Morgunblaðið - 17.10.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.10.1998, Blaðsíða 39
38 LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ -H- MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1998 39 Pliínr0iUínMiiMI« STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. STRÍÐSÁTÖKUM AFSTÝRT? MIKLUM HÖRMUNGUM hefur vonandi verið afstýrt með samkomulagi um framtíð Kosovo, sem tókst í við- ræðum þeirra Richards Holbrooks, erindreka Bandaríkja- stjórnar, og Slobodans Milocevics, forseta Júgóslavíu. Atl- antshafsbandalagsríkin höfðu tekið ákvörðun um að beita loftárásum til að knýja Serba til að láta af kúgun sinni og þjóðernishreinsunum í héraðinu. Serbum mátti vera ljóst, að þeir gætu einungis komizt hjá refsiaðgerðum með því að fallast í meginatriðum á samþykktir Öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna um átökin í Kosovo. Serbar, undir forustu Milocevics, streittust á móti fram á síðustu stundu, en gerðu sér væntanlega grein fyrir afleiðingum stríðsátaka og féllust að lokum á skilyrðin fyrir samkomulagi. Það felur í sér, að Kosovo verður sjálfstjórnarhérað á ný, en Milocevic afnam sjálfstjórn íbúanna fyrir nær áratug. Sérsveitir hers og lögreglu Serba, sem m.a. hafa staðið fyr- ir fjöldamorðum, verða kallaðar heim, en í staðinn kemur nýtt lögreglulið, óháð stjórnvöldum í Belgrad, sem skipað verður Kosovo-Albönum að langmestu leyti. Þá mun 2.000 manna eftirlitslið á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE), óvopnað, fylgjast með framkvæmd sam- komulagsins á jörðu niðri og flugvélar NATO fá heimild til að fljúga yfir héraðið til eftirlits úr lofti. Innan níu mánaða skulu fara fram kosningar til þings og sveitarstjórna. Þá hefur verið fallizt á, að flóttamenn fái að snúa heim óáreitt- ir þegar í stað og að engar hömlur verði lagðar á alþjóðlega aðstoð við fólkið. Þá verða skæruliðum Kosovo-Albana gefnar upp sakir vegna baráttu þeirra við sérsveitir Serba. Ákvörðun Atlantshafsbandalagsins um loftárásir er í fullu gildi þar til ljóst er, að Serbar standa að fullu við sam- komulagið. Loftárásirnar voru heimilaðar frá og með deg- inum í dag, laugardag, en nú er ráðgert, að Serbar fái lengri frest til að draga lið sitt að fullu til baka. Að samkomulaginu steðjar hætta úr tveimur áttum. Ser- bneskir þjóðernissinnar eiga mjög erfítt með að sætta sig við sjálfstjórn Kosovo-Albana og afskipti annarra ríkja af málefnum þeirra. Margir íbúar Kosovo af albönskum ætt- um vilja ekkert annað en fullt sjálfstæði, enda treysta þeir Serbum varlega af biturri reynzlu. Skæruliðahópar kunna því að stofna til átaka við Serba. Hvernig úr rætist mun að verulegu leyti ráðast af því, hvernig viðræður Serba og Kosovo-Albana ganga um fyrirkomulag sjálfstjórnar hér- aðsins. HVERFALÖGREGLA HVERFALÖGREGLA, sem ber vinnuheitið Bústaðir, hefur hafið störf í Háaleitis-, Bústaða-, Grensás- og Fossvogshverfí í Reykjavík. Verkefnið Bústaðir er að hluta til sniðið að bandarískri fyrirmynd með breyttum áherzlum í löggæzlu, sem leitt hefur til fækkunar afbrota í borgum þar vestra. Er vonazt til að þessi tilraun gefí góða raun hér- lendis og hefur borgarráð Reykjavíkur fagnað „þeirri stefnumótun og því metnaðarfulla starfí sem nú er unnið hjá lögreglunni í Reykjavík