Morgunblaðið - 17.10.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.10.1998, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ + Kristján Hans- son, Heiðar- horni 17, Keflavík, lést á heimili sínu 8. október síðastlið- inn. Hann fæddist á Sútarabúðum í Grunnavík 7. des- ember 1934 en ólst upp í Hnífsdal. Hann fluttist 14 ára gamall með foi-eldr- um sínum til Kefla- víkur. Foreldrar hans voru hjónin Hans Elías Bjarna- son, f. 27.9. 1897, d. 25.2. 1980 og Jónína Jónsdóttir, f. 9.9.1899, d. 30.11. 1970. Hann var næstyngstur sjö systkina sem öll lifa bróður sinn nema tveir bræður. Þau eru í aldurs- röð: 1) Hans, f. 1923, 2) Guðrún, f. 1924, 3) Jón, f. 1926, 4) Bjarni, f. 1928, 5) Ólafur, f. 1931, 6) Pétur, f. 1938. Kristján kvæntist 31. ágúst 1961 Guðbjörtu Ólafsdóttur frá Keflavík, f. 20.8. 1940. Foreldr- ar hennar voru Ólafur Jón Jóns- son, f. 27.1. 1907, d. 16.6. 1995 og kona hans Jónína Guðný Kristinsdóttir, f. 25. ágúst 1908, d. 8.6. 1955. Dætur Kristjáns og Guðbjart- ar eru: 1) fris Kristjánsdóttir, f. 15.6.1964, gift Jóni I. Kristjáns- synij f. 1.5. 1963. Sonur þeirra er Ólafur Jón Jónsson, f. 18.6. 1987. 2) Ruth Krisljánsdóttir, f. Elsku pabbi. Aldrei hefði ég trúað því að ég ætti ekki eftir að hafa þig lengur en - í 28 ár. Þú varst alltaf svo hress og kátur og það var svo auðvelt að tala við þig um svo margt, sérstaklega vinnuna þar sem við unnum nú hjá sama fyrirtækinu. Eg er þakklát fyrir svo margt sem þú gerðir til að hjálpa mér bæði í vinnunni og í einkalífínu. Eg á líka svo margar fallegar minning- ar um þig, eins og þegar ég, þú og mamma fórum í síðustu mæðra- skoðunina og þú heyrðir hjartslátt- inn hjá Kristjáni Jay og þú sagðist aldrei hafa heyrt hjartsláttinn í fóstri áður þar sem það tíðkaðist ekki þegar mamma gekk með mig og Irisi. Eins þegar ég spurði þig hvort ég mætti nefna strákinn Kristján í höfuðið á þér og bað þig að halda á honum undir skírn þá varstu svo ánægður og sagðir að það yrði bara heiður fyrir þig. Eftir að ég flutti heim frá Þýska- landi gerðuð þið mamma allt til að mér liði vel og aldrei stóð á því að þið gætuð verið með Kristján þar sem hann var hjá ykkur á hverjum degi þegar ég var að vinna og hann var búinn á leikskólanum. Eg þakka þér sérstaklega fyrir alla ósérhlífnina þegar ég keypti íbúðina mína, þá stóð nú ekki á þér að mála allt saman eða setja upp fataskápinn án teikninga eða bara að dytta að hinu og þessu fyrir mig ,þó að þú hafir stundum verið mjög ^élæmur af verkjum. Guð blessi þig og hafðu þökk fyr- ir allt og allt. Ég elska þig. Þín dóttir Ruth. Sérfræðingar í blómaskreytingum við óll tækifæri | blómaverkstæði I I JBinna I Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaöastrætis, sími 551 9090 7.8. 1970. Sonur hennar er Kristján Jay Warrick, f. 24.6. 1993. Kristján starfaði mestalla starfsævi sína að verslunar- störfum. 