Morgunblaðið - 17.10.1998, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 17.10.1998, Blaðsíða 68
r68 LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Ófundinn Hemingway ÓMAR Ragnarsson hefur átt þrjá þætti í ríkiskassanum undanfarið, sem hann hefur nefnt eftir fræg- um orðum Snorra Sturlusonar, „Ut vil ek“ og fjölluðu þeir um virkjanaæðið mikla sem gripið hefur landsmenn, eins og heimsendir sé í nánd. Hefur Ómar borið okkur saman við Norðmenn, sem virðast hættir að virkja þótt nógir fossa séu í landi þeirra og sjá- flt Hardangur- vidda til að sökkva undir vatn vilji menn hafa það svo. Fyrirhuguð uppistöðulónagerð á hálendi Is- lands er uggvænleg í augum leik- manns og það virðist eiga að halda áfram vatnsaflsvirkjunum í land- inu á meðan nokkur deigur dropi er eftir. Hins vegar hafa Norð- menn, sem skera sig ekkert úr um gáfur, sagt sem svo að nú væri nóg komið af virkjunum í Noregi og best að byrja að sökkva ís- landi, sem gáfu ekki einu sinni Grímsey lausa, á meðan þeir eru á virkjanafyllirhnu. Ekki heyrist nema einstaka maður orða gufu- aflsvirkjanir, enda hljóta að koma SJONVARPA LAUGARDEGI upp bannorð á meðan vatn flýtur jafnljúflega um hreindýrahaga og gæsaland og raun ber vitni. Helst var að heyra á Ómari að við ættum annan kost í stöðunni, sem er ferðaþjónusta á næstu ár- um. Nefndir voru sextíu milljarð- ar á tuttugu árum yrði kraftur settur í ferðaþjónustuna og það er líka peningar. En það verður að vera hægt að sýna ferðamönnum eitthvað annað en eyðimerkur í norðri í formi til- búinna stöðuvatna. Sullið með jök- ulárnar norðanlands er eitt dæmið um, hvernig menn eru „dottnir í það“ í virkjunarmálum. Þeir eru mikið líkari þrjátíu tonna trukk- um en verkfræðingum og skipu- leggjendum. Og nú hugga menn sig helst við það, að Dettifoss verði góður fyrir túrista síðsum- ars eftir að Jökulsá á Fjöllum hef- ur verið tekin til kostanna. En þetta skapar tekjur segja menn. Það gera Rolling Stones líka og er þó pnginn bættari þótt þeir spili. A sunnudaginn sýndi Rás 2 upptöku á bresku sýningunni „Ó, þetta er indælt stríð“. Þarna var á ferðinni gamall kunningi sem gaman var að rifja upp, en þótt sýningin sé full af gríni er þetta samt sem áður önnur mesta sorg- arsaga aldarinnar. Hún er að vísu aðeins séð með augum Breta, en sýn þeirra gefur næga hugmynd um hvað stríð eru svivirðileg. Stríðið 1914-18 var að sögn Win- stons Churchills síðasta stríðið í heiminum þar sem nokkurrar rómantíkur gætti, án þess að hann útskýrði það frekar. Að vísu bar á því eftir á, að menn leyfðu sér að tala um það í rómantískum anda. En sá andi var víðsfjarri raun- veruleikanum. Gallipoli-leiðangur- inn, sem farinn var m.a. að tilhlut- an Churchills varð hin hörmuleg- asta sláturferð, þar sem^ Ataturk kvistaði niður Breta og Astrali af þeim krafti, að þeir komust aldrei upp frá ströndinni. Sir Douglas Haig sá svo um bardagana í Evr- ópu, þar sem mannfall Breta varð ótrúlegt. Edward Snow, utanríkis- ráðherra Breta, lét þau orð falla þegar styrjöldin 1914 var orðin óumflýjanleg, að ljósin væru að slokkna um alla Evrópu. Þau kviknuðu raunar ekki aftur fyrr en 1945 og kannski hafa þau ekki kviknað enn. Það er svolítið sér- kennilegt að sjá Breta grínast að þessum hildarleik í indælu stríði af sama kæruleysinu og menn snýta sér á götu. Á árum áður voni menn bæði hér og annars staðar uppteknir af að glíma við