Morgunblaðið - 17.10.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 17. OKTOBER 1998 47
... iii. i i i ............ x
1959-1960 til þess að öðlast vél-
stjóraréttindi.
Hann starfaði lengi hjá JJtgerðar-
félagi Höfðakaupstaðar. Utgerðafé-
lagið rak í upphafi tvo báta, Auð-
björgu og Ásbjörgu, og var Grímur
vélstjóri á Asbjörgu. Seinna seldi út-
gerðarfélagið Bjargimar og keypti
árið 1961 Helgu, en bætti Bjargar
nafninu aftan við. Grímur vai- vél-
stjóri á þremur bátum um ævina sem
hétu Helga Björg. Tveimur sem voru
í eigu Utgerðarfélags Höfðakaup-
staðai' og einni sem hann átti sjálfur
síðustu 25 ár starfsævi sinnar ásamt
Jóni ívarssyni og undimtuðum.
Grímur var mikils metinn vélstjóri.
Öll hans vélstjóratíð einkenndist af
mikilli vandvirkni þar sem fyi-h'-
byggjandi aðgerðir voru ríkir þættir.
Hann var alla tíð metnaðai'gjarn og
kappsfullur. Grímur vai- mikið snyrti-
menni og báru vélarrúmin, þar sem
hann réð ríkjum, þess merki.
Nú er Grímur horfinn á braut, en
eftir lifa góðar minningar um mann
sem gengur teinréttur niður Hóla-
brautina og átti það til að koma við á
Bogabrautinni og fá sér þar kaffi-
sopa. Pá var ýmislegt rætt og rifjað
upp gamalt og gott. Tekin fyrir
þjóðmálin hverju sinni og málefni
tengd Skagaströnd.
Grímur fylgdist ávallt vel með því
sem var að gerast. Hann var víðles-
inn og sérstaklega minnugur. Hann
hafði gaman af söng og á góðum
stundum kunni hann svo sannarlega
að gleðjast.
Sumar kveður og haustlauf falla.
Með Hallgi-ími er fallinn í valinn
mikill dugnaðar- og heiðursmaður
sem sárt verðm- saknað. Eg og fjöl-
skylda mín viljum þakka kærum vini
fyrir samfylgdina og sendum börn-
um hans og fjölskyldum þeirra okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Hallgríms
Kristmundssonar.
Gylfi Sigurðsson.
Ég sé mann ganga eftir bryggj-
unni, í norðanstrekkingnum og
frostinu, stefna að grænmáluðum
báti sem lá við kantinn. Það sem
vakti athygli mína var hversu vel
hann bar sig á göngunni, beinn í
baki og eitthvað virðulegt við göngu-
lagið, er maðurinn kom nær sást að
klæðnaður hans var öðruvísi en ann-
arra í þessum brunakulda, hann var
berhöfðaður í köflóttri vinnuskyrtu,
tvær efstu tölurnar óhnepptar, en
yfirhöfnin var ermalaust innrabyrði
úr Hekluúlpu opið að framan, hon-
um virtist ekki vera kalt. Þetta var
haustið 1957. Þessi mynd kemur upp
í hugann er ég minnist með
nokkrum orðum vinar míns Hall-
gríms Kristmundssonar sem andað-
ist á Landspítalanum 9. október. Ég
kynntist Grími lítið fyrr en vorið ‘62
er fjölskylda mín fluttist til Skaga-
strandar og við urðum skipsfélagar í
tæp tvö ár, þar af eitt og hálft ár
undir hans stjórn sem yfirvélstjóra,
en vélstjórn var hans aðalstarf alla
tíð. Ég get fullyrt, að öðrum ólöstuð-
um, að ég hef ekki kynnst samvisku-
samari manni, hann mátti ekki
vamm sitt vita í neinu. Síðan þá hef-
ur mér þótt vænt um Grím. Hann
var einstakt prúðmenni, duglegur
og ósérhlífinn og ávann sér virðingu
samstarfsmanna sinna. Það er til
marks um samviskusemina og trú-
mennsku í starfi að hvern dag sem
báturinn stoppaði í landi var farið
um borð til að athuga hvort allt væri
eins og það átti að vera og skipti þá
ekki máli hvað dagurinn hét. Snyrti-
mennskan og reglusemin á öllum
hlutum var einstök. Ég ætla ekki að
rekja æviferil Hallgríms, það munu
aðrir gera. í tuttugu og átta ár höf-
um við búið við sömu götuna og það
var orðið eins og fastur púnktur í til-
verunni, sérstaklega eftir að hann
hætti á sjónum, að hann gengi niður
Hólabrautina á leið í búðina eða eitt-
hvað annað, stansaði, spurði frétta,
sérstaklega af aflabrögðum og öðra
þar að lútandi, ég mun sakna þeirra
stunda. Það var mannbætandi að
kynnast slíkum manni og eiga þess
kost að starfa með honum. Blessuð
sé minning Hallgríms Kristmunds-
sonar. Við hjónin vottum öllum að-
standendum innilega samúð okkar.