14 ára gamall byrjaði hann hjá verslun Nonna og Bubba í Keflavík og vann þar í mörg ár. Hann starfaði við leigu- bflaakstur í nokkur ár en lengst af eða í 28 ár vann hann sem verslunarstjóri hjá Kaupfé- lagi Suðurnesja, allt til dauða- dags. Kristján starfaði mikið að fé- lagsmálum. Hann var í sóknar- nefnd Keflavíkurkirkju í 11 ár, lengst af ritari. Hann var félagi í kór Keflavíkurkirkju frá 1985. Hann var félagi í Karlakór Keflavíkur í 28 ár þar af eitt ár formaður kórsins. Hann var virkur félagi í frímúrararegl- unni Sindra í Keflavík. Hann var formaður starfsmannafé- lags Kaupfélags Suðurnesja um tíma. Auk þess vann hann að ýmsum nefndarstörfum fyrir Keflavíkurbæ, síðar Reykjanes- bæ, og var nú síðast formaður yfírkjörstjórnar. Kristján verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Afi. Ég sakna þín. Ég fór og náði í þig upp á flug- völl. Við fórum heim til þín, ég borðaði saltpillm-, ég borðaði rúsín- ur en MM-ið vildi ég ekki. Við sát- um og spjölluðum saman og síðustu orðin sem ég heyrði frá þér voru , já, bless“. Það liðu 25 mínútur. Ég var búinn að hátta mig, búa um og bursta tennurnar. Þá hringdi sím- inn og amma sagði í símann að afi væri að deyja. Næsta dag fékk ég að vita að þú værir dáinn. Eftir 70-80 ár sjáumst við hinumegin. Og ef við sjáumst þá, þá er möguleiki. Við munum faðmast, við munum tala, við munum hugsa um fyrra líf. Við sjáumst því. Bless, bless. ,AHt var voða gaman þar til nú.“ Óli Jón. Elsku afi. Þegar mamma sagði við mig að þú værir dáinn sagði ég að þú myndir aldrei ná í mig á leikskól- ann aftur eða að þú færir aldrei með mig í sund á laugardögum þegar mamma er að vinna. Aldrei á ég eftir að heyra þig segja bless, nafni minn, eins og þú gerðir oft. Afi, ég skal lofa því að passa ömmu fyrir þig eins og ég hef gert svo oft þegar ég hef sofið hjá ykkur ömmu. Vertu yfir og allt um kring. Með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring. Sænginni yfir minni. Bless afi minn. Kristján Jay. Þegar okkur barst sú harma- fregn að okkar kærasti vinur, Kristján Hansson, væri látinn þyrmdi yfir okkur. Hann sem ávallt var hrókur alls fagnaðar, var rétt nýkominn úr stuttu ferðalagi með vinnufélögum frá Danmörku fyrr um daginn, hafði orðið bráð- kvaddur á heimili sínu. Minning- arnar frá liðnum árum ryðjast fram og söknuðurinn er sár. Kynni okkar Kristjáns hófust þegar ég kom heim úr sveitinni í september 1947. Þá var hann nýfluttur til Keflavíkur frá Vestfjörðum, og ég hafði flutt úr Þykkvabænum með foreldrum mínum árið áður. Frá þeim tíma hefur vinskapur okkar MINNINGAR haldist óslitið og aldrei fallið skuggi á, í þessi 51 ár. Ekki minnk- aði vinátta okkar þegar við kynnt- umst konuefnum okkar, sem voru náfrænkur. Það var farið saman í ótalin ferðalög, fyrst innanlands og seinna til útlanda. Um fermingu fórum við að vinna sem sendlar hvor í sinni verslun- inni á Hafnargötunni, ég í Ingi- mundarbúð á Hafnargötu 19 og hann hjá Nonna og Bubba á Hafn- argötu 23, og þegar sú verslun flutti á Hringbraut 92 hélt Kristján áfram að vinna hjá þeim í nokkur ár eða þar til hann fór sem verslun- arstjóri til Kaupfélags Suðurnesja. A þessum árum var mikið að ger- ast í vinnu og miklu mannlífi hér í Keflavík og snerum við okkur þá að leigubílaakstri á eigin bflum í nokkur ár. Eftir um áratug í leigu- bílaakstrinum fór Kristján aftur að vinna hjá kaupfélaginu sem versl- unarstjóri og vann við það til dán- ardægurs. Kristján var mikill trú- maður og sýndi það í öllum sínum stöx-fum og við leik. Hann reyndist afar