og hefur það að markmiði að bæta ímynd lögreglunnar, gera hana sýnilegri í störfum sínum og fækka hvers kyns afbrotum". Fagna ber allri viðleitni til þess að fækka afbrotum og efla forvarnastarf, sem miðar að því að hindra að ungmenni komist í kast við lögin. Þannig er unnt að koma í veg fyrir frekari afbrotaferil. Breytt hugmyndafræði í löggæzlu hef- ur víða skilað miklum árangri og ástæðulaust er að ætla annað en svo geti einnig orðið hérlendis. EKKI SÆMANDI IATHUGASEMD frá Læknafélagi íslands, sem birtist hér í blaðinu í fyrradag sagði m.a.: „Að saka slíkan mann (Ross Andersson) um óvönduð vinnubrögð ber ekki vott um nauðsynlegt jafnvægi hugans.“ Morgunblaðið óskaði eftir skýringum formanns Læknafélags Islands á þessum um- mælum en í blaðinu í gær kvaðst formaður félagsins ekki sjá ástæðu til að skýra þessi orð frekar. Það er engum sæmandi, en allra sízt læknum, að viðhafa slík ummæli um annað fólk. Hin tilvitnuðu ummæli eru ekki sæmandi Læknafélagi íslands. Þótt harðar deilur hafí stað- ið í langan tíma um gagnagrunnsfrumvarpið er hægt að gera þá kröfu til þátttakenda í þeim umræðum, að þeir virði ákveðin mörk og fari ekki yfír þau í málflutningi sínum. MHH' Á KLETTSSVÆÐINU standa fyrir dyrum miklar framkvæmdir. Mikið framkvæmdaár hiá Reykjavíkurhöfn ✓ Hugsanleg seta Islendinga í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Stuðningur Norðurlanda tryggður AÐ hefur verið mikið að gera undanfarið," sagði Hannes Valdimarsson, hafnarstjóri, í samtali við Morgunblaðið. „Það kom lægð í framkvæmdir okkar um tíma en eftir 1996 kom mikill kipp- ur í lóðaúthlutun. Það má reikna með miklum framkvæmdum á okkar vegum á næstu árum, aukin umsvif í borginni kalla á auknar framkvæmdir og fram- kvæmdirnar leiða til þess að umsvifin aukast enn.“ Undanfarið hefur áherslan á fram- kvæmdir verið í Örfirisey en á næstu árum færist þungamiðja framkvæmd- anna yfir í Sundahöfn. Hér fer á eftir yfirht yfir fram- kvæmdir ársins á vegum Reykjavíkur- hafnar. Við samantektina hefur að mestu leyti verið byggt á upplýsingum frá Jóni Þorvaldssyni, forstöðumanni tæknideildar, og Högna Hróarssyni, deildarstjóra tæknigagna á skrifstofu Reykjavíkurhafnar. Við olíubryggju í Örfirisey er nú unnið að byggingu skjólgarðs og bryggju fyrir stór olíuskip. „Þetta er langstærsta framkvæmd hafnarinnar á þessu ári. Hún hófst á síðasta ári og lýkur á næsta ári,“ sagði Hannes Valdimarsson. Ráðgert er að bryggjan verði tekin í notkun í september 1999. Þegar olíuskip fá viðlegu í Reykjavík- urhöfn mun það heyra sögunni til að þau leggist við akkeri utan hafnarinnar og farmi þeirra sé dælt í land um neð- ansjávarleiðslu. Verkið skiptist í nokkra meginá- fanga. Efnisskipti undir bryggju og dýpkun viðlegu og grúsarfyllingu í garðstæði og bryggju annast Sæþór hf. Grjótnám og bygging skjólgarðs er í höndum starfsmanna Suðurverks hf. Lárus Einarsson sf. annast byggingu bryggju. Heildarefnismagn við gerð skjólgarðs, efnisskipti og grúsaríýll- ingu er 430 þúsund rúmmetrar en heildarkostnaður við mannvirkið er áætlaður um 550 milljónir króna. Um helmingur kostnaðar fellur til á þessu ári. Reykjavíkurhöfn stendur að fram- kvæmdunum en nýtur hönnunarráð- gjafar frá Almennu verkfræðistofunni hf. Gatnagerð við Fiskislóð Umfangsmiklum