Morgunblaðið - 17.10.1998, Blaðsíða 70
70 LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Sett upp andlit
►LEIKKONAN Zhu Deming frá
Peking-óperunni undirbýr sig
fyrir hlutverk Risaguðsins og
eins og sjá má á myndinni er það
vandasamt verk því farðinn er
mikill og iitrikur að kínverskri
hefð. Óperuhópurinn Liaoning í
Peking stendur fyrir sýningu í
Menningarsetri Hong Kong dag-
ana 15.-18. október, þar sem
blandað er saman leik, óperu og
fimleikum. Víst er að þar mun
iita- og leikgleðin ráða ríkjum.
Ohamingjusöm
til æviloka?
►DEMANTAR eru bestu vinir hverrar
stúlku, söng Marilyn Monroe um árið og skal
enginn dómur kveðinn upp um sannleika
þessara orða hér. Hins vegar geta þeir sem
undir sönginn taka drifið sig til Indlands en
þar stendur De Beers, stærsta fyrirtæki
heimsins í demantsframleiðslu, fyrir tískusýn-
ingu þar sem demantar af öllum stærðum og
gerðum eru sýndir. Fyrir sýninguna var stað-
ið fyrir samkeppni hjá alþjóðlegum skart-
gripahönnuðum og voru aðeins 25 skartgripir
sýndir á tískusýningunni af þeim rúmlega
2000 sem bárust í keppnina.
Dýrir
steinar
GAMANLEIKARINN Bobeat
Goldthwait og tvítuga leikkon-
an Nikki Cox hafa staðfest að
þau eigi í ástarsanibandi og
hefur það verið kallað furðuleg-
asta ástarsamband Hollywood
síðan Julia Roberts og sveita-
söngvarinn Lyle Lovett gerðu
sér dælt hvort við annað.
Goldthwait og Cox leika í
sjónvarpsþáttunum „Þau voru
óhamingjusöm til æviloka". Þar
talar Goldthwait inn á fyrir
kanínuna „Hr. Slapp“.
Goldthwait segir að hann og
Cox hafi „alltaf verið fé-
lagar“ og byrjað að hitt-
ast fyrir þremur mánuð-
um. Hann segir að „þetta
sé alvarlegt ástarsamband"
og að hann og Cox eigi sam-
an hundinn Sid Vicious, þótt
þau búi ekki ennþá saman.
Aðspurður hvað þau geri
sér til skemmtunar svarar
Cox: „Ef ég kæmi með ítar-
legan lista myndi fólk halda að
við værum geðveik. Við ferð-
umst, við reykjum, við horfum
á kvikmyndir."
}
Hringið núna í síma 881 2061
-881
Otrúlegur heimur
vísindanna
í hverju tölublaði Lifandi vísinda
getur þú lesið fjöldann allan af
skemmtilegum og spennandi
greinum úr heimi vísindanna.
Greinarnar eru skrifaðar af fag-
mönnum og myndskreyttar með
myndum teknum af bestu
ljósmyndurum heimsins. Eins
fylgja oft teikningar sem skýra
jafnvel flóknustu hluti á ein-
faldan hátt.
I hverju tölublaði finnur þú
einnig fasta kafla eins og:
Ný þekking:
Nýjustu niðurstöður og
uppgötvanir alls staðar að
úr heiminum.
Spurningar og svör:
Sérfræðingar Lifandi
vísinda svara spurn-
ingum lesenda um allt
milli himins og
jarðar.
Vísindi og
dulúð:
Hér er fjallað
um nýjustu
kenningarnar
um yfirskilvitleg
atvik og óútskýrð
fýrirbæri.
MYNPBÖNP
Hryllings-
vídd
Þriðji geimurinn
(Thirdspace)
Vfsindaskáldsaga
★★★
Framleiðendur: John Copeland. Leik-
stjóri: Jesus Trevino. Handritshöf-
undar: J. Michael Straczynski. Kvik-
myndataka: John C. Flinn III. Tónlist:
Christopher Franke. Aðalhlutverk:
Bruce Boxleitner, Mira Furlan,
Claudia Christian, Stephen Furst,
Jeff Conaway, Patricia Tallman, Jos-
hua Cox, Shari Belafonte. 90 mín.
Bandaríkin. Warner Myndir 1998.
Myndin er öllum leyfð.
ÞETTA er önnur myndin sem
TNT framleiðir um Babylon 5 stöð-
ina og fjallar hún um þegar stór
óþekktur hlutur,
sem er meira en
milljón ára gamall,
fínnst fljótandi í
geimnum. Stuttu
eftir að komið hef-
ur verið með hlut-
inn til stöðvarinnar
byrjar fólk að haga
sér undarlega og
nokkrir fá sýnir af risastórri borg,
sem virðist kalla til þeirra.
Þessi mynd er mun sjálfstæðari
en „In the Beginning" sem kom út í
síðasta mánuði og þarfnast ekki
eins mikillar þekkingar á Babylon 5
þáttunum til þess að njóta hennar.
Atburðarásin er hröð og mikið er
um tæknibrellur í myndinni sem
ættu að svala þorsta geimmynda-
fíkla, en söguþráðurinn minnir
einnig töluvert á sögur hrollvekju-
höfundarins H.P. Lovecraft um
Cuthulu goðsögnina. Leikaranir
standa sig vel og sérstaklega Pat-
ricia Tallman í hlutveki Lytu Alex-
ander, sem er með fjarskynjunar-
hæfileika.
Ottó Geir Borg
Utþynnt
sápuglundur
Kvöldstjarnan
(Evening Star)______
Fjölskyldudrama
★
Framleiðsla: David Kirkpatrick,
Polly Platt og Keith Samples. Leik-
stjórn: Robert Harling. Handrit: Ro-
bert Harling. Kvikmyndataka: Don
Burgess. Tónlist: William Ross. Aðal-
hlutverk: Shirley Maclaine, Bill
Paxton, Miranda Richardson og Juli-
ette Lewis. 123 nn'n. Bandarisk. Sam-
myndbönd, október 1998. Leyfð öll-
um aldurshópum.
HÉR er komið framhald fimm-
faldrar Óskarsverðlaunamyndar frá
1983, „Terms of Endearment". Sag-
an gerist u.þ.b. 16
árum eftir að hinni
fyrri lýkur og mik-
ið hefur breyst í lífi
Auroru Greenway
(Maclaine) síðan
dóttir hennar lést
úr krabbameini í
lok fyrri myndar-
innar.
Gríðarlegt hug-
rekki og sjálfsöryggi þarf til að
framkvæma verkefni á borð við
þetta. Mikil hætta fylgir því að bera
verk sitt saman við flókið meistara-
stykki eins og „Terms of Endear-
ment“, því samanburður er óhjá-
kvæmilegur. Hugmyndin er vissu-
lega áhugaverð, en sagan fellur í þá
gryfju að endurtaka í sífellu ákveðin
mynstur úr fyrri myndinni. Per-
sónusköpun er flöt, þunn og ómerki-
leg í samanburði og í heild silast
myndin áfram, löng, ótrúverðug og
þunglamaleg. Heiðarleg og óvægin
sýn á mannlegar tilfinningar verður
að útþynntu og tilgerðarlegu
sápuglundri.
Guðmundur Ásgeirsson