Morgunblaðið - 17.10.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.10.1998, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1998 UR VERINU MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Símtöl um Netið munu stóraukast í Evrópu London. Reuters. SIMTOL milli landa um Netið munu stóraukast á næstu fimm ár- um í Evrópu og notendur geta bú- izt við að símgjöld lækki um allt að 7% samkvæmt nýrri skýrslu. Fyrirtæki sem standa framar- lega á Netinu geta hins vegar bú- izt við hörðum viðbrögðum hefð- bundinna fyrirtækja sem munu reyna að koma í veg fyrir að mark- aðshlutdeild þeirra minnki sam- kvæmt skýrslunni sem er frá fyrir- tæki á sviði hátækniráðgjafar, Schema. Til að standast gagnsóknina verða nýju fyrirtækin að hefjast fljótt handa við að útvega nýja margmiðlunarþj ónustu. „Við búumst við aukningu á næstu fimm árum i Evrópu og að um 21% millilandasamtala muni fara fram um Netið fyrir 2003,“ sagði einn helzti sérfræðingur Schema í samtali. Schema telur að þessi grein muni afla um 1,3 milljarða dollara í sölutekjur fyi-ir 2003, en þær eru nú litlar sem engar. Fyrirtæki eins og Delta Three, dótturfyrirtæki RSL Commun- ications, eru meðal þeirra sem bjóða símaþjónustu um Netið. Delta notar hugbúnað frá VocalTec Communications Ltd í Israel Delta og heldur því fram að skera megi niður kostnað til mik- illa muna. Gagnsókn stórfyrirtækja Sérfræðingar segja hins vegar að AT&T Corp í Bandaríkjunum, British Telecommunications Plc í Bretlandi og France Telecom sæki nú þegar inn á þennan markað eða búi sig undir að tileinka sér net- símatækni. Deutsche Telekom AG á 21 & hlut í VocalTec. Sérfræðingar segja að afnám hafta í fjarskiptageiranum, sem hófst í janúar sl., muni hafa enn meiri áhrif en lækkun símgjalda í Evrópu vegna netsímanotkunar. Árið 2003 er gert ráð fyrir að sím- gjöld milli landa muni lækka um tvo þriðju frá því sem nú er. I sumum Evrópulöndum þar sem afnám hafta er hafið og reynslan frá Bretlandi er höfð til hliðsjónar er búizt við að gjöldin muni lækka um 70%. Morgunblaðið/Sigurgeir ÁSMUNDUR Friðriksson og Erlingur Einarsson hjá Aðgerðarþjónust- unni Kúttmagakoti í Vestmannaeyjum koma þorskhnökkum í flug á V estmannaeyj aflugvelli. Ráðstefna um Netið í alþjóðlegu umhverfi RÁÐSTEFNA um löggjöf og verslun á Netinu stendur nú yfir í Reykjavík á vegum Sambands ungra sjálfstæðismanna og CSEI, (Centers for the Study of Emerging Institutions), sjálf- stæðrar bandarískrar rann- sóknastofnunar og hugmynda- banka. Á myndinni sjást netspek- ingar velta vöngum í pall- borðsumræðum á ráðstefnunni í gær. Frá vinstri: Birgir Þór Run- ólfsson lektor, Barry Downey lögmaður, Clint Bolick stjórn- lagalögmaður og Ian Grigg tölv- unarfræðingur. Umræðunum sljórnaði Andrés Magnússon, formaður Félags íslenskra net- veija. Versnandi afkoma í landbún- aði vestra Racine, Wisconsin. Reuters. CASE Corp., annar helzti fram- leiðandi landbúnaðarvéla í Norður- Ameríku, hefur til- kynnt að hagnaður á þriðja árs- fjórðungi hafi minnkað um 19% og telur að hagnaður á þessu ári verði 40% minni en 1997 - áður en eingreiðsla er tekin til greina. Talið er að lækkandi hrá- vöruverð muni valda þungum búsifjum í landbúnaði á þessu ári og þar með muni draga úr eftirspurn eftir landbúnaðarvél- um frá Case, næstmesta fram- leiðandanum á eftir Deere & Co. Vegna versnandi stöðu land- búnaðar verður hagnaður 1998 og 1999 líklega minni en Case bjóst við íyrir aðeins fimm vik- um. Og nú er búizt við að af- koman 1999 verði verri en 1998 að