gatnagerðarfram- kvæmdum er þessa dagana að ljúka við Vesturhöfn, þar sem komið er á teng- ingu Fiskislóðar við nýtthringtorg við mót Ánanausta og Mýrargötu. Við þetta gjörbreytist tenging Vesturhafn- arinnar við stofnbrautir. Reykjavíkur- höfn og gatnamálastjóri hafa átt sam- starf um framkvæmdina en Amar Kristjánsson ehf. hefur unnið verkið. Samhliða gatnagerðinni hefur höfnin unnið að landgerð á svæðinu og Sorpa hefur flutt til móttökustöð sína við Ánanaust. Nú er lokið við að fylla land utan Grandagarðs upp að Ánanaust- um. Fyllingarefni var dælt úr dælu- Árið 1998 hefur verið annasamt hjá starfs- mönnum Reykjavíkur- hafnar. Miklar fram- kvæmdir hafa staðið yfír á landi hafnarinnar með- fram strandlengjunni --------7------------- allt frá Ananaustum að Kleppsvík. skipum frá verbúðarbryggju yfir Grandagarð um Iagnakerfí sem komið var upp á síðasta ári. Búið er að dæla um 150 þúsund rúmmetrum af fyllingarefni til fram- kvæmdanna. Vinna er hafin við næsta fyllingaráfanga utar og er unnið að frá- gangi garðs og sjóvarna. Um 50 millj- ónum króna er varið til þessara fram- kvæmda á vegum hafnarinnar í ár. Verktakar eru Björgun hf., Völur hf. og Einar og Tryggvi hf. Á Klettasvæðinu eru hafnar fram- kvæmdir og talsverð umsvif eru þar framundan í framhaldi af því að hafn- arsjóður hefur gert makaskiptasamn- inga, sem hafa fært höfninni eignar- hald yfir lóðum og eignum á svæðinu. Gerður var samningur við borgar- sjóð, sem yfirtók lóðir hafnarsjóðs í Kvosinni sunnan Geirsgögu og land fyrir götustæði Ósabrautar í Kleppsvík gegn því að hafnarsjóður fengi lóðir á Laugamesi upp að Sæbraut. Einnig fái höfnin lóðir í Gufunesi og í Geldinga- nesi til að þróa nýja höfn í Eiðsvík. Nýtt þróunarsvæði við Klett Með staðfestingu þessa samnings má þróa stórt hafnarsvæði í Sunda- höfti, Klettasvæði. Annan makaskiptasamning gerði Reykjavíkurhöfn við Olíuverslun Is- lands og Olíudreifingu. Höfnin keypti öll mannvirki og lóðaréttindi í olíu- birgðastöðinni í Laugamesi, starfsem- inni var hætt og færist hún í olíustöð- ina í Örfirisey. Þeim hluta lóðarinnar þar sem olíustöðin stendur í dag á að skila til Reykjavíkurhafnar fyrir lok þessa mánaðar. Fyrir þann tíma á Olíudreifing að hafa fjarlægt alla olíutanka ásamt lögnum og búnaði til geymslu á olíu. Reykjavíkurhöfn mun hins vegar fjar- lægja lausan jarðveg úr olíustöð og lækka land til endurúthlutunar á svæð- inu. Nú þegar er byrjað að lækka og forma land í olíustöðinni og er stefnt að verklokum um næstu áramót. Verk- taki við þær framkvæmdir er Völur. Þá hefur hafnarsjóður yfirtekið fiskimjölsverksmiðjuna á Kletti með makaskiptasamningi við borgarsjóð. Framkvæmdir við niðuiTÍf verksmiðj- unnar eru vel á veg komnar en Þor- steinn Valur Baldvinsson verktaki vinnur við að fjarlægja 7 hús af lóðinni. Skorsteinn verksmiðjunnar er þó ekki hluti verkefnisins en stefnt er að því að fella hann í nóvember-desember sem sérstakt verkefni þegar burtflutn- ingi tanka og rifi húsa er lokið. Ýmis verkefni við land- og gatna- gerð hafa verið unnin. Björgun hf. hef- ur unnið við 50 þúsund rúmmetra landfyllingu. Völur og Einar og Tryggvi hafa gengið frá landi og sjó- vörnum við Skarfaklett og EP véla- leiga hefur annast gatnagerð í Kletta- görðum. Framkvæmdakostnaður