traustur og heiðarlegur starfs- maður, sem alltaf stefndi að því að gera hlutina á sem fullkomnastan hátt, dagfarsprúður og sífellt í góðu skapi og vildi allt fyrir alla gera, sérstaklega þá sem minna máttu sín. Kristján var mikill söngmaður og naut þess að syngja. Hann söng mörg ár í Karlakór Keflavíkur og söng nú í Kii’kjukór Keflavíkux-- kirkju. Kæri vinur, við viljum þakka þér fyrir allar þær góðu gleðistundir sem við höfum átt í öll þessi ár, að ótöldum öllum þeim stuðningi sem þið hjónin hafið veitt okkur þegar við höfum þurft á að halda, kæri vinur, megir þú hvfla í friði. Elsku Guðbjört, íris, Rut og fjöl- skyldur ykkar, megi góður Guð blessa ykkur og styrkja í sorgum ykkar og í'aunum, og megi minn- ingar um góðan dreng lifa í huga ykkar og hjarta um ókomna tíð. Guðbjörg og Sveinn. Kær vinur okkar hjóna er fallinn frá, langt fyrir aldur fram. Við vor- um minnt á það eins og svo oft áður hvað skammt er á milli lífs og dauða er við fengum fréttina um lát vinar okkar Kristjáns Hanssonar, en hann hafði látist nóttina áður úr hjartaáfalli. Þetta var dimmur fimmtudagur, það eru aðeins örfáir dagar síðan við Kiddi gei'ðum að gamni okkar og vorum að ráðgera ferð upp í sumarbústað þegar tæki- færi gæfist. Við ætluðum að fara í þá ferð, við sex sem vorum svo mik- ið saman í gamla daga, en svona er lífíð, við leggjum á ráðin en guð ræður. Margs er að minnast, kæri vinur, og margar áttum við saman ánægjustundirnar, frá okkar fyrstu kynnum var söngurinn sem við sameinuðumst í, síðan lá leiðin í kórana. Karlakór Keflavíkur Blandaði kórinn og nú síðast Kirkjukór Keflavíkur. Kristján var mikill gæfumaður í sínu einkalífi og naut hann þess að eiga yndislega konu, hana Lillu sína, og dæturnar tvær, írisi og Ruth. Bjuggu þau sér fal- legt og glæsilegt heimili, mikla ánægju höfðu þau hjónin af ferða- lögum og ótal margar voru þær ferðirnar sem farnar voi’u um heiminn. Kæri vinur, við hjónin viljum þakka þér góða vináttu og samferð í gegnum lífið og óskum þér góðrar ferðar í nýjum heimkynnum og biðjum þess að ljós heimsins lýsi þér leiðina, elsku Lilla. Boðaföllin eru orðin ansi mörg en eins og brú yfir boðaföllin vísar bænin okkur leið. Við biðjum almáttugan guð að gefa þér og fjölskyldu þinni styrk til að komast í gegnum þessa miklu sorg og út í ljósið aftur. Innilegar samúðarkveðjur frá fjölskyldunni. Kveðja, Bjarney og Lúðvík. Skyndilega er fallinn frá fyrir aldur fram góður samferðamaður r48 LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1998 KRISTJAN HANSSON og samstai’fsmaður, Kristján Hansson verslunarstjóri, í Kefla- vík. I hvert sinn er einstaklingur fæð- ist í þennan heim liggur ljóst fyrir að einhvei’ju sinni muni æviskeiðið á enda. En þó að þessi sannleikur sé okkur öllum kunnur erum við oftast óviðbúin þegar fólk deyr, einkum ef okkur þykir kallið koma of snemma. Svo er einnig í þetta sinn þegar höggið kemur þungt og óvænt og Rristján er allur. Ef til vill er um að kenna eigin- girni okkar, að við viljum hafa hjá okkur þá sem okkur þykir vænt um og í'eynast traustir samferðamenn. Að þess vegna látum við hjá líða að horfast í augu við þá grundvallai'- staðreynd lífsins, að eitt sinn skal hver deyja. Það er í