Sigurjón Guðbjartsson og
Hrafnhildur Jóhannsddttir.
+ Kristín Jóns-
dóttir fæddist á
Iðu, Biskups-
tungnahr., Arn., 6.
september 1913.
Hún lést á Sjúkra-
húsi Suðurlands á
Selfossi 9. október
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Jón Hansson Wíum,
bóndi á Iðu, f. 16.6.
1871 á Keldunúpi,
Hörgslandshr., V,-
Skaft., d. 8.9. 1949,
og kona hans
Jónína Bjarnadótt-
ir, f. 25. 2. 1879 í Efri-Ey, Leið-
vallahr., V.-Skaft., d. 12.2.
1947. Kristín var yngst af sex
systkinum en þau voru: Þórar-
inn, f. 1900, d. 1961; Sigrún, f.
1903, d. 1984; Guðrún, f. 1904,
d. 1994; Hansína, f. 1906, d.
1991; Magnús Kjartan, f. 1910.
Kristín giftist 1948 Birni Sig-
fússyni, háskólabókaverði, f.
1905, d. 1991. Foreldrar hans
Það er rökrétt og óhjákvæmilegt
að við beygjum okkur fyrir því afli
sem rekur okkur áfram og ýtir okk-
ur að lokum út úr tilveru þessa
heims. Við verðum jú að rýma til fyr-
h’ framtíðinni. Ég hætti mér ekki
lengra út í eilífðarmálin, en Kristín
hafði þetta nokkuð á hreinu held ég.
Með aldrinum bar hún með sér þann
þokka og æðruleysi sem fylgir trúar-
vissu. Kvartaði aldrei, var sjálfri sér
nógur félagsskapur og lagði gott orð
til allra. En það er undanfari að allri
visku, og lífi verður að lifa til þess að
ná þroska. Árið 1948 giftust þau fað-
ir minn, Bjöm Sigfússon, og Kristín
og áttu þá saman lítinn son, Hörð.
Kristín tók að sér það erfiða verkefni
að skapa heimili fyrir eiginmann og
fjögur börn hans og fyrri eiginkonu
hans, Droplaugar Sveinbjarnai’dótt-
ur, sem látist hafði frá fimm ungum
börnum. Börnin vora enn á unglings-
aldri og var safnað aftur saman eftir
heimilisslit um nokkur ár. Þetta hef-
ur varla verið létt verk fyrir unga
konu og ég veit að við systkinin höf-
um sjálfsagt oft verið henni erfið.