Hemingway, en höfðu lítil kynni af honum nema í gegn- um þýðingar Laxness, sem þýddi hann yfirleitt á laxnesku. En þessi gímutök voru síður en svo bundin við okkur, þar sem venjuleg ávís- un fékk heitið sýnivíxill í þýðingu, heldur voru þau stunduð vítt um lönd. Nú hefur Stöð 2 sýnt kvik- mynd sem nefnist „Glíman við Er- nest Hemingway" með Richard Harris og Robert Duvall í aðal- hlutverkum. Ekkert vitnast um Hemingway í myndinni frekar en endranær, nema hvað Harris seg- ist hafa glímt við hann á Potoríkó 1938. Myndin er um allt annað og lýsir ágætlega tveimur gömlum mönnum, sem fátt hafa unnið sér til frægðar. Indriði G. Þorsteinsson KVIKMYNDIR/STJÖRNUBÍÓ hefur tekið til sýninga myndina Les Miserables, Vesalingana. Mynd- in er byggð á hinni þekktu skáldsögu Victors Hugo og í aðalhlutverkum eru Liam Neeson, Geoffrey Rush, Uma Thurman og Claire Danes. Leikstjóri er Bille August. Vesalingar Victors Hugo í nýrri útgáfu GEOFFREY Rush leikur Javert. FORTIÐIN fylgir Jean Valje- an eins og skugginn. SAGAN Vesalingarnir er ein þekktasta saga franskra bók- mennta. Hún er nú kvikmynduð í fjórða skipti, en auk þess hefur söngleikur, gerður eftir sögunni, verið sýndur við miklar vinsældir vestanhafs og austan. Vesalingarnir er stórbrotin saga um ást og örlög, heiður og þrá- hyggju. Hún gerist á fyrri hluta 19. aldar í Frakklandi. Söguhetjan er Jean Valjean, fátækur ungur maður sem stelur brauðhleif sér til matar og er dæmdur í 20 ára þrælkunar- vist. Þegar hann losnar úr fangelsi stelur hann silfurborðbúnaði af biskupssetri en biskupinn fyrirgef- ur honum, leysir hann úr haldi lög- reglu og kaupir sálu þessa misynd- ismanns með silfrinu sem hann ætl- aði að stela. Þetta atvik breytir lífi Jean Valjean og hann snýr við blað- inu. Með tímanum öðlast hann virð- ingu samborgara sinna í smábæ og verður bæjarstjóri þessa vaxandi samfélags. Þar verður hann ástfanginn af Fantine, konu sem allir hafa útskúf- að og þegar hún deyr tekur Valjean að sér að ala önn fyrir ungri dóttur hennar, hann kemur henni til manns og þá verður hún ástfangin af ungum byltingarmanni, Marius. Það er eins og rauður þráður í sögu Jean Valjean að á hælum hans er ofstækisfullur og einbeittur lög- reglumaður, Javert að nafni. Hann gerir það að mikilvægasta verkefni h'fsins að afhjúpa fortíð Valjeans og svipta hann virðingu samborgara sinna og koma honum undir lás og slá íyrir raunverulega og ímyndaða glæpi. Hvað eftir annað sleppur Va- ljeán undan en jafnharðan er hinn óþreytandi Javert tekinn til við leit- ina að nýju. Kvikmyndin sem nú er komin fram á hvíta tjaldið í Stjörnubíói er gerð eftir handriti rithöfundar að nafni Rafael Yglesias, sem hefur skrifað 8 skáldsögur, þar á meðal þá sem kvikmynd Peter Weir, Fe- arless, var gerð eftir. Þar ritaði Yg- lesias sjálfur handrit en í aðalhlut- verkum myndarinnar voru sem kunnugt er Jeff Bridges og Rosie Perez. Vesalingarnir er með lengstu skáldsögum en Yglesias tók þann pól í hæðina að gera samband Jean Valjean og Javert að þungamiðj- unni, sem það ekki er í sögunni. Hann segir: Valjean og Javert eru í mínum augum líkir menn sálfræði- lega en á þeim er einn höfuðmunur. Vaijean hefur uppiifað fyrirgefn- ingu og ást en það þekkir Javert ekki,“ segir höfundurinn. „Báðir lifa við ótta. Javert óttast það að verða glæpamaður og þess vegna heldur hann einstrengingslega uppi iögum og reglu og trúir því að mönnum séu allar bjargir bannaðar ef þeim verður einu sinni fótaskort- ur. Valjean óttast það að verða af- hjúpaður, að þurfa að snúa tii fyrri hátta og vakna að nýju upp við þann vonda draum sem fangelsis- vistin var.