag kl. 12 -16 Leitið upplysinga|iUil SIMINN internet Grcnsásvogi 3. www.simnct.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.