Morgunblaðið - 17.10.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.10.1998, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ Tók oft til máls á mál- fundum Fyrir tæpum þrjátíu árum var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í landsprófsbekk í Voga- skólanum í Reykjavík. Með gömlu bekkjar- myndinni rifjar hún upp minningar frá skólaárunum og segir Olafí Ormssyni frá viðburðaríkum og skemmtilegum árum. MYNDIN var tekin árið 1970. Þetta er 3. bekkur í landsprófi í Vogaskóla vet- urinn 1969-70. Vogaskólinn var mjög fjölmennur skóli á þessum árum í kringum 1970. Þegar ég var þar í landsprófí voru þarna í skól- anum sex til sjö bekkir og yfir þrjátíu krakkar í hverjum bekk. Það hafa verið um tvö hundruð nemendur í hverjum árgangi og það voru tíu árgangar og nemend- ur voru því yfir tvö þúsund í Voga- skólanum árið 1970. Helgi Þorláks- son var skólastjóri þarna á þessum árum og í fjölmörg ár. Hann sagði mér fyrir aðeins örfáum árum þeg- ar ég hitti hann af tilviljun í skólan- um þegar ég var þar með kynningu og var þá á Aiþingi, að það hefðu verið jafnmargir nemendur í öllum skólanum þá og voru í einum ár- gangi þegar ég var í Vogaskóla. Það var svona mikil sveifla í nem- andafjölda. Ég held ennþá góðu sambandi við margt af þessu fólki sem ég var með í Vogaskóla og í gegnum landsprófið,“ segir Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri og brosir þegar hún virðir fyrir sér bekkjarmyndina og rifjar upp löngu liðna daga í stofunni heima hjá sér á Nesveginum í Reykjavík. Margir góðir kennarar „Hér á bekkjarmyndinni er með okkur Sigurður Elíasson kennari. Sigurður samdi textann við lag Sigfúsar Halldórssonar, Litla flug- an. Sigurður kenndi okkur eðlis- og efnafræði og dönsku. Hann var bú- inn að vera kennari við skólann í nokkur ár þegar hann tók við þess- um bekk. Bekkurinn jritti nokkuð fyrirferðarmikill hópur og lét kannski ekki vel að stjórn og var stundum erfiður. Þetta voru metn- aðarfullir krakkar og kraftmiklir og yfirleitt gekk okkur vel að læra og flestir fengu góðar einkunnir. Sigurður tók við bekknum í fyrsta bekk í gagnfræðaskóla og kenndi okkur í þrjá vetur og í gegnum landsprófíð og reyndar kenndi hann mörgum okkar þegar við vor- um komin yfir í Menntaskólann við Tjörnina nokkrum árum síðar. Sig- urður hélt alltaf sambandi við mörg okkar. Hann lést fyrir um það bil tveimur árum og gaf út ævi- sögu sína. Sigurður Elíasson var góður maður og minnisstæður kennari og þótti hafa góð tök á nemendum og sinnti þeim mjög vel. Hann starfaði mikið í safnaðar- starfi hjá Langholtskirkju. Hann fékk okkur t.d. til að taka þátt í leiklistarstarfsemi sem var tengd kirkjunni. Ég lék í tveimur ef ekki þremur leikritum. Það voru engin stórverk úr leikbókmenntunum, - einhver íslensk sveitaverk að mig minnir. Uppáhaldsfög mín í Voga- skóla voru íslenska, saga, enska og danska. Þótt ég kynni vel við Sig- urð Elíasson sem kennara var ég aldrei með verulega góðar ein- kunnir í efnafræði eða eðlisfræði. Mér gekk nú alltaf mjög vel í skóla og tók yfirleitt góð próf, en lands- prófið mitt var ekkert sérstakt og það slaknaði aðeins á námsárangri einmitt þann vetur sem ég var í landsprófi. Það var svo mikið að gera við að vera til og ýmislegt sem truflaði einbeitinguna. Við höfðum marga góða kennara í Vogaskóla. Séra Árelíus Níelsson, sóknar- prestur við Langholtskirkju, kenndi okkur á þessum árum. Þá kenndi okkur stærðfræði Sigfús Johnsen, faðir Árna Sigfússonar, fyrrverandi borgarfulltrúa. Flosi Sigurbjörnsson kenndi íslensku og Einar Ámason kenndi okkur ensku og sögu.