Kristín var fædd árið 1913 á Iðu í
Biskupstungum og ólst þar upp
ásamt 5 systkinum hjá foreldranum,
Jóni Hanssyni Wíum og konu hans
Jónínu Bjarnadóttur. Þau brugðu
búi árið 1929 og flutti fjölskyldan þá
til Reykjavíkur. Kristín stundaði
nám við Alþýðuskólann að Laugar-
vatni, en vorið 1939 tók hún verslun-
arpróf frá Samvinnuskólanum við
Sölvhólsgötu í Reykjavík. Á þessum
árum vann hún ýmist í vist og kaupa-
mennsku en vorið 1941 réðst hún til
Blindravinafélags Reykjavíkur og
Blindraiðnar, þar sem hún vann
næstu árin, tók að sér bókhald og
rekstur skrifstofu og sinnti auk þess
ýmsum störfum fyrir blinda. Þai-
kom að Rristín var beðin um að taka
að sér kennslu í námsfógum, s.s. les-
greinum og reikningi á blindraletri,
sem hún tileinkaði sér og fór brátt að
útbúa og skrifa inn kennsluefni fyrir
blinda. Náði hún mjög góðum ár-
angri með nemendur sem jafnvel
voru fjölfatlaðir. Á þessum árum
ferðaðist hún einnig um á sumrin um
landið með heyrnartæki fyrir
Heyi-narhjálp. Þegar ég sem ung-
lingur kynntist fyrst hinni nýju konu
föður míns var hún ekki aðeins ný
móðir og stjúpmóðir margra ung-
lingsbama, heldur tók hún með sér
kennslu blindra til barnaskólaprófs
inn á heimilið. Síðar meir fór þessi
kennsla yftr á framhaldsskólastig og
eftir að tæknin kom til skjalanna
lásu þau Kristín og faðir minn tölu-
vert af efni fyrir framhaldsskólastig
inn á segulbandsspólur og aðstoðuðu
blinda við nám. En lífið er stundum
grimmt. Hörður, litli sonur föður
míns og Kristínar, greindist
spastískur, lömun/hi’eyfihömlun var
það víst kallað. Lítið sem ekkert var
í þá daga hægt að gera hér á landi
fyrir slík börn, en Kristín neitaði að
gefast upp og leitaði til allra sér-
fræðinga hér á landi og allra þeirra
úrræða sem hinar þróaðri nágranna-
voru Sigfús Bjai’n-
arson, bóndi í Múla,
Aðaldal, S.-Þing.
og kona hans Hall-
dóra Halldórsdóttir
frá Kálfaströnd í
Mývatnssveit. Son-
ur Kristínar og
Björns er Hörður,
f. 5.5. 1948, búsett-
ur á Selfossi. Björn
var ekkjumaður og
gekk Kristín í móð-
urstað fjórum börn-
um Björns, Hólm-
fríði, Sveinbirni,
Sigfúsi _ og Helga,
en yngsta barnið, Ólafur Grím-
ur, var fóstrað af Ragnheiði
Óiafsdóttur og Guðmundi Egg-
ertssyni. Eftir andlát Björns
1991 fluttu Kristín og Hörður á
Selfoss, þar sem hann býr nú í
sambýli fatlaðra að Vallholti
12-14.
títför Kristínar fer fram frá
Selfosskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 10.30.
þjóðir okkar höfðu tOtæk, en árang-
ur var takmarkaður. Eftir þetta
helgaðist allt líf hennar því að gera
honum lífið sem léttast. Það er ekki
ætlun mín að rekja nákvæmlega lífs-
hlaup Kristínar, því marga þætti
þess þekkti ég ekki. Kristín vai’ vel
vakandi og hafði sínar skoðanir í fé-
lagsmálum og pólitík. Fylgdist alla
tíð vel með því sem var að gerast í
veröldinni, byrjaði jafnvel að kaupa
dagblöðin reglulega aftur í seinni tíð,
þegar hún var orðin hrædd um að
fylgjast ekki nógu vel með. Hún var
nokkuð vel lesin, hafði yndi að ljóð-
um og var sjálf ágætlega hagmælt.
Mikill gestagangur var ætíð á heim-
ilinu og oft dvalargestir tO lengri eða
styttri tíma og jólabréfin hennar til
kunningja og vina fóru víða um lönd.
Ég held að líf hennar og fóður míns
hafi verið farsælt. Þau vh-tu hvort
annað mikOs - voru bæði sérkenni-
legir einstaklingai’, sem fóra sinu
fram en nutu margs sameiginlega.
