Morgunblaðið - 17.10.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 17.10.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ réðu ferð og taldi sig hafa hlotið þar góðan grunn til að byggja á í sínu ævistarfi. Kristján lagði mikið upp úr þvi að fylgjast með og fræð- ast um það sem nýjast væri í sinni starfsgrein. Hann var einmitt ný- kominn úr kynningarferð á vegum Kaupfélagsins, þegar hann var burtkallaður. Kaupfélag Suðurnesja hefur misst mikið, en það er líka ómetan- legt fyrir félagið að hafa fengið að njóta starfskrafta Kristjáns svo lengi sem raun varð. Fyrir það er- um við þakklát. Störf hans öll, sam- viskusemi og einstakur trúnaður er hér þakkaður. Persónulega þakka ég langt og ánægjulegt samstarf, ég þakka alla ti-yggð og stuðning sem ég fann, hvort sem var í með- byr eða þegar erfiðleikar steðjuðu að. Kristján reyndist alltaf eins og klettur sem ekki haggaðist. Hann hélt ávallt öruggum höndum um stýrið og það hefur verið gott að eiga slíkan mann að sem kunni þá list að spara og fara vel með, þegar mest á reyndi. Kristján átti elskulega fjölskyldu og það fór ekki leynt hversu mjög hann bar hag fjölskyldu sinnar íyr- ir brjósti. Það duldist heldur ekki að þarna var samhent fjölskylda og hjón sem greinilega nutu samvist- anna hvort við annað. Við hjónin sendum þér, Guð- björt mín, dætrum ykkar og barnabörnum, innilegar samúðar- kveðjur og biðjum góðan Guð að veita ykkur styrk og blessa ykkur minninguna um góðan eiginmann, foður og afa. Guðjön Stefánsson. Kristján Hansson verslunarstjóri í Sparkaup í Keflavík er látinn Kristján fæddist 7. desember ár- ið 1934. Eftirlifandi eiginkona hans er Guðbjörg Óladóttir. Þau hjón eignuðust tvær dætur. Þær heita Iris og Rut. Eg kynntist Kristjáni fyrst vegna starfa hans í Kaupfélagi Suð- urnesja. Hann var verslunarstjóri í ýmsum verslunum Kaupfélagsins. Um tíma var hann verslunarstjóri í Samkaup og var reyndar bygging- arstjóri verslunarinnar á sinni tíð. Síðustu 12 árin var Kristján við stjórnvölinn í Sparkaup í Keflavík. Hann starfaði í verslunum Kaupfé- lags Suðurnesja í 28 ár. Fyrir nokkrum dögum fóru verslunarstjórar Sparkaupsbúð- anna til Danmerkur til að kynna sér nýjungar í rekstri. Ki'istján var með í fór. Þeir félagar komu heim miðvikudaginn 7. október. Kristján náði að koma heim en varð bráð- kvaddur heima hjá sér þá um kvöldið. Ég tók fljótlega eftir því hve Kristján átti létta lund, bros hans og hlýja voru með þeim hætti að ekki gleymist. Mér fannst hann sí- brosandi og hann var kvikur í hreyfingum. Hann vildí hvers manns vanda leysa. Þegar ég gekk til liðs við Fram- sóknarflokkinn kynntist ég Krist- jáni á nýjum vettvangi. Þar var hann afskaplega góður félagi og lagði alltaf gott til mála. Hann tók að sér ábyrgðarstörf fyrir flokkinn þegar eftir var leitað. Hann var í nefndum fyrir flokkinn og nú síðast var hann formaður yfírkjörstjórnar við síðustu bæjarstjórnarkosningar hér í Reykjanesbæ. Nú er Kristján allur og við syrgj- um góðan vin og félaga. Hann var aðeins 63ja ára er hann lést, langt um aldur fram. Fréttin um lát Kristjáns var reiðarslag og við hin sitjum hnípin eftir Fyrir hönd Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ vil ég þakka Krist- jáni notalega og ljúfa samfylgd í flokknum okkar og allt það starf sem hann vann fyrir Framsóknar- flokkinn. Kristján var okkur kær sem vinur og