mannlegu eðli að ýta til hliðar því sem óþægilegt er, en nú erum við enn einu sinni minnt á að lífið er hvei'fult og að við ættum því ekki að slá á frest því sem er mikilvægt eða láta lífíð i'enna hjá án þess að njóta þess já- kvæða sem það hefur að bjóða. Kristján Hansson var gæfumað- ur í sínu lífi, hann eignaðist góða fjölskyldu sem hann sinnti af alúð og hlýju. Það er ómetanlegt að eiga þann sjóð minninga sem hann skil- ur eftir sig, þær munu verða hugg- unjxeim sem eftir lifa. I félagsmálum var Kristján eink- ar liðtækur og ósérhlífinn. Hann var kosinn í sóknai'nefnd Keflavík- ui'kii'kju árið 1987 en varð ritari nefndai’innar árið 1991 og tók þá sæti í framkvæmdanefnd. Hann var einnig meðlimur í kirkjukór Kefla- víkurkirkju og hafði gengið til liðs við kórinn nokkrum ánxm áður en hann settist í sóknarnefnd. Emb- ætti ritara sóknarnefndar gegndi hann til sl. vors er hann baðst und- an embætti. Kristján sat þó áfram í sóknarnefnd allt til dauðadags eða alls í í'úm 11 ár. Honum voi-u falin ýmis tránaðarstörf, m.a. átti hann sæti í byggingai'nefnd nýs safnað- ai’heimilis Keflavíkurkii'kju á byrj- unarstigum þeirrar miklu fram- kvæmdai'. I sóknarnefnd nutum við hin mannkosta Kristjáns í ríkum mæli. Hann var maður ákaflega dagfai'- sprúður, ti-yggm- og trúrækinn og lagði einatt gott til allx-a mála. Hann myndaði sér sínar skoðanir að vel íhuguðu máli, en fór ekki með hávaða og var maður sátta. Slíkir menn ei’U gæfa þeirra er við þá nóta samvista. Nú þegar rödd kristjáns er þögn- uð hérna megin, er ljóst að skarð hans verður vandfyllt en við getum þó verið þakklát fyrá' að hafa átt hann að og starfað með honum. Fyrir hönd sóknarnefndar Kefla- víkurkirkju votta ég fjölskyldu Kri- stjáns Hanssonar djúpa samúð og bið Guð að veita þeim styrk og huggun í sorginni. Persónulega þakka ég og fjöl- skylda mín tveggja áratuga traust og vinsamlegt nábýli í Heiðai’horni. Jónína Guðmundsdóttir. í dag er jarðsettur samstarfsfé- lagi og vinur, Kristján Hansson, sem lést aðfai-anótt fimmtudagsins 8. október síðastliðins. Kristján var fæddur 7. desember 1934 og hefði því orðið 64 ára á þessu ári. Hann hvai'f frá okkur langt fyrir aldur fram. Kristján hlakkaði til að takast á við eldri árin, umgangast bax-nabörnin og gleðja fjölskyldu sína. Þeim sem þekktu ekki til ald- urs hans kom reyndar á óvai't að hann væi'i eldri en sextugur, öllum fannst hann svo léttur og myndar- legur maður. Sjálfsagt hefur mörg- um virst hann mun yngri vegna þeirrar náðargáfu sinnar að vera léttur í lund, gamansamur og þægi- legur félagi. Ki'istján hafði nefni- lega mjög jákvætt lífsviðhoi'f, svo eftir var tekið. Við Kristján höfum verið samstai'fsmenn til mai'gra ára. Minningai' um dugnað, ósér- hlífni og samviskusemi eru mér of- arlega í huga. Jafnframt ei'u sterk- ar minningar um síðustu daga fyx-ir andlátið þar sem við á erlendri grund voi'um saman vegna starfa okkar, hann áhugasamur og forvit- inn um nýjungar og skemmtilegur í frístundum. Það er söknuður í huga mér. Ég vil votta fjölskyldu Kristjáns, konu hans, börnum og barnabörnum, innilega samúð. Blessuð sé minning Kristjáns Hanssonar. Skúli Þ. Skúlason. Kær frændi og vinur, Kristján Hansson, er