Allan sinn búskap, að undanskildu
fyrsta sambúðarárinu, bjuggu þau
Björn og Kristín að Aragötu 1 í
Reykjavík en efth’ að Kristín varð
ekkja árið 1991 stefndi hugur hennai’
aftur á æskuslóðir og ákvað hún að
flytja búferlum austur í sveitir. Hún
setti sig niður á Selfossi og kunni vel
við sig þar. Þar var líka tekið vel á
móti henni. Góð og hjálpsöm ná-
grannakona, og aðstoðarfólk sem
kom á heimilið varð að vinum. Hörð-
ur sonur hennar eignaðist nýtt heim-
ili í sambýli fatlaðra að Vallholti 12-
14 á Selfossi, þar sem það fólk sem
þar vinnur hefur hjálpað honum að
byggja upp nýja tilveru. Þetta allt
hefur farið eins og best varð á kosið.
Með þá vissu var Kristín tilbúin að
mæta hinu ókomna með æðraleysi
og bjartsýni. Ég kveð með væntum-
þykju og virðingu hina stjórnsömu,
þrjósku og þrautseigu stjúpu mína.
Hólmfrfður Björnsdóttir.
Helgi Benediktsson, útgerðarmað-
ur í Vestmannaeyjum, ski-ifaði fjöl-
margar minningargreinar um ævina.
Hann fann iðulega að því að höfund-
ai- slflcra gi’eina skrifuðu einatt
meira um sjálfa sig en þá sem grein-
unum var ætlað að fjalla um. Því era
þessi orð rifjuð upp að minningin um
látna samferðamenn hlýtur að tengj-
ast þeim sem talar eða ritar hverju
sinni. Þannig er óhjákvæmOegt að
andinn reiki um eigin hugarlendur
þegar minnst er þeirrar merku heið-
urskonu, Kristínai- Jónsdóttur, sem
ég átti samleið með um nokkurra
áratuga skeið.
Árið 1941 réðst Kristín til starfa
hjá Blindravinafélagi íslands. Hún
hafði áhuga á bókmenntum og skildi
vel þarfir blinds fólks til að fá lestr-
arþörf sinni fullnægt. Hún tók því
við stai’fi Björns Jónssonar, sem
verið’ hafði verkstjóri hjá Blindra-
vinafélaginu og skrifaði nokkuð af
bókum á blindraletri. Þegar blind
börn eða unglingar komu til náms
við Blindraskólann, sem félagið
stai’frækti, skrifaði hún námsbæk-
urnar.
Á sjötta áratugnum lét hún af því
starfi þegai’ ráðinn var að skólanum
sérstakm’ blindrakennari sem hóf
mikla útgáfu bóka með blindraletri.
En við fráfall hans árið 1968 tók hún
upp þráðinn að nýju. Eiginmaður
hennar, Björn Sigfússon háskóla-
bókavörðm’, kom einnig að því verki,
en hann las hvað eina sem þurfti fyr-
ir tvo menntaskólanema sem þurftu
á lestraraðstoð að halda. Kristín tók
hins vegar að sér að skrifa þýsku og
ýmislegt efni annað sem til féll. Hún
tOeinkaði sér að nýju þá tækni sem
til þurfti og var ætíð vandvirk og
hraðvirk.
Kristín hafði ótrúlegt lag á að ræða
við unglinga og virtrit hafa gaman af
þankagangi þeÚTa. Á þessum áram
var menningarbyltingin í Kína í al-
gleymingi og bárust hingað tO lands
ýmsai’ byltingarbókmenntir og tón-
list. Eitt sinn sá hún hljómplötur hjá
mér með kínversku byltingai’tónverki,
Rauðu kvennaherdeOdinni. Því fylgdu
ítarlegar skýringai’. „Það gengur
ekki,“ sagði hún, „að þú hafir ekki að-
gang að þessum skýringum. Láttu
mig hafa bæklinginn.“ Tveimur dög-
um seinna kom hún með blaðabunka
með blindraleb’i og ég varð margs vís-
ari um Rauðu kvennaherdeddina.
Kristín studdi son sinn, Hörð
Björnsson, með ráðum og dáð í þeirri
viðleitni hans að lifa sem eðlOegustu
lífi. Hún hvatti hann tíl dáða á þeim
sviðum þar sem hæfdeikar hans nutu
sín og hlúði að listrænu eðli hans. I
áttræðisafmæli hennar Iék hann
nokkur lög eftir sjálfan sig á lítið raf-
magnsorgel. Ef einhver snurða hljóp
á lífsþráð Harðar greiddi hún úr
flækjunni af sanngimi og skynsemi.