félagi. Ég votta einlæglega ættingjum Kristjáns samúð mína og alveg sér- staklega eiginkonu hans, Guð- björgu Óladóttur. Ég geri mér grein fyrir þeirri tilfinningu sem heltekur hjartað og sálina er sá tapast sem alls ekki má missa, þeg- ar sá hverfur sem gefið hefur lífinu stóran hluta af tilgangi sínum. Hannes Pétursson segir þetta svo blátt áfram og skýrt: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnamir honum yfir. Blessuð sé minning Kristjáns Hanssonar. Gylfi Guðmundsson, formaður Fullti-úaráðs Framsdknar- félaganna í Reykjanesbæ. í dag kveðjum við góðan dreng og vin K-istján Hansson. . Það eru ekki mörg ár síðan við vorum svo lánsöm að fá að kynnast Kristjáni og konu hans Guðbjörtu. Minningin um samverustundir okkar, þar sem við fengum að njóta mannkosta þinna og kærleika, mun lifa með okkur og gera okkur að betri manneskjum. Einkum eru okkur minnisstæðar samverustundirnar á heimili ykkar hjóna, þar sem þið Guðbjört tókuð ávallt á móti okkur af ykkar ein- stöku hlýju og kærleika. A þessum stundum sem og á öðrum samveru- stundum okkar, fengum við að kynnast drengskap þínum og ein- stakri geðprýði. Kæri vinur, um leið og við kveðj- um þig nú með söknuði, þökkum við Guði fyrir að hafa leitt okkur sam- an og leyft okkur að kynnast. Minn- ingin um þig mun lifa í hjörtum okkar. Minning um góðan dreng, sem miðlaði okkur svo miklu með lífsspeki sinni. Þú settir ekki ljós þitt undir mæliker, heldur leyfðir því að lýsa með framkomu þinni. Kæra Guðbjört, við sendum þér og fjölskyldu þinni, okkar dýpstu og innilegustu samúðarkveðjur við fráfall Kristjáns. Bænir okkar og hugur eru hjá ykkur. Blessuð sé minning Kristjáns Hanssonar. Kærleikshdpurinn Ingibjörg og Daníel, Kristín og Freyr, Þyri og Karl. Andlátsfrétt Kristjáns Hansson- ar barst hratt um Reykjanesbæ og margir sáu þar á eftir vini og fé- laga, enda var hann óvenju vin- margur. Kristján var einstaklega ljúfur og lífsglaður maður og marg- ir vita hversu ötull og samvisku- samur starfsmaður hann var. Þann tíma sem Kristján dvaldi hjá okkur á Nesi fannst mér sem ég ætti þar lítinn bróður. Frá þeim tíma man ég þó best hvað sex ára snáðinn hafði fagra söngrödd og hvað hann var fljótur að læra bæði lög og ljóð. Söngurinn hefur alla tíð verið ríkur þáttur í lífi Kristjáns og oft hefur hann skemmt okkur Vest- firðingum með þátttöku í leikþátt- um og söng. Kórsöngur var eftirlætisiðja hans, enda hafði hann bæði góða söngrödd og þá lyndiseinkunn sem bætti félagsandann hvar sem hann fór. Foreldrar Kristjáns bjuggu lengi í Grunnavík, fyrst í Sætúni en síðar á Sútarabúðum. Ég minnist þess frá árum mínum í barnaskóla, hversu notalegt var að koma til þessara hjóna sem vildu allt gera fyrir okkur krakkana þó efnin væru lítil. Afi Kristjáns var Bjarni Gísla- son. Hann festist mér í minni sem maðurinn með síða skeggið sem vissi um allt sem gerðist, þó hann væri orðinn blindur. Hann var sagður bráðgreindur og vel hag- mæltur, enda áttu hnyttnar vísur hans greiða leið um sveitina. Hans Bjarnason var afar bókhneigður maður og við sem best þekktum til r 13!