Morgunblaðið - 17.10.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.10.1998, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn HJORLEIFUR Guttormsson afhendir Hallgerði Gísladóttur, fulltrúa þjóðháttadeildar, dagbókarskrif sín frá deginum 15. október sl. Þingmenn afhenda dagbókarskrif vegna dags dagbókarinnar Senmlega best skráði dagurinn í Islandssögunni SOFNUN dagbóka og persónu- legra heimilda til varðveislu í hand- ritadeild Landsbókasafnsins og þjóðháttadeild Þjóðminjasafnsins hefur farið fram úr björtustu vonum og eru dæmi um að skólar á höfuð- borgarsvæðinu hafi sent heilu kass- ana af dagbókarskrifum nemenda. Alþingismenn hafa heldur ekki látið sitt eftir liggja og afhenti þriðjung- ur þeirra fulltrúum framkvæmda- nefndar átaksins dagbókarskrif sín, fyrir daginn 15. október. Markmið söfnunarinnar er að hvetja þjóðina til umhugsunar um gildi hinna persónulegu heimilda með því að leita uppi eldri dagbæk- ur og halda dagbók og skila þeim til Landsbókasafnsins. Þannig leggur þjóðin sinn skerf til sagnfræði fram- ALÞINGI tíðarinnar, að sögn talsmanna átaksins. Hægt er að skila inn dag- bókum, bréfum eða persónulegum gögnum alla næstu viku. Það má m.a. gera með því að fara á næsta pósthús og senda með sérstökum umslögum merktum Þjóðminjasafn- inu eða með því að senda skrifin í gegnum Fréttavef Morgunblaðsins. Kári Bjamason, Sigurborg Hilmarsdóttir og Hallgerður Gísla- dóttir, sem sæti eiga í fram- kvæmdanefnd átaksins, segja að söfnunin hafi mætt gríðarlegum vel- vilja og að dagbækur og persónuleg bréf hafi bókstaflega streymt inn daginn sem átakið hófst, 15. október sl. Bendir Hallgerður á að sá dagur sé nú sennilega orðinn best skráði dagurinn í Islandssögunni til þessa. Sigurborg bendir á í þessu sam- bandi að menn geti sett hvaða kvað- ir sem þeir vilji um varðveislu bókanna eða bréfanna. Ekki sé með þessari söfnun verið að hnýsast í einsök málefni heldur sé markmiðið að bregða upp mynd af hugrenning- um þjóðarinnar á ákveðnu tímabili. Fyrstu umræðu um gagnagrunnsfrumvarp lýkur Efasemdir hjá tveimur sjálf- stæðismönnum TVEIR þingmenn Sjálfstæðis- flokks, Einar Oddur Kristjánsson og Lára Margi-ét Ragnarsdóttir, kváðust ekki hafa tekið endanlega afstöðu til frumvarpsins um gagna- grann á heilbrigðissviði þegar um- ræður fóru fram um þingmálið á Alþingi í gær. Fyrstu umræðu lauk síðdegis og er búist við því að mál- inu verði vísað til heilbrigðis- og trygginganefndar Alþingis á mánu- dag. I máli Einars Odds og Láru Margrétar kom fram að þau hefðu ýmislegt við frumvarpið að at- huga og sögðu m.a. nauðsynlegt að skilgreina vel hvað ætti að fara inn í miðlægan gagnagrunn og ekki síst hvað ætti ekki að fara inn í hann. „Góð skilgreining eyk- ur traust bæði lærðra og leikra á notkunargildi og úrvinnslu gagna- grunnsins," sagði Lára Margi'ét m.a. Óljóst hvað á að fara í grunninn Margir þingmenn stjórnarand- stöðunnar töluðu einnig á þessum nótum í umræðunum í gær og í fyrradag og gagnrýndu m.a. hve óljóst það væri í frumvarpinu hvaða upplýsingar ættu að fara inn gagnagrunninn og hvernig með þær ætti að fara. I lok umræðunnar um frumvarp heilbrigðisráðherra í gær mælti Hjörleifur Guttormsson, þingflokki óháðra, fyrir þingsályktunartillögu um dreifða gagnagrunna á heil- brigðissviði og persónuvernd. Er gert ráð fyrir því að þeirri tillögu verði einnig vísað til heilbrigðis- og trygginganefndar á mánudag. Nefnd til að auka hlut kvenna í stjórnmálum FELAGSMALARAÐHERRA, Páll Pétursson, skipaði nýverið nefnd sem ætlað er að auka hlut kvenna í stjórnmálum. Nefndin er skipuð fulltrúum stjómmálaflokka, Skrifstofu jafnréttismála og Kven- réttindafélags íslands. í nefndinni eiga sæti: Siv Frið- leifsdóttir, formaður, Ambjörg Sveinsdóttir, Bryndís Hlöðversdótt- ir, Elsa Þorkelsdóttir, Hólmfríður Sveinsdóttir, Kristín