Morgunblaðið - 17.10.1998, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 17.10.1998, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli Hald lagt á hundruð kflóa af snyrtivörum Skagfírðingur hf. á Sauðárkróki Hagnaður -» 150 millj. HAGNAÐUR Fiskiðjunnar Skag- firðings hf. á Sauðárkróki nam 150 milljónum króna á rekstrarárinu september 1997 til ágúst 1998. Velta fyrirtækisins nam 2.174 millj- ónum króna á tímabilinu en rekstr- argjöld 1.668 milljónum. Verulega hefur verið hagrætt í rekstri fyrir- tækisins en auk þess eru ýmsar ytri aðstæður því nú hagstæðar. Fjárfestingar á rekstrarárinu námu 280 milljónum króna, þar af var fjárfest fyrir um 160 milljónir í varanlegum aflaheimildum. Nettóskuldir fyrirtækisins lækkuðu um 174 milljónir króna á milli ára "'""en eignasala nam 24 milljónum. Jón Eðvald Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Fiskiðjunnar, er þokkalega ánægður með niðurstöð- una og segir hana vera betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. ■ Hagræðingaraðgerðir/20 TOLLGÆSLAN á Keflavíkurflug- velli hefur að undanfórnu lagt hald á mikið magn snyrtivara sem fólk hefur ætlað að flytja inn fram hjá tolli. í öllum tilfellum er um að ræða bandaríska snyrtivörutegund sem samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins er seld hér á landi á kynn- ingum í heimahúsum samkvæmt sérstöku sölukerfi. Að sögn Sævins Bjarnasonar, að- aldeildarstjóra hjá Tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli, fundust 160 kg af þessum snyrtivörum, sem nefn- ast Nu Skin og eru framleiddar í Ameríku, í farangri fjögurra kvenna sem ferðuðust saman frá Amsterdam. Áður hafði talsvert magn af sömu tegund snyrtivara fundist í farangri konu og karls sem einnig voru að koma frá Amsterdam sitt í hvoru lagi. Alls sagði Sævin að magnið sem lagt hefði verið hald á næmi hátt á þriðja hundrað kg. Samkvæmt upplýsingum frá Rík- istollstjóra er 10% tollur á snyrti- vörum sem framleiddar eru utan landa í Evrópska efnahagssvæðinu og þar við bætist 24,5% virðisauka- skattur. Ekki fengust upplýsingar hjá embættinu um hve mikið hefði verið flutt inn með löglegum hætti af umræddum snyrtivörum. Landsbankinn Hætta sögð á verðbólgu LIKUR eru á að verðbólga hér á landi aukist á næstunni ef fyrirtæki taka ekki á sig launahækkanir og staða krónunnar veikist. Þetta kem- ur fram í nýrri ársfjórðungsskýrslu Landsbanka íslands hf. I henni er bent á að líkleg skýr- ing á minnkandi hagnaði fyrirtækja felist í mikilli styrkingu krónunnar ásamt innlendum kostnaðarhækk- unum, sérstaklega launaliðnum. Einnig er talið áhyggjuefni að rekstur ríkissjóðs sé í járnum, þrátt fyrir mikinn hagvöxt sl. tvö ár auk þess sem mikil aukning viðskipta- hallans feli í sér hættumerki. Þá segir að sú vaxtahækkun sem Seðlabanki Islands ákvað í síðasta mánuði hafi ekki skilað tilætluðum árangri, þrátt fyrir að vaxtamunur milli Islands og annarra landa hafi aukist með nýlegri vaxtalækkun í Bandaríkjunum, Bretlandi og Dan- mörku. ■ Líkur á/20 Morgunblaðið/RAX „Hvað má bjóða þér?