ómabúðín u v/ Possvogski»*l<jMgai*ð a Sími: 554 0500 / MINNINGAR trúðum því að hann kynni nánast allar íslendingasögurnar utanbók- ar. Fráfall Kristjáns fannst mér sárt að heyra. Mér fannst hann, sem mætti hress og glaður í sund á hverjum morgni, ætti eftir mörg góð ár. En enginn fær séð fram í tímann hvenær leiðir skilja. Ég vil færa eiginkonu hans, börnum hans og systkinum innileg- ar samúðarkveðjur. Vonandi geta margar góðar minningar um góðan dreng linað sárasta söknuð ykkar og sorg. Sigfús Krisljánsson. Kveðja frá sundfélögum. Á hverjum morgni mætir hópur fólks í Sundmiðstöðina í Keflavík og byrjar daginn á því að fá sér sundsprett. Að sundinu loknu er sest í heita pottinn og málin rædd. í okkar hópi, sem við köllum „1. deildina" hafa í gegnum árin mynd- ast sterk tengsl. Okkur var því mjög brugðið þegar við fréttum að Kristján Hansson eða Kiddi Hansa eins og hann var kallaður hefði lát- ist nokkrum klukkustundum eftir heimkomu erlendis frá hvar hann hafði verið á ferð í tengslum við vinnu sína. Kiddi var vandaður maður. Hann sagði ekkert nema að vel athuguðu máli. Ef honum fannst umræðurnar í heita pottinum á villigötum var hann vanur að leiða menn á rétta braut. Skipti þá litlu hvort um- ræðuefnið var stjórnmál, íþróttir eða eitthvað annað. I hópnum ríkir góður andi og öðru hverju setjast sundfélagar niður eftir sundið og fá sér kaffisopa áður en haldið er til vinnu. Daginn áður en Kiddi hélt utan áttum við slíka stund saman. Þar var slegið á létta strengi og greinilegt að Kddi skemmti sér vel. Hann talaði um að bjóða okkur sundfélögunum heim eitthvert kvöldið eftir að hann kæmi heim að utan. Það er ótrúlegt að hugsa til þess nú að þessi stund hafi í raun verið kveðjustund og í síðasta sinn sem við fengum að njóta nærveru hans. Sú venja hafði skapast í hópnum að ef teygja slitnaði í sundgleraug- um tók Kddi þau með sér heim og lagaði enda mál manna að heimatil- búnu gúmmíteygjumar frá Kdda, sem við kölluðum „KIDDO“, væru miklu betri en þær upprunalegu. Kddi hafði lúmskt gaman af þessu og við einnig. Það fór ekki fram hjá okkur að hann hafði gaman af ferðalögum. Fyrir u.þ.b. ári fór hann í heims- reisu ásamt eiginkonu sinni og fleiri ferðafélögum. Þegar heim kom fengum við sundfélagamir að heyra ferðasöguna í nokkrum hlutum. Við höfðum gert að gamni okkar þegar myndir birtust í Morgunblaðinu frá heimsreisunni þar sem sjá mátti hópinn á ýmsum stöðum. Þá leituð- um við að þeim hjónum á myndun- um og sögðum stolt að þama fæm fulltrúar „1. deildarinnar“ á fram- andi slóðum. Um leið og við þökkum Kdda fyrir allar skemmtilegu samvem- stundirnar í sundlauginni vottum við eiginkonu og fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð og minnumst hans sem góðs drengs og félaga. Kjartan Már Kjartansson Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Svem'r Olsen, Sverrir Einarsson. útfárarstjðri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1998 49 * SIGRÚN GÍSLADÓTTIR OG HELGI HJÖRLEIFSSON + Sigrún Gísla- dóttir fæddist í Reykjavík 29. des- ember 1924. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 2. október síðastlið- inn. Foreldrar: Rannveig Jónsdótt- ir f. 1898, d. 1978 og Gísli Þorkelsson, f. 1857, d. 1943. Systkini Sigrúnar, Sigurður Svavar, f. 1920, d. 1988, Tryggvi Þór, f. 1922, Guðrún Ester, f. 1926, Gísli Þorkell, f. 1928, d. 1943, Garðar, f. 1938, d. 1941 og Þorkell Jón f. 1934, d. 1997. Helgi Hjörleifsson skósmiður fæddist í Reykjavík 22. ágúst 1922, hann lést 3. júní 1994. Foreldrar: Iljörleifur Krist- mannsson skósmíðameistari, f. 22.9. 1896, d. 8.4. 1963 og Krist- ín I. Þorleifsdóttir f. 31.10. 1895, d. 7.4. 