Halldórsdóttir og Ragnhildur Guðmundsdóttir. Verkefnisstjóri neftidarinnar er Una María Oskarsdóttir og hefur hún aðsetur á Skrifstofu jafnréttis- mála, Pósthússtræti 13 í Reykjavík. Á Norðurlöndum er þátttaka kvenna í stjórmálum mun meiri en á Islandi, þar sem konur em 30- 40% þeirra sem sitja í sveitar- stjómum og á þjóðþingum. I sveit- arfélögum hér á landi er hlutur kvenna nú 29% og sveitarstjómir sem engin kona á sæti í eru 15 eða 13%. Þá em konur aðeins 25% al- þingismanna á Alþingi íslendinga, segir í fréttatilkynningu. Fyrirspurn á Alþingi vegna atviks á geðdeild Borgarspítala Lögregla flutti sjúk- ling í fangageymslur LÖGREGLAN í Reykjavík var í síð- ustu viku kvödd að geðdeild Sjúkra- húss Reykjavíkur í Fossvogi, þaðan sem sjúklingur var fjarlægður og fluttur í fangageymslur lögreglunn- ar. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, alþingismaður, hefur lagt fram á Al- þingi íyrirspum til dómsmálaráð- herra um útköll lögreglu á geðdeildh- sjúkrahúsanna. Guðný Anna Am- þórsdóttir, hjúkrunarframkvæmda- stjóri geðdeildar Borgarspítalans, segir að sjúkrahúsið harmi að til þessa hafi þurft að koma. „Þetta er algjör undantekning. Þetta gerist á margra ára fresti. í þessu tilviki var þetta faglegt mat læknis og hjúkranarfræðings á vakt. Ég treysti því mati. Það sem réð því var öryggi sjúklinga og starfsfólks, þar með talið öryggi þessa tiltekna sjúklings,“ sagði hún. Um það hvort réttlætanlegt sé að senda sjúklinga frá sjúkrahúsi til vistunar hjá lögreglu og hvort ekki séu til úrræði á deildinni til að takast á við erfið tilfelli sagði Guðný Anna að á næturvakt á deildinni væm þrír menn á vakt, auk læknis og tveggja öryggisvarða í anddyri sjúkrahússins. Þá sjaldan órói komi upp á nóttunni séu þessir aðilar samvinnufúsir. Algjörar undantekningar „Við höfum þurft að kalla til lög- reglu til að hjálpa okkur á ögur- stundum og þeir hafa verið mjög góðir til samstarfs. Það geta komið upp þær aðstæður að það verði ekk- ert við ráðið innan spítalans með þeim úrræðum sem við höfum,“ sagði hún. Guðný Anna sagði að ekki væri öryggisgler í gluggum á geðdeild. í umræddu tilviki hefði sjúklingurinn náð að brjóta rúðu og hættuástand skapast vegna glerbrota, auk þess sem opið var út af deildinni. „Við höfum ekki sérstök herbergi til að vista órólega sjúklinga í, bara þess- ar venjulegu sjúkrastofur. Það geta komið upp þau tilvik að úrræði eru fá en ég vil ítreka að það eru algjör- ar undantekningar." Guðný Anna sagði að þetta hefði ekki fyrr gerst á sínum starfstíma á geðdeild Borgarspítalans og þetta væri eina tilvikið sem hún vissi um síðastliðin fimm ár. Hún kvaðst vita af sams konar atviki á Landspítal- anum 1996. Fyrr á áram þekktist að lögreglu- menn væru fengnir til að sitja yfir sjúklingum inni á geðdeildum. „Það er löngu liðin tíð,“ sagði Guðný Anna. „Þegar við höfum yfirsetur yfir sjúklingum sitja okkar eigin starfsmenn yfir.“ Látum ekki heilbrigðismál í hendur lögreglu Þórunn Pálsdóttir, hjúkrunarfor- stjóri geðdeilda Ríkisspítalanna sagðist vita til að lögregla hefði ver- ið kvödd að geðdeild Landsspítalans fyrir 2-3 áram en kvaðst ekki þekkja til þess tilviks og þeirra að- stæðna sem þá komu upp. Hún kvaðst hins vegar vera á móti því að kalla lögreglu að geðdeildum. „Ef starfslið deilda getur ekki ráðið við einstakling, sem kemur mjög veikur inn, þá eigum við að kalla til auka starfslið. Við látum ekki heilbrigðis- mál í hendur á lögreglu," sagði Þór- unn. „Við höfum lyf og við höfum mannskap, það á að duga.“ Hún sagði að á tímabili, um og fýrir 1980, hefði talsvert verið um að lögregla hefði verið kvödd til aðstoð- ar á geðdeildum, en hún sagði að hún sjálf og prófessor Tómas Helga- son hefðu unnið markvisst gegn þessu og einnig hefði verið hætt að nota belti til að hefta sjúklinga. