Morgunblaðið - 17.10.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.10.1998, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ S Arsfjórðungsskýrsla Landsbankans Líkur á að verð- bólga aukist LÍKLEGT er að verðbólga færist í aukana hér á landi á næstu mánuð- um, gefi gengi krónunnar eftir og taki fyrirtæki ekki á sig launa- hækkanir. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ársfjórðungsskýrslu Landsbanka Islands hf. sem birt var í gær. Samkvæmt skýrslunni er viðbúið að hagnaður fyrirtækja hafi dreg- ist eitthvað saman á 3. ársfjórð- ungi. Líkleg skýring á þeirri þróun gæti falist í mikilli styrkingu ís- lensku krónunnar ásamt innlend- um kostnaðarhækkunum, sérstak- lega launaliðnum. Það er einnig talið áhyggjuefni að rekstur ríkissjóðs er í járnum, þrátt fyrir mikinn hagvöxt á síð- ustu tveimur árum. Forsvarsmenn Landsbankans telja ríkisvaldið hafa þurft að ganga á undan með góðu fordæmi og draga mun meira úr ríkisútgjöldum en raun ber vitni. I skýrslunni er einnig bent á hversu gífurlega viðskiptahallinn hefur aukist á milli ára sem er ekki minna áhyggjuefni en slaki í ríkis- fjármálum. Þó hefur verið bent á að ekki megi gera mikið úr þessum mikla halla sem stefnir í að verða 38 milljarðar á árinu. Astæðan er sú að stór hluti hans er tilkominn vegna fjárfestinga sem til lengri tíma litið munu skila þjóðarbúinu auknum tekjum og efla nauðsyn- lega hagræðingu íslenskra fyrir- tækja. Sterk staða krónunnar Samkvæmt ársfjórðungsskýrsl- unni liggur meginskýringin á lítilli Vönduð gatöl og jólakort í miklu úrvali. Sérmerkt fyrir þig Nýjar víddir í hönnun og útgáfu Snorrabraut 54 (£>561 4300 Q 561 4302 verðbólgu hér á landi annars vegar í sterkri stöðu krónunnar og hins vegar mikilli samkeppni meðal inn- lendra fyrirtækja, sérstaklega í verslun og þjónustu. Þá er bent á að sterk staða krónunnar hafi gert innflutning ódýrari og stuðlað að lægri verðbólgu. Fullyrt er að tals- verð verðbólga sé undirliggjandi, sem skýrist af því að innlent verð- lag hefur hækkað um 5% en inn- flutningsverð hefur lækkað um rúm 4%. Framundan eru launa- hækkanir í janúar næstkomandi og því von á enn frekari kostnaðar- hækkunum. Landsbankamenn telja að fram til þessa hafi hörð samkeppni inn- anlands haldið aftur af fyrirtækj- um og þau ekki velt hækkunum út í verðlag. Það séu hins vegar tak- mörk fyrir því hversu lengi íslensk fyrirtæki geti mætt auknum kostn- aði með aukinni hagræðingu og framleiðni. Vaxtahækkunin ekki skilað árangri Sú vaxtahækkun sem Seðlabanki Islands ákvað í síðasta mánuði vegna lækkandi gengis krónunnar, hefur ekki skilað tilætluðum ár- angri, þrátt íyrir að vaxtamunur milli Islands og annarra landa hafi aukist með nýlegri vaxtalækkun í Bandaríkjunum, Bretlandi og Dan- mörku. Að mati Landsbankans getur það nú gerst að vextir verði lækkaðir annars staðar í Evrópu í tengslum við vaxtalækkanir þess- ara ríkja, en það verði þó að teljast ólíklegt ef eitthvað er að marka yf- irlýsingar þýska Seðlabankans ný- verið. Sjónarmið Þjóðverja eru þau að auka ekki við gengisóróa í Evr- ópu í tengslum við upptöku evr- unnar í janúar. Seðlabankinn hefur lagst gegn því að vextir verði lækk- aðir i Þýskalandi. Lækki hins veg- ar vextir í Evrópu mun Seðlabanki íslands væntanlega fylgja á eftir, að því er fram kemur í ársfjórð- ungsskýrslunni. Auglýsing þessi er eingöngu birt í upplýsingaskyni. Samvinnusjóður Islands hf. Skrániné skuldabréfa Samvinnusjóðs íslands hf., 3. fl. 1998, á Verðbréfaþing íslands. Verðbréfaþing íslands hefur samþykkt að taka skuldabréf Samvinnusjóðs íslands hf, 3-flokk 1998, á skrá. Bréfin verða skráð miðvikudaginn, 21. október nk. Skráningarlýsingu er hægt að fá hjá umsjónaraðila skráningarinnar, Kaupþingi hf. Þar er einnig hægt að nálgast þau gögn sem vitnað er til í skráningarlýsingunni, s.s. samþykktir og síðasta ársreikning. KAUPÞING HF Fjájfestingarbanki Ármúla 13A /108 Reykjavík / Sími 515 1500 / Fax 515 1509 / www.kaupthing.is Fiskiðjan Skagfirðingur hf Rekstrarreikningur september 1997 til ágúst 1998 sept.'97- ágúst'98 Rekstrarreikningur Rekstrartekjur Milijónir króna 2.174 Rekstrarqjöld 1.668 Hagnaður fyrir afskriftir og fjárm. kostn. 