1974. Systkini Helga, Kristmann f. 1920, d. 1977, Gerður Helga, f. 1927, Hjördís Kristín, f. 1929 og Ás- Eftir löng og erfið veikindi hefur amma fengið hvíldina löngu og er komin til afa. Það em fjögur ár síð- an afi dó og nú horfum við á eftir ömmu til hans með söknuði í hjarta en við trúum því að nú líði þeim báðum vel. Það er af mörgu að taka þegar hugsað er til baka, um allar þær stundir sem við áttum með afa og ömmu. Þau áttu lengst af heima á Þórsögu við Skólavörðuholtið, þar sem afi rak skósmíðaverkstæði sitt, sem hann tók við af fóður sínum í nágrenni við hina tignarlegu Hall- grímskirkju, en í þá gömlu góðu daga þegar aðeins stóð þar tuminn kölluðum við krakkarnir hann „afa- turn“ og þá vissum við að heimili afa og ömmu nálgaðist. Á efri ámm fóru svo afi og amma að láta gamlan draum rætast og byggðu sér hús í Fjarðarseli þar sem þau áttu fallegt heimili. Þar brölluðum við ýmislegt með þeim og ekki má gleyma flotta kofanum sem við krakkarnir reist- um í garðinum hjá þeim. Átti afi sinn þátt í þeim smíðum, en kofinn var á tveimur hæðum og með hljóm- sveitapall á þakinu. Ekki vora þær fáar ferðirnar sem farnar voru í „bjöllunni" hans afa upp í Heiðmörk. í einni slíkri ferð fundum við kubb sem við áletruðum til ömmu og í mörg ár var amma með þennan kubb uppi í hillu vel varðveittan. Ekki má gleyma geymslunni í Fjarðarselinu sem var alltaf gaman að gramsa í en þar var geir, f. 1930. Sigrún og Helgi gengu í hjóna- band 12. maí 1945. Böm þeirra hjóna eru Kristín, maki Björn Bjarnason. Börn þeirra eru Sig- rún, Bjarni og Kristinn. Gerður Helga, maki Gunnar Gunnarsson. Börn þeirra, Helgi, Gunnar og Arna Sif. Hjörleifur Helgi, maki Sigríður Ingibjörg. Börn þeirra Arnheiður og Helgi. Barnabarna- börnin em þrjú. Jarðarför Sigrúnar fór fram 8. október síðastliðinn. afi með verkfærin frá Skósmíðastof- unni og var þar oft dundað við hin ýmsu mál og mikið spáð og spek- úlerað. Það var svo ein jólin að afi og amma fóm með okkur niður í bæ og átti að kaupa jólagjöf handa mömmu og pabba. Það eina sem við gátum fundið sem þau vantaði var teppabankari. Margir hefðu reynt að fá bömin til að kaupa eitthvað annað en við áttum hugmyndina og var því keyptur bankari handa þeim í jólagjöf og vomm við mjög stolt af þeirri gjöf. Afi og amma bjuggu síðustu árin sín saman í Fellsmúla í Reykjavík. Þegar afi dó flutti amma í Hjallasel þar sem hún átti lítið fallegt heimili og hafði hún yndi af garðinum sín- um og naut þess að sitja þar í blómahafinu á sumrin. Amma var ekki síður skammdegiskona eða réttara sagt kertakona, oftar en ekki var kertaljós hjá ömmu á fal- legum haustkvöldum. Blessuð sé minning afa og ömmu. Við munum geyma minningarnar í hjörtum okkar. Elsku mamma og Adda, þið reyndust ömmu mjög vel í langvar- andi veikindum hennar og vitum við að fyrir það var hún mjög þakklát. Sofðu mín Sigrún sofðu nú rótt guð faðir gefi góða þér nótt. Hvíl í friði, elsku amma. Sigrún, Bjarni og Kristinn. Eiginmaður minn, ARNBJÖRN ÓSKARSSON, Gnitanesi, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Landakoti, fimmtudaginn 15. október. Hrefna Karlsdóttir. + Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, KARITAS ÓSK KRISTBJÖRNSDÓTTIR, Þverási 13, Reykjavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 15. október. Gunnar Jónasson og fjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.