“ Bille August segist líta svipuðum augum á aðalpersónurnar tvær, sem leiknar eru af Liam Neeson (Schindler í Schindler’s List) og Geoffrey Rush (David Helfgott úr Shine). „Þetta snýst ekki um gott og illt heldur um tvo menn sem líta lífið ólíkum augum. Annar trúir á lög og rétt af því að hann ólst upp í heimi þar sem ekkert annað var til; hinn á líka rætur í fátækt og harð- ræði en er mannlegri og kærleiks- ríkari. Þeir eru eins og tvær hliðar á sama pening, eins og yin og yang. Javert eltir Valjean meðal annars af því að honum finnst þeir svo lík- ir.“ _ „Ég vildi fá Liam Neeson og Geoffrey Rush í aðalhlutverkin af því að þeir hafa þá hæfileika og þann kraft sem þurfti til þess að tjá þá innri baráttu sem þessir flóknu menn heyja. Samband Valjean og Javert er nokkurs konar ástar-hat- urssamband. Þeir eru' með tilvist hvor annars á heilanum en þó virð- ast þeir algjörar andstæður," segir August, leikstjóri mynda á borð við Pelle sigurvegara og Hús andanna. Spjallað við Cardigans NINA og Peter úr sænsku sveitinni Cardigans sem spilaði á íslandi um árið verða til viðtals á netinu mánu- daginn 19. október frá 16 til 17. Er það í tilefni af útgáfu nýrrar breið- skífu sveitarinnar. Netfangið er www.torget.se/cardigans Hann er atta ara... ÞÓTT útvarpsþátturinn Party Zone eigi ekki stórafmæli í hefð- bundnum skilningi verða átta ár í útvarpi þó að teljast dágott. Haldið verður upp á það í höf- uðborginni á Kaffi Thomsen og á Ráðhúskaffi fyrir norðan. Venju samkvæmt koma erlendir plötu- snúðar til landsins í tilefni af af- mæli þáttarins. Að þessu sinni verður það DJ Cosmo frá New York. Hann er raunar hún því þetta er kona sem er með vikulegan útvarpsþátt á útvarpsstöðinni WNYU 89,1 og spilar einnig á helstu hústónlist- arstöðum í New York. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér tónlist hennar ættu að hlýða á geisladiskinn „New York Afterhours" frá útgáfufyrirtæk- inu Nervous Records. Hún spilar á Kaffi Thomsen á laugardagskvöldið ásamt DJ Margeiri en fyrir norðan verða plötusnúðarnir Arnar, Frímann og Árni E. Upphitun verður í Party Zone á Mono 87,7 milli 20 og 23 þar sem DJ Cosmo mun spila ásamt „plötusnúðalandslið- inu“. Lifí Hafnar- fjörður! EINUNGIS gegnheil hafnfirsk lög verða leikin á hátíðartónleikum í Hafnarborg á sunnudag í tilefni af 90 ára afmæli bæjarins. Björgvin Hall- dórsson, Magnús Kjartansson, Björn Thor, Bjarni Arason [sem er ný- fluttur í Fjörðinn], Sigrún Eva Ármannsdóttir [sem einnig býr í Hafnarfirði] og fleiri munu koma fram. Flutt verða lög eftir Hafnfirðinga og fai-ið yfir sögu tónlistarinnar í bænum. 11 ára gítaristi endar tón- leikana og er þar á ferð Ragnar Sól- berg, sonur Rafns R. Jónssonar tónlistarmanns. Hver að verða síðastur Sýningum á sumarsmellinum Grease í Borgarleikhúsinu lýkur föstudaginn 6. nóvember næst- komandi og verður það jafnframt sextugasta sýning á söngleikn- um. Grease var frumsýnt 3. júlí síðastliðinn og hafa tæplega 30 þúsund manns séð sýninguna, að því er segir í fréttatilkynningu, og þarf það að víkja fyrir öðrum verkefnum á Stóra sviði leikhúss- ins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.