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, alþingismaður, hefur beint þeirri fyrirspurn til dómsmálaráðherra hversu oft undanfarin fimm ár lög- regla hafi verið kölluð til aðstoðar á geðdeildum sjúkrahúsa vegna erf- iðra tilfella og hversu oft geðsjúkir hafi verið fluttir af sjúkrahúsi og settir í fangageymslur. Atvik á geðdeild rætt á Alþingi í óundirbúnum fyrirspumartíma á Alþingi síðastliðinn mánudag vakti Ásta Ragnheiður máls á þessu og sagði að í heimsókn heilbrigðis- nefndar Alþingis á sjúkrahúsin í Reykjavík fyrir nokkrum áram hefði það komið mörgum þingmann- inum á óvart að frétta að þar þyrfti stundum að kalla til lögreglu til að- stoðar í erfiðum tilfellum. „Það kom mér algjörlega í opna skjöldu þegar það henti í síðustu viku að sjúklingur, sem hafði leitað sjálfur á geðdeild vegna þess að hann fann að hann var að verða sjúkur, var fluttur í fangageymslu lögreglunnar af sjúkrahúsinu þegar hann fékk mjög slæmt kast að næt- urlagi. Og hann var lokaður inni í fangageymslunni þangað til næsta dag,“ sagði þingmaðurinn. Hún sagðist telja að þetta hlyti að vera undantekningartilvik en spurði dómsmálaráðherra hvoi-t honum væri kunnugt um að þetta hefði gerst oft áður. „Einnig vil ég spyrja hvort þetta sé ný stefna hjá ríkisstjórninni, hvort þetta sé ný verkaskipting milli heilbrigðisráðuneytis og dóms- málaráðuneytis að þeir grípi inn í erfið tilvik í geðheilbrigðisþjónust- unni á þennan hátt. Ég spyi- einnig: Er einhver heilbrigðisþjónusta í fangageymslum lögreglunnar, t.d. hér í Reykjavík, þegar fársjúkt fólk er tekið af sjúkrahúsi þar sem það er innritað og lokað inni í fanga- klefa?“ sagði Ásta Ragnheiður. Þorsteinn Pálsson, dómsmálaráð- herra sagðist ekki þekkja það tilvik sem þingmaðurinn vék að og því gæti hann ekki um það fjallað. „Ég veit ekki hversu oft lögregla hefur verið kölluð til aðstoðar á sjúkra- húsum eða geðdeildum en vitaskuld er það svo að lögreglunni ber skylda til þess að sinna verkefnum á sjúkrahúsum ef nauðsyn krefur. Ég þekki hins vegar ekki og get ekki svarað hversu oft það hefur gerst. Ugglaust eru til dæmi um það og lögreglan getur ekki undan því vik- ist,“ sagði Þorsteinn en sagði að hvorki stefnubreyting né ný viðhorf til þess hefðu komið fram af hálfu lögreglu né heilbrigðisyfirvalda. Ásta Ragnheiður tók öðra sinni til máls og ítrekaði hvort einhver heilbrigðisþjónusta væri veitt í fangageymslum lögreglunnar þegar fársjúkt fólk væri tekið og flutt af sjúkrahúsum inn í fangaklefa og lokað þar inni. „Ég spyr hæstvirtan ráðherra hvort honum finnist það vera hlut- verk lögreglunnar. Ég veit að lög- reglan þarf auðvitað oft að grípa inn í og koma til aðstoðar, ég geri ekki athugasemdir við það. En hún flyt- ur fársjúkt fólk af sjúkrahúsum inn í fangageymslur og ég spyr hvort það sé hlutverk lögreglunnar að hans mati. Er það siðlegt?" Óþolandi fyrir sjúkling og aðstandendur Hún sagði að maður þyrfti ekki endilega að þekkja tilvikið til að hafa skoðun á því. „Auðvitað er það óþolandi bæði fyrir geðsjúklinginn og aðstandendur hans sem telja hann nánast óhultan, fárveikan á sjúkrahúsi, að uppgötva að hann sé í fangageymslum vegna þess að sjúkrahúsið getur ekki sinnt þeirri þjónustu sem ætti að veita á geð- deildum.“ Þorsteinn Pálsson ítrekaði að þær aðstæður gætu verið fyrir hendi að lögregla þyrfti að hafa af- skipti af slíkum málum. „Það er úti- lokað fyrir mig að leggja mat á þetta einstaka tilvik," sagði ráð- herra og kvaðst ekki hafa í höndum upplýsingar um málið. Ásta lagði síðan fram nýja, skrif- lega fyrirspurn til ráðherra um mál- ið og biður um skriflegt svar við spurningunni hve oft undanfarin fimm ár lögregla hafi verið kölluð að geðdeildum vegna erfiðra tilfella og hve oft geðsjúkir hafi verið settir í fangageymslur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.