sögn fyrirtækisins, sem hef- ur bækistöð í Racine, Wiscons- in. Case er umsvifamesti fram- leiðandi léttra og meðalstórra vinnuvéla í byggingariðnaði í heiminum. Hagnaður fyrirtæk- isins 1997 nam 403 milljónum dollara, eða 5,11 dollurum á hlutabréf. í september bjóst Ca- se við að hagnaður í ár mundi minnka um 25% miðað við 1997 og að fyrirtækið kæmi slétt út 1999. Morgunblaðið/Kristinn Á ráðstefnunni verður tekist á við margvísleg álitamál um mál- efni netsins, m.a. hvort hægt sé að viðhalda réttindum almenn- ings þar og framfylgja samning- um og hvort tækifærum upplýs- ingasamfélagsins verði fórnað á altari miðstýringar. Þá verður leitað svara við því hvort notkun netgjaldmiðla sé hagkvæmasti kosturinn í viðskiptum á Netinu, hvort Netið ryðji burt landamær- um í viðskiptum og hvað taki við ef svo fari. Ráðstefnan er í Val- höll, Háaleitisbraut 1, og stendur fram til hádegis í dag. Rupert Mur- doch uggandi um samdrátt Adelaide, Ástralfu. Reuters. FJOLMIÐLAJOFURINN Rupert Murdoch hefur sagt að hann hafi áhyggjur af samdrætti í heiminum og muni ekki halda áfram aðskiln- aði Fox kvikmynda- og sjónvarps- deildarinnar fyrr en ró færist yfir fjármálamarkaði. „Við virðumst sigla inn í tímabil verðhjöðnunar. Við höfum séð mik- il áfóll og kunnum að sjá meiri áfóll,“ sagði Murdoch á ársfundi News Corp. Ltd. Murdoeh sagði líka að hann gerði sér að góðu verulegan hagn- að fyrirtækisins þar til óróa á mörkuðum linnti og kvaðst engin áform hafa á prjónunum um mikla eignaöflun. Til áréttingar varkárri afstöðu gerði Murdoch lítið úr hugmyndum um að hann væri að því kominn að semja um samevrópskt áskriftar- sjónvarp við fyrirtæki Silvios Berlusconis, Mediaset SpA, og þýzka Kirch-fyrirtækið. Áhyggjur af auglýsingatekjum Murdoch sagði seinna á blaða- mannafundi að hann óttaðist að samdráttur í heiminun af völdum verðhjöðnunarafla bitnaði á aug- lýsingatekjum sjónvarpsstöðva og dagblaða hans. En hann sagði að enn benti ekkert til slíkrar niður- sveiflu í auglýsingum. Murdoch sagði að News Corp. vildi halda áfram fyrirætlunum um aðskilnað rúmlega 13 af hundraði Fox Group, en biði eftir endanlegu samþykki eftirlitsyfirvalda og ró- legra ástandi á mörkuðum á næstu mánuðum. Meira vildi hann ekki um málið segja eða staðfesta að News Corp. mundi láta til skarar skríða fyrir árslok 1998. Verð hlutabréfa í News Corp. hefur lækkað um allt að 25% síðan það var 13,65 Ástralíudollarar í júlí. Á öðrum stað sagði Murdoch að auglýsingatekjur helztu sjónvarps- stöðva News Corp. í Bandaríkjun- um, Fox Network, og staðbundinna stöðva Fox hefðu verið dræmar í byrjun reikningsársins 1998-99 er hófst 30. júní. Sérfræðingar hafa bent á að ótti við minni hagvöxt í Bandaríkjunum hafi valdið veru- legri lækkun á verði hlutabréfa í News Corp. að undanfómu. „Við höfum farið heldur seint af stað,“ sagði Murdoch. „Verkfallið hjá General Motors hafði skaðleg áhrif. Bílaauglýsingar hafa mjög mikið að segja og þær þurrkuðust út á nokkrum fyrstu vikum fjár- hagsársins." Þorskhnakkar með flugi frá Eyjum EKKI er algengt að ferskur fiskur sé fluttur með flugi frá Vestmanna- eyjum. Vaninn er að senda sjávaraf- urðir sjóleiðina til lands en þessa dagana er helsta samgöngutæki og lífæð Vestmanneyinga á legi, Herjólfur, hins vegar í slipp í Dan- mörku. Því verða fiskverkendur að leita á náðir loftsamgangna til að koma afurðum sínum á markað. Að- gerðaþjónustan Kúttmagakot í Vestmannaeyjum hefur frá því í sumar flutt út ferska þorskhnakka á markaði í Frakklandi, Belgíu og