Morgunblaðið - 17.10.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.10.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1998 45 + Ingunn Þor- steinsdóttir frá Broddanesi. Ingunn var fædd í Hrafna- dal í Hrútafirði 23. júlí 1897. Hún lést á hjúkrunardeild Víf- ilsstaðaspítala 30. september síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Iijónin Helga Sigurðardótt- ir, f. 1853, og Þor- steinn Helgason, f. 1856. Þau létust 1931 og voru lögð í eina gröf. Þau bjuggu lengst í Hrafnadal. Systkini Ingunnar voru Guð- björg, Helgi, Ragnhildur, Guð- rún, Sigurður og Magnús. Ing- unn var ung tekin í fóstur, ásamt Helga bróður sinum, af hjónunum í Broddanesi, Ingunni Jónsdóttur og Sigurði Magnús- syni hreppstjóra. Fósturbörn þeirra önnur voru Benedikt Friðriksson og Ingibjörg Ingunn Þorsteinsdóttir, föður- amma okkar, er látin á 102. ald- ursári. Amma fæddist í Hrafnadal í Hrútafirði árið 1897. Hún var tekin ung í fóstur af sæmdarhjónunum Ingunni Jónsdóttur og Sigurði Magnússyni á Broddanesi og ólst þar upp. Amma bar alla tíð hlýjan hug til fósturforeldra sinna og staðarins. Hún og afi okkar, Guð- brandur Benediktsson, hófu bú- skap þar árið 1928 og kenndu þau sig alla tíð við Broddanes. A Broddanesi er mikil náttúrufegurð, eins og við upplifðum á ættai-móti síðastliðið sumar þar sem afkom- endur ömmu og afa komu saman og nutu samverunnar í yndislegu veðri þar sem Kollafjörður skart- aði sínu fegursta. Bátsferð var far- in um eyjarnar þar sem dýralífið er fjölbreytt, mergð lunda, kríu og sela. Pabbi og systkini hans rifjuðu upp gamla tíma og sýndu afkom- endum sínum æskuslóðirnar. Okkar fyrstu minningar um ömmu Ingunni eru af æskuheimili okkar á Álfhólsveginum. Hún og afi bjuggu á neðri hæðinni í nokkur ár, fyrst hjá Benedikti syni sínum og síðar hjá Ingunni dóttur sinni. Samgangur milli hæða var mikill og eigum við margar góðar minn- ingar tengdar ömmu og afa frá uppvaxtarárum okkar. Við systkin- in erum fimm og fylgdi fjölskyldu- lífinu því oft mikill galsi og hávaði. Gott var þá að fara niður til ömmu og afa og finna þar frið og ró. Amma heklaði eða greiddi sér, fléttaði hárið og tók það upp og við fylgdumst áhugasöm með. Amma var mikil hannyrðakona og gaf hún okkur systrunum heklaða dúka og töskur. Hún var mjög vandvirk við allar hannyrðir og hafði afar fal- lega rithönd. Amma hafði mikið yndi af blómum og á sumrin var hún oft úti í garði á Álfhólsveginum og fylgdist með garðræktinni. Amma var vel gefin og væri hún ung í dag hefði hugur hennar ef- laust stefnt til langskólanáms. Hún, eins og aðrar ungar stúlkur í byrjun aldarinnar, hafði ekki sömu tækifæri til menntunar og við bamabörnin hennar í dag. Síðastliðin 14 ár hefur amma dvalið á Vífilsstöðum og notið þar mjög góðrar umönnunar og á starfsfólkið þar þökk skilið. Allt framundir 100 ára afmælið síðast- liðið sumar fylgdist hún með og spurði frétta af afkomendum sín- um. Þegar við komum í heimsókn til hennar á Vífilsstaði var fyrst spurt um veðrið og síðan spáð í veður næstu daga. Hún rifjaði upp veðurfar fyrri tíma og talaði þá oft um frostaveturinn mikla árið 1918, og minntist á hafísinn og kuldann sem var á Ströndum þann