Morgunblaðið - 17.10.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.10.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1998 33 í miðröð, lengst til vinstri, er Sigurður Elí- asson kennari. Við hlið hans er Sigurður Val- geirsson, dagskrárstjóri hjá lista- og skemmti- deild sjónvarpsins. Þá er hér við hlið dagskrár- stjórans Einar Sveinn Hálfdánarson lögfræð- ingur. Ljóshærða konan með síða hárið hér fyrir miðri myndinni í miðröð er Anna Lilja Gunnars- dóttir. Hún er fjármála- stjóri hjá Ríkisspítulun- um. Við hlið hennar er Hanna Steina Þorleifs- dóttir. Hanna Steina hefur búið í Frakklandi mörg undanfarin ár. Hún lauk doktorsnámi í bókmenntum. Við hlið Hönnu er Helena Anna Ragnarsdóttir, sem er viðskiptafræðingur og býr á Akureyri. Hér lengst til hægri í miðröð er Guðmundur Arason, sem hefur verið framar- lega í foreldrasamtökum Vogaskóla. I efstu röð frá vinstri er Óskar Magnússon forstjóri. Fjórði frá vinstri í efstu röð er Gu- mundur Gunnarsson, sem er í forsvari fyrir orgelsjóð Langholts- kirkju. Fyrir miðri mynd í efstu röð er ljóshærður piltur með gleraugu, Magnús Már Magnús- son, snjóflóðafræðingur hjá Veður- stofunni. Við hlið Magnúsar er Örn Jónsson, sem lengi hefur unnið hjá Sjávarútvegsstofnun Háskólans. Fjórði frá hægri í efstu röð er Ein- ar Erlendsson, sem hefur rekið ljósmyndafyrirtæki, sonur Erlend- ar Einarssonar, fyrrverandi for- stjóra Sambands íslenskra sam- vinnufélaga. Við hlið hans er Sveinn Ingvarsson arkitekt og hér lengst til hægri í efstu röð er Már Guðmundsson, sem er hagfræðing- ur hjá Seðlabanka Islands.“ Morgunblaðið/Kristinn INGIBJORG Sólrún skemmtir sér yfir minningum úr Vogaskóla. in var farin að minna á sig. Ég man eftir málfundum í Vogaskóla og í bekknum um ýmis mál. Við stelpurnar vorum búnar að átta okkur á því að við ættum að tala og ekki láta strákana um það. Ég tók oft til máls á málfundum í Vogaskóla og einnig Sigríður Lillý, Helga Sigurjónsdóttir og Guðrún Eyjólfsdóttir. Auðvitað vorum við að þreifa fyrir okkur í þessum efnum í pólitíkinni, við vorum kannski ekki komin með svo mótaðar skoðanir. Eftir á að hyggja finnst mér það stór kostur varðandi skólann og námið að stunda og sinna félagslífi. Ef það er ekki gert er farið á mis við mik- Mér gekk nú alltaf mjög vel í skóla og tók yfirleitt góð próf, en landsprófið mitt var ekkert sér- stakt og það slakn- aði aðeins á náms- árangri einmitt þann vetur sem ég var í landsprófi. ilvæga mótun. Innan bekkjarins var góður kunningjahópur sem hélt mikið saman og honum til- heyrðu Helga, Sigríður Lillý, ég, Ásta Erlingsdóttir, Sigurður Val- geirsson, Oskar Magnússon, Ein- ar Hálfdánarson og Einar Er- lendsson.“ Ánægjuleg æskuár í Vogahverfinu „Það var margt mjög ánægjulegt þessi ár þegar ég var að alast upp í Vogahverfinu og var þar í bama- skóla og gagnfræðaskóla. Þetta var sérstaklega skemmtilegur tími. Það var þarna heimili í Vogahverf- inu sem við kölluðum „Félagsmið- stöð Vogabúa“. Það var heima hjá Sveini í Völundi og Ingu konu hans. Þau hjónin áttu heima í Sigluvogi og áttu hóp bama sem vora á svipuðum aldri og ég og þar var oft mikið fjör og stundum hald- in þar samkvæmi á þeim áram þeg- ar ég var í gagnfræðadeild Voga- skóla og í landsprófinu og við bekkjarfélagarnir komum þar. All- ur þessi árgangur í Vogaskólanum veturinn 1969-70 hittist í fyrra og það var mjög ánægjulegt. Mjög margt af þessu fólki hefur orðið á vegi mínum síðar á lífsleiðinni, t.d. eftir að ég fór að starfa að borgar- málum. Ég var fyrst af mínum systkin- um sem fór í gegnum landspróf og menntaskóla. Ég á þijá bræður sem fóru þá í vélstjóraskóla og stýrimannaskóla og eldri systir mín fór reyndar seinna í langskóla- nám,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og leggur frá sér bekkj- armyndina og hefur gaman af að rifja upp skólaárin i Vogaskóla. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er fædd í Reykjavík 31. desember 1954, dóttir Gísla Gíslasonar versl- unarmanns, sem lengi starfaði hjá heildverslun Kristjáns Þorvalds- sonar og í Belgjagerðinni, og Ingi- bjargar J. Níelsdóttur húsmóður. Ingibjörg er yngst fimm systkina. Maður Ingibjargar Sólrúnar er Hjörleifur Sveinbjömsson, for- stöðumaður þýðingarmiðstöðvar á Stöð 2, og eiga þau tvo syni, Svein- bjöm og Hrafnkel. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjömina 1974 lauk Ingibjörg BA-prófi í sagn- fræði og bókmenntum frá Háskóla Islands 1979. Hún var gestanem- andi í sagnfræði við Kaupmanna- hafnarháskóla 1979 til 1981 og lauk cand. mag.-námi í sagnfræði við HÍ 1983. Ingibjörg Sólrún var formað- ur Stúdentaráðs HÍ frá 1977-78. Hún var borgarfulltrúi í Reykjavík 1982-88. Þá vann hún við blaða- mennsku og ritstörf frá 1988-91. Ingibjörg ritaði endurminningar Sigurveigar Guðmundsdóttur, kennara í Hafnarfirði, Þegar sálin fer á kreik, og kom bókin út árið 1991. Ingibjörg átti sæti á Alþingi fyrir Kvennalistann frá 1991-94. Hún hefur verið borgarstjóri í Reykjavík frá 1994 og gegnt fjölda opinberra trúnaðarstarfa og setið t.d. í skipulagsnefnd Reykjavíkur- borgar 1982-86 og í félagsmálaráði borgarinnar frá 1986-89. I borgar- ráði frá 1987-88. KONUDAGUR í &LYFJU Málfundir um þjóðfélagsmál Voruð þið ekki töluvert þjóðfé- lagslega sinnuð á þessum umbrota- tímum þegar ‘68-kynslóðin svokall- aða lét mikið á sér bera? „Við skiptumst mjög í tvo hópa í afstöðu okkar til þjóðfélagsmála. Það var þarna talsvert af hægri- mönnum og þar voru í forystu Óskar Magnússon og Einar Sveinn Hálfdánarson. Svo voram við aftur fremur til vinstri ég, Már Guðmundsson og Helga Sigur- jónsdóttir. Það voru haldnir mál- fundir og kvenréttindarumræðan var byrjuð og Rauðsokkahreyfing- en flest annað. Hjá þeim sem hafa farið á mis við að kynnast eða a.m.k. vita af kynforeldram sínum vantar eitthvað til þess að myndin verði heil. Með því að finna upp- runa sinn dýpkar sjálfskilningur- inn og oft verða menn sáttari við sjálfa sig og persónuleikinn styrk- ist. • Lesendur Morgunblaðsins geta spurt sálfræðinginn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spumingum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í stma 569 1100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok, Fax: 569 1222. Enn- fremur sfmbréf merkt: Gylfi Ás- mundsson, Fax: 560 1720. Kynnum £50II tísku- línuna 98-99 laugardaginn 17. okt. kl. 12-16 ESTEE LAUDER Lesið r i « ti l\lú geturöu látið greina húðlit þinn...fljótt, auðveldlega og nákvæmlega. Estée Lauder nýtir sér tölvutæknina til að lesa í húðliti eins og spákona í lófa. Litgreinirinn les á augabragði hvaða litur af Estée Lauder- andlits- farðanum fer hverri konu best. Líttu inn og láttu sannfærast! Boðið verður upp á þessa þjónustu í Lyf ju Lágmúla í dag frá kl. 12-16 dh LYFJA U ----- OROBLU Lágmúla 5. Sími 533 2300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.