Morgunblaðið - 17.10.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.10.1998, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Leiðtogar andstæðra fylkinga á Norður-Irlandi hljóta friðarverðlaun Nóbels Vonast til að verðlaunin festi friðarferlið í sessi Sú tilkynning að friðar- verðlaun Nóbels féllu aðstandendum friðar- ---------------------------------------------------------------------7----------- samkomulags á N-Ir- landi í skaut kom ekki á óvart, segir Davíð Logi Sigurðsson. Þykir John Hume í gegnum tíðina hafa sýnt að hann er einlægur frið- arsinni á meðan David Trimble hefur undan- farna mánuði sannað að hann er hæfur stjórn- málamaður. Ósló, London. Reuters- VONAST er til að friðarverðlaun Nóbels, sem falla John Hume og David Trimble í skaut þetta árið, verði til að festa friðarferlið á N- Irlandi í sessi og gefi mönnum orku til að yfirstíga þær hindranir sem enn eru í veginum. Nóbels- verðlaunin hafa áður farið til N-ír- lands en árið 1976 fengu þær Mairead Corrigan og Betty Willi- ams, stofnendur „Peace People"- hreyfingarinnar, verðlaunin. Til- raunir þeirra til að binda enda á ódæðisverkin á N-írlandi reyndust að vísu unnar fyrir gýg og hreyf- ing þeirra flosnaði upp og hvarf. Mikið vatn hefur hins vegar runnið til sjávar síðan þá. Þeir Hume og Trimble hafa lengi eldað grátt silfur saman enda eru þeir leiðtogar andstæðra fylk- inga á N-írlandi, Hume er leiðtogi stærsta flokks kaþólikka (SDLP) en Trimble leiðtogi stærsta flokks sambandssinna (UUP). Þeir náðu hins vegar sáttum í apríl síðast- liðnum, þegar skrifað var undir Belfast-samkomulagið, og sneru síðan bökum saman í kosningabar- áttu vegna þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar sem haldin var í maí um samkomulagið. Svo virtist um tíma sem stuðn- ingur við samkomulagið yrði minni en vonast hafði verið til en það er talið hafa tryggt rúmlega 70% fylgi við samninginn þegar þeir Hume og Trimble komu saman fram á svokölluðum friðartónleik- um ásamt hljómsveitinni U2 í Belfast þremur dögum fyrir at- kvæðagreiðsluna, enda þótti vera þeirra þar gefa fyrirheit um að stjórnmálamenn úr andstæðum fylkingum myndu loksins geta starfað saman í þágu friðar og í þágu N-írlands. Ljóst þótti að Hume yrði meðal verðlaunahafa færu friðarverð- launin til N-írlands. Hins vegar voru getgátur uppi um að Hume yrði að deila verðlaununum með Trimble og jafnvel Gerry Adams, leiðtoga Sinn Féin. Þótt fáum blandist hugur um að Adams eigi heiður skihnn fyrir þá stefnubreyt- ingu sem hann hefur knúið fram meðal kaþólskra harðlínumanna, og fyrir þá póhtísku áhættu sem hann hefur tekið í þágu samkomu- lags, er hins vegar líklegt að Nó- belsnefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að of áhættusamt væri að veita honum verðlaunin og jafn- vel líklegt til að ýfa sár frekar en að græða þau. Margir bandamanna Trimbles í Reuters FRÁ friðartónleikum U2 í Belfast skömmu fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um Belfast-samninginn en talið er að með framkomu sinni þar hafi David Trimble og John Hume styrkt trú manna á samninginn og tryggt öflugan stuðning í atkvæðagreiðslunni. Friöarverðlaun Nóbels Leiðtogar andstæðra fylkinga á N-írlandi, John Hume og David Trimble, deila friðarverðlaunum Nóbels fyrir árið 1998 fyrir framlag sitt í þágu f riðar á N-írlandi. Friðarverðlaun Nóbels Verðlaunahafar síðan 1993 1997 Alþjóðlegt