“ Voru ekki konur í kennarahópn- um? „Jú, en engin þeirra kenndi okk- ur í landsprófsbekk. Landsprófs- bekkirnir voru tveir og hinum bekknum kenndi t.d. íslensku Mar- ía Jóhanna Lárusdóttir. Einnig var Brynhildur Kjartansdóttir kennari við skólann, „Biynka" var hún köll- uð. Hún kenndi mest stærðfræði og var ákveðinn kennari og kenndi mér einn vetur stærðfræði." Teitssjoppa - aðalsamkomustað- ur nemenda í Vogaskóla Er ekki eitthvað sem þér er minnisstætt frá skólaárunum í Vogaskóla fyrir utan leiklistar- starfsemina? „Jú. Það var þarna og er ennþá sjoppa í Vogahverfi sem heitir Teitssjoppa og var aðalsamkomu- staður nemenda í Vogaskóla og var oft troðin út úr dyrum í frímínútum og á kvöldin. Við skólafélagarnir hlustuðum auðvitað mikið á tónlist, t.d. á Bítlana og fleiri hljómsveitir. Ég man vel eftir Glaumbæ og ég vann við leikmunina í söngleiknum Hárið þegar hann var settur upp í Glaumbæ. Ég var þarna fimmtán, sextán ára og of ung til að komast inn á dansleiki og gat í besta falli hangið aðeins fyrir utan Glaumbæ ásamt skólasystrum mínum og horft á fólkið sem var að fara inn í húsið að skemmta sér.“ Ingibjörg horfir á bekkjarmynd- ina og lítur yfir hópinn. „Hér í fremstu röð, þriðja frá vinstri, er Ásta Erlingsdóttir. Hún var mikil vinkona mín í Vogaskóla. Þá er ég hér fyrir miðri mynd og næst mér er Helga Siguijónsdótt- ir. Hún er kerfisfræðingur. Helga er dóttir Sigurjóns Bjömssonar sálfræðings og Margrétar Mar- geirsdóttur. Við hlið Helgu er Sig- ríður Lillý Baldursdóttir, sem er skrifstofustjóri í félagsmálaráðu- neytinu og hefur starfað með Kvennalistanum. Þriðja frá hægri er Guðrún Eyjólfsdóttir, sem er yf- irmaður hjá Lyfjaeftirliti ríkisins. Lengst til hægri í fremstu röð er svo Olöf Sesselja, sellóleikari í Sin- fóníunni. Fremst frá vinstri: 1. Ingrid Markan 2. Hanna Níelsdóttir 3. Ásta Erlingsdóttir 4. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir 5. Helga Sigurjónsdóttir 6. Sigríður Lillý Baldurs- dóttir 7. Guðrún Eyjólfsdóttir 8. Auður Valdimarsdóttir 9. Ólöf Sesselja Óskars- dóttir Miðröð frá vinstri: 1. Sigurður Elíasson kennari 2. Sigurður Valgeirsson 3. Einar Sveinn Hálfdánar- son 4. Helga Sigurðardóttir 5. Elinóra Inga Sigurðardóttir 6. Margrét Ingvarsdóttir 7. Anna Lilja Gunnarsdóttir 8. Hanna Steina Þorleifs- dóttir 9. Helena Anna Ragnars- dóttir 10. Sigurður Ingi Margeirs- son 11. Hallgrímur Sigurðsson 12. Einar Gylfason 13. Guðmundur Arason Efsta röð frá vinstri: 1. Óskar Magnússon 2. Ólafur Kristinn Ólafsson (látinn) 3. Ingi K. Ingason 4. Guðmundur Gunnarsson 5. Ásgeir Sveinsson 6. Magnús Már Magnússon 7. Örn Jónsson 8. Einar Erlendsson 9. Sveinn Ingvarsson 10. Sigurður Birgir Arnþórsson 11. Már Guðmundsson Að leita uppruna síns GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Er óeðlilegt að mann- eskja sem er rangfeðruð vilji fá að vita um uppruna sinn? Getur þessi þráhyggja skaðað viðkomandi per- sónu? Svar: Þetta er ekki í fyrsta skipti sem spuming af þessu tagi er borin upp hér í pistlunum, enda eru ákaflega margir sem upp- götva að þeir hafi verið ættleiddir eða rangfeðraðir og hefja leit að kynforeldrum sínum eða fóður eins og í þessu tilviki. Sjaldnast verður slík leit að þráhyggju og það hljóta að vera undantekning- ar ef hún skaðar viðkomandi á nokkum hátt. Fremur hið gagn- stæða. Ástæðurnar fyrir þessari leit em í fyrsta lagi heilbrigð for- vitni og í öðra lagi löngun til að fylla í eigin sjálfsmynd, vita af hvaða rótum maður er sprottinn og hver maður er. Ovíða er meiri ættfræðiáhugi en hér á landi og mikill fjöldi fólks hefur það að tómstundaiðju að grafast fyrir um eigin rætur og annarra langt aftur í aldir. Enda eru skilyrði til þess hvergi betri, bæði vegna smæðar þjóðarinnar og góðra heimilda. Fyrir bragðið eru Islendingar almennt mjög meðvitaðir um uppruna sinn sem gefur þeim að mörgu leyti skýrari sjálfsmynd og samkennd með öðr- um. Það er enn mjög algengt að við fyrstu kynni spyrji menn hver annan hverra manna þeir séu og oftar en ekki finna þeir skyldleika, tengdir eða snertifleti í fólki sem þeir þekkja. Þeir sem leita kynfor- eldra sinna sem þeir hafa aldrei kynnst eiga einnig auðveldara en víðast hvar annars staðar með að finna þá og komast í samband við þá ef menn kjósa, svo fremi að þeir séu af okkar þjóðerni. Við það eignst margir nýjar fjölskyldur, jafnvel systkini sem þeir hafa ekki vitað um áður. Margir Islendingar á miðjum aldri eiga sér erlenda feður, einkum þá sem dvöldu hér á stríðsáranum, en vita e.t.v. lítið annað um þá en nafn þeirra og þjóðemi. Á undanfómum áram hafa margir lagt á sig mikla vinnu til þess að hafa upp á feðrum sín- um í útlöndum, oft með góðum ár- angri þennig að góð og náin tengsl hafa myndast. I öðrum tilvikum hafa annar hvor eða báðir aðilar kosið að kynnast ekki, og á það ekkert síður við, þegar um ís- lenska kynforeldra er að ræða. Það kann að stafa af ýmsum ástæðum. Menningaramhverfi og aðstæður geta verið mjög ólíkar, foreldrið uppfyllir ekki þær vænt- ingar sem barnið hafði, eða þá að viðkomandi treysti sér ekki til að ganga í gegnum þau tilfinninga- legu átök sem felast í því að mynda tengsl við manneskju sem í senn er svo náin og svo fjarlæg. Engu að síður er það mikill árang- ur fyrir þann sem leitar foður síns eða beggja kynforeldra að fá svar við knýjandi spumingum: Hvar er upprani minn og hvaðan koma eig- inleikar mínir, skapgerð og útlit? Hver er ég? Það er ákaflega mikilvægt að ættleidd börn fái sem fyrst að vita um upprana sinn. Alltof oft leyna kjörforeldrar bamið þessari vit- neskju og sum þeirra uppgötva það fyrst á fullorðinsárum að þau eiga sér aðra kynforeldra. Slíkt getur verið áfall og valdið trúnað- arbresti á milli barnsins og kjör- foreldranna, sem hafa af misskil- inni umhyggju verið að vernda það fyrir vitneskju sem þeim sjálfum finnst óþægileg. Sjálfsmynd ein- staklingsins er honum mikilvægari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.