vetur og hve voraði seint. Atburðir liðinna Bjarnadóttir. Öll eru þau látin. Ingunn fór í Kvennaskólann á Blönduósi í tvo vetur. Ingunn giftist Guð- brandi Benediktssyni 21. júlí 1929. Hann fæddist í Gröf í Bitni 16. janúar 1887 og lést á Vífilsstaðaspít- ala 29. september 1979. Foreldrar hans voni Jónný Pálsdótt- ir, f. 1864, d. 1916 og Benedikt Guðbrands- son, f. 1868. Guð- brandur fór í Flens- borgarskóla í Hafnarfirði í tvo vetur. Hann stundaði barna- kennslu í Geiradal og Steingríms- firði. Ingunn og Guðbrandur bjuggu í Garpsdal, en lengst í Broddanesi, þar sem hún átti lög- heimili í tæp hundrað ár. Eftir að þau hjón hættu búskap dvöldu þau í Kópavogi. Börn þeirra: 1) Sigurður, f. 1927, d. 1928. 2) Ing- unn Sigurrós, f. 1928, maki Þor- tíma voru henni ofarlega í huga, tíminn á Húsmæðraskólanum á Blönduósi, leikfélagið á Broddanesi og fei-mingardagurinn hennar. Einnig bárust í tal erfiðir tímar, andlát frumburðar þeirra afa og ömmu, erfið vinna við heyskap á engjum, þar sem hún var oft köld, blaut og uppgefin að loknu dags- verki. Þessar heimsóknir til ömmu gáfu okkur mikið ekki síður en henni og við skynjuðum væntum- þykju hennar í garð okkar allra. Síðustu árin var amma farin að þrá hvíldina, enda hafði hún lifað í myrkri síðustu árin. Amma var alla tíð mikill ljóðaunnandi og kunni ógrynni ljóða. Við viljum ljúka þessari kveðju til ömmu með Ijóði eftir Jóhannes úr Kötlum: Vort líf er svo ríkt af ljóssins þrá, að lokkar oss himins sólarbrá, og húmið hlýtur að dvína, er hrynjandi geislar skína. Vor sál er svo rík af trausti og trú, að trauðla mun bregðast huggun sú. Þó ævin sem elding þjóti, guðs eilífð blasir oss móti. Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást, að hugir í gegnum dauðann sjást. - Vér hverfúm og höldum viðar, en hittumst þó aftur - síðar. (Jóhannes úr Kötlum) Hvíl í friði elsku amma. Ingunn, Daði Gils, Kristín Lilja, Ragnhildur og Sólrún Þorsteinsbörn. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu’ og blessaðu þá, sem lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá (H. Andrésd.) Elsku amma, nú hefurðu loksins fengið þinn frið eftir langa ævi. Ég á margar góðar minningar um þig, þó sérstaklega úr bernsku þegar þú varst í heimsókn hjá okkur á Núpi. Ég man sólríka síðsumar- daga með þér í berjamó. Ég man gjafirnar þínar á jólum og afmæl- um sem ávallt glöddu barnshjart- að. Ég man bréfin þín, hvernig þú lýstir vorinu í Reykjavík, þar sem fíflar blómstruðu út undir húsvegg, þegar allt var enn þá á kafi í snjó heima á Núpi. En minnisstæðast er mér þó þegar þú kenndir mér að lesa. Ég man hvar ég sit í fangi þínu og held á stafrófskveri. Þú heldur á bandprjóni og bendir á staf í bókinni og ég man gleðina sem gagntók mig þegar þú hjálpað; ir mér að kveða að fyrsta orðinu. I huga barnsins var það stór stund. steinn Gunnarsson, f. 1917, d. 1989. Börn þeirra eru tvö. 3) Björn, f. 1930, sambýliskona Salome Fjóla Guðmundsdóttir, f. 1929. Börn Björns og Hönnu Grétu Guðmundsdóttur, f. 1933, eru þrjú. 4) Þorsteinn Helgi, f. 1931, maki Ingibjörg Skúladótt- ir, f. 1936. Börn þeirra eru fimm. 5) Benedikt, f. 1933, maki Kristín Sigurðardóttir, f. 1935. Börn þeirra