átak gegn jarðsprengjum og stjórnandi þess, Jodio Williams frá Bandarikjunum 1996 Carlos Belo biskup og Jose Ramos-Horta frá Austur-Tímor 1995 Joseph Rotblat frá Bretlandi 1994 Yitzhak Rabin og Shimon Peres frá ísrael og Palestínuarabinn YasserArafat 1993 Nelson Mandela og * F.W. de Klerk frá Suður-Afríku UUP, að ekki sé talað um flokk klerksins Ians Paisleys (DUP), hefðu nefnilega orðið æfir hefði Adams fengið verðlaunin. Telja þeir hendur hans blóði drifnar og höfðu nokkrir þeirra fyrirfram hvatt Trimble til að hafna Nóbels- verðlaununum hefðu þau einnig fallið Adams í skaut. í yfirlýsingu Nóbelsnefndarinn- ar er hins vegar rætt um að marg- ir aðrir en þeir Hume og Trimble eigi heiður skilinn fyrir framlag sitt í þágu samkomulags á N-ír- landi og þetta er án efa hugsað sem huggun til handa Adams, en ekki síður sem þakklætisvottur til annarra hlutaðeigandi manna eins og Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, Berties Aherns, forsæt- isráðherra írlands, Georges Mitchells, bandaríska öldunga- deildarþingmannsins sem stýrði friðarviðræðunum, auk Bills Clint- ons Bandaríkjaforseta, sem sýnt hefur málefninu meiri áhuga en nokkur annar Bandaríkjaforseti. Hume áður verið tilnefndur Trimble er nú, sem leiðtogi stærsta flokksins á N-írlandi, forsætisráð- herra og embætti aðstoðarforsæt- isráðherra hefði með réttu fallið Hume í skaut, sem leiðtoga stærsta flokks kaþóhkka, en Hume tók hins vegar þá ákvörðun að þiggja ekki embættið heldur láta aðstoðarleið- toga SDLP, Seamus Mallon, það eftir. Harðvítug stjórnmálabarátt- an mun hafa tekið sinn toll af heilsu hans og hann hefur auk þess áhuga á að sinna helsta áhugamáli sínu, á eftir friðarumleitunum á N- írlandi, sem er Evrópuþing- mennskan en hann er mikill Evr- ópusinni og hefur lengi tahð að Evrópusamruninn muni á endan- um leysa deilumál N-íra. Hume, sem er 61 árs, lærði um tíma til prests en ákvað síðan að hann ætti sér aðra köllun, nefni- lega kennsluna. Hann stóð fljot- lega í eldlínu átaka á N-írlandi en hann var einn forystumanna kaþ- ólikka í Derry í baráttunni fyrir mannréttindum á sjöunda ára- tugnum. Hann hefur barist í þágu friðsamlegrar lausnar á deilum mótmælenda og kaþólikka, jafnvel eftir að allt fór í loft upp í kringum 1970, og hefur verið óhræddur við að taka áhættu í þágu friðar. Hann hóf t.d. upp á sitt eindæmi viðræður við Gerry Adams, leið- toga Sinn Féin, árið 1988 þegar Adams var hataðasti maður á Bretlandseyjum fyrir tengsl sín við írska lýðveldisherinn (IRA) og var Hume gagnrýndur harðlega fyrir vikið, þá og í hvert sinn sem ódæðisverk IRA dundu yfir. Þær samræður eru hins vegar nú taldar hafa skipt sköpum í þeirri stefnu- breytingu sem Adams innleiddi í flokki sínum en Hume mun hafa sannfært Adams um að kaþólskir þjóðernissinnar gætu náð mark- miðum sínum á póhtískan hátt og án þess að vopn væru notuð. Voru þessar viðræður þeirra nauðsyn- legur undanfari fyrra vopnahlés írska lýðveldishersins (IRA) árið 1994. Hume er þingmaður á breska þinginu, Evrópuþinginu og á þing- inu nýja í Belfast. Hann nýtur mikillar virðingar, ekki aðeins á Bretlandseyjum heldur einnig í Brussel og Washington, og rætt var um það síðastliðið haust að hann hefði sigrað örugglega í for- setakosningunum á írlandi, hefði hann ákveðið að bjóða sig fram. Er jafnframt talið að hann hafi áður verið nálægt því að fá Nóbelsverð- Iaunin. Trimble