Reykjavíkurhafnar í ár nemur þarna 90 mÚljónum króna. Uppbygging í Kleppsvík í Kleppsvík var á síðasta ári hafist handa við gatnagerðarverkefni sam- hliða framkvæmdum við að byggja upp aðstöðu fyrirtækja sem fengið höfðu lóðfr á svæðinu. Verktaki við gatnagerðina er Strókur ehf. Samhliða hefur höfnin unnið að landgerð á svæðinu og hefur lokið við að fylla land við suðurenda Voga- bakka, sem úthlutað hefur verið. Björgun hf. hefur verið verktaki við útvegun fyllingarefnis og er búið að dæla í ár um 50 þúsund rúmmetrum af fyllingarefni til þessara fi-amkvæmda. í ár hófst undirbúningur að leng- ingu Vogabakka til suðurs og norðurs. Unnið hefur verið að dýpkun og efnis- skiptum fyrir væntanlega bryggju- gerð. Skipt hefur verið um efni undir bryggjum og unnið að dýpkun viðlegu. Efnismagn er um 90 þúsund rúmmetr- ar. Verktaki er Sæþór. Kostnaður Reykjavíkurhafnar við þessar fram- kvæmdir í ár er um 70 milljónir króna. STEFNA utanríkisráðuneytis- ins um þessar mundir er að gera íslendinga virkari í al- þjóðamálum og sagði Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra í sam- tali við Morgunblaðið að það væri lið- ur í því að styrkja stöðu Islands út á við. Liður í þessu er að Islendingar sækist eftir sæti í öryggisráði Samein- uðu þjóðanna. Halldór sagði að það gæti ekki orðið fyrr en eftir nokkur ár, en þegar væri komið vilyrði fyrir stuðningi annarra Norðurlanda við framboð íslands til setu í öryggisráð- inu. „Við þurfum að hefja umræðu um það hér innan lands og ákveða hvort við viljum takast á hendur þetta verk- efni þegar fram líða stundir," sagði utanríkisráðherra. „Ég er þeirrar skoðunar að það sé mikilvægt að hafa það markmið því að það muni styrkja íslenska utanríkisþjónustu til fram- búðar.“ Halldór sagði að seta í öryggisráð- inu myndi veita Islend- ingum sömu möguleika til að hafa áhrif og öðr- um þjóðum og hann hefði ekki trú á öðru en að Islendingar réðu við þetta verkefni. Norðmenn sækjast eftir sæti á næsta ári „ísland hefur aldrei verið í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna,“ sagði Halldór. „Hin Norðurlöndin hafa ver- ið þar öll. Það er gert ráð fyrir því að Norð- menn sældst eftir sæti í ráðinu á næsta ári og það er ljóst að þeir hafa stuðning hinna Norðurlandanna til þess. Þessi mál voru rædd á síðasta fundi utanríkisráð- herra Norðurlandanna, sem fór fram í New York í tengslum við allsherjar- þingið [23. september sl.]. Þá lýsti ég því yfir að íslendingar vildu vera með í þessari mynd og taka þátt í störfum öryggisráðsins eins og önnur Norður- lönd. Það fékk undirtektir á þessum fundi.“ Utanríkisráðherra sagði að eftir væri að ræða þessi mál betur bæði í ríkisstjórninni og við utanríkismála- nefnd Alþingis. „Þannig að það hafa engar ákvarð- anir verið teknar í þessu,“ sagði Hall- dór. „En það liggur fyrir að Norður- löndin eru tilbúin fyrir sitt leyti að standa við bakið á íslandi í þeirri við- leitni." Hann tók fram að Norðurlöndin hefðu ávallt komið fram sem heild í þessu sambandi. Svíar sætu nú í ráð- inu og hefðu Norðurlöndin unnið sameiginlega að því framboði. Þau myndu standa saman að framboði Noregs á næsta ári og að framboði Islendinga kæmi til þess. ísland yrði þá fulltrúi Norðurlandanna og ynni málið í sambandi við