Þýskalandi. Ásmundur Friðriksson framkvæmdastjóri segist hafa sent um 1,5 tonn af þorskhnökkum með flugi til Reykjavíkur í vikunni en þaðan sé afurðin flutt til Keflavíkur í flug. „Við höfum stöku sinnum haft þennan háttinn á. Það er vænlegur kostur að senda fiskinn héðan frá Vestmannaeyjum með flugi og von- andi getur orðið framhald þar á ef samningar nást um verð,“ segir Ás- mundur. Einn besti bitinn af þorskinum Þorskhnakkar eru að sögn Ás- mundar einn besti bitinn úr þorsk- flakinu. „Það er gott að hafa þennan útflutning með hefðbundinni starf- semi Kúttmagakots. Þorskhnakkinn er geysilega fallegur vöðvi, fínn á grillið. Við teljum okkur vera að framleiða góða og vandaða vöru, því við höfum aðgang að mjög góðu hrá- efni hér í Eyjum. Við flytjum aðal- lega út í kringum helgar og það virð- ist vera vaxandi markaður fyrir þessa afurð. Við höfum fengið ágætt verð fyrir hnakkana og höfum áhuga á að halda útflutningnum áfram.“ Ásmundur segir ekki mikið að gera hjá Kúttmagakoti þessa dag- ana, enda haldist léleg aflabrögð og slæm tíð eins og síðustu vikurnar yfirleitt í hendur. Bæjarstjórn Vesturbyggðar Yill meiri stöðug- leika í sóknar- dagakerfi smábáta BÆJARSTJORN Vesturbyggðar hefur skorað á ríkisstjóm Islands að beita sér fyrir því að stöðugleiki myndist í sóknardagakerfi smá- báta. Einnig er farið fram á að út- gerðarmenn sem hyggjast leigja frá sér aflaheimildir, megi fyrst bjóða þær til leigu í heimabyggð áður en til þess kemur að setja þær inn á Kvótaþing. I greinargerð með áskoruninni segir að í flestum þeim lagabreyt- ingum sem orðið hafa á fiskveiði- stjórnunarlögum á síðustu árum hafi stjórnvöld verið að mæta kröf- um ýmissa hagsmunahópa. I þess- um breytingum hafi ekki verið tek- ið tillit til mjög stórs hagsmuna- hóps, þ.e. sveitarfélaga. í greinar- gerðini segir ennfremur: „I Vest- urbyggð er reyndin sú að nálægt 20% alls afla er á land kemur er landað af sóknardagabátum. Bæj- arstjórn Vesturbyggðar telur nú- verandi sóknarstýringu dagabáta mjög ósanngjarna gagnvart sveit- arfélögum sem okkar. Á sama tíma og almennar aflaheimildir aukast eru veiðiheimildir sóknardagabáta skertar verulega sem þýðir að þeg- ar aflasamdráttur verður á ný og aflaheimildir verða minnkaðar, verður dögum þessara báta fjölgað aftur. Þetta er algerlega á skjön við tilgang fiskveiðistjórnunar- kerfisins. Því krefjumst við að sóknarstýring smábáta verði end- urskoðuð með hagsmuni sveitarfé- laga er byggja afkomu sína að mikli leyti á afla smábáta að leiðar- ljósi.“ Útgerðarmenn megi leigja kvóta innan sveitarfélags Bæjarstjórn Vesturbyggðar ' bendir einnig á að í sveitarfélaginu hafi nálægt 25% alls afla sem land- að var á fiskveiðiárinu 1997-1998 verið leigukvóti. Nú hafi tilkoma Kvótaþings og þess ósveigjanleika sem því fylgir þegar sett stórt strik í reikninginn hjá fjölmörgum út- gerðum. Telur bæjarstjórnin ósanngjarnt að útgerðaraðilar sem vilji og geti leigt aflaheimildir eigi í ekki kost á því að leigja þær innan f sveitarfélagsins, áður en til þess ! kemur að bjóða þær á Kvótaþingi. „Bæjarstjórn Vesturbyggðar fer þess eindregið á leit að ríkisstjórn Islands breyti þeim atriðum er að ofan eru talin með hagsmuni smærri sjávarplássa að leiðarljósi, þannig að sveitarfélög, sem vegna þróunar hafa neyðst til að byggja J afkomu sína að verulegu leyti á leigukvóta og afla smábáta, fái not- ið þess góðæris sem í dag ríkir hjá I íslensku þjóðinni," segir að lokum í greinargerðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.