hefur tekið stór skref á skömmum tfma David Trimble hefur ekki staðið í eldlínunni jafn lengi og John Hume en kannski má segja að hann hafi tekið stærri skref á skemmri tíma í þágu friðar en Hume. Hann er 54 ára gamall og hefur setið á breska þinginu síðan 1990 en kenndi áður við lögfræði- deild Queens-háskóla í Belfast. Hann var kjörinn leiðtogi UUP ár- ið 1995 og þótti þá meðal harðlínu- manna í flokknum en hefur reynst raunsær leiðtogi og viljugur til að taka áhættu í þágu friðar. Arsþing UUP verður haldið um næstu helgi og líklega er Trimble nokkur feng- ur í því að geta mætt þangað vopn- aður Nóbelsverðlaunum enda bíður hans það verkefni að þagga niður í gagnrýnisröddum innan flokksins, sem hafa gerst háværar, ekki síst eftir að Trimble átti fundi með Gerry Adams. Sinn Féin krefst þess að Trimble manni þegar ríkisstjórn sína, með þeirra þátttöku, en margir sam- bandssinna geta ekki hugsað sér slíka ríkisstjórn með þátttöku Sinn Féin nema afvopnun IRA komi til fyrst. Trimbles bíður því það erfiða yerkefni, sem forsætisráðherra N- írlands, að leysa þannig öllum líki þær ógöngur sem friðarferlið virð- ist í vegna deilunnar um afvopnun öfgahópa. Háttsettur Iraki flýr ALAA Hussein Ali al-Jabour, foringi í íraksher og leiðtogi leppstjórnarinnar, sem írakar settu upp eftir hernám Kúveits, hefur flúið land og fengið hæli í einhverju Evrópuríki. Er þetta haft eftir talsmanni íraska þjóðarráðsins, samtökum, sem berjast gegn stjórn Saddams Husseins. Sagði hann, að Jabo- ur, eiginkona hans og fjögur börn þeirra hefðu komist til Tyrklands og farið þaðan til Evrópu. Er Irakar höfðu verið hraktir frá Kúveit var Jabour um hríð aðstoðarforsætisráð- herra ríkisstjórnar Saddams en var eftirlýstur í Kúveit. Frá því hefur nú verið fallið. Fegurð og trú SKIPULEGGJENDUR feg- urðarsamkeppninnar „Ungfrú Króatía" sviptu í gær sigur- vegarann, hina 22ja ára gömlu Lejla Sehovic, titlinum og báru því við, að eitthvað hefði mis- farist við talninguna. Málið er þó ekki alveg svona einfalt því að Sehovic er múslimi og það olli mikilli hneykslan hjá mörg- um Króötum er ljóst var, að hún var fegursta fljóðið í land- inu. Þær skýringar, sem gefnar hafa verið á því, að Sehovic var svipt titlinum, þykja fáránlegar og hún ætlar ekki að gefast upp baráttulaust, heldur leita til for- setans og mannréttindasam- taka með mál sitt. Suðurskauts- ísihn brotnar RISASTÓR ísfleki, stærri en Delaware-riki í Bandaríkjunum, hefur brotnað frá Ronne-íshell- unni við Suðurskautslandið og telja sumir vísindamenn, að ástæðan sé hlýnandi veðurfar um allan heim. Það stangast þó á við skýrslu, sem breskir, hol- lenskir og bandarískir vísinda- menn birtu í fyrradag, en þeir telja, að ísinn á suðurskautinu sé mjög stöðugur og eigi h'tinn þátt í hækkun sjávarborðs. Telja þeir hana stafa af þenslu í sjónum vegna aukins hita og vegna bráðnunar jökla annars staðar en á heimskautasvæðunum. Konur ekki fallnar til njósna NÍKOLAJ Gríbin, yfirmaður rússneska njósnaskólans, kvart- ar hástöfum undan lítiUi aðsókn að skólanum en er samt ekki hrifinn af því að fá konur sem nemendur. Segir hann, að ýmis- legt í lundarfari kvenna komi í veg fyrir, að þær geti orðið góð- ir njósnarar þótt þær séu raun- ar margar að störfum fyrir leyniþjónustur á Vesturlöndum. Kemur þetta fram í viðtaU við hann í dagblaðinu ízvestía.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.