eru tvö. 6) Sigurður Ingvi, f. 1934 ,sambýliskona Ás- dís Illugadóttir, f. 1946. Börn Sigurðar og Laufeyjar Eysteins- dóttur, f. 1935, eru þrjú. 7) Sig- ríður, f. 1936, maki Einar Ey- steinsson, f. 1936. Börn þeirra eru þrjú. Stjúpdætur Ingunnar: Matthildur Benedikta, f. 1921, maki Benedikt Þorvaldsson, f. 1915. Börn þeirra cru sex; Sig- urbjörg, f. 1923, d. 1984, maki Róar Boye Borresen, f. 1922, d. 1988. Börn þeirra eru þrjú. Einnig átti Guðbrandur dóttur, Sigrúnu Ásmundsdóttur, f. 1904, d. 1981, maki Helgi Jóns- son, f. 1894, d. 1971. Börn þeirra eru tvö. Utför Ingunnar fer fram frá Hólmavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarð- sett verður að Kollafjarðarnesi. Þakka þér fyrir allar ljúfar stundir. Minningarnar um þig munu lifa áfram þótt þú sért farin. Guð geymi þig. Ingunn Sigríður. Þeim sýndist báðum sífellt eitt um sínar aringlóðir, er margur lét um bólstað breytt af bændum þar um slóðir. Þau unnu staðnum öll sín heit og áttu ríkan þótta, og skildu ei þá landa leit og lýðsins heimanflótta. Þetta orti Stefán frá Hvítadal fyrir 67 árum eftir systur sína og mann hennar, foreldra Ingunnar, sem við kveðjum í dag, 101 árs gamla. Þetta getur líka átt við þau hjónin Ingunni og Guðbrand. Þau unnu Broddanesi öll sín heit og þar var hugur þein-a lengstum, en at- vikin höguðu þvi svo að um langan tíma dvöldu þau hér syðra. Þegar ég kynntist þeim hjónum fyrir 30. árum eru þau orðin fullorðin hún 71 árs en hann 81 árs, en í mínum huga voru þau ekki gömul. Ingunn var frekar hlédræg, en naut sín vel í vinahópi. Hún var heimakær, naut þess að hlusta á útvarp og vera með hannyrðir, Hún hafði gaman af að lesa, ekki síst ljóð. Öll sín verk vann hún með einstakri natni og alúð. Ég gæti jafnvel ímyndað mér að það hafi háð henni hversu nákvæm hún var í öllum sínum verkum. Guðbrandur var enn í vinnu og var hjá Borgarfógetanum í Reykja- vík, þar var hann fram yfir nírætt. Hann naut þess að hitta fólk og vera á mannamótum, alltaf léttur á fæti og léttur í lund og einstaklega jákvæður maður. Það má segja að viðhorf hans hafi verið „þetta er allt gott og blessað". Bæði voru þau hjónin vel lesin og fróð en þau hlutu meiri mennt- un en almennt tíðkaðist á þessum árum og bjuggu að því alla tíð. Þau hefðu ekki síður getað gengið menntaveginn en orðið bændur, en hugur þeirra var í sveitinni á Broddanesi, þar var þeirra Para- dís. Þegar Guðbrandur dó 92ja ára var hugur hans skír og ekki hægt að finna að hann væri farinn að tapa neinu. Sem betur fer var sjúkralega hans stutt. Ingunn var stálminnug fram á síðustu ár, en hún var orðin þreytt og erfitt fannst henni að vera blind, en það var hún í nokkuð mörg ár. Síðustu sextán árin hefur hún dval- ið á hjúkrunardeild Vífilstaðaspít- ala. Öllu starfsfólki er þakkað fyrir góða umönnun öll þessi ár. Ég vil þakka tengdaforeldrum mínum þau ár sem ég átti með þeim, mér finnst ég hafa lært mikið af þeim og orðið ríkari af þeim kynnum. Og börnin, þeirra lán og laun, þar léku glöð í ranni, hve sælt var eftir sókn og raun að sjá þau verða að manni. Með sæmdum bar þeim sigurinn, er saman vandann leystu og grerii fóst við garðinn sinn og Guði örugg treystu. (Stefán