“ HÚN er eins og fangi í málm- greiða kók og prins póló með búri, afgreiðslustúlkan í bflalúg- nánast vélrænum hætti alla unni. Skyldi henni leiðast að af- daga? Morgunblaðið/Þorkell Selalátur í Surtsey fflW' NOKKUÐ stórt selalátur er í Surtsey og eru selirnir fyrstu spendýrin sem numið hafa land í eynni. Á dögunum var Páll Steingrímsson kvikmyndagerð- armaður að festa selina á filmu en hann vinnur nú að heimildar- mynd um seli. Að hans sögn lýk- ur hann væntanlega við gerð myndarinnar að einu ári liðnu en vinna við hana hefur nú stað- ið í þrjú ár. Páll segir að sela- látrið í Surtsey sé nokkuð stórt af útselalátri að vera og þar hafí verið 30 kópar sem ekki voru enn farnir að fara í sjó. Ljós- myndari Morgunblaðsins var í för með Páli og tók þessa mynd af einum kópnum í stórgrýttu fjöruborðinu. Tillögur sparnaðarnefndar fjármálaráðherra kynntar í ríkisstjórninni Hægt að leggja 2% tekna skattfrjálst til hliðar Skattaafsláttur vegna hlutabréfa- kaupa hækkaður á ný RÍKISSTJÓRNIN hyggst gera fólki kleift að leggja 2% tekna sinna skattfrjálst til hliðar og efla jafn- framt skattaafslátt vegna hluta- bréfakaupa til að örva spamað í ^^landinu. Hugmyndirnar eru meðal þeirra tillagna sem sérskipuð nefnd á vegum fjármálaráðherra skilaði af sér í vikunni og miða að því að efla spamað í landinu. Að sögn Geirs H. Haarde, fjár- málaráðherra, verður lagt til að skattaafsláttur vegna hlutabréfa- Jíaupa verði aukinn á ný í 60% af j*ndvirði bréfanna sem geta verið 129.900 krónur að hámarld. Slíkt kallar á lagabreytingu en núgild- andi lög gera ráð fyrir að afsláttur- inn fjari út á næstu tveimur árum. Hann nemur nú 40% eftir að hafa verið 60% í fyrra. Gert er ráð fyrir að afslátturinn lækki í 20% á næsta ári en leggist síðan niður. Breyting- artillagan miðar að því að hækka af- sláttinn á ný í 60% á þessu ári og því næsta sem þýðir að kaupi ein- staklingur hámarkshlut þá nemur skattaafslátturinn 77.940 kr. Tillögur fyrir þingið á næstu vikum Meginbreytingin, að mati Geirs, felst þó í að gera fólki kleift að hag- nýta sér þann möguleika sem á að koma til framkvæmda um áramót samkvæmt núgildandi lögum, að leggja 2% af tekjum sínum skatt- frjálst til hliðar inn á sérstaka lífeyr- issparnaðarreikninga. Geir telur hugmyndina geta skilað verulega miklum spamaði fyrir þjóðarbúið enda um að ræða nýjan spamað en ekki tilflutning úr einu formi í annað. Fjármálaráðherra kynnti tillög- urnar fyrir ríkisstjórn í gær og ger- ir hann ráð fyrir að þær komi báðar fyrir þingið innan fáira vikna. Hann segir nefndina hafa lagt fram fleiri tillögur til að örva spamað í landinu sem þurfi lengri tíma til skoðunar og ótímabært sé að fjalla nánar um að svo stöddu. Meira um óvenjuleg gæludýr INNFLUTNINGUR á óvenju- legum gæludýram virðist hafa stóraukist undanfarið. I fyrra- dag skriðu þrjár slöngur úr handfarangri gæludýraeiganda sem var á leið frá Lundúnum til Keflavíkur. Tókst að handsama snákana og voru þeir afhentir tollyfirvöldum við komuna til Keflavíkur, með milligöngu lög- reglunnar. Snákamir voru milli 20 og 30 cm langir og vora þeir aflífaðir af heilbrigðisfulltrúa Suðumesja í gærmorgun. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur innflutn- ingur óvenjulegra gæludýra færst í vöxt. Dæmi eru um að verið sé að flytja inn eðlur og ýmiskonar skordýr í trássi við lög og reglur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.