látinn svo snöggt og alltof fljótt. Kristján, eða Kiddi eins og við kölluðum hann, skilur eftir margar góðar minningar líðandi ára; - Oll aðfangadagskvöldin, þegar fjölskyldur okkar sameinuðust með afa í fögnuði jólanna, lék hann á als oddi sem jólasveinninn kæi'i og skemmtilegi. - A ferðalögum um landið svo þolinmóður, glaðvær og notalegur. - Með foreldram okkar, Bjarna og Esther, heima og á ferðalögum innanlands og utan þar sem þau hjónin, Lilla og Kiddi, x'eyndust þeim sannir vinir og góðir félagar. - Okkur fjölskyldunni reyndust þau vel við andlát móður okkar og stóð þá Kiddi eins og klettur við hlið okkar og sendir pabbi honum sínar bestu þakkir fyrir allt. Við munum Kidda syngjandi og glaðan, traustan og góðan og trúum því að þannig hafi hann haldið ferð sinni áfram á vit feðranna. Elsku Lilla, Ruth, Iris, Jón og börnin, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góðan guð að styrkja ykkur í sorginni. Guð blessi Kristján Hansson. Bjarni, Jónína, Guðnín, Karen og fjölskyldur. í dag er kvaddur hinstu kveðju góður félagi og vinur. Það er ei’fitt að átta sig á og sætta sig við skyndilegt fráfall Kristjáns Hans- sonar. Kristján hafði starfað hjá Kaupfélagi Suðui’nesja í 28 ár og var því í hópi þeirra starfsmanna sem hafði hvað hæstan stai'fsaldur. Hann starfaði lengst af sem versl- unarstjóri, var einn af máttai'stólp- unum í starfí félagsins og átti mik- inn þátt í uppbyggingu þess og stöðu í dag. I starfi sfnu var Krist- ján mikils metinn og var vinsæll bæði af samstarfsfólki og viðskipta- vinum. Samviskusemi, heiðarleiki og metnaður vora hans aðalsmerki enda voru honum falin margvísleg ti’únaðarstörf fyrir félagið. Hann átti um nokkuxra ára skeið sæti í stjórn Kaupfélagsins, sem fulltrúi starfsmanna. Þegar ráðist var í byggingu stórmarkaðar félagsins í Njarðvík, var hann fenginn til þess að vera þar byggingarstjóri á með- an á framkvæmdum stóð. Kristján stýrði þeim framkvæmdum af ör- yggi og festu og var síðan fenginn til að stýra þessari nýju stóxverslun fyrstu árin, þannig markaði hann fyrstu spor Samkaupa. Kristján var einstaklega farsæll verslunarstjóri hjá Kaupfélagi Suðurnesja því svo langt sem mitt minni nær hefur af- koma þein'a vei'slana sem hann hefur stýrt verið mjög góð, þar hafa notið sín hyggindi hans og hagsýni. Kristján var ákaflega skemmti- legur félagi og glaður í góðum hópi. Okkar langa samstarf var einstak- lega gott, við áttum gott með að vinna saman og á samstarf okkar bar aldrei nokkurn skugga. Eins og gefur að skilja sátum við oft saman og ræddum um reksturinn, bi'eytingar sem við þyrftum að gera eða einhverjar aðgerðir sem þyrfti að fara í. A slíkum fundum var hann ávallt klár á aðalati'iðun- um og því sem gæti leitt til hag- ræðingar og beti-i reksturs. Hann gagnrýndi oft sýndarmennsku og sjónhverfingar sem honum fannst fara fullmikið fyi-ir í viðskiptum nú í seinni tíð. Aður en Kristján hóf störf hjá kaupfélaginu hafði hann starfað um nokkui't ái'abil hjá verslun Nonna og Bubba í Keflavík og steig þar sín fyrstu skref sem vei’slunarmaður. Hann minntist oft þess tíma og bar greinilega hlýhug til þeirra heiðursmanna sem þar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.