506 Afskriftir 314 Fjármaqnskostnaður 53 Hagnaður af regiul. starfsemi 139 Aðrar tekjur 11 Hagnaður ársins 150 Efnahagsreikningur 31.8 ‘98 31.8 ‘97 Breyt. | Eipnir: \ Veltufjármunir Milljónir króna 429 468 -8,3% Fastaf jármunir 2.595 2612 -0,6% Eignir samtals 3.024 3.080 -1,8% I Skuldir og eigið fé:\ Skammtímaskuldir 623 723 -13,8% Langtímaskuldir 1.667 1.778 -6,2% Eigið fé 734 579 +26,8% Skuldir og eigið fé samtals 3.024 3.080 -1,8% Kennitölur Veltufé frá rekstri 365 150 milljóna króna hagnaður hjá Fisk- iðjunni Skagfírðingi hf. á Sauðárkróki Hagræðingar- aðgerðir skila sér HAGNAÐUR Fiskiðjunnar Skag- firðings hf. á Sauðárkróki nam 150 milljónum króna á rekstrarárinu 1997-98. Velta fyrirtækisins nam 2.174 milljónum króna á tímabilinu en rekstrargjöld 1.668 milljónum. Veltufé frá rekstri nam 365 milljón- um. Verulega hefur verið hagrætt í rekstri fyrirtækisins en auk þess eru ýmsar ytri aðstæður því hag- stæðar um þessar mundir. Rekstrarár Fiskiðjunnar er hið sama og fiskveiðiárið. Er þetta fyrsta heila rekstrarárið, sem gert er upp með þeim hætti, og því ekki samanburðarhæft við fyrra ár. Fjárfestingar fyrirtækisins á rekstrarárinu námu 280 milljónum króna, þar af var fjárfest fyrir um 160 milljónir í varanlegum afla- heimildum. Nettóskuldir fyrirtækis- ins lækkuðu um 174 milljónir króna á milli ára en eignasala nam 24 milljónum. Jón Eðvald Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Fiskiðjunnar, er þokkalega ánægður með niðurstöð- una og segir hana vera betri en áætlanir gerðu ráð fyrir, þrátt fyrir það tjón sem félagið varð fyrir vegna sjómannaverkfallsins. „Það er greinilegt að hinar miklu hag- ræðingaraðgerðir, sem ráðist var í, eru að skila sér og maður hlýtur að vera ánægður með það. Fyrst og fremst þakka ég starfsmönnum fyr- irtækisins þennan árangur en þeir hafa tekist á við hin ýmsu verkefni með samstilltu átaki. Það er einnig gott að verð á flestum afurðum okk- ar hefur hækkað, sóknarkostnaður við þorskveiðar minnkað verulega og aukning á þorskkvóta kom sér einnig vel. Við virðumst því vera að ná bærilegum tökum á rekstrinum og horfumar fram undan eru þokkalegar." Aukin sérhæfing Fiskiðjan gerir út einn frystitog- ara og þrjú ísfiskskip og leigir auk þess eitt skip til Hnífsdals. Þá rekur fyrirtækið bolfiskverkun á Sauðár- króki og rækju- og hörpudisk- vinnslu á Grundarfirði. Umskipti til hins betra urðu hjá fyrirtækinu á rekstrarárinu en árið 1996 var það rekið með verulegu tapi. Mikið hef- ur verið hagrætt og endurbætt hjá Fiskiðjunni að undanförnu og starf- semin verið aukin. Nú sérhæfir það sig í frystingu þorskflaka sem söguð eru niður og seld til verslanakeðja í Þýskalandi og Belgíu. Samherji kaupir Arn- arnúp ÞH SAMHERJI hf. á Akureyri hefur keypt nóta- og togveiðiskipið Arn- arnúp ÞH af Jökli hf. á Raufarhöfn. Skipið er keypt án veiðiheimilda og veiðileyfis. Samherji hefur einnig gert makaskiptasamning við Hlaði hf. á Grenivík um að Samherji selji Sæljón SU til Hlaða án veiðiheim- ilda og veiðileyfis. Hluti af andvirði skipsins verður greiddur með Sjöfn ÞH sem er alhliða vertíðarbátur. Að sögn Þorsteins Más Baldvins- sonar, framkvæmdastjóra Sam- herja, eru kaupin á Arnarnúpi ÞH