frá Hvítadai) Blessuð sé minning hjónanna frá Broddanesi. Kristín Sigurðardóttir. Látin er heiðurskonan Ingunn Þorsteinsdóttir frá Broddanesi eitthundrað og eins árs að aldri. Við dánarfregnina rifjast upp fyrir mér minningar frá árunum 1944-48 þegar ég dvaldi nokkrar vikur á hverjum vetri á heimili hennar sem farkennari í Kirkju- bóls- og Fellshreppi. Ingunn og maður hennar, Guðbrandur Bene- diktsson, léðu húsnæði sitt undir skólahald og sáu kennaranum fyrir herbergi, fæði og þjónustu hálfan kennslutímann í Éellshreppi á móti Jóni bónda Jónssyni og Svanborgu Gísladóttur á Broddanesi. Mér leið mætavel hjá þessu ágæta fólki og minnist þeirra daga, sem ég dvaldi hjá þeim á Broddanesi með gleði og þökk, þrátt fyrir þrengslin og aðstæður, sem vafalaust væru metnar erfiðar á mælikvarða nú- tímans. I húsi Guðbrands og Ingunnar fór kennslan fram í stærstu stof- unni, sem jafnframt var notuð sem svefnherbergi. Nemendur voru milli 10 og 15 og var þeim sem komu frá öðrum bæjum í Kollafirði jafnað niður á Broddanesheimilin, sem voiu fjögur. Matur var ávallt mikill, góður og fjölbreyttur miðað við það sem þá gerðist og er mér minnisstætt hve hann var snyrtilega fram borinn. Ingunn húsfreyja hafði verið tvo vetur á Kvennaskólanum á Blöndu- ósi og áður hafði hún stundað nám í Unglingaskólanum á Heydalsá og fékk hún þannig þá bestu menntun sem ungum sveitastúlkum stóð til boða á þeim tíma, þ.e.a.s. á fyrstu áratugum aldarinnar. - Ingunn var há vexti og grönn og hafði fjarrænt augnaráð líkt og þeim er gefið sem sjá gegnum holt og hæðir. Hún var mörgum góðum kostum búin, en þar sem hún var afar hlédræg og dul að eðlisfari leyndi hún á sér, þannig að fáir vissu hvern mann hún hafði að geyma. - Mér féll því betur við Ingunni sem ég kynntist henni lengur og meira. Fann ég reyndar fljótt að hún var bæði stálminnug og vel gefin. Hún fylgdist vel með námi barna sinna og minnist ég þess, að eitt sinn heyrði hún börn sín vera að ræða hvernig átt hefði að stafsetja tiltek- ið orð á réttritunarprófi. Undraðist hún að þau skyldu hafa flaskað á orðinu og benti þeim á að stofn orðsins bæri með sér hvernig ætti að skrifa það. Greinilega einfalt mál í hennar augum. Út frá þessu litla dæmi mátti álykta að hún byggi yfir notagóðri þekkingu á ís- lenskri tungu. Þá var ekki heldur komið að tómum kofunum hjá henni í sögu lands og þjóðar. Mannanöfn og ár- töl var henni leikur einn að læra og muna. Og þessi minnishæfileiki entist henni fram á elliár. Ingunn talaði oft með aðdáun og virðingu um fósturforeldra sína, merkisbóndann Sigurð Magnús- son, hreppstjóra á Broddanesi, og konu hans, Ingunni Jónsdóttur. Þau voru barnlaus en ólu hana upp frá tveggja ára aldri og Helga Þor- steinsson bróður hennar. Foreldr- ar þeirra systkina voru Þorsteinn Helgason í Hrafnadal í Bæjai'- hreppi og Helga Sigurðardóttir, kona hans, er eignuðust sjö börn. Húsráðandinn, Guðbrandur Benediktsson, var glaðsinna, mannblendinn og opinskár og sást aldrei skipta skapi. Hann var einnig fróður og minnugur og vel heima í íslenskum bókmenntum og sagnfræði. Áttu þau hjón því mörg^ sameiginleg áhugamál þótt ólíkt væni að eðlisfari. Broddanes er með mestu