Við andlát eiginmanns síns taldi
hún að hag sínum og Harðar væri
betm’ borgið austur á Selfossi, en hún
átti ættir að rekja austur í Flóa og
sagði að þau Hörður þyrftu bæði að
skipta um umhverfi. Kristín var um
áratugaskeið í stjóm Blindravinafé-
lags Islands og léði þar mörgu góðu
máli lið. Hún sagði oft að Blindravina-
félagið ætti að styðja við framfarir í
málefnum blinds fólks en ekki stjóma
því. Ég er ekki viss um að allir stjóm-
armenn félagsins hafi ævinlega verið
henni samstiga í skoðunum. Lflmar-
og stuðningsfélög hafa þó fetað þessa
braut eftii’ því sem tímar hafa liðið.
Með Kristínu er horfin merk bar-
áttukona, sanngjörn og vitur. Mikill
er missir Harðai’, sonai’ hennar. Guð
blessi minningu hennar og framtíð
hans.
Arnþór Helgason.
Smávinir fagrir, foldar skart,
fífill í haga, rauð og blá
brekkusóley, við mættum margt
muna hvert öðru a<5 segja frá.
Prýðið þér lengi landið það,
sem lifandi guð hefur fundið stað
ástsælan, því ástin hans
alls staðar fyllir þarfir manns.
(Jónas Hallgr.)
Þetta hugljúfa erindi kom í huga
mér, þó nú sé komið haust, eftir fá-
dæma gróskumikið og gott sumar. Þó
undraverð litadýrð og fegurð hausts-
ins sé nú hvað mest, má glögglega sjá
að það líf sem móðir jörð hefur fósh’-
að svo ríkulega í sumar er að falla tíl
upphafsins. Lífvana laufin af trjánum
flögra til og frá við minnsta andvara.
Fífill og sóley fadin. Mitt í þessu sem
ég hef hér verið að lýsa var slökkt á
lífskveiknum hjá henni Stinu Jóns
eins og hún var alltaf nefnd í Tungun-
um. Þar var hún fædd og átti sína
æsku á bænum Iðu. Þann stað sá hún
alltaf í dýrðarijóma þar sem bærinn
stóð mflli tveggja sérkenrúlegra hóla
með Vörðufellið fagra í forgrunni.
Það var á vordögum fyrir réttum
sextíu árum að hún réðst sem kaupa-
kona til foreldra minna á Vatnsleysu.
Það vai’ð þeim mikill happafengur að
fá svo greinda og lífsglaða stúlku
sem vann verkin af fádæma trú-
mennsku en það sem mest var metið
var órofa tryggð hennar og velvilji.
Hún var vel menntuð á þeirra tíma
vísu og ofan á þann grunn var hún að
byggja til hinstu stundar. Þó hún
virtist stundum eflítið hrjúf hafði
hún hárfint næmi til að gera réttu
hlutina. Henni hlotnaðist meira en
mörgum öðrum að vinna kærleiks-
verkin. Hún vann mörg ár hjá
Blindravinafélaginu. Var dugleg og
hugmyndarik. Skjólstæðingum sín-
um, blinda fólkinu, var hún sterkur
bakhjarl, vinur þess og vemdari. Það
urðu straumhvörf í lífi hennar þegar
hún giftist dr. Birni Sigfússyni, gáfu-
og hugsjónamanni, sem þá var
ekkjumaður, hún flutti tfl hans á •
Aragötuna og tók við búsfon’áðum.
Með börnum Björns og henni tókst
ást og virðing. Hún dáðist að
menntaþrá þeirra og dugnaði, ekki
síst hvað þau nýttust þjóð sinni vel í
vandasömum störfum. Áður átti hún
soninn Hörð og gekk Björn honum í
fóðurstað. Þann gimstein sem móð-
urástin þráir heitast. En skugga bar
á, frá fæðingu var hann töluvert fatl-
aður. Móðh-in er og verður alltaf
hetja. Mikið lagði hún á sig, við að
þjálfa hann og þroska til sjálfsbjarg-
ar. Og það tókst. Hún var lengi búin
að hugsa hvar Herði yrði best búið
framtíðarskjól. Eftir skoðun á ýms-
um valkostum, ákvað hún eftir lát
eiginmannsins að flytja á Selfoss,
þar keypti hún sér fallegt hús í Suð-
urenginu. Hún sá soninn aðlagast
nýjum félögum og einstöku starfs-
fólki, hún treysti því fullkomlega. Þó
að Hörður hafi stundum verið erfið-
m- móður sinni kom það marg oft
fram hjá henni að hann veitti móður
sinni mesta öryggið síðustu árin.