þau. Engin regla er á setu Norðurland- anna í öryggisráðinu. Fimm föst sæti eru þar og kosið er á allsherjarþing- inu til setu í tíu lausum sætum til tveggja ára í senn. Þannig voru Svíar kjörnir árið 1996 til setu 1997 og 1998. I föstu sætunum sitja Banda- ríkjamenn, Bretar, Frakkar, Kínverj- ar og Rússar og hafa neitunarvald. Hinum sætunum er skipt þannig að fimm koma í hlut Asíu og Afríku, tvö í hlut Rómönsku Ameríku, tvö í hlut Vestur-Evrópu og annarra ríkja og eitt í hlut Austur-Evrópu. Norðurlöndin hafa ekki sótt að eiga fulltrúa að staðaldri í ráðinu heldur reynt að láta einhvem tíma líða á milli framboða. Danir hafa þrisvar átt fulltrúa í öryggisráðinu, 1953-54, 1967-68 og 1985-86. Finnar hafa set- ið þar tvisvar, 1969-70 og 1989-90. Norðmenn hafa setið þar þrjú kjör- tímabil, 1954-55, 1963-64 og 1979-80. Svíar hafa átt fulltrúa þrisvar, 1957-58, 1975-76 og 1997-98. Það hefur ekki alltaf verið sjálfgef- ið að Norðurlöndin fengju fulltrúa sæktust þau eftir því og hafa Svíar brennt sig á því. Norðmenn hófu kosningabaráttu fyrir árið 2000 í fyrra og má búast við því að Islend- ingar þyrftu lengri tíma, ekki síst af því að styrkja þarf alþjóðaskrifstof- una, sem vinnur að öryggismálum og málefnum Sameinuðu þjóðanna, og fastanefndina hjá Sameinuðu þjóðun- um í New York. Hægt að nýta setu í öryggisráðinu vel Walter Douglas, blaðafulltrúi bandaríska sendiráðsins í Reykjavík, sagði að lykilatriði væri að hefja und- irbúning framboðs snemma því að erfitt gæti verið að tryggja sér kosn- ingu í tímabundið sæti í öryggisráð- inu. Douglas starfaði í öryggisráðinu þegar hann var í fastanefnd Banda- ríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum í sendiherratíð Madeleine Albright, núverandi utanríkisráðherra, á árun- um 1994 til 1997. Hann nefndi nokkur dæmi um að þjóðir hefðu nýtt tíma- bundna setu í öryggisráðinu einstak- lega vel, þar á meðal Argentínumenn. „Þeir höfðu á dagskrá að gegna stærra hlutverki í friðargæslu,“ sagði hann. „Þeir vildu koma á fót svoköll- uðum hvíthjálmum sem öndvert við bláhjálmana myndu samanstanda af almennum borgurum og aðstoða við uppbyggingu á átakasvæðum. Fyrsta hálfa árið voru Argentínumenn mjög öflugir sáttasemjarar og miðluðu málum milli deiluaðila í ráðinu. Þeir gerðu ljóst að þeir hlustuðu á alla og tækju þátt með það fyrir augum að vera uppbyggilegir. Þegar þeir síðan vöktu máls á sínum málstað var þeim mjög vel tekið í öryggisráðinu." Hann sagði að Botswana, sem var í öryggisráðinu frá 1995-96, hefði verið lykilríki í að sjá til þess að góður full- trúi frá Afríku, Kofí Annan, yrði til þess að taka við af Egyptanum Boutros Boutros-Ghali. „Botswana stóð sig sérstaklega vel,“ sagði Douglas. „Botswana er lít- ið land, sendinefnd þess lítil og hefur ► ekki mikið umleikis. Sendiherrann var hins vegar mjög góður og þótt hann hefði aðeins tvo góða aðstoðar- menn var litið svo á að Botswana væri þungavigtaraðili í öryggisráðinu. Þeir urðu rödd Afríku og önnur ríki sneru sér til þeirra þegar þau vildu að rödd Afríku heyrðist." undahöfn og höfn í Eiðsvík rirhugaðar framkvæmdir Ce/dinganes Reuters FRÁ fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í höfuðstöðvum samtakanna í New York.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.