hlunn- indajörðum sýslunnai’, 60 hundruð að fornu mati. Þar var mikill reki, selveiði, æðarvarp og kofnatekja. En öll þessi hlunnindi kostuðu mikla vinnu, enda voru börn þeirra Ingunnar og Guðbrands, 6 að tölu, ekki gömul þegar þau byrjuðu að hjálpa til við bústörfin. Má nærri geta að oft hefur húsfreyjan verið þreytt þegar hún gekk til náða eft- ir langan vinnudag, því að átta^ manna fjölskylda þarf mikla þjón- ustu, sem bætist við önnur hús- móðurstörf. En fljótlega mun elsta barnið, Ingunn Sigurrós, kölluð Ina, hafa farið að létta móður sinni heimilisstörfin. Og jafnóðum sem börnin uxu upp fóru þau að taka vaxandi þátt í bústörfunum. Öll urðu þau mannvænlegt og dugandi fólk og einn sonurinn, Benedikt, fór í langskólanám og er hann læknir á Vífilsstöðum. Þau hjón Ingunn og Guðbrandur hættu búskap árið 1962 og létu jarðarhluta sinn í hendur Sigríðar dóttur sinnar og tengdasonarins Einars Eysteinssonar frá Bræðra- brekku. Fluttu þau þá suður og* bjuggu um skeið í Kópavogi. Starf- aði Guðbrandur síðan sem hús- vörður í Alþingi um árabil. Mann sinn missti Ingunn haustið 1979. Fór hún þá nokkru síðar að Vífilsstöðum þar sem hún hefur síðan átt athvarf í elli sinni í skjóli Benedikts læknis, sem góða að- stöðu hafði til að fylgjast með líðan hennar. Við hjónin heimsóttum hana stöku sinnum. Fagnaði hún jafnan komu okkar og var auðfundið að sálarþrekið var óbilað þótt líkam- inn væri æðimikið tekinn að hrörna. Ennþá var stálminnið til staðar og afmælisdagar bæði barna og barnabarnanna allir tiltækir, svo margir sem þeir þó voru. En mest undraðist ég hve létt var yfir henni og hvílík birta Ijómaði á elli- móðu andlitinu, sem löngum var svo alvörugefið og lokað. Henni leið gi’einilega vel á Vífilsstöðum þótt fáir af herbergisfélögum henn- ar væru þess líklegir að vera sam- ræðuhæfír. Við rifjuðum upp gaml- ar minningar frá góðum dögum á Broddanesi og heimsóknartímarnir voru fljótir að líða. En kveðju- stundirnar sem við hjónin áttum ' með Ingunni eru okkur ógleyman- legar, slík voru þakkarorðin og blessunaróskirnar sem umvöfðu mann og fylgdu okkur úr hlaði. Og gilti þá einu hvort hún stóð upprétt og alklædd eða útafliggjandi í rúmi sínu eins og hlutskipti hennar varð síðustu árin. Fyrirbænir hennar voru ávallt jafn heitar og innilegar þannig að við höfðum mun meira að sækja til hennar heldur en hún til okkar. Um slíkar manneskjur er sagt á nútímamáli, að þær gefi mikið af sér. Og það gerði Ingunn Þorsteinsdóttir svo sannarlega. Er tímar liðu sóttu þeir kvillar fastar á, sem ellinni fylgja, því að ^ það er sannleikur sem Jakob Thorarensen Skáld segir í brag sín- um um aðra merka Strandakonu fyrir 50 árum: ...Traustar allar taugar þarf til að fullna hundrað árin. Ingunn var lengst af ævinnar heilsugóð og náði að fylla öldina og einu ári betur. Hún andaðist södd lífdaga en sátt við guð og menn. Við hjónin biðjum guð að blessa minningu hennar og sendum ætt- ingjum hennar og ástvinum inni- legar samúðarkveðjur. Torfi Guðbrandsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Pað eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum^ INGUNN ÞORSTEINSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.