liður í endumýjun nótaskipaflota fyi-irtækisins, þar sem þrjú nóta- skip, Gardar EA, Háberg GK og Sæljón SU, hafi verið seld frá fyrir- tækinu að undanförnu. Veiðileyfi og heimildir verði færð af þessum skipum yfir á Ai-narnúp ÞH, þar með talið leyfi til veiða úr norsk-ís- lenska sfldarstofninum. Arnarnúpur ÞH verður afhentur á Akureyri 23. október nk. en Sæljón SU var afhent á Akureyri í gær. Sjöfn ÞH verður afhent þrem- ur vikum síðar. -------♦-♦“♦---- Landssíminn kynnir Netið á breiðbandinu SÍMINN Internet býður íslenskum netnotendum að taka þátt í seinni- hluta tilraunar á gagnaflutningum um breiðbandið. Möguleikar sem breiðbandsteng- ing gefur verður kynnt í dag frá klukkan 12-16 í húsnæði símans að Grensásvegi 3. Sýna á fólki hve mikið flutningsgeta á gögnum um Netið eykst, tengist fólk breið- bandinu. Að sögn Hrefnu Ingólfsdóttur, upplýsingafulltnía Landssímans, þýðir breiðbandstengingin að hægt verður að senda gögn af margfalt meiri hraða með þessum hætti en áður hefur þekkst. ISDN-tenging sem notast er við í dag er 128 kfló- bit á sekúndu. Friðrik Friðriksson, forstöðu- maður breiðbandsþjónustu Lands- símans, segir að Netið á breið- bandinu sé skref í þá átt að gera Netið að því margmiðlunarkerfi sem það á möguleika á að verða. „Fyrsta skrefið í notkun breið- bandsins var dreifing á hliðrænu sjónvarpi en Netið á breiðbandinu sýnir að breiðbandið er miklu meira en bara sjónvarpsdreifi- kerfi,“ sagði Friðrik. Friðrik segir að breiðbandið hafi nú verið lagt að um 20.000 húsum á landinu og 5-6.000 bætist við á næstu mánuðum. S Islenskar sjávarafurðir hf. Hluthöfum boðið nýtt hlutafé HLUTHAFAR í íslenskum sjávar- afurðum hf. geta nú aukið við hlut sinn í félaginu en á stjómarfundi fyrirtækisins 19. ágúst sl. var ákveðið að nota til fulls heimild til aukningar hlutafjár um allt að 200 m.kr. að nafnverði sem var sam- þykkt á sérstökum hluthafafundi Islenskra sjávarafurða hf. hinn 1. desember 1997. Forgangsréttur til áskriftar hlutafjár miðast við hluthafaskrá eins og hún var í lok dags 14.10. 1998 og er forgangsréttur í hlutfalli við núverandi eign hvers og eins hluthafa. Þau bréf sem ekki seljast til forkaupsréttarhafa verða seld í almennri sölu frá 15. nóvember, gegn staðgreiðslu. Fast gengi hlutabréfanna til for- kaupsréttarhafa er 1,75 en 1,780 fast gengi í almennri sölu. For- kaupsréttartímabiliið er frá 1. nóv- ember 1998 til 14. nóvember 1998. Lágmarksuphæð hlutabréfa sem selja á er 100 m.kr. að nafnverði, en hámark 200 m.kr. að nafnverði. Landsbanki Islands hf. hefur milli- göngu um skráningu hlutabréf- anna á Verðbréfaþingi íslands. Niðurstöður útboðsins verða til- kynntar í viðskiptakerfi VÞI ásamt endanlegum skráningardegi. Landsbanki íslands hf. sölu- tryggir þann hluta útboðsins sem ekki hefur selst í lok almennrar sölu miðað við hámark útboðsins en þó að hámarki 50 m.kr. Skráningarlýsingar ásamt áskriftareyðublöðum verða sendar hluthöfum og skal skila þeim út- fylltum til Landsbanka Islands hf. fyrir kl. 16 hinn 14. nóvember 1998. Hluthafi, sem óskar eftir að kaupa hlutabréf fyrir hærri fjár- hæð en þá sem honum er úthlutað vegna forkaupsréttar, getur óskað eftir viðbótarhlutafé til kaups. Oska má eftir hvaða fjárhæð sem er, en til sölu í þessum hluta kem- ur sú fjárhæð sem aðrir forgangs- réttarhafar hafa ekki tekið skv. út- hlutun þeiri-a á grundvelli for- gangsréttar. Ennfremur geta for- gangsréttarhafar framselt for- gangsrétt sinn að hluta eða að öllu leyti. Greiðsluseðlar verða sendir þeim forkaupsréttarhöfum sem skráðu sig fyrir hlut á forkaupsréttartíma- bilinu. Gjalddagi greiðsluseðlanna er 24. nóvember 1998.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.