Hann fylgdist með henni hvert fót-
mál í gegnum símann. Hún var búin
að fá vistun á hjúkrunarheimilinu
Kumbaravogi, en dvölin þar var að-
eins fáir dagar. Við hjónin fóram að
heimsækja hana kvöldið áður en hún
fór þangað. Þar sat hún í nýja stóln-
um sínum sem keyptur var í síðustu
ferðinni tfl Reykjavfkur. Æðrulaus
en farin að kröftum. Enn var hugsun
hennar á ki’öftugu flugi. Allt var
þrautskipulagt og fastmótað, það var
sárt að geta ekki haft með sér hluti
sem ævOangt höfðu fylgt. Þrír hlutir
voru ómissandi, útvarpið sem var
henni menningarheimur og frétta-
gjafi. Þrjár myndir sem hún hafði
saumað sjálf, hrein listaverk, þær
áttu að gleðja augað. Skápur allstór
sem hafði að geyma ljóð eftir helstu
skáld landsins, í þau ætlaði hún að '
sækja styrk. Ég spurði hana hvaða
skáld væri í mestu uppáhaldi, þá
svaraði hún að bragði „listaskáldið
góða“. Því er við hæfi að upphaf og
endh’ þessara fátæklegu orða séu frá
honum komin. Þegai’ við hjónin
kveðjum náttúrubarnið kæra sjáum
við að smávinimir sem sungu henni
fegurstu hljómkviður era farnir úr
garðinum hennai’ við Suðurengi. Við
sendum einkasyninum Herði og ást-
vinum öllum innilegar samúðar-
kveðjur.
Faðir og vinur alls, sem er,
annastu þennan græna reit
Blessaðu, faðir, blómin hér,
blessaðu þau í hverri sveit
Veslings sóley, sérðu mig?
Soföu nú vært og byrgðu þig,
- hægar er dúr á daggamótt, -
dreymi þig ljósið, soföu rótt.
(Jónas Hallgr.)
Friður Guðs veri með þér.
Bjöm G. Erlendsson.
Félagar okkar hverfa einn af öðr-
um. í dag kveðjum við Kristínu Jóns-
dóttur, sem um árabfl hefur starfað
fyi-ir Blindravinafélag Islands. Hún
kom til starfa hjá félaginu ái’ið 1941
og vann á skrifstofu þess en fljótlega
tók hún að sér kennslu og margs
konar aðstoð við blint fólk á vegum
Blindravinafélags íslands.
Kristín var ákaflega ósérhlífin og ^
ávallt reiðubúin að hjálpa við alls
konai- verkefni. Snemma tók hún
sæti í stjórn Télagsins og átti sæti
þar til hinsta dags.
Kristín var seinni kona Bjöms Sig-
fússonar háskólabókavarðar. Blindra-
vinafélag Islands sendh' syni hennar,
Herði, stjúpbömum og íjölskyldum
þeirra innilegar samúðarkveðjur.
Blindravinafélag íslands kveður
Kristínu með kærri þökk fyrir henn-
ar merku störf með þessu litla fal-
lega Ijóði sem hún orti.
Eg á ekkert betra til en brosið,
brosið, það er leiðarstjarnan mín.
Hve oft í gegnum lífsins leyndu skugga
sem lítill sólargeisli brosið skin.
Brosið felur í sér geislann góða,
er gleði vekur hverjum Ijósum álf.
En stundum er ég öll á bak við brosið
búin hulu eins og nóttin sjálf.
Blindravinafélag íslands. A
________MINNINGAR
KRISTÍN
JÓNSDÓTTIR